Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
Á BJARNDfRAVEIÐUM
í SVÍÞJÓÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Hæfði dýrið
í fyrsta skoti
s
„Eg sá ógreinilega hreyfíngu til hliðar
við mig á milli trjánna. Var þetta
elgur eða bjarndýr? „Þannig lýsir Vignir
Arnason spennandi augnabliki sem
hann upplifði í veiðiferð sem hann fór
í til Svíþjóðar í byrjun september þar sem
honum tókst að fella þriggja vetra
bjarndýr. Hér segir hann Hildi
Einarsdóttur veiðisöguna.
Morgunblaðið/Kristinn
„AUÐVITAÐ gladdist ég mjög yfir þessum feng,“ segir
Vignir Árnason, skotveiðimaður.
SAGT var frá bjarndýraveiðunum í sænska blaðinu Aftonposten og þá birtist þessi mynd af Vigni með
bjarndýrið og sænskum félögum hans.
hundunum hefur ekki tekist að
skjóta elginn eiga þeir veiðimenn
sem hafa stillt sér upp við dýra-
slóðina möguleika á því að skjóta
hann. Á þennan hátt var skotinn
elgur á fyrsta degi veiðiferðarinn-
ar.“
„Það er venja að við eldum ofan
í okkur á kvöldin, bráðina eða eitt-
hvað annað. Þar eð það féll í minn
hlut að elda þá fannst mér tilhlýði-
legt að ná í nýru eða hjarta úr
elgnum til matreiðslu," heldur
Vignir áfram frásögn sinni. „Því
fórum við Gunnlaugur á staðinn
þar sem elgurinn hafði verið skot-
inn, en þar hafði innmaturinn ver-
ið skilinn eftir, en skrokkurinn
fjarlægður."
Byssurnar hlaðnar
og slóðin rakin
„Þegar við komum á þá slóð þar
sem elgurinn hafði verið dreginn í
burtu var þar alveg nýr bjarnar-
skítur. Við hlóðum því byssur okk-
ar og bjuggumst til varnar. Annar
okkar rakti slóð bjarndýrsins með-
an hinn fylgdi eftir, reiðubúinn að
skjóta ef með þurfti. Birnir era að
öllu jöfnu ekki hættulegir mönnum
nema verið sé að ógna ungviði
þeiiTa eða þeir era særðir eða vilji
eigna sér mat sem þeir telja sinn.
Þegar við komum á staðinn þar
sem elgurinn hafði verið skotinn
var ekkert eftir þar af innmatnum
sem hafði verið skilinn eftir. Við
áttuðum okkur á að björninn hafði
komið matnum fyrii- í skorningi
þarna rétt hjá og hulið hann með
mosa sem hann hafði krafsað upp á
um sjö til átta fermetra svæði
þarna í kring. Við vildum ekki gefa
eftir okkar hlut, náðum í innmat-
inn, en þá var aðeins annað nýrað
efth’. Með það fórum við til baka og
reyndist það hinn ágætasti matur.
Að kvöldi þessa dags var ákveð-
UNDANFARIN tólf ár
hefur Vignir, sem er
mikill skotveiðiáhuga-
maður, farið á elgsveið-
ar til Svíþjóðar. Vignir fer alltaf á
sama stað til veiða, á stórt skógar-
svæði sem er á mörkum Jámtlands
og Lapplands og heitir Tannsjör-
evir. í sína fyrstu veiðferð á þessar
slóðir fór hann með þýskum félög-
um sínum, en Vignir hefur verið
búsettur í Þýskalandi í næstum
þrjátíu ár. Hann nam eðlisfræði-
lega efnafræði í Þýskalandi og
rekur fyrirtæki í Hamborg sem
þróar sérhannaðar vélar, tæki og
vörar til iðnaðarframleiðslu. I
veiðiferðina að þessi sinni fór með
honum Gunnlaugur Konráðsson,
skipstjóri og hrefnuveiðimaður frá
Litla Ái’skógssandi.
Svæðið sem Vignir og félagi
hans veiddu á er 5.500 hektarar að
stærð og er í eigu þarlends skóg-
arvinnslufyrirtækis. Nokkrir
sænskir skotveiðiáhugamenn
leigja veiðiréttinn af fyrirtækinu
til eigin afnota og leigja svo öðram
veiðileyfí til að hafa upp í kostnað-
inn. Það era því Svíarnir sem
skipuleggja og stjórna veiðinni, að
sögn Vignis.
