Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Jóhann Konráðsson Hann var tilfinningaríkur, gat blossað upp af litlu tilefni, ekki síst ef honum þótti hallað á sig eða sína. Þá ólgaði hann eins og norðlensk stórhríð, en hún gekk fljótt yfir. Fyrr en varði var komin sunnanblíða.Það gat líka verið stutt í tárin á viðkvæmum stundum. Það var þessi ólgandi lund, ásamt silfurtærri röddinni, sem gerði hann að listamanni.}} Eftir Gísla Sigurgeirsson Með söng í hjarta auksöngsávörum er söngvarinn besti. Fáumergefið slflct veganesti. Hann mýkir sorgir, hann miðlar gleði, mildi og hlýju. Gerir vetur að vori nýju. (Bragi Sigurjónsson yrkir til Jóhanns Kon- ráðssonar þegar hann varð sextugur.) að gerðist fyrir langt um löngu á Suður- Brekkunni á Akureyri. Ungur drengur var að vaga þar um móana í aðgerðar- leysi þegar degi var tekið að halla. Hann var langur eftir aldri og ógnarmjór, klæddur í hnébuxur, kot og moldarbrúna háleista, að þess tíma sið. Litur sokkanna var víst valinn af tillitssemi vð mæður þess tíma. Moldarbrúnt þótti henta vel fyrir jarðvöðla, þótt grasgi-ænt hefði í ófáum tilfellum komið sér betur. En moldarbrúnt og grasgrænt fer vel saman. Stráksi vissi ekki hvernig hann átti að eyða stund fram að kvöldmat. Sár hljóð frá „Litla- Kleppi" komii honum til að staldra við. Ein- hver sjúklingurinn í „kasti“. Innan skamms hljómaði undirfögur söngrödd í bland við for- mælingar sjúklingsins. Hann kannaðist vel við röddina, hún togaði hann nær og nær. Loks settist strákur undir glugganum hans Gauja. - Ertu kominn vinur, sagði Gaui, sem var vinur barnanna og lék á als oddi þegar heilsan leyfði. - Attu ekki eina brúna? bætti hann við, hallaði örlítið undir flatt og brosti undurblítt. Strákur seildist ofan í vasa sinn og kom það- an með karamellu, sem hann rétti Gauja. Önn- ur rataði beint í munninn á stráksa, fyrir slysni! Þær voru frá Flóru þessar karamellur, undurgóðar, en höfðu ofhitnað við framleiðsl- una og fengust því fyrir lítið. Faðir stráksa hafði fengið einn kassa og taldi sig hafa falið hann rækilega niðri í kjallara. En ekki betur en svo, að stráksi var að verða búinn úr kass- anum. - Áttu ekki aðra? sagði Gaui, og horfði von- araugum til stráksa, og hann fékk ósk sína uppfyllta. Smátt og smátt komst ró á sjúkling- inn, hann róaðist við sönginn. En söngvarinn hélt áfram að syngja, hvert lagið á eftir þðru á meðan hann gaf sjúklingunum matinn. í gam- anbrag frá árshátíð Karlakórs Akureyrar frá þessum tíma er eftirfarandi erindi: Aður Jóhann sótti sjó sagður var hann aflakló alltaf fim af ýsum dró og öðrum fiski talsvert þó. Syngur nú í svefnsins ró sjúklingana á Kleppi út svo enginn sleppi. Strákurinn var svo lánsamur að eiga syni söngvarans fyrir leikfélaga. Það var margt brallað í þá daga og æskuvináttan lifir. En stráksi hafði aldrei árætt að eiga orðastað við söngvarann. ann var ekki eins og aðrir fullorðnir menn. Fas hans og framganga var óvenjuleg. Hann var alltaf snyrtileg- ur, hvort heldur hann var að koma úr fiski, úr fjárhúsunum eða á leið til tónleika. Þá sást ekki kusk á karli og skórnir svo stífburstaðir, að það mátti nota þá fyrir spegil. Hann var ekki hár vexti, en