Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 53, ugan gæðing. Ég hefi aldrei séð knapa og hest hæfa hvor öðrum eins vel. Umf. Afturelding var 1934 stofn- að og var Jens með frá stofnun og um skeið formaður þess. Arið 1936 stofnuðu þeir Ólafur kaupfélags- stjóri Ungmennasamband Norður- Breiðfirðinga, sem nú starfar með umf. Dalasýslu. Nokkrum dögum fyrir andlátið átti Jens tal við mig í síma um torflaugina sem Bjarni stórbóndi Þórðarson að Reykhólum lét hlaða við hverinn Kraflanda. Hann var að skrá lýsingu á rústum hennar en hann vantaði heimild úr riti, sem honum var eigi handbært en bað mig að útvega. Reykhólar er einn þeirra staða þar sem um aldir hefur verið synt í heitri tjörn og fólk baðað sig í bað- laug (potti). Tjarnarstæðið sést enn við Kraflanda og steinar úr hleðsl- um - rúst - við volgru heita Grett- islaug. Þetta forna sund- og baðh'f, sem örnefni á rúst og tjarnarstæði ásamt sögnum bera vott um, endur- vakti hinn áhugasami íþróttakenn- ari, sem í dag verður færður til hinstu hvílu við hlið sinnar mætu konu. Kærustu samúðarkveðjur til son- anna þriggja og fjölskyldna þeirra. Þorsteinn Einarsson. Gott er að eiga jákvæð og upp- byggileg samskipti við fólk á lífs- leiðinni, en sérstakt er að eignast raunverulega vini. Þegar Jens Guð- mundsson skólastjóri er nú allur erum við sammála um það í fjöl- skyldu minni að við höfum misst vin og velgjörðarmann. Kynni mín af Jens hófust með því að ég var í heimsókn hjá sókn- arpresti og skólafélaga mínum, séra Sigurði H. Guðmundssyni. Rafmagnið fór af sveitinni og við sátum í kulda og myrkri. Þá kom þessi burðamikli maður til okkar óbeðinn með fullan brúsa af heitu kaffi. Hann kom einnig með nýj- ustu fréttir af rafmagnsmálum og lét sig greinilega varða um líðan okkar. Seinna kynntist ég svo Jens sem vini foreldra minna er faðir minn þjónaði Reykhólaprestakalli í fimm ár. Þá var Jens þeirra traustasti hjálparmaður um marga hluti. Þau kynni leiddu til þess að Jens lánaði okkur land úr eignarjörð sinni Berufirði. Þar höfum við síðan átt lítið hús og eigum dýrmætar minn- ingar frá góðum stundum þar. Jens Guðmundsson var fæddur og uppalinn í Reykhólasveit og þar starfaði hann lengst af. Ungur hleypti hann heimdraganum og aflaði sér menntunar, tók kennara- próf og íþróttakennarapróf. Eftir að hafa stundað kennslu á Snæ- fellsnesi, í Dölum og við skóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal, gerðist hann skólastjóri á Reyk- hólum þar sem hann starfaði meira en þrjá áratugi. I heimasveit sinni kom Jens að flestum þáttum fé- lags- og framfaramála á sinni tíð og reyndist traustur liðsmaður. Jafnframt skólastjórastarfinu stundaði Jens nokkurn fjárbúskap og hafði vakandi áhuga á honum. Þannig var hann £ einu og öllu virkur þátttakandi í lífi sveitunga sinna. Seint í ágústmánuði heimsótti Jens okkur hjón í litla húsið í Berufirði. Staldraði hann við góða stund og í samtali okkar kom fram að enn fylgdist hann með í sveitinni og enn hafði hann vakandi áhuga á framgangi mála þar. Ekki leyndi sér að heilsu hans hafði hrakað nokkuð, en karlmannlegur og æðrulaus var hann að vanda, hand- takið þétt og framkoman fumlaus. Mjög harmaði Jens sína góðu konu, Jóhönnu Ebenezersdóttur, er