Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölmiðlafrásagnir í Lúxemborg af vafasömum bakgrunni nýs flugfélags ISLENDINGAR hafa rekið áætlunarflug til Lúxemborgar í meira en hálfa öld. Hér er vél Air Bahama, dótturfélags Loftleiða, á flugvellinum í Lúxemborg. Efasemdir um að „Solid’ Air“ fái flugrekstrarleyfi Blaðaskrif hafa orðið í Lúxemborg um flugfélagið „Solid Air“, sem stofnað var nýlega og áformaði m.a. að hefja flug milli Islands og Lúxemborgar. TALSMAÐUR fyrirtækisins „Sol- id’Ar“ í Lúxemborg, sem hafði aug- lýst að það myndi hefja áætlanaflug yfir Atlantshafið frá Findel-flugvelli í desember næstkomandi - eða um það leyti sem Flugleiðir hyggjast hætta flugi þangað - viðurkenndi á blaðamannafundi í Lúxemborg í gær að fyrirtækið ætti við viss vandamál að stríða og að þar sem það hefði enn ekki fengið formlegt rekstrarleyfí væri ástæða til draga í efa að takast myndi að standa við áður auglýsta dagsetning fyrsta flugs félagsins frá Findel vestur yfír haf, 12. desember. I fjölmiðlum í Lúxemborg hafa undanfama daga birzt frásagnir af meintu fjármálamisferli tiltekinna aðstandenda Solid’Ar og að innan stjómar þess logaði allt í illdeilum. Samgönguráðherra Lúxemborgar, Mady Delvaux-Stehres, hefur lýst því yfír, að ákvörðun um flugrekstr- arleyfí verði fyrst tekin til athugun- ar þegar ákæra sem lögð hefur ver- ið inn gegn fyrirtækinu hefur verið leidd til lykta. Hluthöfum stefnt Ludovie Sauwen, prókúruhafi framkvæmdastjórnar fyrirtækisins, varðist á blaðamannafundinum í gær ásökunum sem fram koma í grein dagblaðsins Journal sl. mið- vikudag. Sagði Sauwen upplýsingar sem fram kæmu í greininni slitnar úr samhengi, en hann viðurkenndi að fyrirtækið ætti við viss vandamál að stríða, auk þess sem óleyst deila um óeðlilega háa reikninga stæði því fyrir þrifum. Dagblaðið Lux- emburger Woii, hefur eftir Sauwen, að framtíð fyrirtækisins væri stefnt í hættu vegna athafna eins manns, „sem hefði það eina takmark að skaða félagið". Þar á Sauwen við Nico Castiglia, kaupsýslumann í Lúxemborg, sem skráður var fyrir hlutafé í SolidAir en hefur nú sagt sig úr stjórninni, dregið hlutaféð til baka og stefnt hluthöfunum Jean Meyer, Claude Meyer og Ludovic Sauwen. Ákæran hljóðar upp á fjársvik, misnotkun á eignum fyrirtækisins og loks þjófn- að. í fyrmefndri grein Joumal er því haldið fram, að Sauwen, sem er lög- fræðingur frá Brussel, hafi strax við stofnun fyrirtækisins í sumar gert við það ráðgjafarsamning sem átti að gefa honum 300.000 lúxemborgíska franka í aðra hönd á mánuði (um 600.000 ísl. kr.), auk 22.000 franka mánaðarlauna fyrir stjómarsetu. Fyrir liggi reikningur frá Sauwen fyrir ráðgjafarstörf á tímabilinu frá miðjum júlí til miðs september upp á sem svarar 1,2 milljónir króna. Bent er á vafasaman fyrirtækja- rekstrarferil þeima Jeans og Claudes Meyer, sem samkvæmt upplýsingum blaðsins em skráðir fyrir 50% hlutafjár „Solid’Air", og að ný fyrirtækjasamsteypa þeirra, „Meyer Grappe“, hafi í reynd sama heimilisfang og fyrra fyrirtæki þeirra, sem lýst var gjaldþrota fyrir tveimur áram. Eitt fyrirtækja þeirra, „Mercurial Capital Venture Holding" mun vera skráð fyrir Lykt í leikhúsi Morgunblaðið/Ásdís „VIÐ þekkjum slíkar manngerðir af eigin raun og berum persónu- sköpun leikaranna ósjálfrátt saman við lífið sjálft": Þorsteinn Gunn- arsson fylgist með Guðlaugu E. Ólafsdóttur matbúa á sviðinu. LEIK1.IST Leikfélag Reykjavfkur á litla sviðinu í llurg- arleikhúsinu OFANLJÓS Höfundur: David Hare. Þýðandi: Árni Ibsen. Leikstjóri: Kristín Jóhannes- dóttir. