Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MIÐBÆJARSKÓLINN 100 ÁRA Ekki bara skóli... s A einni öld hefur Miðbæjarskólinn hýst margskonar starfsemi, þótt hann hafi lengstum gegnt hlutverki skóla. Hildur Friðriksdóttir setti sig í hlutverk veggja skólans og ímyndaði sér að þeir hefðu eyru. Til þess að rekja söguna studdist hún við bæklinginn Miðbæjarskólinn 100 ára, sem Guðjón Friðriksson hefur tekið saman, og aðrar heimildir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur MARGIR minnast lýsisgjafanna þegar kennararnir helltu glóðvolgu lýsinu daglega upp í börnin. EF veggir Miðbæjarskólans hefðu eyru ... hefðu þeir heyrt eftirvænt- ingarkliðinn og spennuna, sem ríkti vígsludaginn 10. október 1908, meðal annars hjá þeim 285 skólabömum, er voru að hefja þar nám. Sumir héldu fast í hönd móður sinnar, aðrír hvísl- uðu sín á milli: „Þarna er fröken Þuríður. Ætli hún kenni okkur eins og í fyrra?“ Þar kom að spennan og kliðurinn var rofínn þegar sungið var kvæði Steingríms Thorsteinsson „Yf- ir haustfold enn þá græna...“ * ------------------- Ijúlí 1897 var rætt um í Bæjar- stjórn Reykjavíkur, að byggja þyrfti nýtt skólahús, þar sem hús- næði Barnaskóla Reykjavíkur á homi Hafnarstrætis og Pósthús- strætis var orðinn of lítill. Prátt fyrir að fræðslulögin hefðu ekki enn tekið gildi gat skólinn ekki sinnt öllum þeim bömum, sem hann vildu sækja. Allmiklar deiiur urðu um staðsetn- ingu skólans, en afráðið var á fundi 9. október 1897 að reisa hann á svoköll- uðum Útnorðui-velh, austan við norð- urenda Tjarnarinnar. Var hann jafn- íramt fyrsta húsið, sem þar var reist. Mönnum var í mun að vanda til byggingar skólans og aðbúnaðar. Kynntu byggingameíhdarmenn sér skólabyggingar á Norðurlöndum og á Englandi. Vom tveir arkitektar í Kaupmannahöfn fengnir til að gera tillögur um barnaskólann og var teikning eftir C. Brandstrup valin. Þegar farið var að huga að skólaborð- um var leitað eftir fyrirmyndum frá Danmörku. Urðu fyrir valinu borð og stóll í einu húsgagni, en undir borð- plötunni var rými, þar sem geyma mátti bækur og annað. Vom hús- gögnin smíðuð í þremur stærðum. Vinna við sökkul hússins hófst snemma vors 1898, en húsið var full- byggt rúmlega hálfu ári eftir að grannur var tekinn. Um var að ræða jámvarið timburhús, en nokkur skoðanamunur hafði verið um það í upphafí, hvort reisa ætti skólann úr steini eða timbri. „Jarðskjálftamir árið 1896 vora ráðamönnum í of fersku minni til þess, að þeir teldu hættandi á að reisa steinhús,“ segir í Öldinni okkar 1861-1900. Húsið var vígt 10. október 1898 að viðstöddum fjölda manns. Halldór Daníelsson bæjarfógeti afhenti skóla- nefndinni húsið, Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur hafði orð fyrir skólanefdinni og að síðustu setti Morten Hansen skólastjóri skólann. Guðjón Friðriksson lýsir húsinu á þennán hátt í bæklingnum Miðbæj- arskólinn 100 ára: „Skólinn í sinni uppranalegu mynd var vinkillaga tví- lyft bygging. Suðurálman var ekki reist fyrr en síðar. I álmunni, sem sneri að Tjörninni (vesturálmu), vora 12 kennslustofur, sex uppi og sex niðri. í norðurálmu var íbúð skóla- stjóra uppi, en kennarastofa og geymslur fyrir skjöl og bækur skól- ans niðri. Fyrir enda þeirrar álmu var einlyft leikfimihús." Ef veggir Miðbæjarskólans hefðu eyru... hefðu þeir getað heyrt hlátrasköll og hróp barnanna úr portinu. Drengirnir öðrum megin, Ljósmyndasafn Reykjavíkur ÞEGAR spænska veikin iierjaði á Reykvíkinga 1918 neituðu margar mæður að leggjast inn í Miðbæjarskólann, sem gerður hafði verið að farsóttasjúkrahúsi, nema börnin fylgdu með. Var þeim komið fyrir í stofu annars staðar í skólanum. klæddir buxum sem ná rétt niður fyrir hné, í sportsokkum og prjónuð- um peysum, nokkrír í jakka. Sumir eru í síðastaleik, aði-ir stinga sér óséðir yfír til stúlknanna til að toga í eina og eina fléttu. Þær eru flestar klæddar í heimasaumaða kjóla, eru í prjónuðum ullarbuxum og sokka- bandakoti. Meirihlutinn er í kápu. „Ella, mella, mía, mons, sjonn, tjonn, isla, bisla, topp. Gunna á að ver’ann!