Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Gengið frá samein- ingu fískmarkaða Fiskmarkaður Hafnarfjarðar og Fisk- markaður Suðurnesja í eina sæng GENGIÐ hefur verið frá samein- ingu Fiskmarkaðs Hafnarfjarðar og Fiskmarkaðs Suðumesja. Sú sam- eining kemur í kjölfar þess að hætt hefur verið við sameiningu Faxa- markaðar í Reykjavík og Fiskmark- aðsins í Hafnarfirði. Sameining Faxamarkaðar og Skagamarkaðs- ins stendur hins vegar áfram. Með sameiningu Fiskmarkaðs Suður- nesja og Fiskmarkaðs Hafnarfjarð- ar er Fiskmarkaður Suðurnesja orðinn einn af stærstu hluthöfum Islandsmarkaðar ásamt Faxamark- aði. Gengið hafði verið frá samkomu- lagi um sameiningu fiskmarkað- anna í Reykjavík, Hafnarfirði og Akranesi og hafði Faxamarkaður- inn tekið við rekstrinum og rekið markaðinn í Hafnarfirði um nokk- urt skeið. Við sameininguna var miðað við fjárhags- og eignastöðu um síðastliðin mánaðamót, en þeg- ar 6 mánaða uppgjör fyrir þetta ár lá fyrir, reyndist staða Fiskmark- aðs Hafnarfjarðar mun bágari en talið var. „Þegar þetta lá fyrir, reyndist ekki grundvöllur fyrir sameiningunni og það varð því að samkomulagi að sameiningin gengi til baka. Það eru því aðeins Faxa- markaðurinn og Skagamarkaður- inn sem sameinast að þessu sinni,“ segir Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, stjórnarformaður Faxa- markaðar, í samtali við Morgun- blaðið. Rekstur Fiskmarkaðs Hafnar- fjarðar verður áfram með sama sniði og áður samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Sá markaður hef- ur einnig verið með útibú í Sand- gerði eins og Fiskmarkaður Suður- nesja og er líklegt að einhverjar breytingar verði þar á. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar um kvótakerfíð Hámarkar heildar- tekjur þjóðarinnar FORSTJÓRI Þjóðhagsstofnunar, Friðrik Már Baldursson, telur, í viðtali við fréttabréf LÍU, Útveg- inn, að kvótakerfið sé í grundvall- aratriðum gott kerfí. „Eg held að heildartekjur þjóðarbúsins verði hámarkaðar með fiskveiðistjórn- unarkerfi eins og við erum með, kerfi þar sem heildaraflinn er ákvarðaður með skynsömum hætti og honum skipt í framseljanlegar aflaheimildir," segir hann í viðtal- inu. Hrifnir af fiskveiði- stjórnuninni Friðrik Már segir að erlendir sér- fræðingar séu hrifnir af fiskveiði- stjórnun hér á landi: „Við fáum reglulega heimsóknir frá alþjóða- stofnunum, bæði opinberum stofn- unum eins og OECD og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og einnig frá aðilum sem eru að gefa íslenzkum skuldabréfum einkunnir. Hjá þess- um aðilum vegur þungt að við höf- um komið böndum á verðbólguna og minnkað hagsveiflurnar. Við förum í gegnum íslenzka efnahags- kerfið með þeim og þeir hafa verið hrifnir að því hvernig íslenzkum sjávarútvegi er stjómað. Fyrir hagfræðing er í raun ekki annað hægt en að vera ánægður með með hvemig fiskveiðimálum hefur verið komið í lag héma. Um það held ég að langflestir hagfræðingar hér á landi séu sammála. Deilumar um kvótakerfið, hvað hagfræðinga varðar, era fyrst og fremst um eignarréttarstöðu kvótans, hver megi eiga kvóta og hvort skatt- leggja eigi. Hin almenna umræða í þjóðfélaginu hefur hins vegar verið mjög raglingsleg og aðskildum efn- isþáttum oft blandað saman,“ segir Friðrik Már. Miklum arði spáð Hann ræðir síðan um hugsan- legan arð af fiskveiðum og segir: „Hagfræðingar spá miklum arði af vel stjórnuðum fiskveiðum, en það er kapítuli út af fyrir sig hvernig eigi að ráðstafa honum, hvort menn vilja uppboð á aflaheimild- um, einhverja sérstaka skatta eða aðrar leiðir. Umræðan hefur ekki einvörðungu snúizt um hag- kvæmni heldur einnig réttlæti, hvemig gefið er í spilinu. Framsal- ið gerir það hins vegar að verkum að þeir sem veiða fiskinn með sem mestum arði geta fjárfest í aukn- um heimildum. Þannig tryggir framsalið í kerfinu hagkvæma sókn. Einnig geta menn valið um að sérhæfa sig í tegundum eða dreifa hlutdeildum sínum. Markað- urinn fyrir greinina er allur að færast í skynsamlegra horf og hlutafjárvæðingin og skráning sjávarútvegsfyrirtækja á Verð- bréfaþing er gott