Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 41 við ættum að voga okkur það stóra stökk að taka á langtímaleigu óinn- réttaða hæð í Armúla 44 og flytja skólann þangað. Kostnaðartölumar uxu okkur í augum en óbilandi trú Ragnars á að þetta væri fram- kvæmanlegt varð til þess að við tók- um stökkið og þurftum aldrei að sjá eftir því. Skólinn óx og dafnaði og flutti yfir Grensásveginn í eigið hús- næði á efstu hæð á Grensásvegi 3. Sú innrétting sem þar blasir við er að öllu leyti byggð á hugmyndum og óskum Ragnars um hagkvæmt og listrænt umhverfi fyrir tónlistar- kennslu. Það vai- ótrúlega ánægju- ríkur tími að vinna með Ragnari að uppbyggingarstai-fi, hlusta á hans hugmyndir og skýringar á því hvemig kennslustofurnar þyrftu að líta út og hvernig umgjörðin þyrfti að vera til þess að rétt umgjörð fyr- ir listræna sköpun væri til staðar. Á sama tíma og skólinn eignaðist sitt eigið húsnæði var því einnig vel sinnt að hljóðfæraeign skólans væri í samræmi við listrænar kröfur. Það er ekki á færi okkar Unnar að fjalla um listamanninn Ragnar Björns- son. Fyrir okkur var hann ekki listamaður heldur kær og góður vinur eins og Sigrún kona hans og dætur hans allar. Ragnar hafði áður veikst alvarlega en unnið sig út úr þeim veikindum með þeim óbilandi kjarki, hugrekki og jákvæðu hugar- fari sem bæði hann og Sigrún em gædd, þannig að ótímabært fráfall hans nú kemur okkur á óvart þó svo að við höfum vitað að við mættum búast við því. Vináttuböndin sem nefnd vom í upphafi tengdu fjórar manneskjur saman. Ein þeirra, Ragnar, er nú horfin á braut en hlýjar minningar standa eftir. Sig- mn, elskuleg vinkona okkar, og fjöl- skylda hennar veit vel hvar hún hef- ur okkur. Unnur og Garðar Ingvarsson. Hann skaust í heiminn stórhríð- ardag nokkurn á afskekktum heið- arbæ og vó fimm merkur. Móðirin tók sjálf á móti snáðanum, því bær- inn var mannlaus. Þegar ljósmóðir- in loks kom hríðarbarin lá því bein- ast við að skipta á rekkjuvoðum en að því loknu hugðist hún skoða barnið sem þá hvergi fannst hvern- ig sem leitað var. Allt í einu kom ferlegt öskur úr einu horni her- bergisins þar sem ótrúlega lítill reifastrangi var flæktur innan um óhreinu mmfötin. Síðan þá hefur Ragnar Bjömsson hvergi svo farið að ekki yrði eftir honum tekið. Síðsumarskvöld nokkurt, fyrir mörgum ámm, var það að hánor- rænn kappi birtist norður á Akur- eyri. Hann hafði mikið gult hár, snarhrokkið, snör gráblá augu sem blikuðu eins og fægt stál. Þessi maður hét Ragnar Björnsson og var mér algerlega ókunnur. I för með honum var kornungur geð- þekkur maður að nafni Erlingur Vigfússon. Ragnar var ekki með neinar óþarfa vangaveltur heldur snaraði kveðju á mannskapinn, settist við píanóið og Erlingur stillti sér upp við hlið hans og þar með upphófst einn skemmtilegasti konsert sem ég hefi orðið vitni að. Eftir konsert frétti ég að Ragnar væri kærasti systur minnar, hinnar kornungu Sigrúnar. Margt höfum við Ragnar brasað saman síðan þetta var. Hann var mikill náttúruunnandi og hafði gaman af hálfgerðum svaðilfórum. Honum þóttu þær svo hressandi og reyna vel á skrokkinn. Við flækt- umst saman um Jökuldalsöræfi ásamt Bjama Linnet mági mínum og jafnvel Dieter Roth sem einnig var