Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 46
.46 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Virðing við neytendur Er hægt að tryggja að fjölmiðlar Mur- dochs fái frið til að flytja vandaðar frétt- ir afþví sem hugsanlega kann miður að fara hjá Man. Utd eða skipta hluta- bréfþessa sama Murdochs meira máli? Eftir Skapta Hallgrímsson Heiðarleiki er mikil- vægasti þátturinn í starfi blaða- og fréttamanna. Les- endur og hlustend- ur verða að geta treyst því að ekkert sem borið er á borð fyrir þá í fjölmiðlum sé vísvitandi ekki sannleikanum samkvæmt. Blaða- maður má engum vera háður nema eigin samvisku. Og hún verður að vera hrein. Alltaf. Þess vegna tel ég vert að velta því fyr- ir sér hverjar geta orðið afleið- ingar þess að fjölmiðlafyrirtæki eignist íþróttafélög, einsog ég minntist örlítið á í pistli á fimmtu- UinunDE daginn. T.d. að VIDnvnr sjónvarpssam- steypan BSkyB kaupi enska knattspymufé- lagið Manchester United. Iþróttafréttamenn eru svoh'tið sérstakur hópur innan blaða- mannastéttarinnar; þeir eru sí- fellt að leggja mat á frammistöðu einstakra íþróttamanna og liða og verða að gæta þess afar vel að vera ekki hlutdrægir, draga ekki taum neins. Enginn má hagnast á þvi að þekkja fjölmiðlamann og enginn má heldur gjalda fyrir það. Gæta verður sanngimi og hlutlægni. Ég hef fjallað um íþróttir í Morgunblaðið í tæplega tvo áratugi en hef nú snúið mér að öðmm verkefnum á ritstjóm blaðsins. Ég velti því fyrir mér, á þessum tímamótum, hvort starfs- bræður mínir erlendis, og jafnvel hérlendis, geti einhvem tíma lent í þeirri aðstöðu að samviskan óhreinkist vegna umfjöllunar þeirra um félag sem tengist fjöl- miðli, sem þeir starfa fyrir, eða yrði jafnvel í eigu hans. Hægt er að nefna dæmi frá litla Islandi um ákveðnar vís- bendingar um hvað geti ráðið fréttamati. Stöð 2, sem er í eigu Islenska útvarpsfélagsins, minnist t.d. ekld oft á Formúlu 1 kappakstur. Getur ástæðan verið sú að Sjónvarpið sýnir beint frá þeirri íþrótt? Sjónvarpið nefnir heldur varla keppni í hnefaleik- um. Getur ástæðan verið sú að Sýn, sem er í eigu íslenska út- varpsfélagsins, hefur einkarétt á sýningum frá þeim? Enska knatt- spyman var lengi flaggskip íþróttadeildar Sjónvarpsins. í fyrravetur bar svo við að þegar úrslit erlendra knattspymuleikja vom lesin í útvarpi allra lands- manna var stundum „að sjálf- sögðu“ byrjað á úrslitum úr þýsku knattspymunni. Getur ástæðan verið sú að Stöð 2 og Sýn höfðu tryggt sér sýningar- rétt á ensku knattspymunni en RUV var farið að sýna frá þeirri þýsku? Þetta síðamefnda er vita- skuld ekki alvarlegt dæmi um undarlegt fréttamat, því hver segir að úrslitin frá Englandi eigi að lesa á undan þeim þýsku? Jafnvel þótt það hafi tíðkast í ára- tugi og enska knattspyman sé mun vinsælli hérlendis en sú þýska. Dæmin gefa hins vegar vísbendingu um að fréttamatið byggist á því hvað viðkomandi stöð sýnir. Stöðvamar sinna „sínu“ efni betur en öðm. Það hefur lengi tíðkast í Englandi að götublöðin - Sun og Daily Mirror era þau helstu - hafi greitt fólki fyi-ir viðtöl og því meira sem efnið telst safaríkara. Ég man eftir góðu dæmi: Veturinn 1983-84 birtist stór grein í Sun þar sem Frank Wort- hington, kunnur framherji hjá Leicester, ásakaði Graeme Sou- ness, fyrirhða Liverpool, um mik- inn raddaskap. Fór ófogrum orð- um um Souness, sagði hann gróf- asta leikmanninn í deildinni og þar fram eftir götunum. Skömmu síðar birtist ámóta