Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 55
Sunnudaginn 27. september sl.
lést ömmusystii’ mín, Þórdís Bene-
diktsdóttir, 96 ára að aldri, en hún
bjó lengi á Smáhömrum í Stein-
grímsfirði. Ég dvaldist þrjú sumur
frá tíu ára aldri á Smáhömrum hjá
henni og Karli eiginmanni hennar
og hafði ákaflega gott af því og
finnst því meira til þessa skeiðs
koma í endurminningunni sem það
fjarlægist í tímanum. A þeim bæ
var, líkt og á öllum rausnarheimil-
um, vinna og röskleg iðni í hávegum
og ég man að Þórdís hafði þau orð
einhverntíma í mín eyru, líklega
þegar henni blöskraði leti kaupstað-
arbarnsins, að sá sem ekki ynni ætti
ekki heldur að fá að borða og ég er
henni hjartanlega sammála um það,
ef menn eru á annað borð vinnufær-
ir. Fjöldi barna var í sveit á Smá-
hömrum á þessum árum og eiga þau
áreiðanlega margar góðar minning-
ar þaðan. Annars var Smáhamra-
heimilið, og er enn, annálað rausn-
arheimili og gestrisni mikil. Sumar-
ið 1996 voru þar á ferð um 50 af-
komendur og tengdabörn Elínborg-
ar, systur Þórdísar, og voru um-
svifalaust drifin í stórveislu til
þeirra Björns og Matthildar sem
þar búa nú. Þórdís var mikil mynd-
arkona og mun hafa verið einkar
fríð á yngi-i árum. Móðir mín hefur
sagt mér að hún hafi eitt sinn á
barnsaldri séð svo fagra konu í
kaupfélagsbúðinni á Hólmavík að
hún hafi starað á hana opinmynnt
líkt og hún hefði séð ævintýra-
prinsessu. Síðar kom í ljós að þetta
var Þórdís á Smáhömrum.
Smáhamrar, þar sem Þórdís og
Karl bjuggu í meira en hálfa öld,
eða meðan bæði lifðu, er við sunn-
anverðan Steingrímsfjörð og má
heita sérkennilega fagurt bæjar-
stæðið með köstulum sínum og smá-
um hömrum, eins og bæjarnafnið
bendir til, víða um túnið og út með
sjó. Jörðin er fremur landlítil og
einna lægst metin allra jarða við
Steingrímsfjörð í Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalín frá
því skömmu eftir 1700. Jarðabætur
síðustu áratuga hafa rækilega
hnekkt því mati og mun arður vera
hinn besti af henni, sem stafar af
hyggindum og eljusemi ábúenda, og
ekki misminnir mig um það að fjár-
stofninn á Smáhömrum hafi verið
sterkur og afurðir í meira lagi á
landsvísu, og mun svo enn. Smá-
hamraheimilið er einkar snyrtilegt,
hvergi er þar kusk né strá að sjá á
hlaðinu og umgengni með stórum
menningarbrag og voru þau Karl
samhuga í snyrtimennskunni.
Blómagarður Þórdísar var mörg-
um til fyrirmyndar, þó að skilyrði til
ræktunar sumarjurta hafi oftast
verið bág. Hugðarefni Þórdísar
voru mörg, þó að venjuleg störf á
vænu búi hafi auðvitað tekið mestan
tíma hennar. Hún var ættfróð og
ættrækin þótt ég yrði þess ekki var
þá. Hins vegar kom það vel í ljós
fyrir fáum árum þegar ég hitti hana
þar sem hún dvaldi í góðu yfirlæti
hjá Elinborgu dóttur sinni í Stykk-
ishólmi, en undir verndarvæng
hennar og fjölskyldu hennar var
hún síðustu æviárin. Við þetta tæki-
færi dró hún fram myndamöppu og
þrátt fyrir að hún væri nánast blind
þuldi hún af óbrigðulli vissu nöfn
þeirra sem á myndunum voru og
kunni á öllum góð skil. I þetta skipti
kenndi hún föður mínum vísu sem
hún hafði lært fyrir nærri 80 árum.
Þórdís var hirðusöm um sögu Smá-
hamra og ritaði hjá sér ýmsan fróð-
leik, m.a. um útgerðarsögu Smá-
hamra og sendi þeim sem vildu, en
Karl eiginmaður hennar gerði út
bát þaðan á stríðsárunum og fram
til 1950. Hún skrifaði afbragðsgott
mál og fallega hönd fram í háa elli
og ekki varð ég var við að andlegir
kraftar hennar hefðu þomð að
marki þegar ég sá hana síðast og
var hún þó nærri hálftíræð. Hún var
gjafmild, ekki síst á síðari árum, og
klyfjaði gesti sína bókum og ljós-
myndum að skilnaði og ansaði ekki
andmælum.
