Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 62
4*2 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR RIKHARÐ . ÞORSTEINSSON + Signrður Rík- harð Þorsteins- son fæddist í Ólafs- vík 16. janúar 1926. Hann lést á Land- spítalanuni 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Guðmundsson og Kristín Sigurgeirs- dóttir, en auk Sig- urðar eignuðust *þau ]>rjú börn, Steinunni, búsett í Ólafsvík, Geir, bú- settur í Hafnarfirði og Guðrúnu sem lést á barns- aldri. Sigurður var kvæntur Pálínu Halldórsdóttur, fæddri í Ólafs- vík 13. september 1930. Eiguuð- ust þau fimm börn: 1) Sigrún Málfríður. 2) Hall- dór. 3) Steinar. 4) Ragnar Matthías. 5) Már. Barnabörnin eru tólf og barna- barnabarn eitt. Sigurður starfaði sem sjómaður á sín- um yngri árum, en eftir að í land kom vann hann alla tíð störf nátengdum sjávarútvegi. Sig- urður hafði mikla ánægju af félags- málum og áttu störf að verkalýðs- og bæjarmálum ásamt störfum að náttúru- og gróðurvernd hug hans allan. ^ Utför Sigurðar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, og hefst athöfnin kl. 14. Dugnaður og hreinskiptni var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég settist niður til að rita nokkur orð um Sigurð Þorsteins- son. Diddi í Efstabæ, en svo var Sigurður yfirleitt kallaður, var '’^Sddur og uppalinn í Ólafsvík og bjó þar alla tíð. Diddi var á sjötug- asta og þriðja aldursári þegar hann féll frá, þannig að hann hafði upp- lifað mikið breytinga- og uppbygg- ingarskeið í sögu þessa faÚega sjávarpláss. Hann byrjaði ungur að vinna og vann alla tíð störf tengd sjávarút- vegi, bæði til sjós og lands, og var ætíð eftirsóttur tO vinnu sökum dugnaðar síns. Síðustu ár ævi sinn- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GRÉTARS RÓSANTSSONAR, Þórunnarstræti 119, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Dísa Sígfúsdóttir, Hreinn Grétarsson, Margrét G. Magnúsdóttir, Heiða Grétarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Líney Grétarsdóttir, Friðrik Max Jónatansson, Jóhanna Grétarsdóttir, Rósant Grétarsson, Sigrún R. Vilhjálmsdóttir, Sigmar Grétarsson, Hólmfríður Þórðardóttir, barnabörn og Sveinbjörg Rósantsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Laufholti, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir tii starfsfólks á Hraunbúðum fyrir alla umönnun. Guð blessi ykkur. Ármann Bjarnason, Halldóra Ármannsdóttir, Snorri Snorrason, María Ármannsdóttir, Grímur Magnússon, Herbert Ármannsson, Jón Þ. ísaksson og fjöiskyldur. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR BJARNEYJAR KARLSDÓTTUR frá Fagradal, Stokkseyri. Jón Zóphóníasson, Karl Zóphóníasson, Grétar Zóphóníasson, Viðar Zóphóníasson, Karlý Zóphóníasdóttir, Elísabet Zóphóníasdóttir, Rannveig H. Jónasdóttir, Esther Jakobsdóttir, Selma Haraldsdóttir, Erna Halldórsdóttir, Guðmundur Jósefsson, Gunnar Þórðarson, Arnheiður Helga Guðmundsdóttir, Helga Magnúsdóttir og fjölskyldur. ar vann Diddi á netaverkstæði Að- alsteins frænda síns og bar fundum okkar oft saman þar. Voru þá þjóð- félagsmálin iðulega rædd og ekki síst hvað betur má fara í uppbygg- ingu okkar sveitarfélags. Diddi unni byggðarlagi sínu mik- ið og vildi hag þess sem mestan. Kunni ég vel að meta hreinskilni hans, ráðleggingar og athugasemd- ir og tel leiðsögn slíkra manna til handa okkur sem störfum að sveit- arstjórnarmálum ómetanlega. Síð- ustu misseri háði Diddi ákaflega harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem nú hefur lagt hann að velli. Hann dvaldist á Landspít- alanum síðasta hálfa árið, en fram að þeim degi er hann lagðist inn vann hann fulla vinnu. Hugur hans til heimahaganna kom berlega í ljós er ég heimsótti hann á spítal- ann, fylgdist hann greinilega með öllu sem þar fór fram og spurðist frétta fullur áhuga jafnt af mannlífi sem fiskeríi. Um leið og ég kveð þennan heið- ursmann, sem Sigurður Þorsteins- son var, vil ég votta eftirlifandi eig- inkonu hans, Pálínu Halldórsdótt- ur, börnum þeirra og öðrum ást- vinum mína dýpstu samúð. Ásbjörn Óttarsson. Hinn 28. september sl. andaðist á Landspítalanum Sigurðm- R. Þorsteinsson, Grundarbraut 28 hér í Ólafsvík. Sigurður hafði um 10-11 mánaða skeið átt við vanheilsu að stríða og var því bundinn við spítalann allan þennan tíma þar sem hann svo lést á 73. aldursári. Hann stundaði vinnu sína, við veiðarfæragerð hér í bæ, samfellt fram á sl. haust þegar hann veikt- ist. