Morgunblaðið - 26.09.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.09.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 29 Um 270.000 manns hafa flúið heimili sín í Kosovo-héraði frá því í febrúar STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Talið að 50.000 manns haf- ist við undir berum himni Belgrad, Brussel. Reuters. ÁTÖK á milli Frelsishers Kosovo (KLA) og serbneskra lögreglu- og hersveita hafa staðið í sjö mánuði í Kosovo-héraði Sambandslýðveldis- ins Júgóslavíu. Þorri íbúa héraðs- ins eru Kosovo-Albanir, albönsku- mælandi múslimar, en Frelsisher- inn berst fyrir sjálfstæði héraðsins frá serbneskum stjórnvöldum í Belgrad. Hörð átök undanfarinna mánaða hafa stökkt að minnsta kosti 270 þúsund manns á flótta. Flestir þeirra eru konur, börn og gamalmenni, en vopnfærir karl- menn hafa margh’ gengið til liðs við KLA. Talið er að 50.000 manns hafist nú við undir berum himni í Kosovo-héraði. Neyð þessa fólks er mikil og ljóst að margra bíður lítið annað en sultur og seyra á komandi vetri. Enn hálf milljón flótta- fólks í Júgóslavíu Hjálparstofnanh- hafa nýlega reynt að vekja athygli heims- byggðarinnar á hlutskipti flótta- fólks á Balkanskaga. Auk þeirra tæplega 270 þúsund manna sem flúið hafa átökin í Kosovo eru enn um 560.000 flóttamenn í Serbíu og Svartfjallalandi. Fólk sem enn hef- ur ekki getað snúið til síns heima eftir að stríðinu í Júgóslavíu lauk árið 1995. Erfitt hefur reynst að afla fjár til aðstoðar við flóttafólk í Serbíu STRAUMUR FLÓTTAFÓLKS FRÁ KOSOVO-HÉRAÐI Að minnsta kosti 270.000 manns frá Kosovo hafa neyðst til þess að flýja heimili sín frá því að átök brutust út í febrúar á þessu ári á milli serbneskra öryggis-sveita og Frelsishers Kosovo, sem berst fyrir sjálfstæði Kosovo-Albana. í Kosovo-héraði búa 1,8 milljón manns og um 90% þeirra eru Albanir. og Svartfjallalandi á undanförnum misserum. „Rauða kross hreyfing- in og Flóttamannahjálp Samein- uðu þjóðanna óttast að ástandið í Kosovo geri okkur enn erfiðara um vik en áður við að afla fjár til hjálparstarfa hér [í Júgóslavíu],“ sagði Thomas Merkelbach hjá Ál- þjóðaráði Rauða krossins í Belgrad. Sadako Ogata, fi’amkvæmda- stjóri Flóttamannahjálpar SÞ, er nú á ferð um Balkanskaga til þess að ræða flóttamannavandann við stjómvöld í Júgóslavíu, Albaníu og leiðtoga aðskilnaðarsinna í Kosovo- héraði. Erindi Ogata við leiðtoga á Balkanskaga er meðal annars að tryggja að réttindi séu ekki brotin á flóttafólki og hvetja til þess að aðstæður skapist til þess að það geti snúið heim sem fyrst. Fleiri leita hælis í ESB-löndum Mun fleiri ríkisborgarar Sam- bandslýðveldisins Júgóslavíu hafa sótt um hæli sem flóttamenn í löndum Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári en áður. Þetta kom fram á fundi innanríkisráð- herra ESB í Brussel á fímmtudag. 70-90% umsækjenda eru frá Kosovo-héraði. Aukningin er 600% í júlí og ágúst í Bretlandi einu, en í Belgíu hafði fjöldi umsókna tvö- faldast í þessum mánuði. ODANSLEIKUR xv&' Bjarm Ara og Milljónamæringarnir Forsala aðgöngumiða ÍRR á Hótel Sögu H frá kl. 13:00. Mlá Hilmarsson KRINGLUNNI Calvin Klein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.