Með Þórdísi er gengin mikil
öðlingskona sem mér þykir vænt
um að hafa kynnst. Um hana á ég
aðeins góðar minningar, en það er
líklega það eina sem menn láta eftir
sig og er einhvers virði. Blessuð sé
minning hennar.
Þorkell Örn Ólason.
UNNUR ARADÓTTIR
HAGALÍN
+ Unnur Aradóttir Hagalín
var fædd 16. september
1911 í Reykjavík. Hún lést á
dvalarheimilinu Kumbaravogi
29. september síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru hjónin Ari
Þórðarson, kaupmaður í Borg-
arnesi og í Reykjavík, fæddur
26. nóvember 1876, dáinn árið
1942, og Þóra Þuríður Sigurð-
ardóttir frá Garðhúsum í
Reykjavík, fædd 14. maí 1888,
dáin árið 1948. Þau höfðu áður
eignast dæturnar Þóru Eísa-
betu og Unni, sem báðar dóu í
bemsku. Ari og Þóra slitu sam-
vistum og eftir að Þóra fluttist
til Danmerkur árið 1919 ólst
Unnur upp hjá móðursystur
sinni, Rannveigu Sigurðardótt-
ur, og Hallgrími Jónssyni vél-
stjóra, í Borgarholti við Reykja-
vík ásamt fjórum bömum
þeirra hjóna. Ari kvæntist síðar
Sigurlaugu Ámadóttur og eign-
aðist með henni hálfbróður
Unnar, Tryggva, rafvirkja í
Reykjavík.
Unnur giftist 16. september
1949 Guðmundi Gíslasyni Haga-
lín, rithöfundi, sem var fæddur
10. október 1898 og lést 26.
febrúar 1985. Þau höfðu áður
eignast einn son, Þór, fæddan
Unnur Hagalín er látin. Ég átti
með henni og afa mínum, Guðmundi
Gíslasyni Hagalín, margar góðar
minningar. Unnur var sérstæður
persónuleiki með leiftrandi kímni-
gáfu og reyndist afa mínum einstæð
kona. Hún var honum sannur and-
legur félagi og hafði einstakt lag á
að eiga við sérviskuna í honum, sem
ekki öllum var gefið. Hann sá ekki
sólina fyrir henni - kallaði hana
jafnan „elskuna sína“ og færði
henni kaffi í rúmið á hverjum
morgni. Þetta þótti mér sérstakt og
fallegt þegar ég var bam.
Ég dvaldi hjá þeim part úr sumri
nokkur ár í röð að Mýrum á Klepp-
járnsreykjum þegar ég var lítil.
Meðan afi var við skriftir sat Unnur
oft með mér langtímum saman í eld-
húsinu og spjallaði. Við drukkum te
og urðum miklar vinkonur. Ég kveð
hana nú með þakklæti í huga.
Utför hennar ber upp á tíræðisaf-
mælið hans. Það er skrýtin tilviljun.
Og kannski ekki. Ef til vill er þetta
allt með ráðum gert svo hann geti
fært henni kaffi, í tilefni dagsins.
Móðurbróður mínum, Þór Haga-
lín, og fjölskyldu hans votta ég sam-
úð mína.
Hrafnhildur Hagalín
Guðmundsdóttir.
Elsku amma, okkur systkinin
langar í nokkrum orðum að minnast
þín og allra góðu stundanna okkar
saman. Það var svo gaman að koma
í heimsókn til þín í sveitina sem við
kölluðum alltaf svo þótt þar væru
engin dýr ef frá er talinn hundurinn
Hákon. Þá dekraðir þú svo við okk-
ur að mömmu og pabba hefur ef-
laust stundum þótt nóg um. Þegar
við vorum lítil sendir þú okkur
reglulega pakka með ýmsu góðgæti
og fengu vinir okkar oft einhvern
glaðning líka. Þú hafðir svo óskap-
lega gaman af því að gleðja lítil
hjörtu og varst alltaf svo þakklát
fyrir allt sem fyrir þig var gert þótt
það væri ekki nema kippa af kók og
brjóstsykurspoki sem þér var færð-
ur. Sérstaklega er það minnisstætt
að jólaskrautið sem við höfðum
fóndrað handa þér var alltaf uppi
við, jafnvel þótt ekki væru jól. Alltaf
varstu jafnánægð þegar við komum
með langömmubörnin í heimsókn til
þín og hefðu þau skipti þurft að
vera fleiri.