bætti það upp með snöfur- legri framgöngu. Hann talaði líka hátt í sam- ræðum við aðra. Það var enginn heimóttar- bragur á þessum manni. Þess vegna hélt stráksi að söngvarinn væri merkilegur með sig og jafnvel stærilátur, færi því tæpast að eyða orðum í krakkakjána. Síðar á lífsleiðinni komst drengurinn að raun um það, að í þess- um manni bjó einn sá tilfinningaríkasti og hlýjasti persónuleiki sem hann hefur kynnst. Þeir innsigluðu vináttuna með því að horfast í augu, um leið og söngvarinn strauk stráknum létt um vanga. Það var ekki sagt aukatekið orð. Þess þurfti ekki. Það gleymir enginn brúnum, hlýjum augum söngvarans, Jóa Konn. Þessar æskuminningar fóru um huga minn þegar ég frétti af stórtónleikum sem verða á Akureyri um helgina. Þar verður sungið og spilað í minningu Jóhanns Konráðssonar. Sonur hans, Kristján Jóhannsson óperu- söngvari, sér um sönginn ásamt bróðurdóttur sinni, Jónu Fanneyju Svavarsdóttur, og óp- erusöngkonunni Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Ein blómlegasta rós Norðlendinga á tónlist- arsviðinu, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, leikur með og fer eflaust á kostum. Stórkost- legt að heyra, hvað Guðmundi Óla Gunnars- syni hefur tekist að koma hljómsveitinni til mikils þroska á undanförnum árum. Ég mun því ganga með mikilli tilhlökkun og eftirvæntingu til þessara tónleika, en mig lang- ar að minnast Jóhanns ögn nánar. Það er laukrétt, Jóhann Konráðsson var ekki eins og aðrir menn. Hann skar sig úr fjöklan- um. Hann minnti meira á listamann frá Ítalíu eða öðrum suðrænum löndum en dæmigerðan íslenskan karlmann um miðja öldina. Hann var tilfínningaríkur, gat blossað upp af litlu tilefni, ekki síst ef honum þótti hallað á sig eða sína. Þá ólgaði hann eins og norðlensk stórhríð, en hún gekk fljótt yfír. Fyrr en varði var komin sunnanblíða. Það gat líka verið stutt í tárin á viðkvæmum stundum. Það var þessi ólgandi lund, ásamt silfurtærri röddinni, sem gerði hann að listamanni. Það streymdu frá honum tilfinningamar og hlýjan þegar hann söng. Hann flutti boðskap Ijóðsins, söng frá hjarta til hjarta. Þessa eiginleika hefur Kristján erft frá fóður sínum þótt þeir feðgar eigi fátt annað sameiginlegt í söng. óhann fæddist 16. nóvember 1917. Hann var elstur sex systkina, sonur Svövu Jó- steinsdóttur Jónassonar frá Hróarsdal í Hegranesi. Jónas í Hróarsdal var hómopati sins tíma, tók á móti ótöldum börnum í sinni sveit og gekkst við þrjátiu og einu bai-ni sjálf- ur. Móðir Svövu var Ingibjörg Sigurgeirsdótt- ir, sem ættuð var af Barðaströnd. Faðir Jó- hanns var Konráð Jóhannsson gullsmiður. Hann var sonur Elínar Gottskálksdóttur og Jó- hanns Rristjánssonar frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Jóhann var sísyngjandi sem barn og þegar hann var í sveit í Fagranesi í Öxnadal, níu ára gamall, hélt hann fyrsta konsertinn. Hann var smali, fékk það hlutverk að sitja yfir ánum. Einhverju sinni skilaði strákur sér ekki á rétt- um tíma með ærnar til mjalta. Þegar að var gáð stóð hann á þúfukolli og söng hástöfum fyrir ærnar. Þær létu sér vel líka, lágu hinar rólegustu á jórtrinu. Hann sagðist hafa fundið fyrir „músík“ í ánum, því þær virtust