Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 49
MARGMIÐLUN
aður, tengisnúra og hugbúnaður.
Þegar búið er að tengja tölvuna
kemur hún fram eins og hver annar
harður diskur á skjáborðinu og
hægt að lesa þangað skjöl eða lesa
af henni skjöl, aukinheldur sem
hægt er að láta dagbókarforrit á
Psion-tölvunni sækja upplýsingar
úr dagbókarfoiTÍti á PC-tölvunni.
PsiWin samskiptafon-itið sér um að
breyta gagnasniði eftir því sem
skjöl eru dregin á Psion-tölvuna
eða af, en það skilur gagnasnið
helstu forrita eins og Word, Lotus
og WordPerfect. Vert er að geta
þess að Psion-tölvuna má eins
tengja við Makka og flytja gögn á
milli ef vill.
I stuttri ferð til Parísar íyrir
skemmstu var Psion 5 frá Japís
með í för og reyndist bráðvel. Ein-
falt var að halda utan um nöfn
þeirra sem átti að hitta í ferðinni og
allar athugasemdir og skýringar.
Vélin fer bráðvel í vasa þó enn
betra sé að geyma hana í hliðar-
tösku eða bakpoka, og þægilegt að
grípa til hennar meðan beðið var
eftir lest eða flugvél. í því sam-
bandi skipti ekki minnstu máli að
hún notar tvær AA-rafhlöður, en
ekki níðþungar sérstakar rafhlöð-
ur. Hver rafhlöðuskammtur dugir
síðan í um 35 tíma vinnu sem verð-
ur að teljast allgott.
Eins og gefur að skila er ekki
hlaupið að því að skrifa langan
texta á Psion-tölvuna, enda er
lyklaborðið ekki ætlað fyrir slíkt.
Það gekk þó bærilega að skrifa
þorra þessarar greinar á tölvuna þó
hún hafí verið fínpússuð á PC-tölvu.
Islenskt letur er ekki upp sett í
tölvunni frá hendi framleiðanda, en
einfalt að bæta því við því Japís-
menn hafa iátið semja lítið forrit
sem setur upp íslenskt letur á
henni.
Eins og getið er, er mikið til af
hugbúnaði fyrir Psion 5, enda er
sáraeinfalt að semja hugbúnað fyrir
hana; það fylgir meira að segja þró-
unarumhverfi fyrir OPL-forritun-
ai-málið og leiðbeiningar á geisla-
disk í pakkanum.
Af ofangreindu má ráða að Psion
5 vasatölvan er öflug og handhæg
tölva sem hentar vel fyrir þá sem
eru mikið á ferðinni. Þægilegt er að
halda utan um tengla á henni og
dagbókarforritið kemur í góðar
þarfir, aukinheldur sem það er mik-
ill kostur að geta lesið tölvupóst
nánast hvaðan sem er í heiminum ef
hægt er að komast í síma á annað
borð. Verðið ætti ekki að standa í
þeim sem á annað
borð þurfa á
slíku apparati
að halda.
• Intel hefur í nógu að snúast;
í vikunni kynnti fyrirtækið nýj-
an 450 MHz Pentium II ör-
gjörva sem kallast Xeon og nýj-
ustu fréttir herma að fyrirtæk-
ið stefni að því að miða Penti-
um II í átt að 500 MHz. Xeon-
örgjörvinn er ætlaður fyrir net-
þjóna, enda er hann með mjög
aukið biðminni og verðlagður
eftir því. Væntanlegur er 64-
bita örgjörvi frá Intel, Merced,
en þróun við 32 bita örgjörva
heldur áfram af fullum krafti
og Intel segir að 1.000 MHz 32
bita örgjörvi, Foster, komi á
markað árið 2000. Merced-ör-
gjörvinn er væntanlegur á
markað um mitt næsta ár, en
þó hann sé ekki kominn í fram-
leiðslu er vinna í fullum gangi
við að þróa arftaka Merced,
McKinley, sem kemur á mark-
að árið 2001 ef að líkum lætur
og þá á hraðanum 1.000 MHz,
eða 1 GHz.