Það er skrýtið að hugsa til jól-
anna án þín því þeim eyddum við
alltaf saman en þá verður gott að
geta hugsað til þess að þú sért kom-
in til afa sem fékk bestu afmælis-
gjöf sem hann gat fengið þegar þú
kvaddir okkur hér. Takk fyrir allt.
13. nóvember 1939, sem kvænt-
ur er Sigríði Óskarsdóttur, eru
búsett á Eyrarbakka, eiga þrjú
börn, Unni Huld, unnusti henn-
ar er Elías Ivarsson og eiga þau
tvö börn, Þórhildi Ósk og Guð-
mund Gísla. Af fyrra hjóna-
bandi átti Guðmundur tvö börn,
Hrafn og Sigríði, sem bæði eru
látin.
Að lokinni skólagöngu í
Landakotsskóla og Kvennaskól-
anum fluttist Unnur til Kaup-
mannahafnar árið 1930 og bjó
þar til 1936 og aftur 1939 til
1950, lauk námi í verslunar-
skóla og starfaði síðan lengst af
í danska ljármálaráðuneytinu.
Móðir hennar hafði þá gifst
dönskum manni, William Niel-
sen, leiktjaldamálara og teikni-
myndateiknara hjá Nordisk
Film, og bjó hún með þeim.
Heimflutt bjuggu Unnur og
Guðmundur í Kópavogi og
Garðahreppi uns þau fluttu að
Kleppjámsreykjum í Borgar-
firði árið 1964, þar sem hún bjó
meðan heilsa entist. Síðustu
þrjú árin dvaldist hún á vist-
heimilinu Kumbaravogi.
títför Unnar verður frá
Reykholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Hljóð og tóm er hjartans borg.
Heimsins svipur breyttur er.
Andi minn, hann á ei sorg.
Alltaflifirþúhjá mér.
(Einar Ben.)
Unnur, Þórhildur
og Guðmundur.
Það var á árunum 1963-1964.
Unnur og Guðmundm- Hagalín
höfðu ákveðið að reisa nýbýlið Mýr-
ar í landi Kleppjárnsreykja í Reyk-
holtsdal. Reykdælir sáu æ oftar
bregða fyrir konu á gráum Gypsy-
jeppa. Hún stóð fyrir framkvæmd-
um fyrir hönd þeirra hjóna með
reisn í fasi, skýra sýn á framtíðina í
Reykholtsdal. Enginn fór í grafgöt-
ur um vilja þessarar konu. Það bug-
aði hana ekki, þó að djúpt væri á
fast í bæjarstæðinu og erfitt að
koma traustum grunni undir húsið.
Mýrar risu og urðu þeim hjónum
hamingjureitur. Þau áttu hér saman
hátt í tuttugu ár, með skini og skúr-
um, hægt minnkandi starfsgetu og
baráttu við erfiða sjúkdóma. Guð-
mundur vann að ritstörfum og Unn-
ur hafði umhyggju fyrir líðan hans í
fyrirrúmi, þó svo að hún sjálf væri
ekki alltaf frísk. Hún var eftirtekt-
arsöm og hafði skýrar meiningar
um menn og málefni. Hún lét álit
sitt í ljós tæpitungulaust og óhikað,
og ef henni fannst sér misboðið voru
skeytin ákveðin. Hún las jafnan
handrit Guðmundar yfir á lokastigi
og var glöggskyggn á samræmi og
rökrétta frásögn.
Við hjónin áttum því láni að fagna
að vera heimilisvinir á Mýrum. Þeg-
ar veður leyfði og heilsa þeirra
hjóna var góð óku þau Unnur og
Guðmundur hringferð í dalnum á
miðvikudögum. Guðmundur varð að
fylgjast með gjörðum bændanna,
hvernig slættinum eða öðrum verk-
um miðaði og hvað væri á döfinni.
Oft komu þau við í Nesi, jafnan um
klukkan þrjú. Þær stundir sem við
áttum saman við eldhúsborðið eru
okkur ógleymanlegar. Spjallað var
um heima og geima, sagðar sögur af
fólki og atburðum, sumar prenthæf-
ar, aðrar ekki. Best þótti, ef til voru
heimabakaðar flatkökur, kleinur
eða pönnukökur.
Jafnan höfðu þau fylgdarsvein. í
Fílabeinshöllinni, endurminninga-
bók Guðmundar, er sagt frá því
hvernig hundurinn Vígi þjónaði
heimilinu. Annar Vígi fylgdi Unni
að Mýrum, en varð skammlífur.
