Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 47

Morgunblaðið - 10.10.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 47 Islenskir tómatar betri að gæðum en þeir útlendu Ný rannsókn á bragðgæðum og efnainni- haldi tómata á vegum Matvælarannsókna í Keldnaholti sýnir meðal annars að það er síst minna af lýkópeni í íslenskum tómötum en útlendum en lýkópen er meðal hinna svokölluðu andoxunarefna sem talið er að geti hamlað framgangi ýmissa sjúkdóma. HJÁ Matvælarannsóknum í Keldnaholti er nú verið að vinna að verkefni um gæði grænmetis. Lögð er áhersla á að rannsaka gæði grænmetis út frá sjónarhóli neytenda. Rannsóknin stendur í heilt ár þar sem gæðin geta verið mismunandi eftir árstímum. Að sögn Ólafs Reykdal matvælafræð- ings sem vinnur að rannsókninni ásamt Vali N. Gunnlaugssyni, mat- vælafræðingi, eru allar helstu teg- undir grænmetis skoðaðar og við rannsóknina er beitt bæði skyn- mati og efnamælingum. „Skynmat er mikilvægt við gæðamatið en það felst einfaldlega í því að skynfæri mannsins eru notuð til að meta lit, lykt, bragð, áferð og útlit,“ sagði Olafur. Mikilvæg uppspretta C vítamíns í rannsókninni vai- gerður sam- anburður á gæðum íslenskra og innfluttra tómata en tómatar eru ein vinsælasta grænmetistegund- in. Sagði Ólafur að hópur fólks ISLENSKU tómatarnir voru taldir tómatbragð og meiri safa en þeir hefði verið þjálfaður til að meta gæði tómata. Síð- an fengu þessir ein- staklingar sýni af tómötum til að meta , en öllum upplýsingum um uppruna sýnanna hefði verið haldið leyndum. Hver og einn fyllti út eyðu- blöð í lokuðum bás og vissi ekkert um nið- urstöðu næsta manns. „Þegar niðurstöðumar voru m í ljós að íslensku tómatamir vom yfirleitt taldir hafa meira tómat- bragð og meiri safa en þeir inn- fluttu,“ sagði Ólafur. „Biturt bragð og auka- bragð fannst oftar í erlendu tómöt- unum og auka- bragð fannst oftar í erlendu tómöt- unum en þeim ís- lensku. Þegar á heildina er litið koma íslensku tómatamir betur út en þeir inn- fluttu." Ólafur sagði að mælingar á efna- innihaldi tómata sýndu að þeir gæfu litla orku, aðeins um 17 kílókaloríur í hverjum 100 g, hafa meira innfluttu. enda væri vatnsinni- haldið um 94 g í hverjum 100 g. „Engu að síður geta tómatar verið mikil- væg upp- spretta fyrir C-vítamín og stór hluti þurrefnisins er trefjaefni,“ sagði Ólafur. Hefur ýmis jákvæð áhrif á heilsuna Rauða lit tómatanna má rekja til náttúmlegs litarefnis sem heit- ir lýkópen. Þessu efni hafa verið eignuð ýmis jákvæð áhrif á heilsu. Enn er þó margt óljóst varðandi þessi áhrif,“ sagði Ólafur, „en þó hefur verið staðfest að lýkópen er meðal hinna svokölluðu andoxun- arefna, sem talið er að geti hamlað framgangi ýmissa sjúkdóma. Því hefur verið haldið fram að lítið lýkópen sé í tómötum sem ræktað- ir eru í gróðurhúsum á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur minna við en í suðlægum löndum. Mæl- ingar á nokkmm sýnum af ís- lenskum og innfluttum tómötum sýndu að það var síst minna af lýkópeni í íslensku tómötunum. I öllum tilfellum var um að ræða sýni af þroskuðum, rauðum tómöt- um en reikna má með að minna sé af lýkópeni í tómötum eftir því sem græni liturinn er ríkjandi. Niðurstöðumar benda því til þess að gæði íslenskra tómata séu meiri eða jafn mikil og hinna inn- fluttu." FRÁ afliendingu viðurkenningar- innar, talið frá vinstri: Guðmund- ur Sigurðsson, verslunarstjóri Hagkaups, Elsa María Ólafsdóttir innkaupafiilltrúi, Gréta Jónsdóttir sem stýrii' gamdeild Hagkaups í Skeifunni og Auður Kristinsdóttir, eigandi Gambúðarinnar Tinnu. Tinna velur Garnversl- un ársins 1998 GARNABÚÐIN Tinna í Hafnar- firði veitti nýlega gamdeild Hagkaups í Skeifunni viðurkenn- inguna Gamverslun ársins 1998. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í þjón- ustu og sölu, en allar þær 60 verslanir sem selja garn frá Tinnu koma til greina við valið. Síðastliðin ár hefur gamdeild- inni í Skeifunni verið stýrt af Grétu Jónsdóttur, sem er vel að sér í prjónaskap. Þetta er í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt, en síðast hlaut liana hannyrða- verslunin Mólý í Kópavogi. Nýir pastaréttir HEILDVERSLUNIN Daníel Ólafsson ehf. hefur sett á markað fjórar nýjar tegundir af Rdolfo Pasta Quick-pastaréttum, sem ein- ungis tekur fimm mínútur að mat- reiða. Réttirnir eru Pasta parmes- ana-núðlur í ostasósu, Pasta ai fung- hi-núðlur með sveppasósu, Pasta Carbonara-núðlur með skinkusósu og Pasta ai broccoli-núðlur með broccoli-sósu. Hægt er að bera rétt- ina fram sér eða með meðlæti. Nú 1Í99Ja Danir i Þyi- Atfcf U .TtH'U'ME* f 3. beati b\ór í heimi! \ Stuóningsmenn Gunnars I. Birgissonar opna kosninga- skriístofu í Hamraborg 12, Kópavogi, í dag kl. 12.00. Skrifstofan er opin virka daga kl. 17-22. Laugardaga kl. 12-19. Sunnudaga kl. 13-17. Alltaf heitt á könnunni. Sjáumst! Kosningaskrifstofan Hamraborg 12, sími 564 5823

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.