Morgunblaðið - 10.10.1998, Blaðsíða 84
FIMMFALDUR 1. VINNINGUR
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Flugleiðir
semja við
—■ Lufthansa
FLUGLEIÐIR hf. hafa
samið við þýska flugfélagið
Lufthansa um samstarf í far-
gjaldamálum. Talið er að
samningurinn muni styrkja
stöðu Flugleiða á meginlandi
Evrópu og þá sérstaklega í
Þýskalandi.
Flugleiðir fljúga daglega til
Frankfurt á sumrin og Ham-
borgar allt árið og vonast for-
ráðamenn félagsins til að
samstarfíð verði tH þess að
straumur þýskra ferðamanna
. . til Islands stóraukist.
Tímamótasamningur
Samningurinn gildir frá 1.
nóvember næstkomandi og
mun hann hafa mikla þýðingu
fyrir Flugleiðir og íslenska
ferðaþjónustu að sögn Jóns
Karls Ólafssonar, svæðis-
stjóra Flugleiða á meginlandi
Evrópu. „Þetta er tímamóta-
samningur og mun eflaust
bæta samkeppnisstöðu Flug-
j leiða í Þýskalandi til muna.
''' Með samstarfinu tengjast
Flugleiðir hinu víðfeðma
leiðaneti Lufthansa og það
hefur ótal spennandi mögu-
leika í fór með sér fyrir okk-
ur.“
■ Styrkir stöðu/24
Morgunblaðið/Kristján
Kári Stefánsson forstjóri ÍE um breytt gagnagrunnsfrumvarp
Heilbrigðisráðuneytið
hefur mætt gagnrýni
„ÉG tel frumvarpið núna bera þess
merki að heilbrigðisráðuneytið hafí
tekið stór skref til að mæta þeim
sem gagnrýnt hafa frumvarpið og
ráðuneytið hefur fundið það tjáning-
arform sem leiðir til eins mikillar
sáttar og mögulegt er,“ segir Kári
Stefánsson, forstjóri Islenskrar
erfðagreiningar, aðspurður um
breytt drög gagnagrunnsfrumvarps.
~JÍ Drögin að nýju gagnagiunns-
frumvarpi voru samþykkt á fundi
ríkisstjórnarinnar í gær. Guðmund-
ur Bjömsson, formaður Læknafé-
lags Islands, vildi ekki tjá sig um
breytt framvarpsdrög í gærkvöld,
sagði að þeim hefði verið dreift á að-
alfundi félagsins sem nú stendur yf-
ir og kvaðst vilja bíða með viðbrögð.
„Eg tel að frumvarpið sé nú
þannig sett fram að bæði sé hægt að
framkvæma hugmyndina eins og
hún er upphaflega hugsuð og ná
þeirri samstöðu sem þarf til að frið-
verði í heilbrigðiskerfinu og tel
innu ráðuneytisins hafa verið með
ágætum," sagði Kári Stefánsson
ennfremur. „Eg ætla ekki að spá að
þetta fijúgi gegnum þingið en segi
nú eins og varðandi íyrri útgáfu að
ég tel möguleika á að ná slíkri sátt
að frumvarpið þurfi ekki að dvelja
lengi í þinginu.
JJjrÞað eru einstaka atriði sem ég
hefði sett saman öðruvísi ef ég hefði
Nefnd sjái um gerð og starf-
rækslu gagnagrunnsins
Læknar ræða frumvarpið á aðalfundi
skrifað þetta, til dæmis samið ítar-
legri kafla um aðgang annarra vís-
indamanna að grunninum og reynt
að gera þeim auðveldara að láta sér
líða vel um það atriði."
grunninum og senda Vísindasiða-
nefnd reglulega skrá yfir fyrir-
spurnir ásamt upplýsingum um fyr-
irspyrjendur. Einnig er gert ráð fyr-
ir að í reglugerð verði kveðið nánar
á um starfsemi nefndarinnar um
starfrækslu gagnagrunns á heil-
brigðssviði.