Eftir hans dag komu nokkrir snill-
ingar, hver fram af öðrum. Þeir
voru Unni mikils virði sem félagar
og tryggir vinir. Hún tamdi þá og
þjálfaði til þess að sýna ýmsar listir.
Þeir urðu líka að sýna fyllstu kurt-
eisi og þakka fyrir sig. Blundur,
sem var íslenskrar ættar, fékk samt
ekki að fara inn á bæjum, en var lát-
inn gæta bílsins meðan hjónin stóðu
við. Hann varð langlífur og nánast
ellidauður. Eftir hann kom Hákon,
heitinn í höfuðið á þekktum bónda
fyrir austan, útlendrar ættar, smár
vexti, en áræðinn í hundabardaga,
varð þar sár og lét lífið. Hákon ann-
ar, sömu ættar, fylgdi húsmóður
sinni síðustu árin. Hákonum þótti
vera fyrir neðan virðingu sína að
gæta bílsins á öðrum bæjum. Komu
þeir jafnan inn og sátu í fangi Unn-
ar meðan hún stóð við.
Guðmundur Hagalín lést í febr-
úar 1985. Eftir það var Unnur
heima á Mýrum um tíu ára skeið, en
fluttist síðan að Eyrarbakka í skjól
sonar og tengdadóttur. í einveru
hennar síðustu árin á Mýrum voru
Hákonar nauðsynlegir félagar, sem
veittu lífsfyllingu.
Unnur og Guðmundur áttu all-
mikið safn bóka. Á síðustu æviárum
Guðmundar var stofnun Snorra-
stofu í Reykholti í undirbúningi.
Þau hjónin ákváðu að gefa Snorra-
stofu þókasafnið, ásamt handritum,
ritvélum og heiðursskjölum Guð-
mundar eftir þeirra dag. Þessi höfð-
inglega gjöf sýnir glöggt hve mikla
tryggð þau bundu við sveitina. Þau
fluttu hingað á efri árum og luku
hér ævistarfi sínu. Deildu kjörum
með íbúunum og lögðu fram bækur
sínar til styrktar menningarlífi í
sveitinni og framtíðarstarfsemi í
Reykholti. Reykdælir eiga þeim
þakkarskuld að gjalda.
Við þökkum stundirnar, sem við
áttum með Unni Hagalín og biðjum
aðstandendum hennar allrar bless-
unar.
Sigrún og Bjarni í Nesi.
Sumt fólk er þeim eðlisþáttum
gætt, að bæði börn og svo kallaðir
málleysingjar laðast að þeim um-
fram aðra. Hún Unnur hans afa,
eins og við kölluðum Unni jafnan,
var gædd þessum hæfileika í ríkum
mæli. Þau afi áttu alltaf hund og
framan af var jafnan kisa á heimil-
inu líka, að maður tali nú ekki um í
þá tíð, er hænsnin vöppuðu hjá
þeim, öll með viðeigandi nöfnum og
svarandi með gaggi og látum, þegar
Unnur eða afi ávörpuðu þau. Hund-
arnir þeirra voru einstakir. Bezt
munum við Blund, síðastur var Há-
kon, sem varð eftir til að gæta Unn-
ar sinnar, þegar afi þurfti að fara á
sjúkrahúsið á Akranesi. Unnur
þurfti bara að lyfta fingri eða renna
til auga, þá virtust þeir vinimir
skilja, hvað við var átt og vildu gera
henni allt til geðs. Það var nú ekki
lítil sæla hjá bömunum okkar, þeg-
ar þau Unnur og Blundur tóku sig
til og sýndu dans. Unnur skar þá
væna sneið af lifrarpylsu, stillti sér
upp, með handlegginn framréttan í
axlarhæð og hélt á sneiðinni og
sagði: Blundur, dansa! Og viti
menn, Blundur vippaði ser upp á
afturlappirnar, hélt framlöppunum
„kókett“ fyrir framan sig og dansaði
í hring, staðnæmdist svo fyrir fram-
an Unni, svona rétt eins og til að
hneigja sig fyrir henni og hlaut þá
lifrarpylsuna að launum! Jú, vissu-
lega er margs að minnast. Unnur og
afi á Mýmm og í heimsókn á ísa-
firði. Umhyggjan sem hún bar sí-
fellt fyrir honum og hvernig hann
mátti helzt ekki af henni sjá. Unnur
og afi kát og hress að spila rommí
eða þá í kompaníi við aðra í vist eða
Hornafjarðarmanna. Hvernig bíl-
ferðirnar á milli Borgarfjarðar og
Isafjarðar voru undirbúnar, afi til-
búinn og búinn að reima á sig skóna
fyrir allar aldir, að reka á eftir okk-
ur hinum og Unnur á spretti að
ganga frá farangrinum þeirra og
svo þurftu allir að borða „fyrir sig
fram“ til þess að ekki þyrfti að eyða
miklum tíma í að borða nesti á leið-
inni. Eða í einni ísafjarðarferðinni,
eftir að fyrsta bókin hennar Guð-
rúnar Helga um þá bræður, Jón
Odd og Jón Bjarna, kom út og þau
Sifurgötubörn lánuðu langafa sínum
bókina til aflestrar, er hann lagði
sig eftir matinn. Við Unnur vorum í
eldhúsinu og heyrðum allt í einu
torkennileg hljóð og fórum að gæta
hvað ylli. Við skelltum báðar upp úr
þegar skýringin fannst, þetta voru
hláturrokur frá afa, sem hann rak
upp hvað eftir annað við lestur bók-
arinnar. Sennilega ekki sofið mikið^.
