Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 48
**48 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LIKE MA¥BE T- TME MQUNTAIN!?, MOUl COULP TOU BE SURE VOU'D HAVE GOOP TIME ? ' I WONPER > WHAT IT UIOULP BE LIKE TO ÖO ON A J . L0N6 TRIP.. J TAKE YOUR POö AL0N6.. Smáfólk 1-8 Hvemig skyldi það vera að Eins og til dæmis til fjallanna... fara í langferð... Hvemig gætirðu verið viss um að skemmta þér vel? I Taktu hundinn þinn með þér... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Aldrei ráðist á gamla Gullfoss Frá Guðnwndi Magnússyni: GAMLI Gullfoss, flaggskip Eim- skipafélagsins á árunum 1915 til 1940, varð aldrei fyrir árás þýsks kafbáts eins og fullyrt er í fyrirsögn áberandi greinar á einni helstu fréttasíðu Morgunblaðsins í gær, fimmtudaginn 15. október. I grein- inni er stuðst við síðu úr bresku fréttablaði írá 21. ágúst 1915 og blað- ið borið fyrir þessum tíðindum. Jafn- framt rifjar Morgunblaðið upp frá- sögn í Öldinni okkar þegar í septem- ber 1915 hviksaga komst á kreik hér á landi um að þýskm- kafbátur hefði sökkt Gullfossi. Virðist eins og blaðið eða heimildarmaður þess telji ein- hver tengsl þama á milli. Undirritaður þekkii- svolítið til sögu Eimskipafélagsins og gaf í vor út ríflega 400 síðna bók, Eimskip frá upphafi til nútíma, þar sem saga fé- lagsins er rakin frá stofnun til okkar tíma. Stendur mér því nærri að biðja Morgunblaðið að koma eftirfarandi skýringum og leiðréttingum við fyrr- nefnda grein á framfæri. Þriðjudaginn 22. júní 1915 þegar gamli Gullfoss var á siglingu í Norð- ursjónum á leið til Islands birtist þýskur kafbátur og gaf skipverjum merki um að stöðva skipið og sýna skilríki þess. Var bátur þegar settm- út og farið um borð í kafbátinn með skipsskjölin. Þegar þau höfðu verið athuguð var Gullfossi gefið leyfi til að halda siglingu sinni áfram. Hefði annað og verið óeðlilegt þai’ eð Dan- mörk, sem Island tilheyrði þá, vai’ hlutlaust ríki í Norðurálfuófriðnum um þetta leyti. Þjóðverjar báðu Gull- fossmenn um að taka um borð skip- verja á tveimur bátum, sem þar voru í nánd, en þeir höfðu verið á finnskri skonnortu, Leó, sem þýski kafbátur- inn hafði sökkt nokkru áður. Um átta manns var að ræða. Var orðið við þeirri beiðni. Að svo búnu hélt Gullfoss áfram siglingu sinni og stefndi á Hjaltlandseyjar. Nokkru síðar þenn- an sama dag stöðvaði breskt varð- skip Gullfoss og krafðist þess eins og Þjóðverjamir áður að fá að skoða skipsskjölin. Var það gert og Gullfoss fékk heimild tO áframhaldandi sigl- ingar til Islands. Jafnframt tóku Bretarnir finnsku skipbrotsmennina um borð í varðskipið. Atburður þessi taldist tæpast til tíðinda á þessum tímum. Ófriðarþjóð- irnar höfðu það fyrir reglu að stöðva skip hlutlausra þjóða til að kanna hvort þau hefðu siglingaleyfi og hvort einhver óæskilegur varningur, sem gagnast gæti andstæðingnum, væri um borð. Mér var ókunnugt um skrif breska blaðsins, sem virðast birt tveimur mánuðum eftir atburð- inn í Norðursjónum, og greinilega eru að hluta til á misskilningi byggð. Gullfoss varð ekki fyrir neinni árás; það var ekki skotið á skipið. Og þó að léttvægt megi teljast