Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
HERBERT
GÍSLASON
+ Herbert Gíslason fæddist í
Neskaupstað 28. desember
1927. Hann varð bráðkvaddur
mánudaginn 21. september síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Hafnarfjarðarkirkju 9. októ-
ber.
Nú er hann Herbert Gíslason
fallinn frá, Hebbi eins og hann var
jafnan kallaður. Fyrstu kynni mín
af Herberti voru þegar ég sem lítill
drengur fékk að fara með ömmu
minni og afa í ferðalag ásamt flokki
'„Óháðra borgara" í Hafnarfirði.
Þar sá ég þennan mann fyrst og ég
man að ég spekúleraði mikið í hon-
um því hann var stór maður frekar,
hafði skrítið göngulag og lá frekar
hátt rómur. Satt að segja leist mér,
litla peyjanum, ekld meira en svo á
hann en það varði bara þangað til
ég hafði kynnst honum, því meira
ljúfmenni en hann er vandfundið.
Þessi ferðalög voru svo árviss
viðburður og alltaf var það viss
hluti af tilhiökkuninni að hitta
Hebba vin sinn. Síðan eru liðin
mörg ár eins og segir í kvæðinu og
uppfrá því höfum við ávallt tekið
spjall saman er við hittumst á fóm-
um vegi.
Nú síðustu ár þar til fyrir ári
vorum við svo nágrannar í Grænu-
kinn og þær voru ófáar stundimar
sem við eyddum í spjall við hús-
gaflinn eins og sönnum göflurum
sæmir. Herbert var nefnilega gafl-
ari og mundi svo vel Hafnarfjörð
fyrri tíma og urðu ófáar rabb-
stundir okkar um það efni. Það em
nefnilega ekki svo margir orðið
sem búa yfir þeirri þekkingu.
Hafnarfjörður hefur stækkað, tíð-
arandinn breyst sem og öll gildi og
viðhorf síðan menn eins og Her-
bert vora ungir og iyrir mig, ungan
manninn, er það ómetanlegt að
hafa fengið að hafa kynni af þvílík-
um hafsjó af fróðleik.
Þótt Hebbi hafi verið kominn á
efri ár var hann alltaf svo ungur í
anda, fylgdist vel með því sem var
að gerast í bænum sínum og var
vel með á nótunum hvað það varð-
aði. „Vel með á nótunum" einmitt!
Margan hef ég hitt sem haldið hef-
ur hið gagnstæða vegna þess
hvemig hann bar sig, sérstakt
göngulagið en það var sko öðra
nær, hann var betur með á nótun-
um en margur annar góðborgarinn
og skarpgreindur var hann, það
skynjaði maður vel af að tala við
hann. A efri áram lagðist hann svo
í ferðalög og ferðaðist um öll
heimsins höf.
Herbert var verkamaður alla tíð
og vann ýmsa verkamannavinnu á
vegum bæjarins hér í Hafnarfirði
og hjá áhaldahúsi bæjarins nú síð-
ustu árin.
Víst er að það er sjónarsviptir að
honum Hebba héðan af götum bæj-
arins, götum sem hann þekkti svo
vel og bærinn stendur að mínu
mati í þakkarskuld við hann sem
og aðra þá sem unnu hörðum hönd-
um við að gera Hafnarfjörð að
Hafnarfirði en þar tók hann Her-
bert mjög virkan þátt.
Hebbi! hafðu þökk fyrir
skemmtilegar samverustundir á
liðnum áram. Eg sakna þín héðan
úr bænum okkar á þá ekki síst
vegna þess sem þú gafst í bæjar-
braginn. Ættingjum votta ég mína
dýpstu samúð.
Jón Gestur Ármannsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ilagnarsson
Meistaraflokkur - mótaröð
STJÓRN BSÍ hefur ákveðið að
hleypa af stokkunum Meistara-
flokks-mótaröð. Þátttakan er að há-
marki 30 sterk pör, sem verða valin
af BSI. Frestur til að skrá sig renn-
ur út föstudaginn 16. október kl. 17.