• Verðstríðið í Pésaheiminum
heldur áfram og nýjasta útspil-
ið í því kemur í næstu viku þeg-
ar nýtt fyrirtæki, Emachines,
kynnh' 266 MHz PC-samhæfða
tölvu sem ekki mun kosta nema
um 30.000 kr. Tölvan verður
með 266 MHz M2 örgjörva frá
Cyrix.
• Sega-menn vinna hörðum
höndum að Dreamcast tölvu
sinni sem kemur á markað
austur í Japan í næsta mánuði
og á Vesturlöndum á næsta ári.
Nýjustu fregnir af vélbúnaði
herma að í vélinni verði DVD-
drif, en einnig er Sega á kafi i
samningum við helstu leikja-
framleiðendur. Á fimmtudag
sendi fyrirtækið frá sér tilkynn-
ingu um að samningar hefðu
tekist við leikjaframleiðandann
Turbine Entertainment um að
hann hannaði fjölnotnendaleik
fyrir Dreamcast-notendur.
Leikurinn er geimferða- og
könnunarleikur sem ætlaður er
fyrir þúsundir notenda samtím-
is. Sega-menn leggja áherslu á
hversu einfalt verði fyrir al-
menna notendur að tengjast
Netinu með aðstoð Dreamcast-
tölvunnar, aukinheldur sem
Ieikendur geti haft samband
hver við annan með sérstöku
lyklaborði sem fáanlegt verður.
Samningurinn við Turbine und-
irstrikar náið samstarf
Microsoft og Sega, enda er
helsta verkefni Turbine að
setja saman fjölnotendaleik fyr-
ir Microsoft sem kallast
Asherron’s Call.
borðum
áttu að verja
eitthvað mikilvægt, í
sumum sækja eitthvað, surnuni
eyðileggja eitthvað, færa eða
hreinsa eitthvað og í sumum áttu
einfaldlega að eyðileggja risa-
stóra ofuróvini sem bíða þín við
enda borðsins.
Níu ræningjar, hver með eig-
in hæfileika og möguleika og
sex vopn standa þér til boða í
leiknum og það er þó fyrir utan
þær sex tegundir af eldflaugum
og þrjár tegundir af afar kraft-
miklum jarð- (eða loft-)sprengj-
um sem svífa á staðnum þar til
einhver lendir á þeim eða
þangað til tími þeirra er
liðinn.
Mikið er af ljöl-
breytilegum óvinum í
leiknum eða um fimm
turnar sem eni alltaf kyrrir og
skjóta ýmist eldflaugum eða
geislum á þig, fjórir jarðbundnir
óvinir eða óvinir sem treysta á
belti eða lappir til að komast á
milli staða og svo eru það sjö
fljúgandi óvinir og sér spilari lík-
lega mest af þeim í leiknum.
Ef eigendur eiga meira en eina
fjarstýringu geta þeir skipt
skjánum í tvo eða fleiri liluta og
spilað við vini sína.
Forsaken er leikur sem fléttar
saman flotta grafík og skemmti-
legan leik á afar fagmannlegan
máta og flestir ættu að hafa afar
gaman af honum.
AÐSENDAR GREINAR
R-listinn og heilsu-
gæsla í Grafarvogi
HINN 8. september
sl. voru heilbrigðisráð-
herra afhent mótmæli
yfir 1.000 Grafarvogs-
búa gegn áformum um
að leggja niður heilsu-
gæslustöðina við
Hverafold, þegar ný
heilsugæslustöð rís í
Spönginni, norðar í
Grafarvogshverfi.
Yildu þeir að fleiri en
ein heilsugæslustöð
þjónaði íbúum Grafar-
vogs í framtíðinni.
Áðurnefnd áform
nutu stuðnings meiri- Ólafur F.
hluta stjórnar Heilsu- Magnússon
gæslunnar í Reykja-
vík, nánar tiltekið þriggja stjórnar-
manna, sem allir eru nátengdir R-
listanum. Tveir stjórnarmenn voru
andvígir þessum áformum, en það
voru undirritaður, sem er fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í stjórninni, og
fulltrái starfsfólks. í stjórn Heilsu-
gæslunnar sitja fimm fulltrúar, þar
af þrír fulltrúar Reykvíkinga, einn
fulltrúi starfsfólks og einn fulltrúi
ráðherra, sem jafnframt er stjórn-
arformaður.
