Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Miðbæjarskólinn 100 ára
I DAG, 10. október
verður haldið upp á
100 ára vígsluafmæli
Miðbæjarskólahússins.
Þennan sama dag fyrir
einni öld var húsið vígt
með viðhöfn og skólinn
tók til starfa. Bygging
skólans markaði tíma-
mót í fræðslumálum
Reykjavíkur og húsið
hefur alla tíð síðan ver-
ið miðstöð mennta- og
menningarmála.
Saga bygging-
arinnar
Miðbæjarskólinn er
fyrsta húsið sem reist
var austan megin Tjarnarinnar á
svokölluðum Utnorðurvelli og var
mjög umdeild í byrjun, eins og
gjarnan er um stórbyggingar í
Reykjavík. Húsið þótti m.a. vera
langt frá bænum!
Húsið er gert úr timbri og er
talið að ótti manna við jarðskjálft-
ana miklu á Suðurlandi 1896 hafí
ráðið því að ekki var byggt stein-
hús eins og gert var þegar fyrsti
Ijarnaskólinn í Pósthússtræti 3 var
byggður. Þórhallur Bjamason
lektor og síðar biskup var mikill
frumkvöðull í skólamálum og
kynnti sér m.a. vel allar nýjungar í
húsbyggingum, þegar undirbún-
Sigrún
Magnúsddttir
ingur stóð yfir varð-
andi hinn nýja skóla.
Þórhallur viðaði að sér
hugmyndum erlendis
um nútímaskólabygg-
ingar svo sem varð-
andi efnisval, leik-
svæði barna, mið-
stöðvarkyndingu og
kröfur um birtu í
skólastofum.
I Reykjavíkurlýs-
ingu sinni frá því um
aldamótin segir Bene-
dikt Gröndal m.a. að
skólinn geti hvað
stærðina snertir verið
nægilegur háskóli:
„Þetta er hin mesta
bygging, sem bærinn hefur látið
reisa, og öll hin vandaðasta og full-
komnasta."
Það vekur furðu okkar, nú heilli
öld síðar, hvað byggingarfram-
kvæmdir gengu vel og hratt fyrir
sig. Það voraði vel árið 1898 í
Reykjavík og í lok maí stóð hlaðni
kjallarinn tilbúinn og allt húsið síð-
an 10. október.
Mennta- og
menningarsetur
Tíu árum eftir vígslu Miðbæjar-
skólans var innleidd skólaskylda
barna á aldrinum 10-14 ára og
skyldu þessi börn njóta ókeypis
skólagöngu. Við það fjölgaði skóla-
börnum mikið eða úr 472 í 772
haustið 1908. Fram að þeim tíma
greiddu foreldrar tuttugu krónur í
skólagjald, sem gat reynst fátæk-
um foreldrum ofviða.
Til gamans má geþa þess að árið
1897 bauð Kristján Ó. Þorgrímsson
sig fram til bæjarstjómar og eitt af
Opið hús verður í Mið-
bæjarskólanum í dag.
Sigrún Magnúsdóttir
hvetur borgarbúa til að
koma og sjá og heyra
100 ára skólasögu
borgarinnar í máli og
myndum.
helstu stefnumálum hans var að
láta börn fá ókeypis kennslu í
Barnaskólanum, en hann fékk
sárafá atkvæði.
Saga hússins er samofin sögu
borgarinnar alla þessa öld. Húsið
hefur gegnt mörgum hlutverkum
og margir merkisatburðir hafa átt
sér stað í skólanum og skólaport-
inu.
Árið 1996 ákváðu borgaryfirvöld
að gera gagngerar endurbætur á
ISLEIVSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
974. þáttur
Sprott
Sterka sögnin að spretta er
myndarleg og fer reglulega eftir
þriðju hljóðskiptaröð: spretta -
spratt - spruttum - sprottinn.
