Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 ber á afinælisdaginn hans Sigga komum ég og Jón unnusti minn að heimsækja þig. Hjúkrunarkonan sagði okkur að presturinn væri inni hjá þér. Við ákváðum að doka að- eins við fyrir utan stofuna þína á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Þegar dymar opnuðust og ég sá alla sem næst þér stóðu koma út úr stofunni þinni með sorg í hjarta, þá var ég ekki alveg viss. I hjarta mér barðist mikið óöryggi og óvissa. Ég reyndi að bægja frá mér þeirri hugsun að þú værir kannski farin og að prest- urinn hefði sennilega bara verið með smá bænastund með ykkur öll- um. En svo var ekki, þú varst búin að kveðja þennan heim fyrir hálfri klukkustund. Ég fékk að kveðja þig líka. Það var mér svo mikils virði því að það var svo mikil værð yfir þér og ég veit að núna líður þér vel. Mér finnst það vera fyrir öllu. Það er svo margt sem mig langar að minnast að ég gæti sennilega setið og skrifað í marga daga. Það var ávallt þitt einkenni hversu góð, hlý og hreinleg þú varst. Þú fórst svo vel með fótin þín og allt dótið þitt. Alltaf þegar maður kom til þín hvort sem við vorum litlar stelpur að leika okkur í mömmuleik eða nú á fullorðinsárum þá var alltaf svo hreint og fínt hjá þér. Þú varst svo hjartgóð, gast aldrei gert flugu mein. Þú varst líka alltaf svo lítil í þér að mér fannst ég alltaf þurfa að vera að vernda þig. Ég gat ekki hugsað mér að einhver væri að níð- ast á þér án þess að ég reyndi að koma í veg fyrir það. Það breyttist nú með árunum og þú fórst að svara fyrir þig sjálf. Við gerðum allt saman og ef önnur hvor okkar fékk eitthvað sem hin átti ekki þá var látunum ekki hnnt fyrr en við fengum það sem hin fékk. Allar nætumar sem við sváfum saman og öll kvöldin sem ég fylgdi þér heim því að þú varst svo myrkfælin þeg- ar þú varst yngri. Það var svolítið skrýtið eins og við vorum nánar að leiðir okkar skyldu skilja þegar við vorum um 15 ára aldur. Aldrei var um neinn óvinskap að ræða, við fór- um einfaldlega í hvor í sinn vina- hópinn. Við ræddumst alltaf við þegar við hittumst þó að við værum hættar að umgangast hvor aðra. Áiið 1994 breyttist það og við urð- um báðar bamshafandi. Börnin færðu okkur saman á ný. Síðan þá emm við búnar að vera í stöðugu sambandi. Við emm oft búnar að sitja og horfa á börnin okkar og hlæja að því hvað vinskapur þeirra sé líkur okkar vinskap. Þau era svo tengd hvort öðm og dýrka hvort annað svo mikið. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú svo vel. Þú ákvaðst að fara að vinna þegar við klámðum m'unda bekkinn. Þú fékkst vinnu í Jám og skip sem þá var og hét en heitir Byko núna. Þar varstu mildls metin og ómissandi í marga staði. Þú eignaðist stóran vinahóp á þeim vinnustað og ekki síðui’ hjá viðskiptavinunum sem all- ir kunnu svo vel við þig því að þú geislaðir svo mikið. Þú varst alltaf svo kát og það var svo auðvelt að fá þig til að hlæja. Þú gast yfn-leitt ekki verið lengi í vondu skapi því að það var svo ofboðslega stutt í hlát- urinn hjá þér. Það var alltaf svo gaman að segja þér einhverjar sög- ur því að þú hlóst svo mikið að sög- urnar virtust svo miklu skemmti- legi-i en þær í rauninni vora. Þú smitaðir líka svo út frá þér að ann- að fólk sem hlustaði á söguna gat ekki annað en skellihlegið með þér. Þetta hefur sonur þinn fengið frá þér. Hann var ekki orðin stór þegar hann var farin að brosa út að eyr- um við minnstu grettu. Alltaf svo glaður og kátur eins og þú. Mér finnst ég hafa misst af svo miklu. Arin frá því að við voram fimmtán og þangað til að við áttum börnin okkar. En þó finnst mér svo dýr- mætt að leiðir okkar skyldu liggja saman aftur. Ég sá svo mikla breytingu á þér þegar ég byrjaði að umgangast þig aftur. Svo gerði ég mér grein fyiir því að ég var búin að þroskast svo mikið sjálf, ég var ekki lengur þetta bam eða ungling- MINNINGAR ur, þú varst alltaf sama hlýja, góða og yndislega vinkona mín. Þegar leiðir okkar lágu saman aftur sá ég þig í réttu ljósi. Við voram báðar orðnar fuUvaxta konur og mér fannst ég vera búin að fara á mis við svo mikið. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa öðram og lagðir þig fram við það. Þú gafst mér mik- inn styrk þegar ég átti um sárt að binda í byrjun árs 1997. Alltaf hlustaðir þú á mig þegar ég þurfti á því að halda, komst til mín og varst hjá mér þegar mér leið sem verst. Aldrei dæmdfr þú mig né annað fólk. Þú varst líka sú fyrsta sem sýndfr mér stuðning þégar ég tók stóra ákvörðun í lífi mínu. Mig langar að þakka þér fyrir allar ógleymanlegu stundirnir sem við áttum öll saman þú, ég, Siggi, Jón, Einar Már og Lovísa Mjöll. Þessi skipti sem við föram öll saman í ferðalög eða bara hittumst, borðuð- um saman og töluðum um daginn og veginn fram eftir kvöldum. Þessar dýrmætu stundir verða varðveittar og lengi í minni hafðar. Ég sakna þín sárt, elsku íris mín, og mér finnst erfitt að sætta mig við að þú sért horfin úr þess- um heimi. Én svona er víst lífið og minningarnar um þig munu lifa innra með mér. Myndast hefur tómarúm sem erfitt er að fylla en þess vil ég óska að góður guð megi milda söknuðinn og skapa yl af minningum. Með þessum fátæk- legu orðum langar mig að kveðja elskulega vinkonu mína. Minning- una um hana geymi ég í hjarta mínu. Við biðjum góðan guð að styrkja unnusta þinn, son, móður, fóður, bróður, tengdamóður, tengdafóður og aðra aðstandendur í sorg sinni. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvfld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hannelskarþigsvokært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætið sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Hvíl í friði. Kolbrún Sigtryggsdóttir, Jón Magnús Harðarson og Lovísa Mjöll Jónsdóttir. Elsku hjartans íris frænka. Það er mikill söknuður í hjörtum okkar er við skrifum þessar línur. Það dynja yfir mann margar spumingar en fátt um svör. Það er sárt er veikindin ná yfirhöndinni og enginn mannlegur máttur getur gert neitt til að lækna. Erfitt er að hugsa sér það að þú sért farin yfir móðuna miklu. Þú sem barðist svo hetjulega í þínum veikindum, en fregnir af þeim komu eins og þrama úr heiðskíra lofti fyrh’ ári. Við trúðum því statt og stöðugt að þú mundir sigra í þessu stríði, það kom bara ekki annað til greina. En er við fréttum að þér hrakaði varð okkur mjög bragðið og eiginlega neituðum að trúa því að sjúkdóm- urinn hefði náð yfirhöndinni. Því miður var samgangur milli okkar ekki mikill síðustu árin en við fréttum alltaf af þér svona af og til í gegnum mæður okkar. Er þú fæddist og bjóst upp á Akranesi var alveg óskaplega gaman að fá að koma og passa þig, þessa litlu dúkku. Svo fluttir þú í Hafnarfjörð- inn og komst þá mikið til okkar á Köldukinn. Síðan fluttir þú til Keflavíkur og þá minnkaði sam- bandið enda þú komin á unglings- árin. En alltaf þótti okkur afskap- lega mikið vænt um þig og þykir enn. Það var alltaf svo yndislegt að hitta þig, alltaf svo kát og lífsglöð, og ekki má geyma myndarskapinn í höndunu, eins og til dæmis að fondra, þú sagðir alltaf að þetta eða hitt væri ekkert mál að gera og sýndir manni það með alúð. Þú varst svo hamingjusöm með yndislegan mann þér við hlið, hann Sigga og svo sólargeislann þinn, hann Einar Má, alveg eins og þú, íris mín, alltaf svo hlýr og brosmildur. Það verður erfitt fyrir svona lítinn dreng, bara 4 ára, að missa þig. Það verður líka erfitt þegar hann eldist að reyna að skilja afhverju þú varst tekin frá honum svona fljótt, þetta þekkjum við systkinin en faðir okkar var tekinn frá okkur svona ungum. Það þarf að hlúa vel að litla Einari Má og styðja hann á sinni þroskabraut. Minna hann á að Guð almáttugur og móðir hans vaki yfir honum. Það er sárt að sjá á eftir þér sem áttir allt lífið framundan og með stóra framtíðardrauma. Orð era svo lítils megnug á sorgarstund, við verðum að geta hugsað til allra ánægjulegra samverastunda og rifjað þær stundir upp með sjálfum okkur. Minningin um yndislega frænku lifir í hjörtum okkar allra. Elsku Siggi, Einar Már, Eygló, Kiddi og Steini, megi Guð styrkja ykkur í gegnum þá miklu sorg sem umlykur hjarta ykkar. Við biðjum algóðan Guð að varðveita ykkur öll um ókomna framtíð. Við hefðum viljað kveðja