Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ a A hvolf, á hlið og í hringi LEIKUR Forsaken, leikur fyrir Nintendo 64 frá Acclaim. FYRIRTÆKIÐ Acclaim hefur hefur átt miklum vinsældum að fagna vegna leikja sinna og þá ekki síst þrívíddarleikja. Leikur- inn Forsaken er þar engin und- antekning. Þegar Forsaken kom fyrst út naut hann mikilla vinsælda og fékk mikið lof fyrir frábæra grafík og spilagildi, nú hefúr Acciaim gefið hann út fyrir Nin- tendo 64 og hefur engin breyt- ing orðið þar á, grafíkin er eins og á PC-tölvu með þrívíddar- korti. Forsaken gerist í fjarlægri framtíð þar sem ræningjar ráfa um og stela öllu steini léttara úr yfírgefnum borgum og fyrir- tækjum, Þú ert einn þessara ræningja og átt að drepa og ræna öllu sem á vegi þínum verður til þess að komast af. Þrívíddarleikir eins og við þekkjum þá eru leikir eins og Quake, Unreal og Duke Nukein 3D en þegar leikir eins og For- saken eru spilaðir öðlast orðið nýja merkingu. í Forsaken get- urðu farið á hvolf, á hlið, skotist niður í göng sem snúast og fara í hringi, i stuttu máli: Ringlandi. Upplifunin er sérstaklega skemmtileg í Nintendo 64 þar sem leikurinn fer aldrei hægt vegna of hægvirkrar töivu, aldrei er nein bið eftir borðum og ótrúlega þægilegt er að stýra með Nintendo fjarstýringunni eftir að hafa spilað leikinn á lyklaborði svo lengi. Níu ræningjar Oftast þegar Nintendo leikir eru flottir eru þeir einnig stuttir vegna þess hve leikjakassetturn- ar rúma lítið en Forsaken virðist vera undantekning, mikið er af borðum í leiknum og eru borðin leikin með fimm stflum, í sumum Hvað um Windows CE? átta Mb gerðina, verðmunur er ekki það mikill miðað við aukningu á vinnsluhraða og ýmsa möguleika aðra sem það gefur að hafa meira minni. Einnig er einfalt að bæta við minni þó ekki verði komist hærra en í 10 Mb, að minnsta kosti ekki sem stendur. Innbyggð upptaka Skjárinn á tölvunni er 640x240 myndeindir og hægt að baklýsa hann til að sjá betur. Einnig er hægt að stækka skjámyndina ef svo ber undir. Nýtt er í Psion 5-línunni að skjárinn er snertiskjár og flestar aðgerðir framkvæmdar með því að snerta skjáinn, ýmist með fingrun- um, sem kámar hann reyndar út, eða með sérstökum „penna“ sem smellur út úr rauf á hlið tölvunnar þegar ýtt er á hann. Tölvan er með tengi fyrir farsíma og því hægt að tengja hana síma beint og tengjast Netinu til að sækja eða senda tölvupóst eða skoða vefsíður. Fyrir hliðræna símatengingu þarf sér- stakt mótald. Einnig er á henni inn- rautt tengi til að senda gögn í aðra slíka tölvu, eða beint í PC-tölvu eða á prentara. Skemmtileg viðbót er að á tölv- unni er hljóðnemi og innbyggður hátalari og þannig er hægt að nota hana til að hljóðrita stutt skilaboð eða lengra spjall, því upptaka getur orðið allt að 40 mínútum á 10 Mb minnishylki og einfalt að skipta um ef taka þarf upp lengur. Hljómgæði eru þó ekkert til að hrópa húrra fyrir en meira en nóg ef taka á upp minnispunkta eða stutt spjall eða viðtal. Mikið af hugbúnaði fylgir tölv- unni, ritvinnsluforrit, töflureiknir, dagbókarforrit, gagnagrunnur, reiknivél og heimsklukka. Einnig er hægt að bæta allskyns hugbún- aði við, ýmist ókeypis eða ódýrum deilihugbúnaði. Þannig er hægt að fá ýmisleg- an viðskiptahugbúnað í tölvuna eða allskyns uppflettirit, þýðingar- forrit, landfræðiupplýsingar og svo mætti telja, en einnig er mikið safn leikja til. Hugbúnaðinn er hægðar- leikur að nálgast á Netinu og úrval- ið mikið. Makka-eða Pésatengi Psion 5 fer vel í hendi, en hún er þannig hönnuð að þegar hún er opnuð gengur lyklaborðið fram, en skjárinn hallast upp. Það gerir sitt til að gera lyklaborðið þægilegra í notkun og veitir ekki af ef menn ætla að standa í skriftum á tölv- unni. Með tölvunni fylgir PsiWin-bún- Eins og getið er í greininni um Psion 5 notar hún eigin stýri- kerfi, EPOC32, sem er 32 bita fjölvinnslustýrikerfi. Önnur vin- sæl smátölva, PalmPilot, notar einnig eigið stýrikerfi, PalmOS. Hvort tveggja er vitanlega eitur í beinum Microsoft sem setti sam- an sérstaka fituskerta útgáfu af 'Windows, Windows CE, til að bregðast við þessu. í