Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 58
$8 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MOEGUNBLAÐIÐ GUÐLAUG BVETNBJÖRNSDÓTTTR + Guðlaug Svein- björnsdóttir fæddist í Uppsölum, Hraungerðishreppi, Arnessýslu, 14. júní 1927. Hún lést á heimili sínu 4. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Frið- björg Jónsdóttir, f. 30. júlí 1883, d. 27. maí 1964, og Svein- —björn Björnsson, f. 5. september 1887, d. 4. nóvember 1953, bóndi í Uppsölum. Guðlaug bjó alla sína tíð í Upp- sölum ásamt tvíburasystur sinni Jónu Marín, f. 14. júní 1927, og bróður sínum Guðjóni, f. 11. október 1921. Þau systkinin tóku við búi af foreldrum sínum. Guðlaug verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.30. Sveinbjörn, faðir Laugu, var bróð- ir Ingvars afa míns og nafna og var kært með þeim bræðrum og þeirra ^pjskyldum. Eins og fjölmargir strákar nutum við bræðurnir þeirrar gæfu að fá að fara í sveit á sumrin og vorum í Uppsölum hver á eftir öðr- um. Egill var þar 1951-1954, ég tók við árið 1955 og var fram til 1961, en Guðmundur Ómar 1960-1964. Þetta voru miklir dýrðardagar hjá okkur öllum. Þarna lærðum við að vinna og umgangast húsdýrin og nutum ein- staklega góðs atlætis hjá frændfólki okkar. Fyrir þetta verðum við ævin- lega þakklátir. Ég beið þess með óþreyju á "*hverju vori að komast austur í sauð- burðinn. Strax og prófum lauk fór ég inn á BSÍ og síðan austur í rút- unni með Jóni í Túni. Hann skildi mig eftir við brúsapallinn úti við þjóðveg og þaðan draslaði ég ferða- töskunni heim að Uppsölum. Það var ævintýri íyrir kaupstaðarstrák að smala fénu þegar marka átti lömbin, rýja ærnar og reka á fjall. Sækja kýrnar, hjálpa til við mjaltir og reka þessar vinalegu skepnur í nátthagann. Heyskapurinn var kap- ítuli út af fyrir sig. I eldhúsinu beið kjarnmikill ogbragðgóður íslenskur sveitamatur. I Uppsölum var allt i fóstum skorðum. Frændfólkið á þessu rótgróna sveitaheimili var jsérlega samhent og þar leið öllum vel. Þar ríktu fornar hefðir, ráð- deild, reglusemi og myndarskapur. Lauga, eins og þau systkin öll, talaði við börn eins og fullorðið fólk og virti skoðanir okkar eins og við vær- um fullorðin. Það var á við besta skóla að rölta með henni um tún og engi. Hún þekkti öll blóm og plöntur og út- skýrði fyrir mér svo fjölmargt í náttúrunni. Eg hef oft hugsað til þess eftir að ég lauk langskólanámi hve vel hún var að sér. Hún gekk fjóra vetur í barnaskólann í Þingborg eins og þá var títt, en lauk þó barnaprófi eftir þrjá vetur því hún átti afar létt með nám. Fjórða árið var hún í sér- kennslu hjá skólastjóranum. Hún var í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1944-1945 og lauk tveggja vetra námsefni á einum vetri. Undirbún- ingur hennar var svo góður að hún fór beint inn í annan bekk. Ekki var um meiri skólagöngu að ræða. Hefði hún fæðst áratug eða tveimur síðar hefði hún vafalítið farið í langskóla- nám. Á henni sannast sem fleirum af hennar kynslóð að það er ekki alltaf samasemmerki milli skólagöngu og menntunar. Þótt skólagangan yrði stutt var Lauga sílesandi og mjög vel að sér á mörgum sviðum. Hún hafði unun af ljóðum, var hagmælt og færði vinum sínum oft ljóð á há- tíðarstundum. Hún geymdi töluvert af ljóðum sínum og vísum hin síðari ár, en birti þau ekki á prenti. Lauga var afskaplega félagslynd. Hún starfaði m.a. ötullega í Kvenfé- lagi Hraungerðishrepps og var gerð heiðursfélagi þar árið 1993 eftir að hafa verið ritari félagsins í tvo ára- tugi. Hún naut þess að fara á hest- bak í góðra vina hópi og var jafnan hrókur alls fagnaðar þar sem fólk kom saman. Hún var góður sögumaður og oft leiftrandi í tilsvörum. Oft urðu hversdagslegir og jafnvel