“ Guðjón Friðriksson segir að það hafi virst vera örlög hverrar nýrrar barnaskólabyggingar, sem reist var í Reykjavík, að hún varð nánast strax of lítil. A fyrsta ári Miðbæjarskólans, sem hét Bama- skóli Reykjavíkur, voru 285 börn en 304 árið á eftir. Þegar fræðslulögin gengu í gildi 1907 fjölgaði þeim um 300, eðaúr 472 1 772. Vegna plássleysis í skólanum var gripið til þess ráðs að fækka kennslu- stundum og takmarka fjölda 14 ára nemenda. Astandið fór síversnandi og stöðugt þrengdist að. Arið 1921 var Steingrími Arasyni og séra Ólafí Ólafssjmi falið að rannska ásigkomu: lag og starfsemi Barnaskólans. í skýrslu þeirra kom fram, að nemend- ur fengu ekki kennslu eins og þeim var ætlað, kennsluáhöld voru ónóg, skortur var á kennslubókum og ým- islegt annað tíndu þeir til. Þó svo að heiftúðugar deilur hafí orðið um skól- ann í bæjarstjórn í kjölfar skýrslunn- ar varð ekki af nýrri byggingu fyrr en veturinn 1930-1931. Þá tók Aust- urbæjai-skólinn til starfa og fækkaði nemendum úr 2.091 niður í 1.172. Á þessum tímamótum var nafni skólans breytt úr Barnaskóla Reykjavíkur í Miðbæjarskóla. Ef veggir skólans hefðu eyru ... hefðu þeir heyrt grátinn og örvænt- inguna þegar hver sjúklingurinn á fætur öðrum deyr úr spænsku veik- inni 1918. „Doktor Þórður, okkur vantar fleiri rúm og fleii'i sjálfboða- liða til að leggja til lík og hjúkra hin- um sjúku,“ segir prófessorsfrú Christophine Bjarnhéðinsson, sem tekið hefur að sér yfirstjórn hjúkrun- arinnar. Að utan berast hins vegar engin hljóð; ekkert vagnaskrölt, eng- in óp sölubama, enda liggur allt starfsfólk Isafoldar veikt, hvort sem er í prentsmiðju, bókbandi eða á skrifstofu. Morgunblaðið er hætt að koma útí bili og sama er að segja um Fréttir og Vísi. Um veturinn 1917-1918 var mik- ill eldsneytisskortur í Reykjvík vegna stríðsástands í heimin- um. Loka varð mörgum opinberam byggingum. Rætt var um að loka barnaskólanum en þar sem skóla- stundimar vora eini tími dagsins, sem fátækt böm gátu omað sér við heita ofna, þótti það ekki hyggilegt. Þó fór svo, að skólanum var lokað haustið 1918 þegar spænska veikin barst til Islands. Var skólinn gerður að farsóttasjúkrahúsi, þar sem mikill skortur var á sjúkrarúmum. „Margar konur vildu ekki láta flytja sig á spít- ala nema börn þeirra fylgdu með og einnig þurfti að ráðstafa börnum sem misst höfðu báða foreldra sína í veik- inni. Til að koma þessum bömum fyrir var sett upp sérstakt barnahæli í annaná álmu skólans. Efnaðir borg- arar gáfu leikfóng til að hafa ofan af fyrir þeim,“ segir Guðjón Friðriksson í bæklingnum. Framan af öldinni var mikil fátækt í Reykjavík og vora fjölmörg dæmi um vannærð böm. Veturinn 1909- 1910 var yfír hundrað börnum gefínn hafragrautur með sykri og mjólk há- deginu, en það hafði verið eitt af fyrstu verkum Bríetai’ Bjarnhéðins- Heppinn að hafa afburðakennara PÉTUR Guðmundsson byggingar- verkfræðingur hóf nám í 8 ára bekk árið 1935 og gekk í Miðbæj- arskólann alla sína barnaskólatíð. Kennari okkar öll árin var Odd- ný Sigurjónsdóttir. Hún var skörulegur kvenmaður, einn af forgöngumönnum kvenréttinda og mikill ferðalangur," segir Pétur. Talsvert var um félagslíf í skól- anum. Til dæmis var oft sett upp leikrit fyrir jólin, þótt ekki hafi það heitið „litlu jól“ á þeim tfma. Ekki var safnast saman á sal held- ur hélt hver bekkur skemmtun út af fyrir sig. Pétur segist alls ekki minnast lýsisgjafanna með hrylllingi. „Auðvitað var hellt í mann lýsi, en það var barnaleikur. Miklu meiri hryllingur var þegar Týra tönn sótti okkur. Menn vom hræddir við hana, enda virtist hún ekki hafa iag á börnum.