Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 71 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Hafa íslenskir knatt- spyrnumenn ekkert vit á fótbolta? :: w i i Frá Sveini Guðjónssyni: í ÁRLEGU lokahófi knatt- spyrnumanna útnefndu leik- menn efstu deildar David Winnie, varnarmann úr KR, besta leikmann sumarsins. Við val sitt hafa leikmenn sjálfsagt stuðst við reynslu sína á knatt- spyrnuvellinum og komist að þeirri niðurstöðu að Winnie hafi verið sá leikmaður, sem erfiðast var að leika gegn á ný- liðinni leiktíð. En á áhorf- endapöllunum era alltaf til menn sem vita betur og telja sig þess umkomna að segja öðram til, leikmönnum, þjálfur- um og dómuram. I hópi þess- ara sjálfskipuðu sparkfræðinga era jafnvel menn, sem aldrei hafa reimað á sig fótboltaskó. Nú hafa tveir þjóðkunnh- íþróttafréttamenn fundið sig knúna til að setja ofan í við leikmenn efstu deildar og benda þeim góðfúslega á, að David Winnie hafi alls ekki ver- ið besti leikmaðurinn í sumar. Það voru allt aðrir leikmenn. Þetta vita þeir, íþróttafrétta- mennirnir, manna best enda hafa þeir fylgst grannt með gangi mála af hliðarlínunni og staðið í ströngu við að gefa ein- kunnir, bolta, stjörnur og M eftir hvern leik. Og útreiknuð meðaltalseinkunn gefur allt aðra útkomu en útnefning leik- mannanna. Með öðrum orðum, leikmennimir sjálfir höfðu rangt fyrir sér, líklega vegna þess að þeir hafa ekki nægilega mikið vit á fót- bolta, ekki frekar en dómarar og þjálfarar. Sjálfur hef ég ekki hundsvit á fótbolta þótt ég hafí gaman af að fylgjast með mínum mönnum á vellinum. Mér finnst til dæmis Gummi Ben. besti knattspyrnu- maður á íslandi og hef verið þeirr- ar skoðunar allar götur frá því ég sá hann fyrst í KR-peysunni fyrir fjóram áram. En ég geri mér fylli- lega gi-ein fyi-ir því að öðra fólki er sjálfsagt nákvæmlega sama um hvað mér finnst í þessum efnum. Á sama hátt varðar mig ekkert um hvaða tilfinningar Guðni Þ. Ölvers- son ber til leikmannsins Milan Stefáns Jankovic eða um álit Guð- mundar Hilmarssonai- á Hlyni Stefánssyni. Báðir era þessir leik- menn góðir í fótbolta og sjálfsagt miklir andlegir leiðtogar samherja LEIKMENN sjaltir voldu þaim besta úr sínum hópi og fyrir valinu varð David Winnie. sinna utan vallar sem innan. Og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hitt er annað mál, að í hófinu í Broadway var ekkert verið að spyrja um það eða um álit okkar, sem stöndum á áhorfendapöllun- um, á einstökum leikmönnum. Það vora leikmennirnir sjálfir, sem voru að velja þann besta úr sínum hópi og fyrir valinu varð David Winnie. Er ekki lágmarkskrafa að þeir fái að vera í friði með þá skoð- un sína fyrir okkur spekingunum? íþróttafréttamaður DV segir í gi-ein sinni að með þessari útnefn- ingu hafi leikmenn skotið í stöng- ina, það er að valið hafi ekki verið nægilega markvisst. Ef einhverjir hafa brennt af í þessu máli era það umræddir íþróttafréttamenn. Skrif þeirra eru ekki aðeins dónaskapur í garð David Winnie, heldur hrein og bein móðgun við íslenska knatt- spyrnumenn. SVEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 65, Reykjavík. Fleiri ferðamenn Frá Valgeiri Tómasi Sigurðssyni: HÉR á eftir koma ábendingar und- irritaðs um hvernig fjölga megi er- lendum ferðamönnum á lands- byggðinni. Flestir erlendir ferða- menn ferðast á ódýrastu fargjöld- um Flugleiða og eiga þar af leið- andi aðeins rétt á „stop over“ í þrjá sólarhringa í annarri leiðinni. Svo skammur tími gefur þeim ekki tækifæri til að fara langt út fyrir borgarmörkin. Ótakmarkaður eða lengri tími í „stop ovcr“ á báðum leiðum milli Bandaríkjanna og Evrópu, eins og var hér á árum áður, gæfi þessum ferðamönnum tilefni og tækifæri til að ferðast meira um landið og eyða fleiri gistinóttum á Islandi. Slíkt hefði óhjákvæmilega í fór með sér auknar tekjur til allra sem að inn- lendri ferðaþjónustu standa. Umrætt „stop over“ fyrirkomu- lag Flugleiða sér til þess að um- ræddir farþegar beina viðskiptum sínum, vegna tímaskoi’ts, að mestu leyti til fyrirtækja Flugleiða á höf- uðborgarsvæðinu. VALGEIR TÓMAS SIGURÐSSON, Lúxemborg. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit CM www.mbl.is/fasteignir Guðspjall dagsins; Hvers son er Kristur? (Matt. 22.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN:Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmunds- son. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Messa kl. 20 í tilefni af setningu kirkjuþings. Biskup ís- lands hr. Karl Sigurbjörnsson pré- dikar. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Lárus Halldórs- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjón- usta kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Kirkjukór Grensás- kirkju leiðir almennan safnaðar- söng. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Fundur með foreldrum ferm- ingarbarna að lokinni guðsþjón- ustu. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. Listin og trúin: Benedikt Gunnarsson, listmálari. Messa og barnasamkoma kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Jón D. Hróbjartsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Pavel Manasek. Bryndís Valbjörnsdóttir og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Sr. Pétur Þórarinsson í Laufási prédik- ar. Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu. Prestur sr. Jón Helgi Þórar- insson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Kyrrðarstund kl. 13 í Sjálfsbjargarsalnum í Hátúni 12. íbúar Hátúns 12 og 10 vel- komnir. Kvöldmessa kl. 20.30. Prestar sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Hljóðfæra- leikarar Tómas R. Einarsson, kontrabassi, Matthías Hemstock, trommur, Kjartan Már Kjartansson, fiðla, Sigurður Flosason, saxófónn og Gunnar Gunnarsson píanó. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Guðsþjón- usta ki. 14. Sr. Frank M. Halldórs- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Barnastarf á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Kirkju- dagurinn: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Kaffisala kvenfélagsins eftir messu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Vegna framkvæmda og endurnýjunar í kirkjunni verður guðsþjónustuhald safnaðarins næstu tvo mánuði í nýlegu og glæsilegu safnaðar- heimili safnaðarins rétt ofan við kirkjuna. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta kl. 14, einnig [ sal safnaðarheimilis- ins við Laufásveg 13. Kaffisopi í guðsþjónustulok. Organisti er Guðmundur Sigurðsson. Öllum er hjartanlega velkomið að taka þátt í samfélaginu. Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 13. Foreldrar boðnir velkomnir með börnum sínum. Hátíðarmessa kl. 15.30 í tilefni af opnun Árbæjar- kirkju eftir breytingar og endur- bætur. Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédikar og helgar nýtt altarislistaverk eftir listakon- una Rúrí. Prestar safnaðarins ann- ast altarisþjónustu. Kór Árbæjar- kirkju syngur. Organleikari Pavel Smid. Alda Ingibergsdóttir syngur einsöng. Ilka Petrova flytur tónlist ásamt Violetu Smid á undan guðs- þjónustunni. Prestar og sóknar- nefnd. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Útvarpsguðs- þjónusta á sama tíma. Stúlknakór Breiðholtskirkju syngur. Inga Backman syngur einsöng. Organisti Daníel Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11 messa og sunnudagaskóli á sama tíma. Organisti er Bjarni Þ. Jónatansson. Léttar veitingar eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma. Umsjón Ragnar Schram og Hanna Þórey Guð- mundsdóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdótt- ir. Hjörtur og Rúna aðstoða. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Signý og Guðlaugur aðstoða. Organisti Hrönn Helgadóttir. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Amarsyni. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Ein- söngur Garðar Þór Cortes. Einleik- ari á básúnu Einar Jónsson. Fund- ur með foreldrum fermingarbarna úr Rima- og Húsaskóla. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Magnús Guð- jónsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Allir hjartan- lega velkomnir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra en fundur verður með þeim í Borgum að lokinni guðs- þjónustu. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Barnakór Seljakirkju syngur. Allir krakkar og foreldrar velkomnir! Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjudagur kvenfélags Seljakirkju. Aðalheiður Jónsdóttir, fyrrv. ritari kvenfélagsins prédikar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir alt- ari. Seljur, kór kvenfélagsins, syngja. Organisti Gróa Hreinsdótt- ir. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðsþjónusta að Bílds- höfða 10, 2. hæð, kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Almenn samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram prédik- ar. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Þáttur um starf Vindáshlíðar. Sigurbjört Kristjáns- dóttir formaður og fleiri. Hugvekju flytur Sigurður Pétursson sjávarlíf- fræðingur. Barnagæsla og fræðsla á meðan á samkomu stendur. Létt máltíð að samkomu lokinni fyrir þá sem vilja. Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar- dag kl. 13 laugardagsskóli fyrir börn. Sunnudaga kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Majór Elsabet Daníelsdóttir stjórn- ar og talar. Mánudag kl. 15 heim- ilasamband fyrir konur. Guðrún „Rúna“ talar. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Morg- unsamkoma kl. 11. Fjölbreytt bamastarf og kennsla fyrir full- orðna. Eftir morgunstundina verða seldar léttar veitingar. Kvöldsam- koma kl. 20. Gloria og Michael Cotten verða með okkur. Það er fögnuður í húsi Drottins. Allir hjart- anlega velkomnir. KLETTURINN: Krakkaklúbbur kl. 11 fyrir krakka á öllum aldri. Sam- koma kl. 20, Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Allir velkomnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30 og 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. Rósakransbæn: Október er mán- uður rósarkransins. Rósakrans- bænin verður beðin á hverjum degi í kirkjunni kl. 17.30. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. (Rósakransbænin beðin 25 mínút- um fyrir messuna). Messa laugar- dag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. Mánudaga til föstudaga rósakransbæn kl. 17.40. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 14. Ath. breyttan tíma. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Ath. breyttan tíma! Kirkjudagur Kvenfélags Lágafells- sóknar. Sigrún Ásgeirsdóttir fv. safnaðarfulltrúi flytur hugvekju. Kirkjukaffi í skrúðhússalnum. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Bíll frá Mosfellsleið fer venju- legan hring. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskólar kl. 11 í Strand- bergi, Setbergs- og Hvaleyrarskól- um. Guðsþjónusta kl. 11. Ferming- arböm sýna helgileik. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Tónlistarguðsþjónusta kl. 17. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Árni Gunnarsson leikur á básúnu. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón Andri, Ás- geir Páll og Brynhildur. Guðsþjón- usta kl. 14. Síra Bragi Friðriksson messar. Kór Víðistaðasóknar syng- ur. Organisti Úirik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu kl. 11. Umsjón Sigríður Kristín,. Helgadóttir og Órn Arnarson. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Altarisganga. Kór Vídalínskirkju leiðir almennan safn- aðarsöng. Sunnudagaskóli í kirkj- unni á sama tíma í kirkjunni. Yngri og eldri deild. Organisti Jóhann Baldvinsson. Hans Markús Haf- steinsson, sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- starfið hefst sunnudaginn 11. október kl. 11. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli 11. október kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guðmunds- sonar organista. Að athöfn lokinni verður fermingarstarfið kynnt ásamt vetrarstarfinu og boðið uppá kaffisopa. Sunnudagaskóli kl. 11 í Ytri-Njarðvíkurkirkju og verða börn sótt að safnaðarheimil- inu kl. 10.45. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Munið skóla- bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Prest- ur Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Einsöngv- ari Dagný Jónsdóttir. Orgelleikari Einar örn Einarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Hádegisbænir kl. 12.10 þriðjudag-föstudags. Sóknarprest- ur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA í Selvogi: Messa sunnudag 11. október kl. 14. Ræðuefni: Veiðimennska frá kristnu sjónarhorni. Organisti Ro- bert Darling. Félagar úr Söngfélagi Þorlákshafnar leiða söng. Sr. Bald- ur Kristjánsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Tónlistar-vesper kl. 17. Jón Ragnarsson. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónustej^ kl. 14. Altarisganga. Sóknarprest- ur. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA í Fljótsdal: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Baldur Gautur kveður söfnuð sinn í Valþjófsstaðarsókn. Organisti Kri- stján Gissurarson. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Baldur Gautur Bald- ursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.