kunna vel að meta söng. Síðar fann hann fyrir því sama hjá öðrum skepnum, ekki síst hjá hestunum. Hann átti alltaf góða hesta, losaði sig við trunt- urnar. En ef þeir voru eitthvað daprir þá þurfti Jói ekki annað en tralla taktfast lifandi lag, þá fóru þeir óðar á kostum. egar Jói var á sautjánda ári fór hann til Jóhanns Oddgeirssonar, útvegsbónda á Grenivík. Kona hans var Aðalheiður Kri- stjánsdóttir frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Hún var sem sé afasystir Jóhanns. Jóhann var ráðinn háseti á Hákon, bát sem Oddgeir gerði út. Þar kynntist Jóhann fyrst rödduðum söng. Þeir sungu sem sé raddað við beitinguna á Grenivík í þá daga. Hann sagðist hafa átt erfitt með að halda laginu til að byrja með, en það lærðist fljótt. Oddgeir og Aðalheiður á Grenivík áttu ellefu börn, þar af sjö dætur. Þeirra á meðal var Fanney, sem sá strax að strákurinn innan að var ekki eins og aðrir strákar. Hann var frjáls- legri, glaðlegri og gekk meira að segja með greiðu upp á vasann! Fanney hún heitir fjögurra ára snót sem fjörlega trítlar lífinu mót. Með ennið sitt bjarta og augnanna glóð. Indæla brosið og gullið lokkaflóð. Þannig orti Jónas Jóhannsson frá Jaðri um Fanneyju. Hún tók komumanni vel og fyrr en varði var ástin komin í spilið. En til að byrja með var hún í meinum, því Oddgeir var ekki al- veg sáttur við ráðahaginn, en það jafnaði sig með árunum. Þau trúlofuðu sig á afmælisdegi Jóa 16. nóvember 1938 og gengu í hjónaband árið eftir. Þá var fyrsta barnið fætt, Heiða Hrönn, og önnur dóttir, Anna María, fylgdi í kjölfarið. Síðan kom strákaskarinn: Konráð Oddgeir, Jóhann Már, Svavar Hákon, Kristján Ingvar og Björgvin Haukur er yngstur. Jói sótti sjóinn í nokkur ár, en eftir að í land var komið leið ekki á löngu þar til hann steig á svið til að syngja fyrir Akureyringa með Karla- kór Akureyrar. Hann fékk strax stórkostlegar viðtökur, eins og fram kemur í gi-ein Halldórs Friðjónssonar í Alþýðumanninum: „Sérstakt dálæti virtust áheyrendur hafa á einsöngvara kórsins, Jóhanni Konráðssyni, sem söng einsöng í tveimur lögum - Um sum- ardag og Ökuljóð - enda er rödd hans sérstak- lega fógur og mjúk.“ Eftir þetta varð ekki aftur snúið. Jói söng og söng, fyrst og fremst vegna þess að hann hafði gaman af því sjálfur frá barnsaldri. Foreldrar hans voru söngvin og móðir hans naut þess hvað strákurinn var söngelskur. Þegar hann veiktist mikið barnið, þannig að honum var vart hugað líf, lagðist Svava á bæn og bað al- mættið um bata. Hún sagði stráknum síðar, að hún hefði beðið þess sérstaklega, að hann fengi að halda þessari undurfallegu rödd. Jói sagðist alla tíð hafa búið að hreinni og innilegri guðs- trú móður sinnar. Hann sagðist trúa á Guð og almættið og hann trúði því að móðir hans hefði verið bænheyrð. Hann leit á röddina sem hljóðfæri, sem skaparinn hefði lánað sér. Hann taldi líka, að skaparinn hefði ætlast til þess af honum, að hann legði rækt við röddina og leyfði öðrum að njóta hennar með sér. Þess vegna þurfti hann alltaf að eiga andartak með Guði og sjálfum sér áður en hann byrjaði að syngja. Um leið strauk hann yfír hljóðfærið með lófanum, frá munni, yfir höku og niður háls. Jói eignaðist marga