Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 1
237. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS "v'V- jf ■ 4HSM 1 'jM jfc. Mjom Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, ásamt dætrum sinum, Svanhildi Döllu og Guðrúnu Tinnu, við kistu Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur á Keflavíkurflugvelli. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð. Kista forseta- frúarinnar heim KISTA Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar kom til landsins í gær með flugvél frá Seattle í Bandaríkj- unum. Ólafur Ragnar Gríms- son forseti Islands, dætur hans og forsetaritari fylgdu henni heim. Stutt athöfn var á Kefla- víkurflugvelli þar sem nánasta fjölskylda Guðrúnar Katrínar, handhafar forsetavalds, ríkis- stjórn, embættismenn og starfslið forsetans tóku á móti kistunni og forsetanum. Karl Sigurbjörnsson biskup íslands flutti blessunarorð og Lúðra- sveit verkalýðsins lék sorgar- lög eftir íslensk tónskáld. tösta Guðrúnar Katrínar var flutt í Bessastaðakirkju þar sem hennar nánasta fjöl- skylda kvaddi hana. Kistan mun standa uppi í kirkjunni fram að útförinni sem fram fer frá Hallgrímskirkju næstkom- andi miðvikudag. Minningar- bók um Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur mun liggja frammi í hátíðarsal Bessastaða kl. 13-18 í dag, á morgun og á þriðjudag. ■ Hlýtt er þel alþjóðar/4 Viðræður Netanyahus og Arafats í Bandaríkjunum Bandar íkj afor seti reynir að miðla málum Wye Mills í Maryland. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hugðist síðdegis í gær hitta aftur Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, og Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, í því skyni að reyna að miðla málum á öðrum degi viðræðna þeirra á búgarði í Maryland-ríki, um 110 km austur af Washington-borg, sem vonir hafa verið bundnar við að myndu koma friðarumleitunum við botn Miðjarðarhafs aftur í gang. Þrátt fyrir opinbert fréttabann hafði spurzt út, að á fóstudag hefði lítið miðað í viðræðunum, sem íram fara undir stjórn Madeleine Al- bnght, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Að sögn heimildarmanna voru taldar litlar líkur á að áleiðis miðaði fyrr en Clinton blandaði sér af al- vöru í málið. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði að Clinton myndi taka þá Netanyahu og Arafat á eintal hvom fyrir sig; viðræður allra þriggja væru ekki áformaðar. Markmiðið með viðræð- unum, a.m.k. af hálfu Bandaríkja- manna, er að Israelsmenn fallist á að gefa eftir yfírráð yfir 13% hernumdu svæðanna á Vesturbakkanum í skiptum fyrii- að heimastjórn Palest- ínumanna heiti því að taka öryggis- mál fastari tökum og framselji meinta hryðjuverkamenn. Hafna framsali Að sögn heimildarmanna gekk hvorki né rak í viðræðunum á fóstu- dag vegna þess að samningamenn Palestínumanna tóku ekki í mál að verða við kröfu ísraelsmanna um framsal 36 meintra hryðjuverka- manna, sem réttað yrði yfir í Israel. Málamiðlunartillaga Bandaríkja- manna um að réttað skyldi yfir þeim fyrir palestínskum dómstólum breytti engu. Reuters Pinochet handtekinn London. Reuters. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekinn í Lundúnum á fóstudagskvöld vegna ásakana um að bera ábyrgð á dauða spænskra ríkisborgara á valdatíma sínum á áranum 1973-1990, að því er talsmaður brezku lögreglunnar greindi frá í gær. Handtakan fór fram að beiðni spænskra dómara, sem rannsaka mannréttindabrot sem fram fóru í Chile á stjórnarárum Pinochets. Einræðisherrann fyi-rverandi, sem nú er 82 ára, gekkst á fóstudag undir skurðaðgerð á sjúkrahúsi í London. Beiðni spænsku dómaranna bygg- ist á Evrópusáttmála gegn hryðju- verkum. Stjórnvöld í Chile mót- mæltu formlega í gær og sögðu handtökuna brot á friðhelgi Pinochets, sem ber vegabréf stjórn- arerindreka. Hægt að ofveiða rjúpu á afmörkuðum svæðum Islenskir fuglar 30 MANNA UÐ URINN ER OKKAR HELSTA EIGN Alþjóðlegur ólíurisi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.