“ Pétur segir, að Oddný hafi ver- ið „afburðakennari, stjórnsöm og menn vora ekki með neinn moð- reyk gagnvart henni. Andinn meðal bekkj- arfélaga var góður og við eram margir sem höldum enn hópinn. Við þéruðum kennar- ana á þessum tíma en ég minnist þess ekki að við höfum kallað Oddnýju fröken. Það hefði þá frekar verið ungfrú, því hún var mikil íslenskumann- eskja. Ef eitthvað stendur upp úr þá er það fyrst og fremst hvað við vorum heppin að hafa þennan afburða- kennara og hafa sama kennarann í gegnum allan skól- ann.“ Pétur segir að engin kynja- skipting hafi verið á skólavellin- um eins og var á fyrstu starfsár- um skólans. Hins vegar hafi verið algjör kynjaskipting í bekknum. „Tveir og tveir gengu saman í röð inn í skólann og stelp- urnar á undan. Þær vora að mig minnir undantekningalaust gluggamegin í kennslustofunni. Ef stóð á stöku var ein stelpa á einum bekk og einn strákur á öðr- um bekk. Útilokað var, að þau sætu sam- an. Okkur vora kennd- ar kurteisisvenjur eins og að hneigja okkur fyrir mektarmönnum og í stuttu máli sagt Iærðum við að trana okkur ekki fram. Ég lield að engin aga- vandamál hafi verið til. Á þessum tíma var mikið guðlast að mót- mæla kennaranum eða öðram full- orðum, svo að það kom alls ekki til greina," segir Pétur. „Ég hugsa með mikilli hlýju til skólans. Mér þótti mjög gaman að vera í skól- anum.“ Pétur Guðmundsson dóttur þegar hún kom í bæjarstjórn 1908, að beita sér fyrir matargjöfum í Bai’naskólanum. Var þessum matar- gjöfum haldið áfram til 1940. Jafnvel á sunnudögum og frídögum vora dæmi um að börn kæmu í skólann til að borða. Árið 1923 voru gerðar breytingar á skólahúsnæðinu. Þá var leikfimihús- inu lyft upp og komið fyrir sturtu- og búningsklefum undir því. Þrátt fyrir að vatnsveita hefði komið 1909 til Reykjavíkur hafði skólinn verið án nokkurrar slíkrar aðstöðu. Enn bitnuðu ytri aðstæður á kennslu íslenskra skólabarna. Að þessu sinni urðu þau að víkja vegna stríðsástandsins. Um vorið 1940 hertók breski herinn Miðbæjarskól- ann og setti þar niður höfuðstöðvar Rauða krossins. Um haustið var því ekkert pláss fyiir börnin og var þeim dreift í annað húsnæði. Eftir að stríð- inu lauk hafði skólahúsnæðið drabb- ast mjög niður og vora gerðar miklar endurbætur árið 1947. „Allir inn- veggir skólans voru klæddir, ýmist með masoníti eða krossviði, og skól- inn málaður að innan. Hæð var bætt ofan á leikfimishúsið og innréttaðar þar læknisstofa og tannlæknisstofa. Einnig var komið á fót barnales- stofu,“ segir í bæklingnum Miðbæj- arskólinn 100 ára. Fyrir áeggjan Armanns Halldórs- sonar námsstjóra Reykjavíkur vai’ árið 1951 komið á svokallaðri sér- deild gagnfræðastigsins fyrir þau börn sem ekki höfðu náð barnaprófi. Var hún til húsa í Miðbæjarskólan- um, enda hafði börnum smám saman fækkað í því skólahverfi. „Börn, sem gengu í Miðbæjarskólann árið 1958, voru 1133 talsins en tala þeúra var komin niður í 674 veturinn 1968 til 1969. Jafnfá böm höfðu ekki verið í skólanum síðan fyrir 1907. Um vorið var ákveðið að hætta starfsemi hans,“ segii' í bæklingnum Miðbæjar- skólinn 100 ára. Eins og Guðjón Friðriksson bendir á var Miðbæjarskólinn ekki bara skóli. Hann vai’ vettvangur margs konar viðburða í bæjarlífi Reykjavík- ur, svo sem útifunda, íþróttaiðkana, fimleikasýninga og glímukeppni. Ár- ið 1921 kynnti Valdimar Sveinbjörns- son leikfimikennari nýja íþróttagi’ein í skólanum, sem hafði ekki sést hér á landi áður, en hann hafði kynnst í Danmörku. Það var handbolti. Frá og með bæjarstjórnarkosning- unum 1908 var skólinn um áratugi aðalkjörstaðurinn í Reykjavík og raunar hinn eini lengi vel. Ef veggir Miðbæjarskólans hefðu eyra ... hefðu þeir heyrt skipanir af vörum matráðskvenna, matreiðslu- meistara og annarra þeirra sem eru að undirbúa matarveisluna til heiðurs Fríðriki konungi VIII og fylgdarliði hans. „Háborðið er fyrir miðjum langveggnum og 12 önnur borð eiga að liggja horwétt út frá því. Jón, vilj- ið þér sjá til þess að þessar rauðu, hvítu og bláu dúki-æmur verði festar yfír þverbitana. Borðana á líka að festa frá ljósakrónunum yfír í vegg- ina.“ Utifyrir spásserar mannfjöldinn fram og aftur og bíður þess að sjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.