mágur minn. Þarna í kyrrðinni og auðninni meðal veiðivatna og fjallasvana áttum við dýrðlegar stundii'. Hrikaleikinn var þó hluti af okkur sjálfum og til staðar hvert sem við fórum. Um bláar ör- æfanætur við svört fjallvötn og djúpa víðáttukyrrð var heilagleik- inn samt skammt undan. Eitt sinn þegar við vorum á heimleið af öræfum komum við við í Möðrudal á Fjöllum. Þá réð Jón Stefánsson þar ríkjum. Hann bless- aði okkur í bak og fyrir og gaf okk- ur rótsterkt kaffi. Þegar hann frétti að Ragnar væri tónlistarmaður bauð hann okkur í kirkju. Hann hafði smíðað þessa kirkju að öllu leyti sjálfur og einnig málað altari- stöfluna. Jón tók nú að spila á kirkjuorgelið ýmsa sálma. Allt í einu rak hann upp slíkt skaðræði- svein að við Ragnar hrukkum við. Hann var raunar að byrja á einum sálmi sem hann söng tveim áttund- um ofan við skrifaða hæð. Þannig söng hann hvern sálminn af öðrum með saklausan englasvip á þverskornu, veðurbitnu andliti. Eg sá að Ragnar starði undrandi á þennan mann sem var svo stórkost- legur í einlægni sinni og merkileg- ur í háttarlagi. Þama stóð þetta hörkutól, hann Ragnar, og tárin streymdu niður alvota vanga. Eg sá nú glöggt blíðu og tilfinningaríki Ragnars sem leyndist undir hinum daglega skráp athafnamannsins, karlmennisins, skörungsins, heims- mannsins. Eitt árið stóð þannig á fyrir Kar- lakórnum Geysi á Akureyri að eng- inn stjómandi fékkst. Þá sýndi Ragnar Bjömsson vel hvílíkur dáðadrengur og skörungs maður hann var og hljóp undir bagga hjá Geysi. í því sambandi braust hann norður um flestar helgar í þrjú ár ýmist fljúgandi eða akandi. Ekki var alltaf sól og sunnan átt. Miklu oftar norðanhraglandi - jafnvel illsku hríðarveður, en ekkert stopp- aði Ragnar Bjömsson af. Stundum var hann einn í bíl sínum í myrkri og hríð á Holtavörðuheiði. Hríðar- veðrið hringsnerist í bílljósunum og bíllinn virtist fara afturárbak. Svona ferðir tóku á og var Ragnar mjög þreyttur í leiðarlok. Smá- hrakningar vom þó ekki til að leggja á minnið að mati hans! Ekki var laust við að sumir kónnenn bæm óttablandna virðingu fyrir þessum einbeitta og vasklega manni sem tekinn var við kórstjórn. Hann vissi nákvæmlega hvernig hann vildi hafa hlutina og enginn vogaði sér annað en að sitja og standa eins og hann bauð. Og glæsilega konserta hélt Geysir und- ir stjórn þessa fágæta manns. Einn á Ýdölum í Aðaldal, þá var kórinn búinn að stilla sér upp á svið en söngstjórann vantaði. Uti geisaði hríðarveður. Þær fréttir bárust inn í salinn að lítil flugvél hnitaði hringi yfir húsinu í örlitlu uppstyttugati og þaðan mundi Ragnar ætla sér að stjóma konsertinum. En Ragnar var mikill húmoristi og allt í einu þusti hann inn í salinn, í eigin per- sónu, sprengmóður og alsnjóugur. Ekkert víl eða væl og einn af mörg- um eftirminnilegum konsertum í sögu Geysis hófst. Meðan Ragnar stjórnaði Geysi héldu Fóstbræður og Geysir ógleymanlega tónleika í Háskólabíói. Með þeim tónleikum kvaddi Ragnar Bjömsson Geysi. Meðal fágætra afbragðs stjórnenda sem Karlakórinn Geysir hefur notið í gegnum árin var Ragnar þar kannski fremstur meðal jafningja. Geysismenn vottuðu honum virð- ingu sína og þakklæti með hljóðri stund á æfingu sl. mánudagskvöld. Framlag hans