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin böm. Sigurður er fæddur hér í Olafs- vík og hefur alið allan sinn aldur hér að undanskildum nokkrum ver- tíðum á yngri árum á sjómennsku- ferli sínum. Hefur hann lengst af búið með fjölskyldu sinni að Grundarbraut 28 hér í bæ. Með Sigurði er fallinn í valinn dugmikill samferðamaður sem hef- ur lifað og starfað á tímum stór- kostlegra breytinga, hvort tveggja í byggðarlaginu og í þjóðfélaginu. Hann þekkti sögu staðarins hér því mjög vel. Vorið 1940 fermdist hópur 12 ungmenna héðan frá gömlu Olafs- víkurkirkjunni. Sá gamli, góði prestur, sr. Magnús Guðmundsson, fermdi okkur og lagði nokkur góð heilræði með í veganesti. I þessum fermingarhópi var m.a. Sigurður Þorsteinsson og sá sem þessar lín- ur ritar. í hópnum voru alls 4 stúlkur og 8 piltar. Ólafsvík þeiri-a tíma var á engan hátt sambærileg við þá sem nú er. Fram til þessa hafði Olafsvík ekki breyst í langan tíma en 2-3 árin á undan fermingarárinu okkar var að verða afgerandi breyting á at- vinnuháttum í landinu, frystihúsa- væðingin var gengin í garð, líka hér í Ólafsvík. Þetta hafði geysi- miklar breytingar í fór með sér. Bjartsýni til aukinnar útgerðar- starfsemi efldist enda hafði fastur, stór vinnustaður tekið til starfa og veitti m.a. okkur, nýfermdum ung- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. lingunum, atvinnutækifæri. Öll kyrrstaða er ríkt hafði um langan tíma var rofm og lífskjör efldust. Ekki fór á milli mála að nýir straumar léku um byggðina og það fundum við svo glöggt unglingarnir sem fermdumst vorið 1940. Okkar biðu atvinnutækifærin, fyrst í fisk- vinnslunni og síðar á bátum þegar þeim fjölgaði og þeir stækkuðu. Fermingarbömin 1940 gengu því beint inn í tímabil mikillar upp- byggingar og eflingar. Sú saga er flestum kunn en hún er jafnframt sagan um uppbyggingu sjávarút- vegsbyggðanna um allt land sem með dugmiklu fólki færði íslensku þjóðina í fremstu röð ríkari þjóða á fáum áratugum. Þar var byggðin okkar, Ólafsvík, enginn eftirbátur annarra slíkra. A þeim tíma vissu allir, já, jafn- vel hvert stálpað bam hver átti ís- lensku sjávarauðlindina, allir vissu einnig og fundu hvernig afrakstur auðlindarinnar dreifðist frá þeim sem öfluðu til þeirra sem lögðu fram vinnuaflið við framleiðsluna til útflutnings. I dag liggur það alls ekki ljóst fyrir hver á hvað í auð- lindarmálinu, helst em áberandi til úrskurðar í þeim efnum nýtísku markaðskerfi á ýmsum sviðum og hátísku verðbréfahallir sem styðj- ast við þægilegar og fínlegar reglu- gerðir. Hér að framan hef ég reynt að lýsa þeirri byggðarlags- og þjóðfé- lagsumgerð sem vinur okkar, sem hér er kvaddur, gekk inn í til starfa sem ungur maður. Sigurður Þorsteinsson var sem ungur maður léttur og skemmti- legur félagi. I vinahópi var hann söngvinn og glaðsinna eins og hann átti kyn til. Sem fjölskyldumaður var hann raunsær alvöramaður sem stóð þétt við bak barna sinna til tryggingar framtíðar þeirra. Hinn 26. desember 1952 gekk Sig- urður í hjónaband með eftirlifandi eiginkonu sinni, Pálínu Halldórs- dóttur héðan úr Ólafsvík. Þau höfðu þá þegar eignast dótturina Sigrúnu árið 1950. Síðar eignuðust þau fjóra syni, þá Halldór, Steinar, Ragnar og Má, sem er þeirra yngstur, fæddur 1970. Öll eru þau hið mannvænlegasta fólk og öll komin með eigin fjölskyldur. Þau Pálína og Sigurður höfðu ávallt mikinn metnað um menntun barna sinna. Sigurður hafði snemma ákveðn- ar skoðanir á samfélags- og þjóð- málum, og stóð fast á þeim þegar því var að skipta. Hann fylgdist vel með þjóðmálum, verkalýðs- og sveitarstjórnarmálum. Ungur gekk hann til liðs við verkalýðs- hreyfinguna og þá í verkalýðsfé- laginu Jökli hér í bæ en þar áttum við traust samstarf í áratugi. A þeim tíma er ég gegndi þar for- ystustörfum var hann ávallt reiðu- búinn til starfa. Eg minnist þess