þá voru skip- brotsmennirnir ekki rússneskir, eins og haft er eftir blaðinu, heldur finnskir. Myndimar sem fylgja frétt- inni hafa ekki sést hér áður, svo mér sé kunnugt, og em áhugaverðar. Er ekki ólíklegt að einhver yfirmanna á Gullfossi hafi tekið þær. Hvemig þær komust í hendur breska blaðsins veit ég ekki. Hinn atburðurinn, sem Morgun- blaðið nefnir í fimmtudagsgreininni, varð mánuði síðar og er annars eðlis. Sú fregn barst hingað til lands frá Færeyjum síðla í september 1915 að norsk blöð hefðu skýrt frá því að danska skipið Gullfoss hefði verið skotið í kaf af þýskum kafbáti. Setti beyg að mönnum við þessi tíðindi þvi skilja mátti þau svo að hér væri átt við hinn íslenska Gullfoss, sem sigldi undir dönskum fána og merkjum. En til allrar hamingju kom fljótlega í ljós að svo var ekki. Hinn íslenski Gull- foss var enn í Leith í Skotlandi þegai- atburðurinn átti að hafa gerst. Ekki hefur verið athugað sérstak- lega hvernig stóð á þessum norsk/færeysku fréttum en 1915 töldu menn hér á landi einna helst að Þjóðverjar hefðu sökkt dönsku skipi er borið hefði sama nafn og Gullfoss. Gamli Gullfoss var happaskip og þrátt fyrir tíðar siglingar um hættu- slóðir á árum fyrri og að hluta til síð- ari heimsstyrjaldar varð skipið aldrei fyrii- alvarlegu óhappi hvað þá árás. Sigurður Pétursson skipstjóri á Gull- fossi skýrði frá því í samtali við Valtý Stefánsson í Lesbók Morgunblaðsins 19. mars 1939 að á árum fyrri heims- styrjaldar hefðu skipverjar á Gull- fossi aðeins tvisvar séð til þýskra kaf- báta og aldrei lent í neinni hættu. Þýðingarmestu frumheimildir um siglingar gamla Gullfoss og allt sem á daga skips og skipverja dreif fyrr og síðar er að finna í leiðarbókum skips- ins. Þar er m.a. að finna frumgögn um samskiptin við þýska kafbátinn 1915. Að ósk Eimskipafélagsins eru leiðarbækurnar varðveittar í Þjóð- skjalasafni Islands og er öllum heim- ill aðgangur að þeim. Með þökk fynr birtinguna, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, sagnfræðingur. Ovissunni eytt Frá Kristjáni Sig. Kristjánssyni: UMRÆÐUÞÁTTUR ríkissjónvarps- ins „Eftir fréttir" þriðjudaginn 13. október sannaði svo ekki verður miklu um haggað hve ftjálst, óháð og upplýsandi Ríkisútvarpið er. En þar höfðu starfsmenn ofan- greindrar stofnunar viðtöl við sjálfa sig um ágæti þessarar stofnunar, óhagganleika, víðsýni svo ekki sé nú minnst á sjálfstæði hennar. Svo mikil er þessi fullvissa að ekki þarf að kalla á utanhéraðsmenn til að lyfta undir þessa óvilhöllu úttekt innanhring- borðsmanna RÚV. (Ég verð þó að skjóta því hér inní að ekki fannst mér útvarpsstjóri nægilega óháður þrátt fyrir langan starfsaldur, því miður og verður fréttastofa að bæta þar um.) Vinsældir RÚV og fylgi meðal þjóð- arinnar eru slíkar að aðeins verður jafnað við ást þegna þeirra Stalíns og Hitlers á ríkisútvörpum þeirra félaga og er þá mikið sagt. Nú nú! Ég vil aðeins fá að koma þakklæti mínu á framfæri til RÚV (sérstaklega til fréttastofu) fyrir að eyða þessari nagandi óvissu um þessa stofnun allra Iandsmanna. KRISTJÁN SIG. KRISTJÁNSSON, Bakkastíg 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.