til Karlakórsins Geysis var þess eðlis að enginn hefði lagt það á sig nema Ragnar Bjömsson. Eg ætla ekki að fara að rekja sjúkrasögu Ragnars hér né hans harðvítugu baráttu við hinn iEkynja sjúkdóm. Um tíma virtist hann laus við beinkrabba sem að einhverju leyti hafði molað í honum rifbeinin, ásamt öðru. Krabbinn gekk til baka og rifin grem á ótrúlega skömmum tíma. Þá sagði Ragnar drjúgur á svip: 0, hún er nú betri en engin hún Sigrún. Allir sem til þekktu vissu um hennar mikla framlag. Og síðar þegar illkynja sjúkdómur altók Ragnar að nýju hélt hann áfram að segja: 0, hún er nú betri en engin hún Sigrún. Undir það síð- asta dvaldi Sigrún nótt og dag á sjúkrahúsinu hjá Ragnari. Þá sagði Ragnar veikum róm: Sigrún hefur aldrei kunnað að fara með peninga fremur en þau systkinin öll, en hún á kærleikann sem hvorki ryð né mölur fær grandað. Þegar önd Ragnars yfirgaf bústað sinn kvaddi hjarta hans hjarta eiginkonunnar með kröftugu banki: Sigrún tók Ragnar í faðm sér. Hann var sagð- ur látinn en þó var hann ekki meira látinn en það að hann hafði tíma til að kveðja ástvin sinn og eiginkonu í hinsta sinn, á eins fullkominn hátt og hægt var. Guð blessi minningu hans. Ragnar átti nána vini hér á Akur- eyri. Fyrir þeirra hönd votta ég systur minni, Sigiúnu, og öllu fjöl- skylduliði hennar og Ragnars djúpa hluttekningu. Algóður Guð blessi ykkur, landið og tónlistina. Vigfús Björnsson. + Ástkær dóttir mín, systir, mágkona, fóstur- móðir og frænka, ÁSLAUG K. MAGNÚSDÓTTIR, Kötlufelli 3, áður til heimilis í Svíþjóð, verður jarðsett frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. október kl. 13.30. Magnús St. Daníelsson, Jórunn I. Magnúsdóttir, Jón S. Magnússon, Arnhildur S. Magnúsdóttir, Ingibjörg L. Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Agnar E. Agnarsson, Stefán H. Stefánsson, Kolbrún Viggósdóttir, Jón Guðbjörnsson, Sveinn Isebarn, Magnús Karlsson, Carína Persson og frændsystkini. ■i + JÓHANNESJÓHANNESSON listmálari, Háteigsvegi 42, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 12. október, verður jarðsunginn frá Grens- áskirkju miðvikudaginn 21. október. Sigrún Guðnadóttir, Kjartan Jóhannesson, Sigurður Jóhannesson, Egill Jóhannesson, Halla Jóhannesdóttir, Ingimar Sigurðsson, María Guðmundsdóttir, Sóley Reynisdóttir, Elín Maria Guðjónsdóttir, Andri Lárusson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Kárastíg 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 19. október kl. 13.30. Jóhanna Ólafsdóttir, Benedikt Harðarson, Margrét Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. -S Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. 'JlomaJitís 'JKoifcÍísfup - ' Háhoft 24 vö VestuftaruJivefl *) Símar: 566 8700/565 8588 Ú + Eiginmaður minn, FRIÐÞJÓFUR KARLSSON, Þangbakka 10, Reykjavík, sem lést 9. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 19. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Fríða Karen Ólafsdóttir. 0 ÚTFARARÞJÓNUSTAN Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is LEGSTEINAR f Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blásryti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri 9* v £ s Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.