Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998 63 MINNINGAR ' SVERRIR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON + Sverrir Breið- fjörð Guð- mundsson, Brunn- um 25 Patreksfirði, var fæddur hinn 28. febrúar 1938 á Sel- látranesi við Pat- reksfjörð. Hann lést í Sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar 4. okté- ber siðastfiðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Lúter Signrðsson og eigin- kona hans Hjördís Þórarinsdóttir. Sverrir var elstur af 10 börnum þeirra hjóna en þijú þeirra létust í frumbernsku. Hinn 29. júní 1963 kvæntist Sverrir eftirlifandi eiginkonu sinni Ástu Sigríði Gísladóttur frá Skáleyjum, dóttur Gísla Jó- hannessonar bónda þar og eiginkonu lians Sigurborgar Ólafsdóttur. Börn þeirra Ástu og Sverris. 1) Guð- mundur Lúter, f. 14.9. 1962. 2) Sigur- borg, f. 1.5. 1964, maki Ragnar Már Pétursson og eiga þau íjögur börn. 3) Eyjólfur Brciðfjörð, f. 18.2. 1968, d. 4.11. 1989. 4) Heiður Þór- unn, f. 14.8. 1970, maki Gísli Haf- steinsson, og eiga þau tvö böm. 5) Gísli Einar, f. 13.7. 1976, maki Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir. títför Sverris fer fram frá Eyrakirkju Patreksfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jæja elsku besti pabbi minn. Nú ertu loksins búinn að fá þína hinstu hvíld, og ég veit að þér líður svo vel, ég veit að Eyi bróðir tekur vel á móti þér. Á svona stundum renn- ur svo margt í gegnum hugann og minningar um þig fylla huga minn. Elsku pabbi, ég mun sakna þín svo sárt. Elsku pabbi, mér þykir svo vænt um það sem þú sagðir við mig í síðasta skiptið sem við hittumst í þessu lífi, og ég man þegar þú komst í fyrsta skiptið í litla húsið okkar Gísla, þú varst svo ánægður að nú loksins værum við komin í okkar eigið hús. Blessuð sé minning þín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund, vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Þín dóttir Heiður. Gísli Einar. Jæja, elsku pabbi minn. Þá ertu loksins búinn að fá friðinn og ég veit að nú líður þér vel og að það hefur verið tekið vel á móti þér hin- um megin. Á þessari stundu renn- ur margt í gegnum hugann og allar þær hugsanir mun ég geyma í hjarta mér. Ó, elsku pabbi minn, hafðu ekki áhyggjur af Ástu, Jó- hanni, Þorbimi og Sverri, ég mun passa þau voðalega vel eins og þú baðst mig um. Jæja, pabbi minn, ég kveð þig nú í hinsta sinn og veit að nú ert þú kominn til Dísu ömmu, Gumma afa og ekki síst til hans Eyjólfs okkar sem við höfum öll saknað svo sárt. Blessuð sé minning þín. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Þín dóttir, (V. Briem.) Sigurborg. Elsku pápi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það gladdi mig mjög þegar þú baðst mig að vera með Blíðfara í sumai- og ég vona að það hafi glatt þig líka. Þótt þú værir orðinn mikið veikur þá fylgdistu alltaf vel með mér. En það sem ég vil segja um þig, elsku pápi, er að betri foður er ekki hægt að eignast og ég vona að Eyi bróðir hafi tekið vel á móti þér þar sem þú ert. Þinn yngsti sonur Kæri bróðir. Margar ljúfar minningar leita á hugann þegar ég sest niður til þess að reyna að koma á blað þakklæti til þín fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, systkini okkar og ekki síst foreldra allt til hinsta dags þeirra. Eins og áður hefur komið fram varst þú elstur okkar. Gefur því augaleið að fyrst kom að þér að leggja lið við uppeldi okkar hinna yngri og er mér nær að halda, að BJARNI SIGURÐSSON + Bjarni Sigurðs- son fæddist á Vigdísarstöðum 12. ágúst 1910. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru: Sigurð- ur Bjarnason, f. 1.1. 1880, d. 29.12. 1940, bóndi á Vig- dísarstöðum, og Ingibjörg Daníels- dóttir, f. 19.11. 1879, d. 11.10. Kristrún Sigríður, f. 19.7. 1905, d. 21.3. 1998. 3) Ósk Margrét, f. 14.9. 1906. 4) Hólmfríður María, f. 1.10. 