Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 42

Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 42
i 42 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR >• b 7 t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, dóttur og systur, ÁSTU BRYNDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR alþingismanns, Hofgörðum 26, Seltjarnarnesi, fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 20. október kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Ástráður B. Hreiðarsson, Arnar Ástráðsson, Steinunn J. Kristjánsdóttir, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, Heimir H. Karlsson, Þorsteinn Hreiðar Ástráðsson, Björg Sæmundsdóttir, Ásdís Eyjólfsdóttir, Víglundur Þorsteinsson, Hafdís Björg Þorsteinsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi, langafi og bróðir, EINAR SIGURJÓNSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju þriðju- daginn 20. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknastofnanir. Hrefna Sigurðardóttir, Óskar Einarsson, Katla Magnúsdóttir, Inga Óskarsdóttir, Pétur Lúvisson, Hrefna Óskarsdóttir, Páll Arnar Erlingsson, Ásta Jóna Óskarsdóttir, Manzo Nunez, Tómas og Ágúst Þór Péturssynir, Einar Páll Pálsson, Ólafur Sigurjónsson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR BJÖRNSSON skólastjórí og fyrrverandi dómorganisti, verður kvaddur frá Dómkirkjunni, á morgun, mánudaginn 19. október, kl. 13.30. Útför hans verður gerð frá Hvammstanga- kirkju þriðjudaginn 20. október, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á styrktarsjóð Sjúkrahúss Reykja- víkur, blóðsjúkdóma og krabbameinsdeild. Sigrún Björnsdóttir, Hrefna Nellý Ragnarsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Ólöf Gerður Ragnarsdóttir, Guðríður Ragnarsdóttir, Birna Ragnarsdóttir, Achmed Essabiani, barnabörn og barnabarnabörn. Móðursystir okkar, LILJA JÓNSDÓTTIR SÖEBECK, Dalbraut 27, er lést 11. október, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 20. október kl. 15.00. Fyrir hönd systur hennar og annarra ættmenna, Pálína Aðalsteinsdóttir, Halldóra Aðalsteinsdóttir, Agnes Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Aðalsteinsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför INGVARS GÍSLA SIGURÐSSONAR. Erla Ingvarsdóttir, Rögnvaldur Hjörleifsson, Ásta Ingvarsdóttir, Sigfríður Ingvarsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Þórir Ingvarsson, Theodóra Ólafsdóttir, Svala Ingvarsdóttir, Ingólfur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. KRISTIN MAGNÚSDÓTTIR tKristín Magnús- dóttir fæddist í Reykjavík 12. aprfl 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 9. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Magn- ús Einarsson, verkamaður í Reykjavík, f. 30.9. 1874 á Arnarstöð- um í Hraungerðis- hreppi, d. 25.3. 1941, og Margrét Geirsdóttir, f. 16.9. 1873, á Bjarnastöð- um í Grímsneshreppi, d. 21.9. 1951. Hún átti 7 systkini, látin eru: Eyjólfur, Guðrún, Einar Sigurjón og Ellert Agúst. Eftir- lifandi eru: Geir, Ola Guðrún og Inga Torfhildur. Kristín fæddist og bjó alla sína tíð á Kárastíg 6 í Reykjavík. Hún s I I I § I 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 giftist Ólafi Haf- steini Sigurjónssyni 24. nóvember 1946, bflstjóra í Reykja- vík, hann lést 15. desember 1981. Dætur þeirra eru: 1) Jóhanna, f. 24. nóvember 1947, maki Benedikt Harðarson, dóttir hennar er Emilía Kristín. 2) Margrét, f. 14. maí 1950, maki Pétur Ragn- arsson. Þau skildu. Börn þeirra eru: Ragnar og Hlín. Sonur Mar- grétar er Ólafur Þórðarson, maki hans er Sólveig og eiga þau tvo syni. Utför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 19. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristín Magnúsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík 9. október sl. 89 ára að aldri. A mínu heimili var hún aldrei kölluð annað en amma Stína. Eg kynntist ömmu Stínu árið 1974, þegar leiðir okkar Margrétar dóttur hennai- lágu saman. Það er ekki oft á ævinni sem maður kynnist fólki eins og henni, það er sama hvað maður lætur hugann reika, ekki er hægt að finna neina nei- kvæða hlið á persónunni. Hún var alltaf létt og í góðu skapi, hafði góða kímnigáfu, talaði aldrei illa um nokkurn mann. Að heim- sækja hana var skemmtun, húmor- inn og glaðværðin á sínum stað þó að veikindin háðu henni oft og tíð- um. Amma Stína gat laumað út úr sér ótrúlegustu bröndurum. Mér varð líka fljótt Ijóst að undir yfir- borðinu lágu gáfur og greind. Hún var alla tíð nægjusöm, taldi sig hafa nóg af öllu, þó svo að okkur þætti ríkidæmið ekki mikið. Hún var lítillát og