hún lést, en hún átti með sinni góðu gerð mikinn þátt í þeirri farsæld sem heimilið naut. Þegar okkur nú verður hugsað vestur í Reykhóla- sveit fer ekki hjá því að við söknum nokkurs úr mynd sveitarinnar þeg- MINNINGAR ar þau hjón eru horfin. En þá mun- um við líka minnast þeirra þakklát- um huga fyrir kynnin góðu. Góðan Guð biðjum við að hugga og blessa syni þeirra og skyldulið og sveitina fógru sem þau helguðu starfskrafta sína. Arndís og Sigurður, Skálholti. Afi var stór maður í augum okk- ar barnabarnanna. Hann var líkam- lega stór og sterkur, með svo þykk- ar hendur að við gátum fram á ung- lingsár falið hnefana í lófum hans. Hann var líka stór andlega, hafði skoðanir og hugsjónir sem hann beitti sér fyrir eftir mætti. En hann var fyrst og fremst stór í lífi okkar. Öll höfum við notið þess að vera hjá honum og ömmu til lengri eða skemmri tíma. Sú dvöl hefur haft djúp áhrif á okkur. Afi hafði sterka nærveru, þótt hann væri ekkert sérstaklega gefinn fyrir að blaðra út í loftið. Það skipti þó engu. Per- sónuleikinn skein einhvern veginn í gegn án þess að hann þyrfti að segja nokkuð. En þótt hann væri ekki margmáll, var hann duglegur að ræða við okkur. Hann hafði gaman af að heyra hverju við vor- um að velta fyrir okkur og fræddi okkur gjarnan um eitt og annað sem hann langaði að deila með okk- ur eða fannst við þurfa að vita. Hann var spar á hrós, en þegar það kom var það gulls ígildi, því við vissum þá að það var verðskuldað og urðum þeim mun ánægðari. Hann var lfka lunkinn við að sjá út sterku hliðamar á fólki, og hvatti okkur til að nýta þá ólíku hæfileika sem við bjuggum yfir. Honum fannst skipta minna máli hvað mað- ur gerði, aðalatriðið væri að gera það vel. En hann gaf okkur margt fleira en góð ráð. I hugum okkar eru ótal minningar sem eru ómetanlegar. Við munum til dæmis aldrei gleyma öllum ferðunum sem við fómm inn í Berufjörð, landið hans afa, á gamla brúna Land-Rovernum með mosa- vöxnu gluggakörmunum. Eða öllum skiptunum sem við gengum við hliðina á afa niður í fjárhús á Reyk- hólum, hann álútur með hendur fyrir aftan bak. Við eigum minning- ar úr sauðburði, heyskap og rétt- um, og síðast en ekki síst, minning- ar um hvað afi og amma vom okkur góð og hvað við bámm, og bemm enn, mikla virðingu fyrir þeim. Sagt er að allir menn séu ein- stakii'. Hvað sem því líður, var afi það í okkar augum. Við munum sakna hans mikið. Barnabörnin. Kynni okkar Jens ná aftur til þess tíma er ég gekk hjá honum í bamaskóla. Menntun barna í Reyk- hólasveit var þá með þeim hætti að þau byrjuðu í skóla 9 ára gömul og luku fullnaðarprófi 12 eða 13 ára. Hópnum var skipt upp í yngri og eldri deild sem vom til skiptis í skólanum, 3 mánuði á ári hvor hóp- ur. Jens var eini kennarinn og sá um alla kennslu frá ámnum 1947 til 1970. Til að gera langa sögu stutta hef ég oft furðað mig á því hvað verið er að gera í skólunum þvi þegar ég lít til baka þá tókst honum að kenna okkur allt sem kennt er á þessum tima og jafnvel gott betur. Jens var sagður vera kommún- isti, ég hef ekki hans orð fyrir því en hann lét okkur líka læra Biblíu- sögurnar og hafi honum fundist það óþarfi þá tókst honum að halda þeirri skoðun sinni fyrir sig. Hann lét okkur læra