1914. 5) Kristín, f. 18.5. 1917, d. 15.4. 1942. 6) Jónfna Sigur- Iaug, f. 4.2. 1919. Einnig átti hann tvö uppeldissystk- ini, þau Náttfríði Jósafatsdóttur, f. 4.4. 1927, og Hann- es Jósafatsson, f. 4.6. 1934. 1970. Bjarni var fjórði í röð systkina sinna en þau voru: 1) Jón Frímann, f. 12.7. 1903, d. 26.2. 1979. 2) Útför Bjarna fer fram frá Melstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. þó að úr okkur tognaði með árun- um, þá bættir þú heldur á þig því amstri sem í það minnsta sum okk- ar hefðu átt að bera í dagsins önn með þér, svo að við gætum betur notið leikja og ýmissa ærsla sem börn telja gjarnan meira máli skipta en að taka viðvik af þeim sem eldri eru. Er ekki ofmælt að þitt lífshlaup snerist fyrst og fremst um það að hlúa að þínum og þú sparaðir aldrei tíma né fyrirhöfn í þeim efn- um. Margs mætti minnast sérstak- lega til að gleðja hugann á sorgar- stundu. Læt ég þó duga að nefna undirbúning jólanna sem þú hafðir að mestu í þínum höndum, í það minnsta að skreyta stofu og jóla- tréð, þar kom enginn annar nærri. Og segja verð ég að þá fannst mér þú oft meira en ósanngjam að fá ekki einu sinni að líta um rifu á stofuhurðinni fyrr en á aðfanga- dagskvöld meira að segja skrá- argatið var kíttað með bréfi en bandprjónn ömmu leysti yfirleitt það vandamál. En mikil var gleðin er hurðin opnaðist og vorum við vafalaust þér þakklát fyrir stjóm- semina. Já bróðir. Mörg gerðir þú okkur >xjólin“ gegnum árin. Það mun hafa verið laugardag- inn 17. febrúar ‘62 að mér var gert að vera heima það kvöld. Vafalaust hefur það verið mér mikið mótlæti, á þeim tíma hafði maður annað við slík kvöld að gera en að hanga inni og það sem meira var; að baka pönnukökur. Hvað til stóð vissi ég ekki en mátti segja mér að eitthvað færi að rætast úr þeim spítalamat sem þið bræður sóttuð í. Þá opin- beruðuð þið Ásta sem sannanlega uppfrá því hefur verið þín lífsgæfa. Það hefur verið okkur mikil ánægja að fylgjast með uppgangi ykkar frá upphafi þar sem þú lagð- ir oft og tíðum nótt við dag til þess að fjölskylda þín gæti notið þeirra lífsgæða sem nútíminn býður. Segja má um þig eins og góður maður lýsti sjálfum sér á fyi’ri hluta aldar „að hann gæti allt nema alið af sér böni“. Þessi mannlýsing þótti illa passa þá en hver og einn getur verið stoltur af í dag. Allt hefur leikið þér í höndum gegnum tíðina hvort sem það var að byggja húsið ykkar og sumarbústaðinn eða sinna vélum sem lengst af var þitt ævistarf. Hvað þá allt heimilis- starf sem lék þér í höndum og full- yrða má, að mörg móðirin sé þér þakklát hvað þú léttir mikið með henni Ástu í heimilishaldinu svo hún gæti gefíð sér allan tíma til að sinna nýfæddum börnum og mæðr- um þeirra. Nú síðasta árið hefur þú stundað sjóinn á Blíðfara þínum, dugnaður þinn og aflasæld var slík að marg- ur varð að láta sér það hálfa duga og vera stoltur af. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Með þessum sálmi og örfáum orðum kveðjum við elskulegan frænda okkar. Við systkinin lítum til baka með gleði og þakklæti í huga fyrir allar góðu stundimar, vináttuna og allt sem við áttum og lærðum með honum, mun sú minn- ing ylja okkur um ókomna tíð. Góð- ur Guð geymi elsku frænda okkar og blessi. Bjarni, Magnús, Sigríður, Ásthildur, Ingibjörg og Kritín Margrét. Ekki fékkst þú að ganga lífsgöt- una til enda áfallalaust frekar en svo margir. Það var mikið áfall fyr- ir þig og okkur öll er við þurftum að bergja á þeim beiska bikar þeg- ar Eyjólfur fórst í bílslysi rétt í þann mund er hann ætlaði að fara að ganga sína manndómsgöngu. Til huggunar þeim harmi hjálpaði mikið til það uppeldi sem við feng- um í bamæsku um trúna á almætt- ið svo og sú samheldni og sterku fjölskyldubönd sem bundin hafa verið gegnum tíðina og fullyrða má að þú ræktaðir best með umhyggju þinni allri