kjölfarið hafa síðan komið fjölmargar gerðir af lófa- og vasatölvum frá ýmsum framleiðendum sem nota Windows CE, án þess að hafa náð að ógna áðurnefndum tölvum svo neinu nemur. Að mati Microsoft eru kostirn- ir við að nota Windows CE aug- Ijósir og þeirra helstur að það gefur aðgang að gríðarlegu hug- búnaðarsafni sem einfalt væri að flytja yfir í CE-umhverfið. Af þeim framleiðendum sem tekið hafa Windows CE upp á arma sína má nefna Canon, Compaq, -(Hewlett Packard og PhiIIips, sem eru ýmist að fram- leiða bara vasatölvur eða bæði vasa- og Iófa- tölvur. Margar tölvanna eru bráðskemmtilegar, til að mynda Compaq-tölvan, HP-tölvan og Phillips Velo, en nyög ólíkar, til að mynda er Velo ekki með litaskjá. Þótt vélbúnaðarframleiðend- ur hafí tekið vel við sér og ver- ið fljótir að koma á markað „ Windows CE-töIvum stóð Microsoft sig ekki eins vel og vakti til að mynda athygli á CeBIT í Hannover fyrr á árinu að á bás Microsoft vildu menn sem minnst kannast við Windows CE. Gekk svo langt að starfs- menn héldu því fram að enginn væri farinn að framleiða eða kynna slíkar tölvur sem kom þeim á óvart sem nýlokið hafði við að skoða vélar frá Sharp, Compaq og Phillips. Erfiðleikar Microsoft við mark- aðssetningu og þróun á Windows CE snerust ekki síst um það hvernig ætti að samræma það að selja gríðarstórt og flókið stýri- kerfi, Windows 98, og á sama tíma kynna annað lítið og nett, Windows CE, sem gæti jafnvel nýst stærstum hluta borðtölvu- eigenda. Við þetta bætist svo að fyrsta útgáfa af Windows CE var afleit frá tæknilegu sjónarmiði og hentaði ekkert sérstaklega vel í vasa- eða lófatölvur. Sl. fimmtudag kynnti Microsoft loks nýja útgáfu af Windows CE, svonefnda Hand- held PC Professional útgáfu, og í tilkynningu á vefslóð Microsoft má lesa að búið sé að berja í brestina. Nettenging og póst- vinnsla er mjög bætt, aukinheld- ur sem betri stuðningur er fyrir ^vélbúnað og samræmingu gagna á milli tölva. Gagnagrunnsteng- ing er líka bætt, aukinheldur sem endurbættar útgáfur eru af Pocket Word, Pocket Excel og Pocket PowerPoint. FYRR á árinu héldu stjórn- endur Phillips í Evrópu markaðsfund hér á landi. Meðal gesta þar var Simon Bambach, forsvarsmaður jaðar- tækjasviðs Phillips í Evrópu. I spjalli við Morgunblaðið lét hann þau orð falla að í viðskiptaheimi nú- tímans skipti einstaklingsfram- leiðni mestu máli; það skipti öllu að fylgjast vel með; að vera í sambandi hvaðan sem er hvenær sem er. I spjallinu var Bambach meðal ann- ars að mæra Velo-vasatölvu Phillips, sem þykir um margt bráð- vel heppnuð, en þó hún hafi gengið vel eftir að hún kom út og sé reynd- ar vinsælust þeirra véla sem keyra WindowsCE, borgar sig að skoða fleiri kosti, til að mynda Psion- vasatölvuna. Fyrsta Psion-tölvan kom á mark- að fyrir fjórum árum og náði þegar talsverðri hylli. 3-línan af Psion er sú vinsælasta hingað til og hefur til að mynda verið mest selda vasa- tölva síðustu ára. Skammt er síðan ný gerð af Psion kom á markað, svonefnd 5-lína. Sú er með nýja gerð af örgjörva, 18 MHz ARM7100 RISC og stýrikerfið er einnig nýtt af nálinni, EPOC32, sem er 32-bita fjölvinnslu- stýrikerfi. Fyrir vik- flugvél að mestu aðgerðalaus þegar tíman- um mætti verja til vinnu, lestrar tölvupósts eða bréfaskrifta. Árni Matthíasson brá sér til Parísar með Psion 5 í farteskinu. Lyklaborðið gengur fram, en skjárinn hallast upp ið getur 5-línan ekki keyrt hug- búnað sem skrifaður var fyrir 3- línuna, en öll gögn er einfalt að flytja yfir með aðstoð Pésa eða Makka; hugbúnaður sem fylgir breytir gagna- sniðinu sjálfkrafa. er að fá tölv- urnar með fjögurra eða átta Mb innra minni, en sjálf- sagt að fá sér Á tölvunni er hljóðnemi og innbyggður hátalari Landssöfnun SÍBS fyrir endurhæfingu á Reykjalundi Síminn er opinn 9-17 virka daga Bankareikningur 0301-26-002600 í Búnaðarbanka íslands Innleggsseðlar liggja frammi í Búnaðarbanka og Sparisjóðum. Einnig er hægt að leggja inn rafrænt á interneti eða í heimabanka. * Yi' •• Oflug og handhæg vasatölva Fátt er leiðinlegra en sitja á flugstöð eða í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.