ljóð á hverjum degi og seinna sagði hann mér að eitt af því versta í þróun kennslu barna væri að hætta að leggja áherslu á ljóðanám. Hann taldi utanbókar- lærdóm af slíku tagi holla hugar- leikfimi og ljóðin styrkja máltilfinn- ingu barnanna. I mörgum greinum, t.d stærðfræði, fóru nemendur hver á sínum hraða, nútíminn kallar þetta einstaklingsnámskrár, ég er nú ekki viss um að það orð hafí ver- ið honum tamt en hugsunin var sú. Þessi kennsla snerist um bóknám en hann bar engu að síður mikla virðingu fyrir verkmenntun og góð- ir verkmenn voru honum ekki síður að skapi, það var bara annað fag. Hann lagði mikla áherslu á mál. fræðikennslu og stafsetningu og kunni að kenna þessar greinar þannig að þær gátu ekki gleymst. Seinna þegar ég var að kenna með honum í Reykhólaskóla þótti mér vissara að láta hann lesa yfir mál- fræðiprófin áður en ég lagði þau fyrir. Jens hafði mikinn áhuga á sund- kennslu og það er til marks um áhrif hans og viðhorf að á Reykhól- um var fyrst byggð sundlaug og síðan skólahús. Jens fékk ung- mennafélagið í sveitinni til að standa að verkinu og öll vinna viJr unnin í sjálfboðavinnu. Jens vai' mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Jóhanna stóð við hlið hans á hverju sem gekk, fyrstu árin voru börnin í heimavist á heimili þeiiTa, seinna varð fjarlægðin meiri en alltaf gátu bömin leitað til henn- ar. Þetta hefði ekki verið hægt án náinnar samvinnu þeirra hjóna. A tímabili þótti mér hann vera óskaplega forn en ég þekkti hann líka sem gamlan mann og þá kom hann á óvart. Eftir að Jóhanna hafði alveg misst heilsuna og gat ekki hugsað um heimilið og eftir lát hennar tileinkaði hann sér heimilis- störfin sem hann hafði aldrei áð^- komið nálægt. Hann bara aflaði ser upplýsinga um hvernig elda skyldi þetta eða hitt og gerði það síðan. Hann fylgdist líka ótrúlega vel með, ekki síst íþróttum og stjórn- málum. Uppgjöf þekkti hann ekki. Hann trúði á hreyfingu og útiveru og jafn mikið á gott og vel feitt kjöt. Aldrei nein hálfvelgja. Gæfan yfir- gaf hann ekki, hann fékk að starfa fram í andlátið, tók upp kartöflurn- ar og hugaði að kindunum sínum. Sannur Islendingur af gamla^ skólanum er genginn. Að lokum þakka ég fyrir góð og skemmtileg kynni. María Játvarðardóttir. + Sigríður Jóna Ólafsdóttir var fædd 31. júlí 1912 í Efra-Haganesi, Fljótum í Skaga- firði. Hún lést á Ljósheimum, Sei- fossi, 1. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi í Efra-Haganesi, ætt- aður frá Eyri í Kjós, og kona hans Jór- unn Stefánsdóttir, bónda í Efra-Haga- nesi. Sigríður stundaði nám við Héraðsskól- ann að Laugarvatni og við Hús- mæðraskólann á ísafírði. Systk- ini Sigríðar voru fjögur: 1) Guð- rún, gift séra Stanley Melax, áttu þau fimm börn. 2) Sigríður, dó ungbarn. 3) Stefán, lést af slysförum 16 ára. 4) Jón Kort, bóndi í Efra-Haganesi, maki Guðlaug Márusdóttir. Eiga þau sex börn. Sigríður giftist 7.10. 1939 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Pétri M. Sigurðssyni, f. 15.6. 