sérstaklega hve hlutur hans var mikilvægur þegar við skiptum al- gjörlega um samningsform sjó- mannasamninganna upp úr 1960 en þá var þeim samningum breytt úr helmingaskiptasamningi í pró- sentusamninga. Þetta var mikil vinna og flókin og öll unnin hér heima. Eg gleymi því ekki hve hlutur Sigurðar var drjúgur í að koma því máli heilu í höfn. Sigurð- ur sóttist ekki eftir forystustörfum og ekki þótt stíft væri eftir því leit- að við hann á sviðum félagsmál- anna, bæði í launþegahreyfmgunni og sveitarstjórnarmálunum. Hann var þó vel heima í báðum þessum málaflokkum. Hann var mjög áhugasamur um hafnar- og at- vinnumál og síðast en ekki síst skólamál. A sviðum sveitarstjórn- armálanna átti ég einlægt og traust samstarf við hann um ára- bil. Avallt var gott að leita álits hans þegar mál vora tvíbent og flókin. Fyrir allan trúnað hans á löngu tímabili og trausta vináttu sem aldrei bar skugga á vil ég hér á þessari stundu þakka. Eftir að störfum Sigurðar til sjós lauk hefur hann eingöngu unnið að veiðarfæragerð og viðhaldi þeirra, fyrst hjá útgerðarfyrirtæki tengda- fóður síns, Halldórs heitins Jóns- sonar, í áratugi og nú hin síðari ár hjá Netagerð Aðalsteins Snæ- björnssonar en þar vann Sigurður allt til þess tíma, að hann þurfti að fara á Landspítalann á sl. hausti en þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Þegar við nú kveðjum þennan vin okkar og samferðamann era liðin rúm 58 ár frá því að ferming- arhópurinn áðurnefndi kvaddist á kirkjutröppum Ólafsvíkurkirkj- unnar gömlu vorið 1940 þegar við fundum hríslast um okkur nýjan tíma mikilla breytinga. I umhverfi okkar hafa gerst stórmerkilegir hlutir. Við höfum lifað þær mestu breytingar sem nokkurn tíma hafa gerst með þjóð vorri. Við höfum séð bestu æskudrauma okkar ræt- ast í byggðarlaginu okkar. Við þökkum fyrir að hafa stóráfalla- laust náð 72 ára aldri þegar það fyrsta okkar fellur frá. Við þökkum honum að skilnaði allar samvera- stundir æskuáranna. Hann mun ekki lengur ganga léttur á fæti eft- ir Grandarþrautinni heiman og heim daglega eins og við höfum vanist að sjá hann gera liðna ára- tugi. Við munum í staðinn minnast hans og þakka honum fyrir líf hans og störf. Fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Ríkharðs Þorsteinssonar. Elínbergur Sveinsson. Lengi hef ég reikað þennan refilstig. Rökkvar senn og þreytan er að buga mig. Hvar fæ ég að halla mínu höfði nú? Herra, enginn getur bjargað, nema þú. Eg bið þig, sendu nú vagninn þinn að sækja mig. Já herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig. Gættu þín geymdu mig gefðu mér friðinn. Langt hef ég farið og mig langar heim. (J.F. Guðnason.) Elsku afi, nú er guð búinn að sækja þig. Alltaf var gaman að heimsækja ykkur ömmu til Ólafsvíkur. Það vora ófáar ferðimar á róluvöllinn og á netaverkstæðið með þér, afi. Þú sagðir okkur margar sögur og raulaðir fyrir svefninn vísur sem við geymum í huga okkar. Það era góðar minningar sem við eigum úr bílskúrnum hjá ykkur ömmu. Fyrst vora það rólurnar sem þú settir upp, síðan bættust við heimatilbúnu körfurnar sem við notuðum mikið. Við voram spennt- ir að sjá hvað þú þurftir að hækka þær mikið á hverju sumri. Við söknum þín, afi, en við vitum að þú fylgist með okkur áfram. Þínir afastrákar Hjörtur Sigurður, Baldur Þór og Þorsteinn Már. Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst okkur og langar að minnast þín með eftirfarandi ljóði, sem ort var um ævi þína: Nú hefur fallið úr fjallinu bjarg, fólbleikur sumarsins gróður. Langur oft dagur, en lagni sem barg, lífsstarfi, fóður og móður. Þar út í blámóðu leið ykkar lá, í litrófi framtíðar sýna. Heimabyggð ykkar, hvert æskuspor á, yfir þeim, stjömumar skina. Víkin þín kæra, nú þakka vili þér, þegnskap, og verkin þín kunnu. Velkominn Sigurður, vaggan er hér, og vinir sem heitast þér unnu. Til fundar við Guð þinn, nú floginn þú ert, og frændgarð, þér búinn er staður. A Iandinu helga, þú hólpinn nú sért, heiðvirði verkamaður. (Guðmundur G. Halldórsson ) Guð blessi þig og minningu þína. Astarkveðjur. Fjölskyldan á Syðri-Sandhólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.