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson. Hljóð: Olafur Örn Thoroddsen. Leikarar: Friðrik Frið- riksson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Föstudag- ur 9. október. Á RÁÐSTEFNU leikhúsgagn- rýnenda í Finnlandi í sumar tók til máls norskur menningarblaðamað- ur sem sendur hafði verið út af örk- inni frá uppranalandi okkar til að komast að því hvað við hinir brott- fluttu hefðust að í leiklist. Honum fannst það merkilegast að á meðan á sýningu á Hamlet stóð í Þjóðleik- húsinu fékk hann að upplifa það að lykt af steikarbuffi með lauk, upp- rannin úr veitingahúsinu í kjallar- anum, lagði yfir salinn og kvaðst hann framvegis mundu ávallt tengja þessa lykt leiklistarlífi á íslandi. Ástæða þess að þetta er rifjað hér upp er að sennilega mun endurminn- ingin um þessa sýningu kvikna í hugum leikhúsgesta þegar þeir finna næst lykt af því tagi sem lék um vit þeirra í gærkvöldi. Leikritið mætti kalia hefðbundið stofudrama ívafið eldhúsvasksraunsæi, svo vísað sé til tveggja stefna í breskum leikbók- menntum á þessaii öld. Hér er líkt svo nákvæmlega eftir veraleikanum í sviðsmynd, búningum, lýsingu, tón- list og á stundum leikstíl að áhorf- andanum var næst að halda að hann væri staddur við upptöku á kvik- mynd. Leikmyndin er niðumídd íbúð í gömlu húsi, eins og finna má í þeim hverfum Lundúna sem mega muna sinn fífil fegri. Þama er að sjálfsögðu eldhúsvaskur og gashellur sem virka og ein persónan gerir sér lítið fyrir og eldar mat á meðan á sýningunni stendur með tilheyrandi áhrifum á lyktarskyn áhorfenda. Höfundurinn er hálfrar aldar gamall Breti sem hefur sérhæft sig í að skrifa um ójöfnuð þann sem bresk stéttaskipting hefur í för með sér og um þá ósamkvæmni sem fylgir róttækri hugsjónamennsku. Þetta eru einmitt tvö meginþemu Ofanijóss og persónumar era full- trúar ákveðinna þjóðfélagshópa og viðhorfa. Snilld Hares felst í hve vel honum tekst að gæða þessar mál- pípur sínar lífi og gera þær að trú- verðugum persónum. Tekið er á viðfangsefnum leiksins - andstæðum milli auðs og fátækt- ar, hugsjóna og græðgi - á svo sér- breskan máta að óneitanlega kemur upp í hugann hvort leikritið eigi eitthvert erindi hingað upp. En ís- lendingar þekkja þennan heim úr sjónvarpi og kvikmyndum, auk þess sem horfast verður í augu við að Lundúnir eru sú stórborg sem er næst okkur. Það er hægðarleikur að yfirfæra vangaveltur höfundar á okkar þjóðfélag án teljandi erfið- leika. Hvers vegna fórnar fólk lífinu í kennarastarfinu í stað þess að velja störf sem gefa margfalt meira í aðra hönd? Og öll þekkjum við hve vel hið fornkveðna, mikið vill meira, á við um margt efnafólk. Við þekkjum slíkar manngerðir af eigin raun og berum persónu- sköpun leikaranna ósjálfrátt saman við lífið sjálft. Af þessu leiðir að við gerum ef til vill ómanneskjulegar kröfur til þeirra um að þeir endur- skapi raunveruleikann á sannfær- andi hátt. Kvikmyndastíll krefst al- gjörs raunsæis og tráverðugleika - í nærmynd. Friðrik Friðriksson fer með hlut- verk Edwards. Leikur hans er ótrú- lega einbeittur í hinum tveimur stuttu atriðum þar sem hann kom fram. Hann hefur sérstaklega svip- brigðaríkt andlit og hvert augna- tillit hitti beint í mark. Honum tókst að yfirvinna annmarka þýðingar Arna Ibsen, sem einhvern veginn skaut alltaf framhjá markinu þegar túlka átti unglingamálið. Málfar þýðingarinnar reyndist Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur fjötur um fót. Það sveiflaðist milli hreinna slanguryrða og upphafinn- ar ljóðrænu. Vandamálið var að um hlutafjáreign þeirra í Solid’Ar, en