Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 47 Islenskir tómatar betri að gæðum en þeir útlendu Ný rannsókn á bragðgæðum og efnainni- haldi tómata á vegum Matvælarannsókna í Keldnaholti sýnir meðal annars að það er síst minna af lýkópeni í íslenskum tómötum en útlendum en lýkópen er meðal hinna svokölluðu andoxunarefna sem talið er að geti hamlað framgangi ýmissa sjúkdóma. HJÁ Matvælarannsóknum í Keldnaholti er nú verið að vinna að verkefni um gæði grænmetis. Lögð er áhersla á að rannsaka gæði grænmetis út frá sjónarhóli neytenda. Rannsóknin stendur í heilt ár þar sem gæðin geta verið mismunandi eftir árstímum. Að sögn Ólafs Reykdal matvælafræð- ings sem vinnur að rannsókninni ásamt Vali N. Gunnlaugssyni, mat- vælafræðingi, eru allar helstu teg- undir grænmetis skoðaðar og við rannsóknina er beitt bæði skyn- mati og efnamælingum. „Skynmat er mikilvægt við gæðamatið en það felst einfaldlega í því að skynfæri mannsins eru notuð til að meta lit, lykt, bragð, áferð og útlit,“ sagði Olafur. Mikilvæg uppspretta C vítamíns í rannsókninni vai- gerður sam- anburður á gæðum íslenskra og innfluttra tómata en tómatar eru ein vinsælasta grænmetistegund- in. Sagði Ólafur að hópur fólks ISLENSKU tómatarnir voru taldir tómatbragð og meiri safa en þeir hefði verið þjálfaður til að meta gæði tómata. Síð- an fengu þessir ein- staklingar sýni af tómötum til að meta , en öllum upplýsingum um uppruna sýnanna hefði verið haldið leyndum. Hver og einn fyllti út eyðu- blöð í lokuðum bás og vissi ekkert um nið- urstöðu næsta manns. „Þegar niðurstöðumar voru m í ljós að íslensku tómatamir vom yfirleitt taldir hafa meira tómat- bragð og meiri safa en þeir inn- fluttu,“ sagði Ólafur. „Biturt bragð og auka- bragð fannst oftar í erlendu tómöt- unum og auka- bragð fannst oftar í erlendu tómöt- unum en þeim ís- lensku. Þegar á heildina er litið koma íslensku tómatamir betur út en þeir inn- fluttu." Ólafur sagði að mælingar á efna- innihaldi tómata sýndu að þeir gæfu litla orku, aðeins um 17 kílókaloríur í hverjum 100 g, hafa meira innfluttu. enda væri vatnsinni- haldið um 94 g í hverjum 100 g. „Engu að síður geta tómatar verið mikil- væg upp- spretta fyrir C-vítamín og stór hluti þurrefnisins er trefjaefni,“ sagði Ólafur. Hefur ýmis jákvæð áhrif á heilsuna Rauða lit tómatanna má rekja til náttúmlegs litarefnis sem heit- ir lýkópen. Þessu efni hafa verið eignuð ýmis jákvæð áhrif á heilsu. Enn er þó margt óljóst varðandi þessi áhrif,“ sagði Ólafur, „en þó hefur verið staðfest að lýkópen er meðal hinna svokölluðu andoxun- arefna, sem talið er að geti hamlað framgangi ýmissa sjúkdóma. Því hefur verið haldið fram að lítið lýkópen sé í tómötum sem ræktað- ir eru í gróðurhúsum á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur minna við en í suðlægum löndum. Mæl- ingar á nokkmm sýnum af ís- lenskum og innfluttum tómötum sýndu að það var síst minna af lýkópeni í íslensku tómötunum. I öllum tilfellum var um að ræða sýni af þroskuðum, rauðum tómöt- um en reikna má með að minna sé af lýkópeni í tómötum eftir því sem græni liturinn er ríkjandi. Niðurstöðumar benda því til þess að gæði íslenskra tómata séu meiri eða jafn mikil og hinna inn- fluttu." FRÁ afliendingu viðurkenningar- innar, talið frá vinstri: Guðmund- ur Sigurðsson, verslunarstjóri Hagkaups, Elsa María Ólafsdóttir innkaupafiilltrúi, Gréta Jónsdóttir sem stýrii' gamdeild Hagkaups í Skeifunni og Auður Kristinsdóttir, eigandi Gambúðarinnar Tinnu. Tinna velur Garnversl- un ársins 1998 GARNABÚÐIN Tinna í Hafnar- firði veitti nýlega gamdeild Hagkaups í Skeifunni viðurkenn- inguna Gamverslun ársins 1998. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í þjón- ustu og sölu, en allar þær 60 verslanir sem selja garn frá Tinnu koma til greina við valið. Síðastliðin ár hefur gamdeild- inni í Skeifunni verið stýrt af Grétu Jónsdóttur, sem er vel að sér í prjónaskap. Þetta er í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt, en síðast hlaut liana hannyrða- verslunin Mólý í Kópavogi. Nýir pastaréttir HEILDVERSLUNIN Daníel Ólafsson ehf. hefur sett á markað fjórar nýjar tegundir af Rdolfo Pasta Quick-pastaréttum, sem ein- ungis tekur fimm mínútur að mat- reiða. Réttirnir eru Pasta parmes- ana-núðlur í ostasósu, Pasta ai fung- hi-núðlur með sveppasósu, Pasta Carbonara-núðlur með skinkusósu og Pasta ai broccoli-núðlur með broccoli-sósu. Hægt er að bera rétt- ina fram sér eða með meðlæti. Nú 1Í99Ja Danir i Þyi- Atfcf U .TtH'U'ME* f 3. beati b\ór í heimi! \ Stuóningsmenn Gunnars I. Birgissonar opna kosninga- skriístofu í Hamraborg 12, Kópavogi, í dag kl. 12.00. Skrifstofan er opin virka daga kl. 17-22. Laugardaga kl. 12-19. Sunnudaga kl. 13-17. Alltaf heitt á könnunni. Sjáumst! Kosningaskrifstofan Hamraborg 12, sími 564 5823
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.