Þátttökugjald er 10.000 kr. á mann
fyrir öll mótin. Þátttökugjöld renna
í verðlaunasjóð. Útreikningur verð-
ur með Butler-fyrirkomulagi. Spiluð
verða alls 300 spil en lágmarksspila-
fjöldi á mann/par verður 210 spil.
Varamannareglur eru frjálslegar að
öðra leyti.
Mótaröðin:
Sunnudagur 25. október kl. 11.00
Sextíu spil
Föstudagur 6. nóvember kl. 19.30
þrjátíu spil
Föstudagur 20. nóvember kl. 19.30
Þrjátíu spil
Sunnudagur 22. nóvember kl. 11.00
sextíu spil
Sunnudagur 6. desember kl. 11.00
Sextíu spil
Sunnudagur 13. desember kl. 11.00
Sextíu spil
Skráning á skrifstofunni s.
587 9360 eða í tölvupósti is-
bridge@islandia.is.
íslandsmót í einmenningi
16.-17. október
Sú breyting hefur verið gerð á
fyrirkomulagi íslandsmóts í ein-
menningi 1998, að spiluð verður ein
lota á föstudagskvöld og tvær lotur
á laugardeginum. Spilamennska
hefst kl. 19 á fostudag, og kl. 11 á
laugardag. Skráning í s. 587 9360
eða isbridge@islandia.is.
Ársþing BSÍ
Verður haldið í húsnæði Brids-
sambandsins simnudaginn 18. okt.
kl. 10. Fyrir þinginu liggja tillögur
að breytingum á keppnisreglugerð-
um og lagabreytingum. Búið er að
senda út fundargögn og formenn fé-
laganna minntir á að senda kjör-
bréfin fax: 587 9361. Stjóm BSÍ
hvetur öll bridsfélög á Islandi til að
senda fulltrúa á þingið og taka þátt í
stefnumótun bridshreyfingarinnar.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Sl. mánudag mættu 22 pör og var
spilaður Michell-tvímenningur.
Hæsta skor í N/S:
Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmundsson 269
Fróði Pálsson - Þórarinn Amason 236
Þorsteinn Sveinsson - Eggert Kristinsson 228
Hæsta skor í A/V:
AlbertÞorsteinss.-AuðunnGuðmundss. 263
SoffiaTheodórsd.-BergljótRafnar 236
Viggó Nordquist - Tómas Jóhannsson 234
ATVINIMU-
AUGLÝSINGAR
Rafvirkjanemi
Áhugasamur nemi óskast til vinnu sem fyrst.
Vinsamlegast sendið upplýsingar um menntun
og fyrri störf til afgreiðslu Mbl. merkt:
„HT - 6426" fyrir 16. okt. 1998.
Smiðir óskast
Mark-Hús ehf. byggingaverktakar.
Upplýsingar í símum 896 2282 og 896 0234.
TILKYIMIMIIMGAR
Hvað er dýrmætara en
heilsan?
Er líkami þinn að fá öll þau næringarefni og
vítamín sem hann þarfnast? Ertu þú of
Þung(ur), létt(ur) eða ertu eins og þú vilt vera
nema átt við síþreytu, höfuðverk, þrekleysi
eða einhverja leiðindakvilla að etja?
Er ekki kominn tími til að huga að heilsunni
og láta sér líða vel?
Persónuleg ráðgjöf og stuðningur.
Upplýsingar gefur Sigríður Lovísa í símum
557 6852 og 699 0900.
BORQARLJÓS
Opnunartími
Mánudaga til miðvikudaga 9—18.
Fimmtudaga 9—20.
Föstudaga 9—18.
Laugardaga 10—16.
Sunnudaga 13—17.
Ármúla 15.
Handverksmarkaður
Handverksmarkaður verður á Garðatorgi
í dag, laugardaginn 10. október, frá kl. 10—18.
Milli 60 og 70 aðilar sýna og selja muni sína.
Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu.
IMAUOUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Hölkná, Skeggjastaðahreppi, þingl. eig. Marteinn Sveinsson, gerðar-
beiðandi Tollstjóraskrifstofa, miðvikudaginn 14. október 1998 kl.