Viðtengingarháttur nútíðar er
„þótt ég spretti", myndaður með
óbreyttu hljóði af 1. kennimynd;
viðth.þát. „þótt ég sprytti“,
myndaður með i-hljóðvarpi af
þriðju kennimynd. Af 2. kenni-
mynd, sömuleiðis með i-hljóð-
varpi, er svo mynduð orsakar-
sögn (verbum eausativum), það
er að segja veika sögnin spretta
- spretti - sprett. Hún er, eins
og margar orsakarsagnir, í
þriðja flokki veikrar beygingar.
Um daginn rifjaðist upp fyrir
mér orðasamband sem ég lærði í
æsku. Ef eitthvað var stráheilt
og óskaddað, sögðu menn að
ekki sæi á því „sprott eða
sprungu". Mér finnst sprott
vera hvorugkynsnafnorð. En
þegar ég tók að leita í orðabók-
um eftir merkingu og beygingu,
greip ég í tómt. Kannski hef ég
ekki leitað nógu vel.
Þá var að snúa sér til Orða-
bókar Háskólans, og þangað er
alltaf jafngott að leita. En Orða-
bókin átti ekki nema tvö bók-
r málsdæmi og ekkert talmáls-
dæmi, og mér finnst það furðu
lítið.
Fyrra dæmið sem Orðabókin
hafði er gamalt, frá Jóni Rúg-
mann Jónssyni. Hann var fræði-
maður, lengi erlendis, en upp-
runninn í Eyjafirði. I riti hans
Monosyllaba Islandica (Uppsöl-
um 1667) kemur orðið sprott
fyrir, og einhver hefur þýtt það
á latínu með dissolutio, en við
það hefur verið sett spurningar-
merki. Mér sýnist þó að sú þýð-
ing sé ekki fráleit, því að lat-
T neska orðið merkir „sundurleys-
ing“ og sprott virðist hafa verið
notað í merkingunni rispa,
áverki, það er: holdi, sem heilt
var, hefiir verið „sprett í sund-
ur“.
Síðara dæmið var öldum
yngra. Karvel Ögmundsson út-
vjf gerðarmaður setti saman endur-
minningabók, Sjómannsævi. Þar
segir í síðara bindi, bls. 104: „Ég
skoðaði hendina, þar sást ekki
sprott né sprunga." Maður hafði
rekið nagla með berri hendinni.
Hér verður þá haft fyrir satt
að sprott merki eitthvað í þá átt
sem áður var greint (rispa, sár,
áverki í holdi). En þar sem orða-
bækur hafa svo fá dæmi, væri ég
feginn, ef menn greindu mér frá
vitneskju sinni um þetta orð.
Veika sögnin spretta er m.a.
þýdd svo í Orðabók Menningar-
sjóðs: „losa, leysa, ... opna með
skurði, stungu“. Og nafnorðið
spretta er til í sömu merkingu
og sprott virðist hafa: „rifa,
grunnur skurður, skráma, sbr.
skinnspretta um smáskeinu,
rispu, flumbru.
Hlymrekur handan kvað:
Ein kvon heitir Kumaratunga,
af kunnugum sögð engin gunga;
í Colombo er hún,
ogveldisittver hún.
Sést ekki á henni sprott eða sprunga.
Tiber sígur seint og hægt í ægi,
seint og þungt - með tímans göngulagi.
Einar Benediktsson er í Róm,
og Tíberfljót verður honum elfur
tímans. Hún rennur hægt, þegar
hér er komið, engar flúðir, eng-
inn gusugangur eða skvettur í
Borginni eilífu. Einar nær með
hljóðfalli, klið kvæðisins, að láta
okkur finna með sér hægan
skriðþunga árinnar. Hver brag-
lína er fimm réttir tvíliðir. Þar
er ekki léttleikinn. Og ekki er
þetta hið eina. Hvert áhersluat-
kvæði hinna réttu tvíliða er
Iangt sérhljóð eða tvíhljóð, og n-
in í seint og þungt eru auðvitað
rödduð, annars færi allt forgörð-
um.