það skiptið!
Unnur hafði ríka kímnigáfu og
sagði lifandi og skemmtilega frá.
Hún hafði mikið gaman af uppá-
tækjum og ýmsum prakkarastrik-
um bamanna og líkaði þeim vel í ná-
vist hennar, átti það bæði við um
bömin í fjölskyldunni og börnin í
nágrenninu við þau afa á Mýrum,
en þar í sveitinni átti hún marga og
góða vini, sem reyndust þeim afa og
síðar henni einstaklega vel. Síðast
talaði ég við Unni á afmælinu henn-
ar 16. september sl. Fjölskyldan
hafði þá ákveðið að hittast 10. okhtr-
ber til að minnast þess, að þá verða
liðin 100 ár frá fæðingu afa Haga-
líns. „Við sjáumst þann 10.,“ vom
síðustu orðin okkar á milli. Það
verður nú með öðrum hætti.
Að leiðarlokum þakka Hrafns-
böm og fjölskyldur þeirra „Unni
hans afa“ ljúfa samfylgd. Blessuð sé
minning hennar.
Auður H. Hagalín.
Unnur Hagalín var eftirminnileg
kona.
Við munum hana tággranna og
toginleita, með blik í auga, hressa
og gamansama.
Unnur og Guðmundur Hagaliji
vora afai’ samrýnd, en hún sá þó
jafnan skoplegu hliðarnar á manni
sínum, og latti hann ekki heldur
hvatti þegar hann komst á flug í
sögustundunum. Greip þá gjaman
inn í ef henni fannst vanta eitthvað
upp á söguna. Unnur og Hagalín
spiluðu áratugum saman rommí af
slíku offorsi að leikritið í Iðnó blikn-
ar í samanburði, og héldu skor yfir
öll spilin þannig að þegar Hagalín
lést var samtalan komin í stjarn-
fræðilegar hæðir. Hagalín var hiniA
vegar tapsár og þó Unnur virtist
hafa lúmskt gaman af, höfum við
hana grunaða um að hafa leyft hon-
um að vinna á stundum, til að jafna
mætti metin og spennan héldist í
þessu merkilega tómstundagamni
þeirra hjóna.
Unnur Hagalín var vinur vina
sinna. Bömin okkar, Sigríður og
Kolbeinn, löðuðust að henni, kon-
unni sem kunni að láta hunda sína
leika alls kyns listir. Fjölskyldan
var henni kær. Meðan tengdamóðir
mín, Sigríður, lá banaleguna og
dætur hennar, Kristín og Hrafn-
hildur, vöktu yfir henni, voru þau
ófá símtölin sem ég fékk frá Unni á
kvöldin, þar sem hún leitaði frétts^.
og stytti mér stundir með spjalli um
daginn og veginn. Sú umhyggja
verður seint þökkuð.
Atvikin haga því þannig að ég og
Sigríður, dóttir okkar Kristínar,
verðum bæði erlendis þegar Unnui’
verður lögð til hinstu hvílu, og því
era þessar línur skrifaðar til að
þakka Unni vináttuna um leið og við
fjölskyldan vottum Þór og hans
nánustu samúð okkar.
Björn Vignir.
Skilafrestur
minning- +>
argreina
EIGI minningargi’ein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fóstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir 1
birtingardag. Berist grein eftir' r
að skilafrestur er útranninn
eða eftir að útfór hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna sldlafrests. J.