■ Gagnagrunnur/14,30-35
Meðal breytinga á frumvarpinu
má nefna að það gerir ráð fyrir ein-
um miðlægum gagnagrunni og að
einum aðila verði veitt tímabundið
rekstrarleyfi, ekki til lengri tíma en
12 ára í senn. Það tekur ekki til starf-
semi annarra gagnagrunna sem
starfræktir era á afmörkuðum svið-
um. Skilgreind eru hugtökin „dulkóð-
un“ og „dulkóðun í eina átt“ og kveð-
ið á um að persónueinkenni skuli
dulkóðuð í eina átt þannig að ekki sé
unnt að rekja upplýsingar til baka
með greiningarlyldi. Kveðið er á um
að starfsmenn heilbrigðisstofnana
skuli annast dulkóðun heilbrigðis-
upplýsinga og persónueinkenna íyrir
flutning þeÚTa í gagnagrunninn.
Þá er gert ráð fyrir að ráðheraa
skipi þriggja manna nefnd til að
hafa umsjón með gerð og starf-
rækslu gagnagrunnsins og samning-
um jeyfíshafa við heilbrigðisstofnan-
ir. A hún að fylgjast með öllum fyr-
irspurnum og úrvinnslu úr gagna-
Morgunblaðið/Guðmundur St. Valdimarsson
Rússneskt álskip
ÁLETRANIR á rafmagnstengibox-
um benda til þess að skipsflakið
sem varðskipið Ægir tók í tog í
fyrradag sé rússneskt og sennilega
hefur það verið notað sem kapal-
skip á vegum sjóhersins. Svo virðist
sem skipið hafí flotið á tromlunni,
því engin loftrými eru sjáanleg.
Flakið er úr áli, um 13 metra
langt og 4,5 metrar á breidd. Það
liggur nú í fjörunni í Seyðisfírði og
varðskipsmenn hafa dælt úr því
sjó. Ekki hefur verið ákveðið hvað
gert verður við það.
■ „Draugaskipið“/4
Slegið
ci Igííe
strengi
ÞAU slógu á létta strengi, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir og Krislján
Jóhannsson, á æfingu í gær,
fyrir tónleika sem hefjast í
íþrótlahöllinni á Akureyri í
dag.
Þetta eru minningartónleikar
um Jóhann Konráðsson, föður
Kristjáns, sem lést árið 1982, en
hann hefði orðið áttræður síð-
astliðið haust.
Anna María Jóhannsdóttir
hefúr unnið að undirbúningi
tónleikanna og segir hún að
hún hefði aldrei farið út í það
hefði hún vitað að þetta yrði
svo mikið mál en tónleikarnir
eru mjög umfangsmiklir. Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands
leikur, undir sljórn ftalska
hljómsveitarstjórans Giovanni
Andreoli, og fær sveitin til liðs
við sig hljóðfæraleikara úr Sin-
fóníuhljómsveit Islands.
■ Alltaf spennt/21
Hvalreki
á Suður-
nesjum
LÖGREGLUNNI í Keflavík
var tilkynnt um hvalreka í
landi Bakkakots í Leiru í gær.
Tegund hvalsins er andar-
nefja, en ekki er vitað nánar
um stærð hennar eða aldur.
Náttúrafræðistofnun var gert
viðvart og mun sérfræðingur
hennar kanna hræ hvalsins
eftir helgina.
Þykkvibær
Alftaveiðar
rannsakað-
ar á þremur
stöðum
SÝSLUMAÐURINN á Hvolsvelli
hefur fengið upplýsingar frá Nátt-
úrafræðistofnun um ákveðin félaga-
samtök og veitingahús, sem Nátt-
úrufræðistofnun telur víst að hafí
boðið upp á álftir í veislum og á sæl-
kera- og villibráðakvöldum síðast-
liðna tvo vetur. Ekki fæst gefið upp
hvaða aðila hér um ræðir en fram-
hald málsins verður í höndum sýslu-
manns, sem mun ákveða hvort
ástæða þyki til að sauma frekar að
viðkomandi aðilum.
Sýslumaður hefur sent rannsókn-
argögn og beiðni um rannsókn til
lögregluembættisins í Hafnarfirði
og á Isafirði vegna álftaveiðanna í
Þykkvabænum. Tveir veiðimann-
anna era af Vestfjörðum, sá þriðji
er búsettur erlendis og sá fjórði er
úr Hafnarfirði. Þrátt fyrír töluverða
leit lögreglu á Hvolsvelli úr lofti og
á láði hefur ekkert álftarhræ fund-
ist og því talið sennilegast að menn-
irnir hafi tekið þau öll með sér er
þeir héldu brott frá Þykkvabænum.