Tillaga sjálfstæðismanna
Á borgarstjórnarfundi hinn 17.
september sl. fluttu borgarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins tillögu þar
sem þessum áformum er mótmælt
og lögð áhersla á að fleiri en ein
heilsugæslustöð þjóni íbúum Graf-
arvogs í framtíðinni. I greinargerð
með tillögu sjálfstæðismanna er
bent á, að þröngt er um starfsem-
ina í Hverafold og brýnt að stækka
húsnæði og fjölga starfsfólki
heilsugæslu í Grafarvogi, en aðeins
fjórir heimilislæknar eru starfandi
í þessu mannmarga hverfi. Síðan
segir í greinargerðinni: „Ekki hafa
komið fram rök fyrir því að leggja
niður heilsugæsluþjónustu í Folda-
hverfi, þó að ný heilsugæslustöð
rísi annars staðar í
hverfinu. Þessar fyrir-
ætlanir ganga þvert á
vilja íbúanna eins og
mótmæli yfir 1.000
Grafarvogsbúa bera
vitni um. Benda má á,
að samkvæmt skipu-
lagi er frátekin lóð fyr-
ir heilsugæslustöð fyr-
ir sunnan þjónustu-
miðstöðina við
Hverafold.“
Vilji Grafarvogsbúa
er skýr
I dag búa íbúar í
Foldahverfi við góða
og nærtæka þjónustu
varðandi skólagöngu barna sinna
og heilbrigðisþjónustu. Þeir vilja
að svo verði áfram og borgarfull-
Aform R-listans um
_______aðeins eina_________
heilsugæslustöð í
Grafarvogi, segir
_
Olafur F. Magnússon,
samrýmast hvorki
vilja né hagsmunum
íbúanna þar,
trúar Sjálfstæðisflokksins styðja
sjónarmið íbúanna, með því að
leggja fram áðurnefnda tOlögu í
borgarstjóm Reykjavíkur. Sjálf-
stæðismenn vilja tryggja íbúum í
suðurhluta Grafai-vogs áframhald-
andi heilsugæsluþjónustu á því
svæði. Sjálfsagt er að koma á fót
samsvarandi þjónustu í Spönginni
fyrir norðurhluta hverfisins. Tvær
heilsugæslustöðvar í Grafarvogi
tryggja nálægari þjónustu og auka
valfrelsi íbúanna.
Þegar meirihluti stjórnar
Heilsugæslunnar tók sínar ákvarð-
anir um framtíð heilsugæslunnar í
Grafarvogi sl. vor voru íbúarnir
ekki spurðir. Þeir hafa nú sent
heilbrigðisráðherra og borgar-
stjóm Reykjavíkur skýr skilaboð.
Viðbrögð
R-listans
Viðbrögð fulltrúa R-listans við
tillögu sjálfstæðismanna voru þau
að taka ekki efnislega afstöðu til
hennar, heldur vísa henni til um-
sagnar stjórnar Heilsugæslunnar.
Hér er í raun verið að vísa tillögu
sjálfstæðismanna frá, því vilji
meirihluta stjórnar Heilsugæsl-
unnar er skýr, þ.e. að aðeins ein
heilsugæslustöð skuli þjóna öllu
Grafarvogshverfi.
I umræðum um tillöguna reyndu
fulltrúar R-listans að leiða athygl-
ina frá kjarna málsins, með því að
ræða um forgangsröðun í upp-
byggingu heilsugæslunnar í
Reykjavík almennt. TOlaga sjálf-
stæðismanna snýst hins vegar um
það, hvort íbúar í suðurhluta Graf-
arvogs búi áfram við heilsugæslu-
þjónustu á því svæði eða ekki.
Enginn ágreiningur er um nauðsyn
þess, að hraða uppbyggingu heilsu-
gæsluþjónustu annars staðar í
Grafarvogi.
Tryggjum Grafarvogsbúum
tvær heilsugæslustöðvar
Fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar í vor lögðu borgarfulltrúar
R-listans áherslu á hverfalýðræði
og áhrif fólksins á ákvarðanatöku í'
hagsmunamálum þess. Áfoi-m R-
listans um aðeins eina heilsugæslu-
stöð í Grafarvogi samrýmast
hvorki vilja né hagsmunum íbú-
anna þar. Þess vegna verður að
hnekkja þessum áformum.