þig betur en ekki átt- um við von á að þú færir svona fljótt frá okkur. Það á vel við orð- takið að framkvæma aldrei á morg- un sem þú getur gert í dag, þegar við hugsum um það hvað þú yfir- gafst okkur snöggt. Við biðjum góðan Guð að blessa þig og vemda á nýjum stað. Far þú í friði, ftíður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guði þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Þórdís, Bjarni, Karl, Helena, Ingi, Guðrún og fjölskyldur Gamall maður stendur í dag við gröf elskaðrar einkadóttur sinnar. Hann er niðurlútur, enda er byrði hans þung, hann horfir á eftir sól- argeislanum sínum og gröfin er dimm. Við hlið hans er eiginmaður- inn trúi og dyggi, sem stóð eins og klettur við hhð konu sinnar í þeirri orrahríð sem að henni var gerð með veikindum hennar. Sonurinn litli, tæplega fjögurra ára, er í ör- uggum höndum á erfiðri stund. Móðir hennar, tengdamóðir og aðr- ir ástvinir era harmi slegnir. „Hvers vegna hún sem var svo ung og góð en ég sem hef ekki alltaf fetað hinn mjóa veg fæ að lifa, hví var ég ekki tekinn?“ Þannig spyr faðirinn sorgbitni og svipaðar spurningar leita á huga okkar allra en við fáum engin svör. Fyrir um það bil þremur öldum stóð annar faðir við aðra gröf. Sálmaskáldið góða Hallgrímur Pétursson þurfti ao horfa á eftfr barnungri einkadóttur sinni eftir erfið veikindi. Harmurinn var yfir- þyrmandi, dauðinn óvæginn og miskunnarlaus. En trúin á Krist var honum styrkur og hann megn- aði að yrkja sig í sátt við dauðann á ógleymanlegan hátt og hugga um leið aðra syrgjendur. Hann orti sálminn sem venjulega gengur undir heitinu „Allt eins og blómstr- ið eina“. þar líkir hann dauðanum við slyngan sláttumann sem þyrm- ir engu og fer ekki í manngreinará- lit: „...grösin og jurtir grænar, gló- andi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfá- nýtt.“ Nú hefur hann tekið rósina okkar vænu, blómstrið fríða, og okkur finnst hann hafa verið óvæg- inn rétt eins og Hallgrími forðum. En Hallgrímur hélt áfram. I krafti trúarinnar á Jesúm Krist gat hann ort sig í sátt við dauðann, jafnvel svo að hann gat sagt: ....dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt...“ því sonur guðs lifir og segir ég lifí og þér munuð lifa. Kristur var sú uppspretta sem hann sótti til og veitti honum kraft til að halda áfram vitandi að dauðinn er aðeins tímabundinn aðskilnaður. Það er ekki öllum gefið að geta unnið sig út úr sorginni á sama hátt og Hallgrímur gerði. En er ekki líf hvers manns hans Ijóð og sérhver dagur erindi í því ljóði? Þannig er- um við á hverjum degi að yrkja okkar ljóð, okkar sálm. Það er bæn mín að ykkur ástvinum írisar auðn- ist að yrkja góða daga, fagurt ljóð, þannig er írisar Eggertsdóttur minnst með verðugum hætti. Eddi minn, Siggi, Eygló, Stella, Guðmundur og Einar litli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Drott- inn friðarins blessi ykkur í sorg- inni. Kristur upprisunnar veiti ykkur styrk. Nína Leósdóttir og fjölskylda. Vertu sanngam, vertu mildur. Vægðu þeim, sem mót þér braut. Bið þinn guð um hreina hjarta. Hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu því að þér á herðar. Þyngri byrði ei varpað er. En þú hefur afl að bera. Orka blundar, næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur. Þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta. Sólargeisla kærleikans. (Höf. ók.) Elsku íris, nú þegar þrautum þínum er lokið verður fátt um svör. Nú er komið að hinstu kveðju. Farðu á guðs vegum, mót ljósinu bjarta. Við sendum eftirhfandi sambýl- ismanni, einkasyni þínum og öðr- um aðstandendum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja þau og styrkja. Blessuð sé minning Irisar Egg- ertsdóttur. Margrét og Magnús Bjarni, Höfnum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hér sit ég, horfi út um gluggann og spyr sjálfa mig aftur og aftur. Hvers vegna? - Hver er tilgangur- inn? En fátt er um svör. Elsku íris mín, minningarnar era ljúfar og bjai-tar og þær mun ég ætið geyma. Þú varst aUtaf svo Ijúf og góð. Já, þú varst einstök. Elsku Siggi og Einar Már, missir ykkai’ er mikill