1907. Bjuggu þau í Reykjavík þar sem hann var mjólkurstöðv- arstjóri, en 1955 fluttu þau að Austurkoti í Flóa og bjuggu þar til 1972, er þau fluttu á Selfoss, þar sem hann var safnvörður til 1987. Sigríður stundaði alltaf í dag kveðjum við Sigríði Jónu Ólafsdóttur í Seífosskirkju. Mig langar með örfáum orðum að minn- ast þeirrar góðu konu, því þegar að kveðjustundinni er komið rifjast upp svo margar ljúfar minningar. Sigríður var mér og minni fjöl- skyldu sérstakiega góð alla tíð. Ég kynntist Sigríði fyrir 24 árum þeg- sín húsmóðurstörf og barnauppeldi, en börn þeirra urðu sex. Þau eru: 1) Magnús Holgeir, f. 14.9. 1940, prófess- or í Hamborg. 2) Margrét, f. 8.11. 1941, d. 31.3. 1942. 3) Ólafur, f. 20.5. 1943, efnaverk- fræðingur, maki Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Þeirra sonur Ólafur Pétur og stjúpdóttir Ólafs, Guðlaug Rafnsdótt- ir, gift Baldri Baldurssyni, eiga þau tvo drengi. 4) Sigurður Helgji, f. 16.3. 1946, dýralæknir, maki Ragnhildur Þórðardóttir. Þeirra böm, Guðrún Valdís og Pétur Magnús. 5) Margrét, f. 11.8. 1948, verkakona. 6) Jór- unn, f. 28.3. 1949, bankastarfs- maður, maki Þröstur V. Guð- mundsson aðstoðarskólastjóri, eiga þau tvær dætur, Sigríði Rúnu og Margréti Hildi. Auk þess ólst upp þjá þeim, Guðrún Kristín Erlingsdóttir, f. 13.4. 1956. Sainbýlismaður hennar er Pétur Hauksson. Böm þeirra, Pétur Magnús og Anna Mar- grét. Utför Sigríðar fer fram frá Selfosskirkju i dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ar ég kom fyrst til þeirra hjóna, Péturs og hennar, austur á Selfoss, sem verðandi tengdadóttir þeirra. Mér var mjög vel tekið þá og þannig hefur það ætíð verið þó árin hafi liðið. Ég stend í mikilli þakkar- skuld við Sigríði, ekki bara það að hún hafi verið mér mjög góð tengdamóðir, heldur var hún alltaf tilbúin að hjálpa okkur þegar á þurfti að halda. Þegar börnin okkar Sigurðar voru lítil kom Sigríður alltaf norður á vorin og hjálpaði okkur. Eins var ef eitthvað var að, þá var hún óðara komin til hjálpar. Það var alltaf gaman þegar hún kom því hún var alltaf svo hlý og glöð. Já, þetta var okkur góður tími þegar Sigríður var hjá okkur, og ekki var það verra þegar Pétur var með. Hún átti því láni að fagna að vera mjög vel gift, Pétur hefur alltaf staðið sem klettur henni við hlið í nær 60 ár, hinn einstaki sóma- maður. Við Sigríður spjölluðum oft mikið saman og sagði hún mér oft frá líf- inu í Haganesi í Fljótum, þar sem hún fæddist og ólst upp og í Aust- urkoti í Flóa, þar sem þau bjuggu i 17 ár. Hún var vel minnug og gat þvi sagt vel frá. Hún var ætíð létt í lund og gladdist yfir velferð ann- arra og tók öllum erfiðleikum með stakri ró og skynsemi. Meðan heilsan entist var hún sí- vinnandi, eins og vel sást á þeirra fallega heimili. Maður sá hana ekki sitja auðum höndum. Hún settist vart niður öðruvísi en að vera eitt- hvað að gera í höndunum. Hún var mikil hannyrðakona, prjónaði, saumaði, heldaði og okkeraði heil ósköp um dagana og veit ég að hennar fallegu verk prýða nú mörg heimili. Sigríðm- var félagslynd og hafði mjög gaman af að blanda geði við vini og kunningja. Þau hjón voru mjög gestrisin og fannst þeim alltaf sjálfsagt að bjóða fólki inn í mat eða kaffi. Hún hafði gaman af að ferðast og fór i mörg ferðalög bæði innan lands og utan. Hún starfaði mikið með öldruðum síðustu árin meðan hún gat. Við, sem vorum svo heppin að lifa og starfa með Sigríði, eigum svo margs góðs að minnast og þakka, en