Þetta er ekki tilviljun. Þetta
er snilld, þetta er guðagáfa. Og
hann klifar á orðinu seint til enn
frekari áherslu.
En Einar hefur þetta upp á
æðra svið með því að láta okkur
heyra það sem hann sér. Síðan
lætur hann okkur líka sjá blóð-
rautt sólarlag við bláan himin,
táknmynd þess að veldissól
Rómverja er sigin að viði.
Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi.
Og í kvæðislok:
lækkar, dökknar loftsins blái faldur.
Lýsist kvöldsins rauða skikkja - og
hrynur.
Sagnmyndin hrynur er ekki
valin af handahófi, því að fram-
hald kvæðisins segir frá hruni
heimsveldisins. Efnisleg stór-
virki mannanna hrynja öll, en
„myndasmíðar andans skulu
standa“.
Enginn semur orð um kaup,
eg þó ljóðin sýni,
enginn kemur inn með staup
af því góða víni.
Von er andinn veiklist hér
og verði þröngvh- gómar,
flöskur standa framan í mér
fyrir löngu tómar.
(Sigurður Eiríksson Breiðfjörð
1798-1846.)
Hlymrekur handan kvað:
Aparnir óðu út í krap,
það varð óp í þeim fjölepta hóp,
.einn saup, annar hljóp;
apar líkjast þeim glóp
sem er aplyndi runnið í skap.
Menn
alltaf á
vinna og
átta sig ekki
mismun sagnanna að
sigra. Hægt er að vinna kosn-
ingar og orustur, en ekki sigra
menn þessi fyrirbæri.
Morgunblaðið hefur þrásinnis
borið skjöld fyrir íslenska tungu
og viljað hag hennar sem mest-
an. Því verður að gæta þess, að í
forystugreinum blaðsins séu
ekki málgallar eins og þessi 29.
sept. síðastliðinn: „Schröder var
valinn kanslaraefni jafnaðar-
manna til að sigra kosningarn-
ar.“
húsinu í nánu samráði og samstarfi
við Húsafriðunarnefnd ríkisins og
borgarinnar. Menningarverðmæt-
um eins og Miðbæjarskólanum
þarf að halda vel við og hafa þar hf-
andi starfsemi. Þetta aldna skóla-
hús er því afar verðugur rammi
fyrir miðstöð fræðslumála borgar-
innar og Námsflokka Reykjavíkur.
Starfsemi í húsinu er frá því
snemma á morgnana og fram undir
miðnætti.
Hátíð í húsi
Fræðsluyfirvöld í Reykjavík
ákváðu að minnast þessara merku
tímamóta í skólamálum í borginni
með því að hafa opið hús í Miðbæj-
arskólanum. Við hvetjum borgar-
búa til að koma í heimsókn og
skoða sýningar og hlýða á fyrirles-
ara þar sem svipmyndir úr 100 ára
skólasögu borgarinnar eru settar
fram í máli og myndum. Boðið
verður upp á kaffi og meðlæti og að
sjálfsögðu lýsi samkvæmt gamalli
venju í skólanum.
Höfundur er borgnrfulltrúi og for-
mnður Fræðsluráðs Reykjavíkur.
Sinnum
forvörnum!
ÞAÐ eru engin ný sannindi að
hollt, fjölbreytt mataræði og hreyf-
ing sé hverjum manni nauðsynleg
til að halda sem bestri heilsu, bæði
líkamlegri og andlegri. A undan-
förnum árum hefur orðið mikil
vakning í þá átt að
auka forvarnir og
reyna að koma í veg
fyrir sjúkdóma.
Landssamtökin Bein-
vemd á Islandi voru
stofnuð í Reykjavík að
tilhlutan landlæknis í
þessu skyni í mars
1997. Markmið sam-
takanna er m.a. að
vekja athygli almenn-
ings og stjómvalda á
beinþynningu sem
heilbrigðisvandamáli.