þegar dagar foreldra okkar vom allir. Jæja bróðir. Eg veit að nú ert þú leystur frá þrautum þínum og kominn á fund Eyjólfs, foreldra okkar og tengdaforeldra þinna sem öll hafa tekið þér vel. Eg þykist vita að þar munt þú sigla á Blíðfara þínum um hið óræða haf þar sem kvótar og hindranir til sóknar eru ekki til. Víst mun lífsganga þín okkur sem áttum þig að huggun í harmi og það smyrsl sem best mun duga til að sefa þá sorg sem að okkur er kveðin. Við munum ávallt minnast þín er við heyrum góðs manns getið. Guð blessi þig. Þinn bróðir Hjörleifur. Elsku afi okkar, okkur þykir af- skaplega vænt um þig. Við munum aldrei gleyma þegar þú varst stundum að skamma okkur. Ég mun alltaf hafa í huga mínum þeg- ar þú kallaðir mig skassið þitt. Og þegar þú varst alltaf að segja strákunum að hafa hreint í bfl- skúrnum og þegar þú veiktist pössuðu þeir alltaf að hafa hreint í honum og muna að gera það enn. Ég man þegar ég var að missa tönn, þá sagðir þú mér að binda band í hana og í hurðina og skella henni. O, elsku afi okkar, við mun- um aldrei gleyma þér og þú verður alltaf í hjarta okkar. Við skulum passa ömmu fyrir þig. Þín bamabörn, Ásta, Jóhann, Þorbjörn, Sverrir, Hilmar og Auður. Látinn er mágur minn Sverrir Guðmundsson, Brunnum 25, Pat- reksfirði. 28. febrúar sl. átti hann 60 ára afmæli, hélt upp á það með sínum allra nánustu, en um svipað leyti greindist hann með alvarleg- an sjúkdóm, og er nú frá okkur farinn. Svemr var einstakur maður, mikill öðlingur. Prúður, ljúfur og notalegur í viðmóti. Vinnusamur, mikill dugnaðarforkur og völundur við hvað sem var. Hann var uppal- inn á Patreksfirði, í Hliðskjálf, elst- ur systkina sinna. Þegar Ásta syst- ir mín varð ljósmóðir, ung að árum, réðst hún til starfa á Patreksfirði. Þar lágu saman leiðir Ástu og Sverris. Bníðkaup var haldið heima í Skáleyjum á fögrum vor- degi 29. júní 1963. Heimili þeirra stóð á Stekkum fyrstu árin. En fljótlega byggði Sverrir gott og fallegt hús að Brunnum 25. Þar er alltaf gott að koma. Þar ólu þau upp börnin sín fimm, sem auðvitað eru nú upp- komið fólk og flutt úr foreldrahús- um. En mikill harmur henti fjöl- skylduna fyrir nær níu árum, þeg- ar sonur þeirra Eyjólfur fórst í bílslysi. En fjölskyldan stóð sam- an og Patreksfirðingar sýndu þá ógleymanlegan samhug. Enda virðist mér systir mín vera mikill Patreksfirðingur og ekki vilja annars staðar vera. Á síðustu ár- um átti hún við vanheilsu að stríða og komu þau hjónin þá oft við hjá okkur í Borgarnesi á ferð sinni til lækna í Reykjavík. Stóð Sverrir fast við hlið konu sinnar í því stríði og fékk hún ótrúlega góðan bata. En þá tóku við hans veikindi, sem hafa verið erfið. í sumar auðnaðist þeim þó, með hjálp Sigurborgar dóttur sinnar, að fara saman í stutt ferðalag í Skáleyjar. í þeirri ferð hitti ég Sverri mág minn síðast, ánægðan en örþreyttan. Elskuleg systir. Ljósmóðir. Eig- um við nokkurt fegurra orð á okk- ar tungu. Megi þitt eigið ljós og birta góðra minninga lýsa þér og þínum áfram veginn. Sá sem á trúna og vonina á líka kærleikann og sálarróna. Við þökkum samfylgd Svems. Biðjum ykkur öllum Guðs bless- unar, ekki síst ungum afabörnum sem eiga erfitt með að skilja þetta undarlega líf. Hjartans kveðjur. Ólína Gísladóttir. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd giæina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksenti- metrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. <■ Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir ; að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi-einunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyi-ir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningar- greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrest- ur er útrunninn eða eftir að út- för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.