aðdáendur, en vissu- lega átti hann líka öfundarmenn, sem voru tilbúnir að bíta hann í bakið - og það hressilega. Slíkt þurfa vinsælir listamenn að þola, en Jóa gekk það misjafnlega. Það sem bjargaði honum var stuðningur og hvatning frá góðum vinum, sönnum vinum. Til dæmis sendi Gunnar Hafdal, bóndi og skáld, Jóa þús- und krónur til að hann kæmist á söngnámskeið hjá Ingibjörgu Steingrímsdóttur. í þá tíð mun- aði um þúsundkallinn. Fleiri námskeið sótti Jói og naut leiðsagnar hjá stjórnendum og radd- þjálfurum kóranna. Mest taldi hann sig hafa lært í söngsins ólgusjó, þar sem helstu lærifeð- urnir voru Áskell Jónsson, Jakob Tryggvason og Sigurður Demetz, svo einhverjir séu nefnd- ir. Það var ekki fyrr en Jói var orðinn fjörutíu og fímm ára, að hann komst utan. Það var styrkur frá Akureyrarbæ og KEA, auk lista- mannalauna frá Alþingi, sem gerði honum kleift að sigla til Kaupmannahafnar. Þar naut hann fyrirgreiðslu Magnúsar Jónssonar, söngvara, vinar og frænda. Þarna dvaldi Jói í góðu yfírlæti í nokkrar vikur og meðal leið- beinanda hans var Stefán Islandi. Þær stundir komu, að draumar um meiri frægð og frama, jafnvel í öðrum löndum, kitl- uðu Jóa. ítalski söngvarinn Primo Montanari vildi fá hann með sér til Italíu og kórar í Reykjavík komu með tilboð. En áfram hélt hann tryggð við sina heimabyggð og söng um allt land, ýmist einn eða með öðrum söngvur- um, með kórum og að ógleymdum Smárakvart- ettinum. Samhljómur þeirra fjórmenninga var dásamlegur. Þegar Jói hætti að syngja opinberiega 1977 var hann sáttur við hvernig lífíð lék við hann. Hafí Jói einhvern tíma átt draum um að sigra heiminn með söng sínum þá sá hann slíka drauma vera að rætast í Kristjáni syni sínum áður en hann kvaddi jarðlífið. Hann fór til Leeds á Englandi um jólin 1982 til að sjá og heyra Ki-istján í „Madama Butterfly“. Að sýn- ingu lokinni hallaði Jói sér aftur í sætinu og grét af hamingju á meðan fagnaðarlátunum rigndi yfir Kristján á sviðinu. Heilsan var tekin að gefa sig. Á leiðinni heim til Islands hallaði Jói höfðinu að öxl konu sinnar, konu sem hann taldi stóra vinninginn í lífí sínu, og sofnaði svefninum langa. Þreyttur - en sæll. Það hefur stundum gefíð á bátinn, sagði Jói við mig stuttu áður en hann fór, og hélt áfram: - Þá hef ég stundum þurft að vera frekur, því ég vil ekki láta klofast yfír mig þó ég sé ekki hár í loftinu. En ég er fullkomlega sáttur við lífið eins og það hefur verið. Ég hef átt góða konu og við höfum komið upp heilbrigðum börnum. Saman höfum við ræktað garðinn okkar. Uppskeran hefur fullnægt mér. Slík lífsfylling verður ekki keypt með söng úti í hin- um stóra heimi. Mitt líf hefur veitt mér mikla hamingju og söngurinn hér heima hefur gefíð mér mikið. Söngur kallar fram það besta sem býr í mann- inum. Ég tek heils hugar undir þessi orð Jóa. Hann sannaði þau með söng sínum; hann gaf gleði og linaði þrautir. Aðrir hafa tekið upp merki hans og gera það sama. Ég er sannfærð- ur um að þessi orð eiga eftir að sannast enn einu sinni á tónleikunum í íþróttahöllinni á Akureyri í dag. Blessuð sé minning Jóhanns Konráðssonar. Hann átti ekki falskan tón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.