Þrjú svæðafélög hafa
nú þegar verið sett á Anna
stofn. Eitt þessara fé- Pálsdóttir
laga er Beinvernd á
Suðurlandi, sem stofnað var í
Heilsustofnun Náttúrulækningafé-
lags Islands í nóvember 1997.
Uppeldi og þroski
Beinþynning er að miklu leyti
háð erfðum en 20 til 40% tilfella má
rekja til hreyfingarleysis og lélegs
mataræðis. Rannsóknir sýna að
með heilsusamlegum lifnaðarhátt-
um má auka beinmassann að mun
á fyrstu 20 áram ævinnar og
styrkja þar með beinin til frambúð-
ar, en þau eru kalkforðabúr líkam-
ans. Foreldrar, forráðamenn og
kennarar ættu að vera vakandi fyr-
ir þessu og gera það sem í þeirra
valdi stendur til að sjá til þess að
ung börn fái öll þau efni sem þarf
til að styrkja beinin og brýna það
fyrir börnum sem komin eru á legg
hve nauðsynleg hreyfmg og gott
mataræði er fyrir líkamlegan og
andlegan þroska.
Kalk, lýsi og fræðsla
Enn hefur enginn kalkgjafi
fundist sem stenst samanburð við
mjólk og mjólkurvörur. Til að
binda kalkið þarf D-vítamín sem
helst er að finna í lýsi, en það er
unnið úr fisklifur. Sólarljósið er
einnig góður D-vítamíngjafi. í er-
indi sem Gunnar Sigurðsson, pró-
fessor, hélt um D-vítamínbúskap á
aðalfundi landssamtaka Bein-
verndar í vor, kom fram að D-
vítamínbúskap stúlkna á aldrinum
12-14 ára og kvenna á aldrinum 34-
48 ára er ábótavant. Frumniður-
stöður rannsóknar þessa efnis sýna
að ástæða er til að leggja meiri
áherslu á neyslu D-vítamínbættrar
mjólkur eða fá konur til að taka inn
lýsi (vökva eða töflur).
Nýleg könnun á mataræði ung-
barna sýnir að þau fá ekki nægt D-
vítamín. A þessu má
sjá að mikil þörf er á
fræðslu og hafa Sam-
tökin Beinvernd á ís-
landi staðið fyrir út-
gáfu tveggja bæk-
linga: „Beinvernd",
sem gefinn var út í
mars 1997, og „Lík-
amshreyfíng og bein-
þynning", sem gefinn
var út um áramótin. í
undirbúningi er gerð
bæklings um horm-
ónameðferð og bein-
þynningu.
Mælingar
Konur eiga það mun
meira á hættu en karlar að fá bein-
þynningu. Eina aðferðin til að
mæla kalkmagn beina er svokölluð
beinþéttnimæling. Ástæða er til
þess að hvetja konur til að láta
Markmið Landssam-
takanna Beinverndar á
íslandi er m.a.
segir
Anna Pálsdóttir, að
vekja athygli almenn-
ings og stjórnvalda á
beinþynningu sem heil-
brigðisvandamáli.
mæla hjá sér beinmassann, en
þetta er algjörlega sársaukalaus og
fljótleg mæling sem getur skipt
sköpum. Þessi hvatning á ekki síst
við þar sem beinþynning er þekkt í
ættinni.
Með beinþéttnimælingu má:
finna beinþynningu áður en beinið
brotnar, spá um beinbrot í framtíð-
inni, fylgjast með árangri á með-
ferð við beinþynningu.
Miðvikudaginn 14. okt. n.k. kl. 20
heldur Beinvernd á Suðurlandi
fræðslufund á Hótel Selfossi. Lauf-
ey Steingrímsdóttir, næringar-
fræðingur og forstöðumaður
Manneldisráðs, flytur erindi um
mjólk og mjólkurafurðir.
Höfundur er formaður Beinverndar
á Suðurlandi.
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks í fasteignaleit
www.mbl.is/fasteignir