en þið eigið góðar minningar sem lifa áfram. Megi góður Guð styrkja ykkur og hugga. Eins og litli sólargeislinn ykkar syngur: „Þegar þú grætur, huggar okkur einhver, þerrar tár og klappar okkar kinn’ Við sendum aðstandendum öll- um, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Lilja Sigtryggsdóttir, Bjarni Pétursson. Fyrir utan glugga blæs nú hai’ð- ur haustvindur sem þyrlar upp ótölulega mikilli mengd fallinna trjálaufa. Laufa sem fyrir svo skömmu glöddu augað með skrúði sínu og fegurð, en nú er eins og náttúran öll taki á sig hjúp dauða og dvala. En þó vitum við öll að á komandi vori er allt á ný klætt í hinn fegursta sumargi’óða sem fyll- ir okkur aðdáun á sköpunarmætti þess Guðs sem svo sannarlega er höfundur alls sem lifir og hrærist. í bamslegri trú minni er ég sann- færður um að á svipaðan hátt dP- farið um fallvalt líf okkar mann- anna. Það er jafnan næsta ólýsan- leg og sár sorg sem nístir hug og hjarta þeirra sem þurfa að upplifa ótímabæran dauða ástvina sem verið hafa órjúfanlegur þáttur í daglegu lífi hinna sárt syrgjandi ástvina. Enda þótt ég viti að sorgin og söknuðurinn eftir lát Irisar sé næsta óbærileg hjá foreldrum og öðram nátengdum, þá þykist ég vita að mest nístir þetta þunga áfall sál og hjarta Sigurðar, sani*->- býlismanns frisar. Hann stóð sem klettur við hlið hennar alla tíð og annaðist hana á sjúkrahúsinu eins og besta hjúkranarkona og gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að gera hinstu stundir írisar eins létt- ar og mögulegt var og veit ég að þótt hjarta hans sé heltekið harmi sem enginn fær skilið þá á hann með sér minninguna um að allt sem í mannlegu valdi stóð gaf hann sinni heittelskuðu íris og því mun minningin um hana ávallt verða fögur og björt og aUar þein-a sam- verastundfr mun hann geyma í huga sínum sem helgan dóm. Ég vil að loknum þessum fátæklegjjjp.„ línum mínum senda mínum ást- kæra bróður Edda alla þá samúð sem við hjónin eigum til og vona og bið að góður Guð gefi honum styrk og þrek á komandi áram. Þorvaldur Sigurðsson. Nú þegar elskuleg fris okkar er borin til hinstu hvílu viljum við minnast hennar í nokkram orðum. Aldrei granaði okkur þegar þú greindist með krabbamein fyrir árj* síðan að svona myndi fara. Lífið án þín er snautt en minningamar sem við eigum lifa. Við kynntumst fyrst er við unn- um saman hjá byggingarvöraversl- un Kaupfélags Suðumesja, Járn og skip. Strax á þínum fyrstu vinnu- dögum kom í Ijós hæfni þín og vinn- ugleði, já og lífsgleði því það var alltaf upplífgandi að vera nálægt þér. Mai’gs er að minnast í fari þínu og þegar við rifjum upp minningar liðinna ára kemur margt upp í hug- ann. Afgreiðsluhraði þinn á lykla- borði og þitt stórkostlega minni á kennitölur viðskiptavina var með eindæmum. Upplitið á viðskiptavin- unum var oft skrýtið þegar þú=* varst búin að slá inn kennitölu þeirra og langan vöranúmeralista meðan þeir stömuðu upp kennitölu sinni vitlausri í annað sinn. Starfsmannapartý og aðrar sam- komur tengdar vinnunni vora margar og þai’ varst þú ómissandi. Þú varst raddmildl stelpa og heyi’ð- ist alltaf vel í þér, en aldrei betur en þegar við sungum saman „Jólahjól" í góðum hópi. Þú hófst snemma störf hjá Járni og skipum, aðeins á sextánda ári. Það lýsir kannski söknuði okkar helst er þú skiptir um starfsvettvang í tæpt ár. Við það myndaðist ákveðið tómarúm hjá okkur vinnufélögunum. Það vjfr- því mikil gleði þegar þú komst aft- ur til starfa með okkur hjá Byko Suðurnes. Því er erfitt fyrir okkur að skilja að þú komir ekki aftur til okkar með þitt fallega bros, sem var fullt af lífsgleði. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig og eins og einn okkar komst að orði: „Það eru forréttindi að hafa kynnst þér.“ Þau ljós sem skærast lýsa Þau sem skýra glaðast Þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast — og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik G. Þórleifsson) Elsku Siggi, Einar Már og að- standendur. Megi góður Guð styrkja ykkur og alla þá sem nú era mæddir í hjarta. J|p Vinnufélagar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.