Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 9 FRETTIR Siv Friðleifsdóttir vill breyta stjórnarskránni Ráðherrar út af Alþingi „RAÐHERRAR mega ekki eiga sæti á Alþingi. Þó eiga þeir rétt á að taka þátt í umræðum eins oft og þeir vilja og svara fyrirspumum." Þannig hljóðar málsgrein sú sem Siv Friðleifsdótt- ir, þingmaður Framsókn- arflokks, vill að verði bætt við stjómarskrá lýðveldisins íslands. Þingmaðurinn hefur því lagt fram á Alþingi frumvarp til stjórnskip- unarlaga sem miðar að þessum breytingum og mælir fyrir frumvarpinu eftir helgi. I greinargerð frumvarpsins segir að gert fyrir því að framkvæmd nýs Siv Friðleifsdóttir sé ráð ákvæð- IVYTT, niYTT! Amerískur náttfatnaður Stakir kjólar, sloppar, og sloppasett, stutt og síð. Margir litir og gerðir. -tzilympis. Kringlunni 8-12, sími 553 3600 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á: ► þök ► þaksvalir ► steyptar rennur ► ný og gömul hús - unnið við öll veðurskilyrði FAGTÚN ^ Brautarholti 8 » sími 5621370 j is verði sú að um leið og forseti Islands hafi skipað alþingismann ráðherra taki varamað- ur sæti ráðherrans á þingi. En hvers vegna skyldi hún leggja þetta frumvarp fram núna? „Það er vegna þess að búið er að leggja mikla vinnu í breytingar á kjördæmaskipan og kosningalöggjöfinni og í tengslum við þær breytingar þarf að breyta stjórnar- skránni. Því væri vel til fundið í leiðinni að greina algerlega á milli löggjafar- valds, framkvæmdavalds og dóms- valds með því að ákveða að ráð- herra megi ekki eiga sæti á Alþingi og eiga þar atkvæðisrétt,“ segir Siv í samtali við Morgunblaðið. Sterkt ráðherraræði Hún telur að ráðherraræðið hér á landi sé mjög sterkt pg nefnir dæmi því til sönnunar: „Á síðasta kjör- tímabili voru alþýðuflokksmenn með tíu þingmenn og þar af voru fimm ráðherrar. Þannig gátu ráð- herramir gengið yfir þingflokkinn í þeim málum sem þeim sýndist," segir hún og heldur áfram. „Það að ráðherramir séu inni á þingi sem al- mennir þingmenn með atkvæðisrétt gefur þeim meiri völd heldur en eðlilegt er þegar maður vill þrí- skipta valdinu eins og við erum að reyna hér á íslandi." Frumvarp um hávaðameng- un endurflutt HJÖRLEIFUR Guttormsson, þing- flokki óháðra, og fleiri þingmenn hafa endurflutt þingsályktunartil- lögu frá því á síðasta þingi um úttekt á hávaða- og hljóðmengun. Efni til- lögunnar er að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram víðtæka úttekt á hávaða- og hljóðmengun hérlendis og leggja fyr- ir næsta þing niðurstöðu hennar og tillögur til úrbóta. Frumvarpið hlaut ekki afgi'eiðslu á síðasta þingi. I gi'einargerð segir m.a. að hávaði og hljóðmengun af margvislegu tagi fari vaxandi ár frá ári. „Þar er ekki aðeins um að ræða hávaða frá um- ferð og atvinnurekstri heldur einnig tónlist og talað orð úr hátölurum á al- mannafæri, í almenningsfarartækj- um, verslunum, veitinga- og sam- komuhúsum, líkamsræktarstöðvum og á útivistarsvæðum ætluðum al- menningi. Hljóðmengun yfir ákveðnum mörkum getur verið heilsuspillandi, valdið skemmdum á heyrn auk trufl- unar og margvíslegra sálrænna áhrifa sem valdið geta andlegri van- líðan. Því er brýnt að af opinberri hálfu sé unnið skipulega gegn óþörf- um og truflandi hávaða til verndar heilsu manna og til að tryggja rétt einstaklingsins til ómengaðs um- hverfis." ERT ÞU AÐ MISSA HARIÐ? Eða átt þú við önnur hárvandamál að stríða? Vissir þú að næstum því ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum eiga við hárvandamál að stríða. Vissir þú að til viðbótar við góða umhirðu þarf hárið einnig nauðsynleg næringar- og grunnefni til uppbyggingar. Arcon-Tisane ® hárvítamínhylki. Arcon-Tisane ® hefur stöðvað hárlos hjá konum og körlum og í mörgum tilfellum aukið örvað og þétt hárvöxtinn. Arcon-Tisane ® vinnur innanffá, eykur blóðflæðið í hár- æðunum og eykur þannig flutning næringarefha og vítamína til hársekkjanna. Dautt og líflaust hár fær aukna næringu og verður fallegra og heilbrigðara. Arcon hármixtúra er borin beint í hársvörðinn við hárlosi. Arcon-sjampó er með PH gildi sem viðheldur náttúrulegu sýrustigi húðarinnar og hentar öllum hártegundum. Arcon vörurnar fást í apótekum um allt land. Alþjóða Verslunarfélagið ehf Skipholt 5, 105 Reykjavík S: 5114100 ■.IMIhWIIHTnPT Stjórn Veiðifélags Þorleifslækjar og Varmár í Ölfusi hefur ákveðið að leita eftir hugsanlegum leigutaka á vatnasvæði félagsins frá og með veiðiárinu 1999. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt „Sjóbirtingsveiði" fyrir 20. okt. Dragtir °g samkvæmisfatnaður hJ&QjfójzrfhhiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. ■ji'Á ;1U Ú ■■) I i'l UiiiíyrfiimilOlWOiiiii. ujMKLkukw LÚTUÐ FURUHÚSGÖGN Skenkur m/yfirskáp aðeins 38.900 aðeins 27.900 3§§ "Rrrr i- n § V, Bókahilla aðeins 19.900 Kommóður 4 stærðir 4x2 aðeins 13.200 Opið í dag kl. 10.00—16.00 36 món. HUSGAGNAVERSLUN Reykjavikurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 JE 36 món.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.