alvarlegir atburðir að spaugilegum írásögnum. M.a. þegar hún fór í úrtaksrannsókn hjá Hjartavernd fyrir allmörgum ár- um. Þegar hún kom til að heyra nið- urstöður rannsóknarinnar fannst henni listinn yfír allt sem að henni var svo langur „að ég var bara að því komin að spyrja blessaðan dokt- orinn hvort hann héldi að ég kæmist lifandi heim“. Lauga starfaði ekki að ráði utan Uppsalabúsins fyrr en hún fór til starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands á + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN HANSSON, Heiðarhorni 17, Keflavík, lést fimmtudaginn 8. október. Guðbjört Ólafsdóttir, íris Kristjánsdóttir, Jón. I. Kristjánsson, Rut Kristjánsdóttir, Ólafur Jón Jónsson, Kristján Jay Warrick. t J 1 Bróðir minn, STEFÁN ÞÓRÐARSON, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtu- daginn 8. október siðastliðinn. Útförin auglýst síðar. £ Ingi Þórðarson og fjölskylda. Selfossi um það leyti er þau systkin hættu kúabúskap 1986 og vann þar í áratug. Frænka mín naut fegurðar náttúr- unnar til síðasta dags. Daginn áður en kallið kom fóru þær systur upp að Snæfoksstöðum í Grímsnesi og gengu þar í góðviðrinu um litskrúð- ugt kjarrið, nutu haustlitanna og tíndu upp í sig bláber. Um kvöldið fór Lauga snemma í rúmið með góða bók, sofnaði og vaknaði ekki aftur. Ég undi mér svo vel í Uppsölum að ég var þar oft í fríum að sumri og vetri fram á fullorðinsár. Uppsalir héldu áfram að vera ríkur þáttur í mínu lífi og síðar konu minnar og dætra. Við Þórdís og dætur okkar kveðjum nú kæran vin og frænku. Við sendum þeim Jónu Marín og Guðjóni innilegar samúðarkveðjur. Ingvar Birgir Friðleifsson. Á þessu blíða og lognværa hausti hefur náttúran skartað spariklæðum í allri sinni litadýrð. Ailtaf kemur þó að því að laufin falla og blómin deyja. Við vitum að það verður ekki um- flúið. Hitt var óvænt og sviplegt, að hún Lauga vinkona mín skyldi slást í för með því sem hnigið hefur til moldar á þessu hausti. Þar með slitnaði þráðurinn sem hefur legið á milli okkar í nær 60 ár, eða síðan tvær stelpur, önnur borgfirsk en hin úr Flóanum, ákváðu að skrífast á. Við hittumst ekki augliti til auglit- is fyrr en mörgum árum seinna, en bréfaskiptin gengu greiðlega og bréfin fjölluðu um flest milh himins og jarðar sem snerti líf okkar og áhugamál. Alla tíð síðan höfum við verið pennavinkonur, og skrifað hvor annarri um það helsta sem við töld- um frásagnarvert, hvort sem um var að ræða heimilishagi, þjóðfélagsmál, ferðalög, bókmenntir - því við vorum báðar óforbetranlegir bókaormar - eða ótal margt annað sem í hugann kom meðan penninn hlykkjaðist yfír pappírinn. Bréfin frá henni Laugu voru innihaldsrík, vel skrifuð og vönduð að allri gerð, og alltaf til- hlökkunarefni að lesa þau. Ég held að við höfum báðar verið feimnar, þegar við hittumst loksins. Við vissum svo margt hvor um aðra, en vorum samt ókunnugar af því að við höfðum aldrei sést, eða heyrt hvor í annarri. Lauga var búin að segja mér ým- islegt af búskapnum í Uppsölum. Þar bjuggu foreldrar hennar, Guð- jón bróðir hennar og þær tvíbura- systurnar, hún og Jóna María. Langt er nú síðan Sveinbjörn féll frá og þau systkinin tóku við búsfor- ráðunum. Þegar ég fór að kynnast Uppsala- heimilinu, fann ég fljótt hvílíkt íyrir- myndarheimili það var og er. Maður þurfti ekki að vera lengi gestkom- andi í Uppsölum tfi að finna hlýjuna og gestrisnina, því hún andaði á móti manni strax og dyrnar opnuð- ust. Heimilisfólkið umgekkst hvert annað af tillitssemi og umhyggju og góð umgengni og snyrtimennska var samgróin þessu heimili. Góð um- hyggja virtist ná til alls sem þau systkinin hafa haft undir höndum, hvort sem það var dautt eða lifandi. Ekki