dæmi um nýja möguleika á áhættudreifingu í þessari atvinnugrein,“ segir Frið- rik Már Baldursson í viðtalinu við Útveginn. Öarðbær þorskkvóti NÝLEGA ákvað fiskveiðinefndin um veiðar í Eystrasalti að Pólverj- ar mættu veiða 26.500 tonn af þorski árið 1999 en það er 3.000 tonnum minna en í ár. Maciej Dlouhy, forseti Fiskveiðiráðs Pól- lands, segir skerðinguna þýða að þorskveiðamar verði óhagkvæmar og hagnaður af þeim ótryggur, að því er kemur fram í dagblaðinu Dziennik Baltycki, sem gefið er út í hafnarborginni Gdansk. Að sögn blaðsins verða pólskir sjómenn nú að færa út kvíamar og veiða síld og brisling að auki eigi þeir að geta lifað af veiðunum. Báðar teg- undir hafa hins vegar verið of- veiddar í Eystrasalti á undanförn- um áram. Ekki er búist við að minna fram- boð þorsks hækki verð á honum á pólskum mörkuðum vegna and- stöðu neytenda við verðhækkanir, en eitt kíló þorsks kostar nú jafn mikið og eitt kíló svínakjöts þar í landi. Þar að auki hefur innflutn- ingur Atlantshafsþorsks og norskr- ar síldar farið vaxandi og aukið samkeppni. Þjóðverjar fengu úthlutað kvót- um í Eystrasalti árið 1999 sem hér segir: Þorskur 14.768 tonn, síld 82.841 tonn og brislingur 26.299 tonn. Heildarkvóti þessara þriggja tegunda minnkar um sam- tals 20.825 tonn á milli ára en þýska sjávarútvegsráðuneytið segir tvíhliðasamninga á milli Evrópusambandsins og Eystra- saltsríkjanna geta haft áhrif á endanlega skiptingu kvóta á milli þessara ríkja. Reuters BILL Clinton ásamt A1 Gore varaforseta og Erskine Bowles starfsmannastjóra á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu. Um samþykkt fulltrúadeildarinnar sagði hann aðeins, að hún væri ekki í sínum höndum. Samþykkt hefur verið rannsókn í máli Clintons en þing- menn beggja flokka hafa áhyggjur af framhaldinu Skriða sem ekki verður stöðvuð? FULLTRÚADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í fyrradag að hefja ótímabundna rannsókn á meintum ávirðingum Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, og kom það ekki á óvart. Repúblikanar era í meirihluta í deildinni en auk þess var 31 demókrati hlynntur rannsókninni, þeirri þriðju í sögu Bandaríkjanna, af ýmsum ástæðum. Sumir sögðust vilja, að þessu máli lyki sem fyrst og því yrði ekki hjá rannsókn komist en nokkrir aðrir lýstu yfir, að þeir teldu, að Clinton hefði brotið alvar- lega af sér. Það eru þó ekki bara demókratar, sem hafa áhyggjur af þessu máli, heldur einnig repúblikanar því á þessari stundu veit enginn hvernig því muni ljúka né hvaða afleiðingar það muni hafa. Þegar til kom fór atkvæðagreiðsl- an í fulltrúadeildinni að mestu eftir flokkslínum en fyrir um þremur vik- um var því spáð, að allt að 120 demókratar myndu samþykkja ótímabundna og ótakmarkaða rann- sókn í máli Clintons. Fyrir atkvæða- greiðsluna í fyrradag létu demókrat- ar leka út, að þeir byggjust við, að um 60 þingmenn þeirra gengju úr skaftinu og repúblikanar svöruðu þeim áróðri með því að nefna töluna 25. Niðurstaðan var síðan 31 eins og áður segir. Allir nema sex þessara þingmanna eru frá Suður- og Miðvesturríkjun- um, menn, sem halla sér oft að repúblikönum í efnahags- og félags- málum, og sumir eiga fyrir höndum mjög tvísýna kosningabaráttu í næsta mánuði. Þeir vildu því ekki, sem svo virtist sem þeir væru of linir við Clinton. í tveggja klukkustunda löngum umræðunum um tillögu repúblikana gerðu aðeins tveir demókratar grein í'yrir atkvæði sínu og annar þeirra, Paul McHale frá Pennsylvaníu, snerist beint gegn Clinton. Hann er hins vegar um það bil að ljúka sínum þingmannsferli. Demókratarnir, sem studdu til- lögu repúblikana, sögðu margir að atkvæðagreiðslunni lokinni, að þeir teldu ekki, að Clinton hefði unnið til embættismissis í þessu máli en úr því yrði ekki skorið nema með rann- sókn og því fyrr, því betra. Útkljáð mál? Þótt atkvæðagreiðslan í fyrradag hafi gengið vandræðalaust fyrir sig, þá hafa þingmenn beggja flokka áhyggjur af framhaldinu. Demókrat- ar virðast sannfærðir um, að í öld- ungadeildinni, þar sem menn eru öllu rólegri og yfirvegaðri en í full- trúadeildinni, muni aldrei fást nægur meirihluti til að dæma Clinton og það muni því að lokum þvinga fram einhvers konai’ samkomulag í milli forsetans og repúblikana. „Forsetinn verður áfram í emb- ætti,“ sagði James P. Moran, full- trúadeildarþingmaður demókrata fyrii' Virginia. „Það er útkljáð mál.