hógvær, talaði aldrei um sjálfa sig og kvartaði aldrei. Mér er það alltaf minnisstætt, þegar við Margrét sóttum hana heim á Kárastíg að kvöldi 15. des- ember 1981, þegar okkur hafði verið mmmmomm S I f 1 5 I 3 tilkynnt um andlát afa Óla. Hún kom út og settist inn í bílinn eins og ekkeil; hefði í skorist og bar harm sinn í hljóði, þegar kom að kveðju- stundinni á sjúkrahúsinu. Samt viss- um við að tengsl þeirra hjóna höfðu verið mjög sterk og missir hennar mikill. Amma Stína hafði átt við alvarleg veikindi að stríða áratugum saman, veiktist ung og var þá stundum ekki hugað líf, en alltaf stóð hún upp aft- ur, viljastyrkurinn var mikill og lífslöngun sterk. Amma Stína var í miklu uppáhaldi hjá mínum börnum og þótti þeim gaman að heimsækja Kárastíginn. Söknuður þeirra er mikill. Hún ferð- aðist talsvert um landið með afa Óla, hann var mikill veiðimaður og fóru þau ófáar ferðirnar til að veiða sil- ung, afi Óli hnýtti allar sínar flugur sjálfur - og þær voru margar! Amma sat þá gjaman á bakkanum og fylgdist með. Þau fóra ekki í ferð- ir til útlanda meðan hann lifði, en gamla konan dreif sig til Spánar með dætrum sínum árið 1992, þá 82 ára, og var það hennar fyrsta og eina utanferð, sem hún naut til hins ýtrasta og hresstist öll við að koma i Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir bútingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. nýtt loftslag. Lengi vel talaði hún um að gaman væri nú að fara aftur, en því miður varð ekki af því. Það vora þung spor hjá okkur Margréti og bömunum, Ólafi, Ragn- ari og Hlín, föstudagskvöldið 9. október, þegar við fórum inn á Hrafnistu til að kveðja ömmu Stínu í síðasta sinn, en það var bjart yfir svipnum hennar og við vissum að afi Óli var búinn að taka á móti henni hinum megin með faðmlagi og kossi eins og honum einum var lagið. Eg votta dætram hennar, bama- börnum og barnabarnabörnum sam- úð mína. Pétur. Amma Stína var lítil og falleg kona sem við vorum svo heppin að íylgja frá fæðingu okkar. Hún gaf svo mikið af sér bara með nærveru sinni að orð voru óþörf. Henni fylgdi alltaf ró og friður og maður var alltaf sáttari við tilverana eftir að hafa eytt með henni stund, sama hversu löng hún var. Hún var húmoristi og henni tókst að snúa öllu upp í grín, lífinu og dauðanum. Hún var hógvær og gerði lítið af því að tala um sjálfa sig. Hún þurfti heldur ekki að mikla sig fyrir okkur því öll hennar viska og fegurð geisl- aði af henni. Þegar maður kveður svo yndislega manneskju er erfitt að koma kveðjuorðum niður á blað því það bærast svo margar góðar til- finningar í brjósti okkar um hana. Það er eins og öll lýsingarorð heims- ins, hversu góð sem þau era, geti ekki lýst hug okkar til hennar. Hún var nefnilega miklu meira en bara góð og yndisleg, svo miklu, miklu meira en það. Hún hafði fullkomna sál og er það líklega besta lýsingin á henni ömmu okkar. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Við mun- um alltaf geyma þig í hjörtum okk- ar. Emilía, Ragnar og Hlín. Mig langar að minnast Kristínar móður Margrétar vinkonu minnar með örfáum orðum. Árið 1965 fór ég til Reykjavíkur í skóla. Áður hafði ég kynnst Möggu, sem hafði unnið í gróðurhúsum í minni sveit og urðum við miklir mátar. Fljótlega þegar til borgar- innar var komið leitaði ég uppi mína vinkonu sem bauð mér heim. Vel var tekið á móti mér á Kárastíg 6 af þeim sæmdarhjónum Stínu og Óla og varð þetta strax mitt annað heimili. Eftir á að hyggja hef ég oft undrast þá þolinmæði og skilning sem þessi hjón sýndu ungdömun- um. I þessu litla herbergi í litla húsinu varð strax miðstöð unga fólksins. Þar var oft þröng á þingi, mikið skrafað og spilað. Fljótlega varð það þannig að ég hugsaði ekki um það hvort Magga væri komin heim. Hún Stína var alltaf heima og tók á móti manni, gantaðist og spurði um hagi manns og komst að því hvað við stöllur vor- um að bralla hverju sinni. Stína elt- ist vel og má líklega þakka það hennar góða geði, jákvæðu viðhorfi og frábæm kímnigáfu. Tilsvör hennar hafa óneitanlega skemmt mörgum í gegnum tíðina. Eg þakka tímann sem ég fékk að eyða með fjölskyldunni á Kára- stígnum. Elsku Magga, Óli og fjölskylda, Ragnar og Hlín, Hanna og fjöl- skylda, mínar innnilegustu samúð- arkveðjur. Dóróthea Magnúsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EYÞÓR ÞÓRÐARSON Álftamýri 17, Reykjavík andaðist föstudaginn 16. október. Svanlaug Jóhannsdóttir, Elfa Eyþórsdóttir, Jóhann Loftsson, Þórey Eyþórsdóttir, Gunnar V. Jónsson, Bryndís Elfa, Eva Björg, Hildur, Svanlaug, Birkir og Harpa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.