„Veiði bjarndýrsins átti sér að-
draganda sem hófst á því að elgur
var skotinn," segir Vignir og kem-
ur sér vel fyrir í hægindastól og
byrjar frásögnina. „Elgsveiðin fer
þannig fram að veiðimönnunum er
stillt upp á þeim slóðum sem von
er á dýrum. Þetta era yfirleitt
gamlar dýraslóðir. Síðan fara einn
til tveir veiðimenn með elghund
inn á svæðið þar sem gera má ráð
fyrir dýrunum. Hundurinn leitar
að slóð og ef hann finnur einhverja
þá rekur hann slóðina þar til hann
finnur elginn. Viðbrögð elgsins við
geltandi hundinum er að búast til
varnar. Á þeim tímapunkti hefur
veiðimaðurinn tækifæri til að
skjóta dýrið. Hundurinn hefur
ekki nema takmarkaðan tíma til að
halda elgnum því fljótlega sígur
hann undan hundinum og yfirgef-
ur svæðið. Ef þeim sem fylgdi
Hvað er gersveppaóþol
MAGNÚS JÓHANNSSON UEKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Af hverju stafar ger-
sveppaóþol?
Svar: Um sveppaóþol (ger-
sveppaóþol) era mjög skiptar
skoðanir og þess vegna er ekki
einfalt mál að svara þessari
spurningu. Sumir læknar era
þeirrar skoðunar að sveppasýk-
ingar, einkum með sveppnum
Candida albicans (hvítsveppur
eða þraskusveppur), séu vera-
legt og vaxandi heilbrigðisvanda-
mál sem sé undirrót alls kyns
sjúkdóma og krankleika. Flestir
læknar eru hins vegar vantrúaðir
á þetta og benda á að traustar
sannanir skorti. Þessir læknar
hafa verið gagnrýndir fyrir van-
trú sína á sveppaóþoli og sagt
hefur verið að þessa ótrú megi
rekja til þess að aðalástæður
sveppaóþols séu viss lyf og þeir
beri því nokkra ábyrgð á vanda-
málinu. Þessi rök geta varla
talist gild enda þekkja læknar og
viðurkenna að öll lyf hafa auka-
verkanir og sumar alvarlegar.
Kenningin um sveppaóþol er í
stuttu máli á þessa leið: „Mikil
notkun breiðvirkra sýklalyfja,
barkstera og getnaðarvarnalyfja
getur valdið traflun á eðlilegum
bakteríuvexti í líkamanum
þannig að sveppir fari að
blómstra. Þessi aukni sveppa-
vöxtur á sér einkum stað í melt-
ingarvegi og fæðingarvegi og
hann leiðir að lokum til þess að
líkaminn fer að mynda mótefni
gegn sveppunum. Mótefnamynd-
unin leiðir smám saman til eins
konar ofnæmis eða óþols sem
Qj Sveppaóþol
veikir ónæmiskerfið og er undir-
rót alls kyns sjúkdóma og
kvilla.“
Sumt af þessu er þekkt og við-
urkennt, en annað, einkum það
síðasttalda, er ósannað og verður
einnig að teljast ósennilegt. Þeir
sem aðhyllast þessa kenningu
telja sveppasýkingar undirrót
sjúkdóma eins og alnæmis, sóra
(psoriasis), fyrirtíðaspennu,
blæðandi þarmabólgu, þunglynd-
is, mænusiggs (MS), lágs blóð-
sykurs, áfengissýki, síþreytu,
meltingartruflana, ofnæmis og
fjölda annarra. Þetta er langur
listi og segja má að varla sé tO sá
kvilli sem einhver hefur ekki vilj-
að tengja sveppasýkingum.
Lækningin á að vera fólgin i því
að taka sveppalyf og neyta fæðu
sem hindrar vöxt sveppanna.
Forðast á fæðutegundir eins og
sykur, ferska ávexti, ávaxtasafa,
þurrkaða ávexti, áfengi, ost, ed-
ik, brauð og kökur, sojasósur,
hnetur, sveppi o.fl. Vandaðar
rannsóknir á árangri svona með-
ferðar eru mjög af skornum
skammti og meðan svo er hljóta
flestir að efast. Þær rannsóknir
sem gerðar hafa verið eru marg-
ar hverjar illa skipulagðar og
niðurstöðurnar hafa því ekki
fengist birtar í vönduðum tíma-
ritum. Oft er erfitt eða ógerlegt
að draga ályktanir af niðurstöð-
um slíkra rannsókna. Sem dæmi
má nefna að til eru rannsóknir
sem sýna að sjúklingar með
blæðandi þarmabólgur era oftar
með mótefni í blóði gegn brauð-
geri en viðmiðunarhópur. Þetta
gæti verið vísbending um að
brauðger sé orsakaþáttur í blæð-
andi þarmabólgu en það gæti allt
eins verið þannig til komið að
vegna slímhúðarskemmda séu
sjúklingar með blæðandi þarma-
bólgu viðkvæmir íyrir brauðgeri
og myndi þess vegna mótefni
fyrir því oftar en heilbrigðir.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spurningum á
virkum d'ógum milli klukkan 10 og 17 í
síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 569 1222.