“ Það er þó langt í frá, að eitthvað sé fyrirsjáanlegt í þessu máli og margir þingmenn, þar á meðal sumir repúblikanai’, óttast, að úr þessu verði ekki aftur snúið. Málinu geti ekki lokið nema með því, að fulltrúa- deildin dæmi Clinton frá embætti og vísi síðan málinu til umfjöllunar í öldungadeildinni. Hún gæti tekið allt næsta ár. Málinu gæti hugsanlega lokið með því, að þing og þjóð yrðu ásátt um í ljósi sannana gegn Clinton, að hon- um bæri að víkja eins og var með Richard M. Nixon á sínum tíma. Hættan er hins vegar sú, að þingið geysist áfram eins og hemlalaus bíll á sama tíma og þjóðin er því andvíg, að Clinton segi af sér vegna Lewin- sky-málsins. „Þetta mál hefur alla burði til að kljúfa þjóðina í tvær fylk- ingai- eins og gerðist með Víetnam- stríðið," sagði Jerrold Nadler, full- trúadeildarþingmaður demókrata frá Manhattan. Vilja „sirkusinn“ inn í þingið Á Bandaríkjaþingi eru uppi tvær kenningar um lyktir málsins og það mun líklega ráðast í kosningunum í næsta mánuði, eftir aðeins rúmar þrjár vikur, hvor þeirra reynist rétt. Það er að segja nema Kenneth Starr breyti stöðunni með nýjum gögnum um sekt forsetans. Forsenda fyrri kenningarinnar er, að repúblikanar bæti aðeins lítillega við sig í kosningunum í nóvember. Þá muni þeir telja, að þeir hafi kreist það út úr málinu, sem unnt er, og áframhaldandi málarekstur gæti skaðað þá í aðdraganda forsetakosn- inganna árið 2000. Útkoman verði því áminning en ekki embættismissir. Hin kenningin er sú, að vinni repúblikanar mikinn sigur í nóvem- ber, þá muni þeir líta á það sem um- boð til að dæma forsetann frá emb- ætti. Slíkur sigur muni einnig verða til að valda glundroða meðal demókrata. Búist er við, að rannsókn fulltrúa- deildarinnar í máli Clintons hefjist ekki fyrr en að loknum nóvember- kosningunum en á bak við tjöldin eru fylkingarnar þegar farnar að takast á um hvernig að henni verði staðið. Repúblikaninn Henry Hyde og formaður dómsmálanefndarinnar segist til dæmis ekki sjá neina ástæðu til að kalla Monicu Lewinsky fyrir þingið en demókratar krefjast þess. Þeir vilja gjarnan færa þennan „sirkus“, sem þeir kalla svo, inn í þingsalina. „Það er ekki hægt að komast hjá því að kalla á sjálft höfuðvitnið," sagði Martin T. Meehan, demókrati frá Massachusetts. „Monica Lewin- sky verður að bera vitni, móðir hennar verður að bera vitni og líka Betty Currie og Vernon Jordan." John Conyers, oddviti demókrata í dómsmálanefndinni, sagði svo í fyrradag, að demókratar myndu vissulega krefjast þess að fá að spyrja Kenneth Starr spjörunum úr. Hvað gerir Gingrich? Hvað sem þessu líður vilja demókratar umfram allt komast að samkomulagi um einhvers konar refsingu aðra en embættismissi. Sá, sem gæti ráðið miklu um það, er repúblikaninn Newt Gingrich, forseti fuUtrúadeildarinnar. Það er þó ekki víst, að hann hafi neinn áhuga á því. Hann ætlar að sækjast eftir deildar- forsetaembættinu að loknum kosn- ingunum í nóvember og samband hans við Clinton hefur verið storma- samt, stundum hatursfullt en stund- um með ágætum næstum því. Við þingmenn demókrata semur honum illa yfirleitt. Á fundi með leiðtogum flokkanna í síðasta mánuði sagði hann, að hann myndi verða vinsam- legri Clinton en demókratar hefðu verið honum þegar hann var áminnt- ur íyrir siðferðisbrest í fjármálum og dæmdur til að greiða 21 milljón ísl. kr. í sekt. Einn þingmanna repúblikana, sem þekkir Gingrich vel, telur þó ekki ólíklegt, að hann muni reyna að kom- ast að samkomulagi á réttri stundu. Þannig muni hann geta sýnt, að hann sé yfir þetta allt saman hafinn. Það muni þó ráðast af því, sem á eft- ir að koma fram í málinu gegn Clint- on. Heimildir: New York Times, Reuters, Was- hington Posk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.