Höfundur er læknir og borgarfull-
trúi í Reykjavík.
Mannréttindi og
geðheilbrigði
í FYRRA var al-
þjóðlegi geðheilbrigðis-
dagurinn helgaður
málefnum bama og
unglinga. I kjölfar
dagsins hefur heilmikil
umræða og vinna farið
af stað á geðheilbrigð-
isstofnunum.
Endanlegar
tillögur
Drög að tillögum um
úrbætur í málefnum
barna og unglinga sem
kynntar voru í fyrra af
starfshópi skipuðum af
heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra eru
nú orðnar endanlegar.
hafa tillögurnar farið í
margar hendur til að fá sem flest
sjónarmið fram í þessum marg-
flókna málaflokki. Samstaða hefur
náðst um hvað ber að leggja
áherslu á þannig að ætla mætti að
næsta skref væri að bretta upp
ermarnar - en svo einfalt er þetta
ekki.
Þjónustuaukning
Tillögurnar fela í sér að auka
þjónustu til barna og unglinga með
geðræn vandamál. Þar má nefna
bráðamóttökudeild og langtíma
meðferðardeild fyrir unglinga. Það
er ljóst að það þarf aukið fjármagn
til geðheilbrigðismála svo að hægt
verði að framkvæma tillögurnar.
Eydís
S veinbj arnar dóttir
Á sl. ári
gegnum
Framkvænidaáætlun
Nágrannalöndum
okkar hefur reynst vel
að gera framkvæmda-
áætlanir til nokkurra
ára þegar auka og
bæta þarf þjónustu.
Vonandi verður næsta
skref að gera raun-
hæfa framkvæmdaá-
ætlun til a.m.k. næstu
fimm ára sem nauð-
synlegt er að fá
þverpólitíska sam-
stöðu um.
Samfélagsvandi
Vandi barna og
unglinga með geðræn vandamál á
ekki að verða pólitískt mál. Skort-
ur á þjónustu við þennan hóp er
samfélagslegt vandamál. Hvernig
lýsir það sér? Mörg börn og ung-
lingar eru frá skóla langtímum
saman vegna geðrænna vandamála
og skóla- og heilbrigðiskerfi getur
ekki sinnt þeim eins og m.a. langir
biðlistar bera vitni um. Sú stað-
reynd eykur enn á það gífurlega
álag sem fjölskyldur þeirra eru að
fást við.
Réttindi barna og
geðheilbrigði
I ár er alþjóðlegi geðheilbrigðis-
dagurinn, 10. október, helgaður
umræðunni um mannréttindi og
geðheilbrigði. Sú umræða tengist
einnig börnum og unglingum með
geðræn vandamál eins og kemur
fram hér að framan. Mannréttindi
og geðheilbrigði tengist börnum og
unglingum á margan hátt, sjálf-
ræði, forræði, staða fjölskyldunnar
og réttur í meðferð er meðal við-
fangsefna sem huga þarf að. Ráð-
stefnan „Beiting þvingunar í með-
ferð og siðferði í starfi" sem haldin
var í Hveragerði í september sl. af
samtökum meðferðarstofnana fyrir
börn og unglinga kom inn á ýmsar
Geðheilbrigðisdagurinn
er, segir Eydís Svein-
bjarnardóttir, helgaður
umræðunni um mann-
réttindi og geðheil-
brigði.
áleitnar spurningar sem svara
verður á geðheilbrigðisári helguðu
mannréttindum. Hvað má og hvað
má ekki í meðferðarstarfi með
börn og unglinga? Hvaða reglur
eru til? Hver er réttur barna og
unglinga sem leggjast inn á geð-
heilbrigðisstofnanir á íslandi?
Málþing um „mannréttindi og
geðheilbrigði"
Haldið verður málþing um
mannréttindi og geðheilbrigði í
Odda, stofu 101, í Háskóla IslandsT
tilefni Alþjóðlegs geðheilbrigðis-
dags. Málþingið hefst kl. 15. Fram-
mælendur koma úr ýmsum áttum
og opna umræðuna um þema dags-
ins - orð era til alls fyrst.
Höfundur er hjúkrunarfram-
kvæmdasljóri BUGL.