vantaði fórnfýsina. Lengi hjúkruðu þær systurnar móður sinni aldraðri og rúmliggjandi þar heima. Systkinin gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að henni gæti liðið sem best, til hennar hinsta dags. Sumarkrakkarnir kunnu vel að meta heimilisbraginn og sóttu þang- að aftur og aftur. Búféð var sældar- legt, kisa malandi og blómin og grænmetið fjölbreyttara og þroska- meira en á öðrum bæjum, enda fékk Uppsalaheimilið oftar en einu sinni heiðursverðlaun fýrir garðrækt. Báðar Uppsalasysturnar voru miklar hannyrðakonur. Þær prýddu heimilið með mörgum fallegum, handunnum munum, gáfu slíka muni á báðar hendur, og framleiddu einnig lopapeysur og fleira til sölu. Það er varla hægt að minnast hennar Laugu án þess að nefna hin systkinin í sömu andrá. Þau voru öll svo samheldin, vönduð, trygglynd og vinföst, og vildu öllum gott gera. Margar ferðirnar fóru þær systur til hjálpar á bágstödd heimili um lengri eða skemmri tíma, og voru þá síst að hugsa um endurgjald, heldur það eitt að verða að liði. Hún Lauga mín var vel gefin bæði til munns og handa. Þegar við vorum að alast upp, var barnaskólanám til sveita víðast hvar bæði stutt og stopult, og engan veg- inn sjálfsagt að unglingar færa í skóla eftir fermingu, auk þess sem efnahagur sumra heimila var þannig að ekki voru tök á að kosta unga fólkið til náms. Lauga fór í Héraðs- skólann á Laugarvatni og hefur það nám efalaust orðið henn notadrjúgt. Að öðru leyti var hún heima í Upp- sölum lengst af sinni starfsævi. Mig minnir að hún væri í Reykjavík 1-2 vetur eða vetrarparta. Hún var í vist hjá Ríkharði Jónssyni útskurðar- meistara, og lét vel af veru sinni þar. Eftir að systkinin voru orðin rosk- in og heilsuveil og að mestu hætt bú- skap, vann Lauga mörg haust og vetur á Selfossi, við úrvinnslu slát- urafurða. Síðustu árin var hún heima á bernskuheimilinu, sem þau systkin- in nostruðu við með viðhaldi og end- urbótum. Lauga hafði yndi af ferðalögum og náttúruskoðun. SIGURRÓS GÍSLADÓTTIR + Sigurrós Gísla- dóttir var fædd í Steinholti, Fá- skrúðsfirði, 24. september 1915. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 4. október síðastliðinn eftir stutta legu þar. Foreldrar hennar voru Gísli Eiríksson, bóndi í Steinholti, Fáskrúðsfirði, og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir. Sigur- rós átti þijá bræður: Guðjón, Sigurbjörn og Kristin, en Kristinn er einn eftirlifandi af systkinunum. Sigurrós var í vinnumennsku í Neskaupstað, Breiðdal og Vestmannaeyjum. Hún stundaði nám í húsmæðraskólanum á Hallormsstaö. Árið 1940 giftist hún Oddi Stefánssyni frá Steinsstöðum Elsku hjartans amma mín er dáin. Þegar ég nú minnist hennar koma fram í hugann frá æsku minni og uppvaxtarárum allar góðu stund- irnar okkar saman. Þá vorum við búsettar á Fáskrúðsfirði og amma Fáskrúðsfírði og bjuggu þau í Brekkugerði. Odd- ur andaðist 1983. Eignuðust þau þijá syni. 1) Steinþór, f. 5.6. 1941, hann býr á Akureyri, kvænt- ur Grétu Guðvarð- ardóttur og eiga þau sex börn og fimmtán barnabörn. 2) Pétur, f. 25.8. 1943, hann lést af slysförum 1955. 3) Gísli, f. 15.7. 1946, kvæntur Guðnýju Ragnarsdóttur og eiga þau tvær dætur og þijú barnabörn. Ár- ið 1993 flutti Sigurrós ásamt Gísla og Guðnýju til Reykjavík- ur og bjó hún hjá þeim til dauðadags. Útförin fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. bjó í Brekkugerði. Þar var gott að koma við á leiðinni heim úr skólan- um og notalegar voru stundirnar í eldhúsinu þar sem beið mín kókó- mjólkin og kaka með súkkulaðibit- um sem hún hafði bakað sérstak- Ég er fegin að hún skyldi fara í haustlitaferð að Snæfoksstöðum síð- asta daginn sem hún lifði. Hún hefur áreiðanlega notið þess vel. Systurnai’ ferðuðust talsvert saman, bæði inn- anlands og utan. Guðjón var heima og sá um búið á meðan, og svo leystu þær hann af í staðinn. Vorið 1974 vorum við ferðafélagar í stórskemmtilegri bændaför til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur, og síðar einnig í annarri slíkri ferð til Hollands og Belgíu. Það var ekki ónýtt að hafa hana Laugu með í för. Hún var prýðilega hagmælt og gat haft smellnar vísur á takteinum við flest tækifæri. Hún orti bæði á alvarlegu nótun- um, og svo tækifærisvísur og bráð- fyndnar gamanvísur og kvæði, þeg- ar því var að skipta. Var vinsælt að fá hjá henni efni til að flytja á skemmtisamkomum. Sitthvað hefur birst eftir hana á prenti, t.d. í Ársriti Sambands sunnlenskra kvenna, sem hún sendi mér ævinlega. Lauga var félagslynd og innti mikla vinnu af hendi á þeim vett- vangi gegnum árin. Kvenfélagið hennar var búið að gera hana að heiðursfélaga. Segir það sína sögu. Það skal viðurkennt, að heldur urðu bréfin okkar fæm og styttri á seinni árum, en þá voru líka komin til sögunnar símtöl og gagnkvæmar heimsóknir. Það var stelpa á næsta bæ, Bogga á Svartagili, síðar húsfreyja á Galta- læk, sem fékk mig til að byrja að skrifa Laugu. Sjálf var hún farin að skrifast á við Jónu, og þótti það svo gaman. Þeiira bréfaskipti hafa enst álíka vel og okkar Laugu. Þegar þau höfðu staðið í hálfa öld eða svo, fannst okkur ástæða til að halda upp á það. Síðan höfum við nokkrum sinnum hist, allar fjórar, og gert sitt- hvað skemmtilegt saman. Uppsalasystur heimsóttu mig fyr- ir fáeinum vikum, en Bogga átti því miður ekki heimangengt þá. Þær voru hér um nætursakir, og við fór- um saman í bfltúr og skröfuðum margt. Ekki hvarflaði að mér þá, að þetta yrði í síðasta sinn sem ég hitti hana Laugu. En eins og nú er kom- ið, þykir mér sérstaklega vænt um að hafa fengið að njóta samvista við þessar elskulegu systur nokkrar in- dælar síðsumarstundir. Ævin hennar Laugu var ekki alltaf auðveld. Að henni sótti vanheilsa af ýmsu tagi, svo að henni leið oft veru- lega illa, stundum langtímum saman. Það er ekki hægt annað en þakka fyrir að henni skyldi vera hlíft við að heyja langt veikindastríð í lokin. Ég þakka Laugu fyrir öll okkar kynni, fyrir vináttuna, tryggðina og þolinmæðina, og flyt systkinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Þórann Eiríksdóttir. lega handa mér. Þarna kenndi amma okkur barnabörnunum líka að skera út í laufabrauð fyrir jólin og þá var nú gaman að vera til. Það eru ekki mörg ár síðan að hún flutti til Reykjavíkm1 með foreldrum mínum. Ég hafði dálitlar áhyggjur af því að hún saknaði gömlu heimahag- .anna þar sem hún var bæði fædd og átti sitt bú. Það voru óþarfa áhyggj- ur, hún sagði mér að sér liði svo vel hérna í Reykjavík að hún væri svo þakklát fyrir að fá að búa hjá fjöl- skyldu sinni, hjá foreldrum mínum sem hugsuðu svo vel um hana. Amma var einstök hannyi-ðakona og man ég varla eftir henni öðruvísi en prjónandi eða að hekla dúka sem voru hreinustu listaverk. Líkami hennar var orðinn lúinn undir það síðasta en andlegri reisn sinni hélt hún fram til síðasta dags. Ég minnist hennar þegar ég hitti hana fyrir viku, hún faðmaði mig að sér og sagði að ég væri alltaf svo góð. Það var eins og hún vissi að hún væri að kveðja mig í síðasta sinn. Ommu er nú sárt saknað. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja hana áður en hún yfirgaf þennan heim. Ég veit að nú líður henni vel og hugsunin um að nú sé hún komin til afa eftir öll þessi ár er einnig viss huggun. Megi elsku amma mín og alnafna hvíla í friði, minningin um þá yndis- lega konu mun lifa i hjarta mínu. Sigurrós Gisladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.