grein í sama blaði, þar sem Souness svaraði fyrir sig og fúkyrðin í garð Wort- hingtons vora auðvitað ekki af skomum skammti. Fólki hefur eflaust fundist þetta athyglisvert mál. Ég hitti Souness svo nokkra síðar og spurði hann út í umrædd skrif. Svarið var hálfgert reiðar- slag: Petta var ekkert mál, sagði hann. Wortinghton fékk vel borg- að frá blaðinu fyrir sínar yfirlýs- ingar, égfékk svo vel borgað fyr- ir að svara, við erum eftir sem áð- ur ágætis kunningjar og allir eru ánægðir. Allir ánægðir! Nema lesandinn auðvitað sem dreginn hafði verið á asnaeyranum. Fólk hefur væntanlega tekið umfjöllun blaðsins alvarlega, en síðar kom í ljós að þetta var allt í plati! Þetta leit bara svo vel út á prenti! Svona hafa skal það sem betur hþömar-blaðamennska er auðvit- að ekkert annað en virðingarleysi við lesendur og vonandi ekki það sem koma skal hérlendis. En tíðkast raunar enn á Englandi. Þetta dæmi, og önnur sem hægt væri að nefna, sýna því mið- ur að fjölmiðlar eru ekld alltaf vandir að virðingu sinni. Lesend- ur eiga betri skilið en slíka með- ferð og ég óttast, að þegar fjöl- miðlar eignist íþróttafélög, verði aldrei tryggt að „sannleikurinn" komist allur til skila. Athyglisvert var að bera sam- an forsíður tveggja áðumefndra götublaða í Englandi, Sun og Mirror, daginn eftir að ljóstrað var upp um tilboð BSkyB í Manchester United. Gold Traf- ford var risastór fyrirsögn hjá Sun, þar sem vitnað var til leik- vangs félagsins, Old Trafford, og að nú yrði það enn fjárhagslegra sterkara en áður. Tilboð sjón- varpsfyrirtækisins væri eins/jg félagið hefði fundið gullæð. Á for- síðu Mirror var hins vegar mynd af Rupert Murdoch - aðaleiganda Sky samsteypunnar - í líld djöf- ulsins og fyrirsögnin var The Red Devil; Rauði djöfullinn, og ekki fór á milli mála að blaðinu þótti fréttin ekki jákvæð. Þetta var einnig orðaleikur enda lið United jafnan kallað Rauðu djöflamir. Getur hugsast að muninn á for- síðum Sun og Mirror megi rekja til þess að hið fyrmefnda er í eigu Ruperts Murdoch en hitt helsti samkeppnisaðili þess á götu- blaðamarkaðnum? Er því von að spurt sé: er hægt að tryggja að umfjöliun Sun, The London Times, sem einnig er í eigu Mur- dochs, og Sky sjónvarpsstöðvar- innar, verði hlutlæg ef eigenda- skiptin verða að veraleika. Verð- ur hugsað meira um vandaðar fréttir af því sem hugsanlega kann miður að fara í herbúðum Manchester United, heldur en gengi hlutabréfa Ruperts Mur- dochs í félaginu? NEYTENDUR Verðkönnun hjá efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu Þjónustan hefur hækk- að um 2% á einu ári í byrjun október kannaði Sam- keppnisstofnun hvað kostar að láta hreinsa nokkrar algengar gerðir fatnaðar og gluggatjöld. Kannað var verð hjá 27 efnalaugum á höf- uðborgarsvæðinu. I könnuninni var hvorki lagt mat á þjónustu fyrir- tækjanna né gæði hreinsunarinnar heldur var eingöngu um verðsam- anburð að ræða. Sambærileg könnun var gerð í október á síðastliðnu ári. Ef borin er saman könnunin þá og nú kemur í Ijós að þjónusta efnalauga á höf- uðborgarsvæðinu hefur hækkað að meðaltali um 2%. Þá vekur það at- hygli að veralegur verðmunur er á miili efnalauga fyrir hreinsun á flík- um eins og silkiblússum og peysum. I skýringum sem fylgdu með verðkönnun Samkeppnisstofnunar var tekið fram að hreinsun á pilsi miðaðist við þröngt pils og hreins- un á kvenblússu miðaðist við fína blússu eins og silkiblússu en oft mun vera ódýrara að láta