nú er hún farin og við vitum að nú liður henni vel, því það eitt á hún skilið. Pétur minn, ég veit að þú, og við öll, ert búinn að missa mikið, en minningin um Sigríði er ljúf og góð og hana tekur enginn frá okkur. Megi góður guð styrkja þig og fjöl- skylduna alla á erfiðri stundu. Ragnhildur Þórðardóttir. Okkur systkinin langar i fáum orðum að minnast ömmu okkar, Sigríðar J. Ólafsdóttur eða Sigríðar ömmu eins og við kölluðum hana alltaf. Þegar við vorum lítil kom amma oft norður að passa okkur. Þá sagði hún okkur margar sögur frá því hún var lítil stelpa í Haganesi og eins sagði hún okkur frá þegar hún var síldarstúlka á Siglufirði og þá var nú fjör. Amma var alltaf mjög góð við okkur og tíminn var allt of fljótur að líða meðan hún var hjá okkur og það hrundu yfirleitt nokk- ur tár þegar við horfðum á eftir henni fai-a. Amma var ákaflega laginn og var alltaf eitthvað eð gera í hönd- unum, hún bæði heklaði, prjónaði og saumaði. Það voru ófáir dúk- arnir sem hún heklaði um ævina og allt var þetta gert með stakri prýði. Amma kenndi okkur mjög snemma að það væri ekkert eins vitlaust og að sitja aðgerðalaus og láta sér leiðast. „Tíminn líður, tím- inn bíður ekki“, var hún vön að segja. Þetta sagði hún að pabbi sinn hefði kennt sér og eftir því fór hún. Hún var mjög dugleg kona og sat aldrei auðum höndum. Hún prjónaði eins og herforingi og á meðan heilsan var enn góð fór hún í ótal gönguferðir og í sund kl. 7 á hverjum morgni. Einnig hafði amma ákaflega gaman af að ferðast, bæði innan lands og utan. Hún sleppti aldrei tækifæri að fara í ferðalag ef hún mögulega gat og sem betur fer auðnaðist henni að fara víða og sjá margt fallegt á lífsleiðinni. Fráfall Sigríðar ömmu skapar visst tóma- rúm i hugum okkar en við eigum margar góðar minningar um hana og þær munum við geyma. Far þó í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (v. Briem) Guð blessi þig, Guðrún Valdís og Pétur Magnús. c Elsku hjartans amma okkar. Þú hefur verið hluti af lífi okkar systra frá því að við munum fyrst eftir okkur. Minningin um þig er ljóslif- andi þar sem þú stendur í eldhús- inu við vöfflujárnið að baka heims- ins bestu vöfflur, eða situr með prjónana þína og hlustar á útvarp- ið. Við systurnar vorum heppnar að fá að dvelja hjá ykkur afa á sumrin. Þú tókst alltaf brosandi og innilega á móti okkur þegar við komum. Þú kenndir okkur að meta margt það smáa sem við tökum stundum eldjp eftir, eins og húsflugurnar sem pú sagðir að væru fallegustu og skemmtilegustu dýr sem þú þekkt- ir. Leti var versta synd í þínum augum og þú þoldir illa að sjá okk- ur aðgerðarlausar. Þá Ijómaðir þú af ánægju þegar þú sagðir okkur frá ferðalögunum þínum og sýndir okkur steina og annað smálegt sem þú hafðir safnað. Það var ekki fyrr en á efri árum að þú fórst að ferð- ast og það átti svo sannarlega við þig- Þú varst alltaf tilbúin fyrst allra ef eitthvert átti að fara og varsV dugleg við að leggja ein land undir fót og heimsækja syni þína í út- löndum. Elsku amma, enn ertu far- in í langferð og við kveðjum þig með söknuði en vitum að þú ert komin á góðan stað þar sem þér líður vel. Sigríður Rúna og ^ Margrét Hildur. ‘ SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.