endurskoðunarfyrirtæki þeirra „Compagnie Européenne de Ré- vision" sé jafnframt skráður endur- skoðandi „Solid’Ar". Enginn leigusamningur f greininni segir að enn liggi ekki fyrir neinn leigusamningur fyrir þær þrjár A310-300 breiðþotur, sem ætlunin sé að nota til hins fyrirhug- aða áætlanaflugs frá Lúxemborg til Flórída og Karíbahafsins. Þeiiri spurningu er varpað fram, hvernig af slíku geti orðið með það mjög svo takmarkaða hlutafé, sem félagið hafi úr að spila, en sagt er að það sé ekki meira en 25 milljónir LUF, eða um 50 milljónir ísl. kr. Þar að auki hafi af þessum 25 milljónum franka aðeins 6,25 milljónir verið í raun greiddar í stofnhlutafjársjóðinn. Ludovic Sauwen sagði á blaða- mannafundinum í gær að í millitíð- inni væri hlutaféð komið upp í 150 milljónir franka, eða um 300 millj- ónir ki'óna. Hlutaféð yrði greitt í stofnsjóðinn smátt og smátt, eftir þörfum. Ekkert kom þó fram í máli Sauwens um það hvaðan hið nýja hlutafé kæmi. Samkvæmt Lux- emburger Wort var heldur ekki ljóst, hvort stofnendur fyrirtækisins væru í raun eigendur stofnhluta- fjárins. Forsenda þess að hægt sé að gefa út flugrekstrarleyfi er að öllum vafa hafi verið rutt úr vegi um það, hverjir hinir raunverulegu hlutafjáreigendur „Solid’Air" séu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur fyrirtækið hvorki lagt fram þessar upplýsingar né ýmsar aðrar, sem gildandi reglur um veitingu rekstrarleyfis gera ráð fyrir. Virtir Flugleiðamenn fengnir til samstarfs Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, var ráðinn ráð- gjafi við stofnun Solid’Air og Einar Aakrann, fyrrverandi stöðvarstjóri Flugleiða í Lúxemborg og yfirmað- ur starfsemi Flugleiða þar um ára- tuga skeið, var fenginn til að gegna stjómarfoimennsku hins nýja fé- lags. Að sögn Journal vildu hinir eiginlegu aðstandendur fyi-irtækis- ins fá Aakrann og Sigurð til sam- starfs þar sem þeir væru reyndir og þekktir menn, sem eflaust gætu „opnað hinu nýja flugfélagi margar mikilvægar dyr“. Engir aðrir Islendingar eða menn tengdir rekstri Flugleiða munu hafa komið nálægt stofnun Solid’Ar. leið og textinn vék frá vegi raunsæ- isins hvarf tráverðugleikinn. Upp- hafið bókmál og nakinn veruleiki kvikmyndarinnar eiga alls ekki saman. I raun má segja að Guðlaug hafi leikið hlutverkið eins og í langri töku fyrir kvikmynd; þar sem átti eftir að velja úr bestu atriðin og taka önnur upp aftur. Nálægðin gerði henni kleift að tala i hálfum hljóðum og heyrast og hvert svip- brigði sást. Mjög vel gert þegar vel tókst upp en á milli skorti úthald og stöðugleika. Þorsteinn Gunnarsson er sviðsvanastur þessara þriggja leik- ara og hann skapaði auðveldlega sláandi sterkan persónuleika og textinn hljómaði, þrátt fyrir þýðing- arbraginn, vel úr hans munni. En leikstíll hans átti ekki við leikmáta Guðlaugar og of fátt varð til að brjóta upp firnalangar samræður jieirra. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri hefur ásamt hönnuði sviðsmyndar og búninga, hljóðmanni og ljósam- anni gert merkilega tilraun, tilraun þar sem hvert þeirra hefur nostrað við sitt svið. En án þeirrar tilbreyt- ingar sem klipping, útitökur, aðrar sviðsmyndir og frjálsræði með texta leyfa gengur þessi tilraun ekki upp sem heild. Meistari Hitchcock tók einu sinni upp kvikmynd eins og leikrit í afar langri töku. Arakstur- inn varð merkilegur en ekki til eftir- breytni. Hér er margt sem gleður eyra og augu en minningin sem eft- ir situr er ekki um heildstæða sýn- ingu heldur lyktaráhrifin af leik- sviðinu. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.