16.00.
Lóð úr landi Saurbæjar I, Skeggjastaðahreppi, þingl. eig. Sigurjón
Sigurðsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn
14. október 1998 kl. 17.00.
Miðgarður 3a, Egilsstöðum, þingl. eig. Ágúst Ólafsson, gerðarþeiðandi
Kringlan ehf., fjárfestingafélag, föstudaginn 16. október 1998 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
9. október 1998.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skeifan 4
Til sölu eða leigu 223 fm gott skrifstofu- og
lagerhúsnæði.
Ársalir ehf., fasteignamiðlun,
símar 533 4200, 567 1325, 892 0667.
Iðnaðar- og skrif-
stofuhúsnæði til sölu
Til sölu ca 1800 fm mjög gott húsnæði
miðsvæðis í Rvík. Um langtímaleigu getur
verið að ræða eða rýmingu fljótlega.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer í
talhólf nr. 8831121.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Hafnfirðingar!
Aðalfundur dýraverndunarfélags Hafnfirðinga
verður haldinn laugardaginn 24. október kl.
14.00 í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Konur — konur
Fyrsti súpufundur vetrarins verður
haldinn þriðjudaginn 13. október kl.
19.00 í fundarsalnum á Hverfisgötu
8—10. Fyrirlestur um gagnagrunninn.
Samband alþýðuflokkskvenna.
FÉLAGSSTARF
Fundur kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins á
Suðurlandi
verður haldinn á Hótel Selfossi laugardaginn 17.
október og hefst kl. 13.
Dagskrá
1. Rætt um fyrirkomulag við gerð framboðslista
fyrir komandi alþingiskosningar.
2. Friðrik Sophusson alþingismaður gerir grein
fyrir tillögum nefndar um breytingar á kjör-
dæmaskipan og kosningafyrirkomulagi.
3. Önnur mál.
Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka með því virkan
þátt í starfi flokksins og undirbúningi fyrir komandi þingkosningar.
Stjómin.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERDAFÉLAG
@ ÍSLANDS
MORKINNI6 - SlMI 568-2533
Sunnudagsferðir 11. október
Kl. 10.30 Ölkelduháls - Hró-
mundartindur. Góð fjallganga.
Kl. 13.00 Gönguferð um sel í
Grafningi. Skemmtileg og fróð-
leg ganga.
Verð 1.500 kr. Brottför frá BSÍ,
austanmegin og Mörkinni 6.
Fyrsta myndakvöld vetrarins
verður miðvikudaginn 14.
október kl. 20.30 í Mörkinni
6 (stóra sal). Skúli Gunnars-
son og fl. sýna myndir úr
ferðum sumarsins. Gerist fé-
lagar og eignist árbókina
1998: Fjallajarðir og framaf-
réttur Biskupsstungna.
Dalvegi 24, Kópavogi.
Almenn samkoma í dag kl. 14.
Gestapredikari Óskar Sigurðsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
ÝMISLEGT
Ertu að fara til Ástralíu?
Phil Thomas, 26 ára kokkur, vill
eignast pennavinkonu sem er á
leiðinni til Ástralíu í frí eða í vinnu,
og vill eignast vin þar sem getur
líka verið eins og leiðsögumaður.
Hafið samband sem fyrst!
Phil Thomas, Box 146, Esper-
ance 6450, W.A Australia.
Fax: 0061 8 90 715551,
sími 0061 8 90 711827.
Reflexology (viðbragðs)
svæðameðferð
Námskeið í Rvik. Dag-, kvöld- og
helgarnám. 2—4 í einu. Fyrir fólk
á öllum aldri. Fullt nám sem allir
geta lært. Kennari Sigurður
Guðleifsson, sími 587 1164.
Reiki/heilun — námskeið
1. stig helgina 24. og 25. okt.
2. stig helgina 31. okt. og 1. nóv.
Viðurkenndur reikimeistari,
Sigurður Guðieifsson,
sími 587 1164.
www.mbl.is