Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 1
237. TBL. 86. ÁRG.
SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
"v'V-
jf ■ 4HSM
1 'jM jfc. Mjom
Morgunblaðið/Golli
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, ásamt dætrum sinum, Svanhildi Döllu og Guðrúnu Tinnu, við kistu Guðrúnar Katrínar Þorbergs-
dóttur á Keflavíkurflugvelli. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð.
Kista
forseta-
frúarinnar
heim
KISTA Guðrúnar Katrínar
Þorbergsdóttur forsetafrúar
kom til landsins í gær með
flugvél frá Seattle í Bandaríkj-
unum. Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti Islands, dætur hans
og forsetaritari fylgdu henni
heim. Stutt athöfn var á Kefla-
víkurflugvelli þar sem nánasta
fjölskylda Guðrúnar Katrínar,
handhafar forsetavalds, ríkis-
stjórn, embættismenn og
starfslið forsetans tóku á móti
kistunni og forsetanum. Karl
Sigurbjörnsson biskup íslands
flutti blessunarorð og Lúðra-
sveit verkalýðsins lék sorgar-
lög eftir íslensk tónskáld.
tösta Guðrúnar Katrínar
var flutt í Bessastaðakirkju
þar sem hennar nánasta fjöl-
skylda kvaddi hana. Kistan
mun standa uppi í kirkjunni
fram að útförinni sem fram fer
frá Hallgrímskirkju næstkom-
andi miðvikudag. Minningar-
bók um Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur mun liggja
frammi í hátíðarsal Bessastaða
kl. 13-18 í dag, á morgun og á
þriðjudag.
■ Hlýtt er þel alþjóðar/4
Viðræður Netanyahus og Arafats í Bandaríkjunum
Bandar íkj afor seti
reynir að miðla málum
Wye Mills í Maryland. Reuters.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, hugðist síðdegis í gær hitta
aftur Benjamin Netanyahu, forsæt-
isráðherra ísraels, og Yasser Arafat,
forseta heimastjórnar Palestínu-
manna, í því skyni að reyna að miðla
málum á öðrum degi viðræðna þeirra
á búgarði í Maryland-ríki, um 110
km austur af Washington-borg, sem
vonir hafa verið bundnar við að
myndu koma friðarumleitunum við
botn Miðjarðarhafs aftur í gang.
Þrátt fyrir opinbert fréttabann
hafði spurzt út, að á fóstudag hefði
lítið miðað í viðræðunum, sem íram
fara undir stjórn Madeleine Al-
bnght, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna. Að sögn heimildarmanna voru
taldar litlar líkur á að áleiðis miðaði
fyrr en Clinton blandaði sér af al-
vöru í málið.
James Rubin, talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins, sagði
að Clinton myndi taka þá Netanyahu
og Arafat á eintal hvom fyrir sig;
viðræður allra þriggja væru ekki
áformaðar. Markmiðið með viðræð-
unum, a.m.k. af hálfu Bandaríkja-
manna, er að Israelsmenn fallist á að
gefa eftir yfírráð yfir 13% hernumdu
svæðanna á Vesturbakkanum í
skiptum fyrii- að heimastjórn Palest-
ínumanna heiti því að taka öryggis-
mál fastari tökum og framselji
meinta hryðjuverkamenn.
Hafna framsali
Að sögn heimildarmanna gekk
hvorki né rak í viðræðunum á fóstu-
dag vegna þess að samningamenn
Palestínumanna tóku ekki í mál að
verða við kröfu ísraelsmanna um
framsal 36 meintra hryðjuverka-
manna, sem réttað yrði yfir í Israel.
Málamiðlunartillaga Bandaríkja-
manna um að réttað skyldi yfir þeim
fyrir palestínskum dómstólum
breytti engu.
Reuters
Pinochet
handtekinn
London. Reuters.
AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra Chile, var handtekinn
í Lundúnum á fóstudagskvöld vegna
ásakana um að bera ábyrgð á dauða
spænskra ríkisborgara á valdatíma
sínum á áranum 1973-1990, að því er
talsmaður brezku lögreglunnar
greindi frá í gær.
Handtakan fór fram að beiðni
spænskra dómara, sem rannsaka
mannréttindabrot sem fram fóru í
Chile á stjórnarárum Pinochets.
Einræðisherrann fyi-rverandi, sem
nú er 82 ára, gekkst á fóstudag undir
skurðaðgerð á sjúkrahúsi í London.
Beiðni spænsku dómaranna bygg-
ist á Evrópusáttmála gegn hryðju-
verkum. Stjórnvöld í Chile mót-
mæltu formlega í gær og sögðu
handtökuna brot á friðhelgi
Pinochets, sem ber vegabréf stjórn-
arerindreka.
Hægt að ofveiða rjúpu
á afmörkuðum svæðum
Islenskir
fuglar
30
MANNA UÐ URINN ER
OKKAR HELSTA EIGN
Alþjóðlegur
ólíurisi