hreinsa aðrar blússur. I júní árið 1993 felldi samkeppn- isráð úr gildi opinberar ákvarðanir á verði í ýmsum þjónustugreinum. Þar á meðal var verð á þjónustu efnalauga. Jafnframt gaf sam- keppnisráð út fyrirmæli sem kváðu á um bann við sameiginlegri útgáfu verðlista einstakra þjónustugreina. Auk þess var fyrirtækjum, þar á meðal efnalaugum, gert skylt að hafa verðlista á áberandi stað svo að neytendur ættu auðvelt með að kynna sér verð þjónustunnar áður en til viðskipta kæmi. I lokin má geta þess að í upplýs- ingum frá Samkeppnisstofnun kemur fram að meðalhækkun gjaldskrár frá 1993 þar til nú er um 15%. Er það í samræmi við al- menna hækkun vísitölu neyslu- verðs. Verðkönnun hjá efnalaugum Efnalaug Arbæjar, Hraunbæ 102, Rvík Efnalaug Garðabæjar, Garöatorgi 3, Garöabæ Efnalaugin Aksjón, Eiöistorgi 15, Seltjarnarnesi Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut 58-60, Rvík Efnalaugin Fönn, Skeifunni 11, Rvík Efnalaugin Geysir, Dalvegi Kópavogi Efnalaugin Glifra, Rauöarárstíg 33, Rvík Efnalaugin Glæsir, Bæjarhrauni 4, Hafnarfirði Efnalaugin Glæsir, Hverafold 1-3, Rvík Efnalaugin Grímsbæ, Efstalandi 26, Rvík Efnalaugin Holts-Hraðhreinsun, Dalbraut 3, Rvík Efnalaugin Hraði hf., Ægisíðu 115, Rvík Efnalaugin Hreinn, Hólagarði, Lóuhólum 2-6, Rvík Eínalaugin Hreint og klárt, Nýbýlavegi 26, Kóp. Efnalaugin Hvíta Húsið, Kringlunni 8-12, Rvík Efnalaugin Katla, Laugarásvegi 1, Rvík Efnalaugin Mosfellsbæ, Háholti 14, Mosfellsbæ Efnalaugin Nóatúni, Nóatúni 17, Rvík Efnalaugin og þvottahúsið Drífa, Hringbr.119, Rvík Efnalaugin Perlan, Langholtsvegi 113, Rvík Efnalaugin Svanlaug, Engihjalla 8, Kópavogi Efnalaugin Úðafoss sf., Vitastíg 13, Rvík Fatahreinsun Kópavogs, Hamraborg 7, Kópavogi Fatahreinsunin Snögg sL, Stigahlíö 45-47, Rvík Nýja Efnalaugin, Ármúla 30, Rvík Nýja fatahreinsunin, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarf. Þvottahús og efnalaug, Hraunbrún 40, Hafnarfirði Hæsta verð Mismunur á lægsta og hæsta verð Jakki Buxur Pils Peysa Jakka- peysa Silki- blússa Kápa Kápa með hettu/ skinnkraga Ryk- frakki Glugga- tjöld pr. kg. 580 f 580 580 450 450 650 990 990 990 580 585 585 585 450 450 650 1000 1000 1085 650 575 575 575 460 575 650 1150 1250 1150 575 595 595 550 480 520 695 1040 1100 1100 690 620 620 620 380 380 750 990 1105 1050 1) 570 570 570 370 550 540 990 990 990 570 590 590 590 400 400 570 990 1050 1050 590 605 605 605 495 495 760 1065 1065 1065 605 595 595 595 425 500 425 1010 1010 1010 570 595 575 530 495 595 575 1150 1200 995 595 585 ! 585 585 300 500 600 900 975 975 585 595 595 595 395 595 690 1085 1085 1145 595 580 580 580 370 550 690 950 1070 1070 580 540 540 540 340 340 430 880 880 890 540 595 585 585 370 595 680 1000 1100 1100 595 590 590 590 380 590 680 1050 1050 1050 590 550 550 550 400 550 650 1000 1000 1000 550 580 580 580 460 580 700 1030 1030 1030 580 550 550 550 480 480 500 990 1090 1090 600 560 560 560 450 560 680 1010 1010 1010 560 580 580 580 475 475 680 1000 1000 1000 620 580 580 580 430 430 660 975 975 1045 620 580 580 580 450 450 520 980 980 980 620 550 550 550 440 550 600 1000 1000 1000 500 595 585 585 370 595 680 995 1200 1200 595 590 590 590 400 590 690 990 1000 990 600 540 540 540 400 400 450 900 900 900 540 540 540 530 300 340 425 880 880 890 500 620 620 620 495 595 760 1150 1250 1200 690 15% 15% 17% 65% 75% 79% 31% 42% 35% 38% 8 1) Kr. 220 m2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.