Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Schröder með öll gögn um mál Goethe-stofnunar hér Þingmaður frá Neðra-Saxlandi kveðst ætla að beita þrýstingi þegar ný stjórn hefur tekið við í Þýskalandi GERHARD Schröder, verðandi kanslari Þýskalands, hefur fengið í hendur allar upplýsingar um mál- efni Goethe-stofnunar á íslandi, en eins og sakir standa eru mikilvæg- ari mál á dagskrá í stjómarmynd- unarviðræðum jafnaðarmanna og græningja í Bonn. Annette Fafle, þingmaður jafnað- armanna frá Neðra-Saxlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún sæi til þess að Schröder fylgd- ist með stöðu mála á íslandi. Hins vegar væri enn ekki einu sinni ljóst hvort Goethe-stofnun hyrfi úr um- sjá utanríkisráðuneytisins til menntamálaráðuneytisins. „Schröder mun ekki gleyma sínu innleggi" Þingmaðurinn kvaðst ekki geta sagt hvort það myndi hafa áhrif á þá ákvörðun, sem tekin yrði, að opnuð hefði verið Goethe-miðstöð á Islandi, en hún hóf störf á föstudag. „Ég get ekki sagt fyrir um það hvemig nýr ráðherra fer með mál- ið,“ sagði hún. „En Schröder mun ekki gleyma sínu innleggi og ég mun þrýsta á um málið. Ég sætti mig ekki við að þetta verði með þessum hætti. Ég vil fá Goethe- stofnun og enga neyðarlausn. En ég get ekki sagt til um hvort þessi lausn er nothæf eða ekki. Til þess er ég of langt í burtu.“ Með innleggi Schröders átti FaBe við orð hans þegar hann kom til Is- lands í nóvember 1997. Ræddi hann þá meðal annars um Goethe-stofnun við Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra. Sagði Schröder ákvörðun þýskra yfirvalda ranga. „Ég hef orðið var mikils áhuga íslendinga á þýskri menningu og þessi áhugi verður að eiga sér handfast athvarf hér,“ sagði Schröder í heimsókn- inni. „Þess vegna tel ég rangt að ætla að loka einu Goethe-stofnun- inni hérlendis og að vísa Islending- um á að þeir geti leitað til stofnun- arinnar í Kaupmannahöfn tel ég [...] vafasamt með tilliti til sögunnar.“ FaBe sagði að afstaðan í þessu máli færi ekki eftir flokksh'num og hún þekkti einn þingmann kristi- legra demókrata, sem hefði barist gegn ákvörðuninni. Þessi ákvörðun hefði verið tekin af stjórnendum stofnunarinnar vegna minni fjárveit- ingar, en ekki gengi að loka stofnun- inni á íslandi. Jafnaðarmenn gætu ekki lofað því að peningum myndi rigna yfir Goethe-stofnanir í hinum ýmsu löndum. „En það gengur ekki pólitískt að loka Goethe-stofnun á Islandi," sagði hún. Áskorun Vigdísar í Cuxhaven Tveggja daga hátíðahöld voru í bænum Cuxhaven í Þýskalandi um helgina til að halda upp á vinabæja- samband Cuxhaven og Hafnarfjarð- ar. Þar talaði Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti, og skoraði, að sögn FaBe, sem þar var einnig stödd, á stjómvöld að endurskoða máleftii Goethe-stofnunar. Meðal viðstaddra á hátíðahöldun- um voru einnig Ingimundur Sigfús- son, sendiherra Islands í Þýska- landi, Rolf Peters, formaður vinafé- lagsins í Cuxhaven, og Ása María Valdimarsdóttir, formaður vinafé- lagsins í Hafnarfirði. Auk Vigdísar flutti Arthúr Björg- vin Bollason ávarp á vinabæjahátíð- inni. Utilega í þágu neyslumenningar NOKKUR hundruð manns söfnuð- ust saman fyrir framan Radíóbúð- ina í Skipholti þar sem fram fór rýmingarsala á þrotabúi verslun- arinnar í gærmorgun. Þeir sem mest lögðu á sig við að ná sér í sjónvörp, hljómflutningstæki og önnur rafmagnstæki á miklum af- siætti tryggðu sér sæti fremst í biðröðinni alit að hálfum sólar- hring áður en dymar voru opnað- ar. Þeir fengu því að þreyja nótt- ina vel dúðaðir í kuldagöllum og biðu þess að birti. Um nóttina bættust svo fleiri í hópinn uns bið- röðin hafði náð langt vestur eftir Skipholtinu. Rýmingarsalan hófst síðan klukkan 10 í gærmorgun og þurfti að bregða á það ráð að hleypa kaupendum inn í hópum. BLAÐINU í dag fylgir auglýsinga- blað frá Verðbréfamarkaði Islands- banka, „Rétti tíminn til að fjár- festa“. BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingabæklingur á vegum Landssambands bakarameistara og Samtaka iðnaðarins. Bflvelta og mörg óhöpp í hálkunni Á EINNI klukkustund, milli kl. 10 og 11 í gærmorgun, var lögreglunni í Reykjavík til- kynnt um fimm umferðar- óhöpp í umdæmi sínu af völd- um hálku. Þá valt fólksbifreið á ellefta tímanum í gærmorg- un í Lögbergsbrekku íyrir of- an Gunnarshólma á Suður- landsveginum. Engin slys urðu á fólki. Nota má neglda hjólbarða fyrir 1. nóvember Saltbílar borgarinnar hófu saltdreifíngu á helstu öku- leiðum snemma í gærmorgun og má ljóst vera að nú þegar tæp vika er til fyrsta vetrar- dags hefjist örtröð á hjól- barðaverkstæðum Reykja- víkur og nágrennis. Ef að- stæður krefjast má nota neglda barða fyrir 1. nóvem- ber og er því líklegt að marg- ir muni bregða á það ráð. Morgunblaðið/Golli 150 héldu dagbók á vefnum Á DEGI dagbókarinnar, 15. októ- ber sl., gafst lesendum vefja Morgunblaðsins kostur á að halda dagbók á vefnum. Hver notandi skráði sig þá inn með kenniheiti og lykilorði sem hann valdi sjálfur. Um 150 manns skrifuðu dagbók á vefnum og hluti þess fólks gaf leyfi sitt fyrir því að dagbókin yrði öðrum til sýnis. Hægt er að lesa þær dagbækur á vefsiðum Morg- unblaðsins, www.mbl.is, með því að smella á hnappinn Dagur dag- bókar. -------------- Steini kastað í andlit manns TILKYNNT var um slagsmál tveggja manna við Tryggvagötu aðfaranótt laugardags. Þegar lög- reglu bar að sá hún annan manninn kasta þungum steini í andlit hins. Steinninn lenti fyrir ofan nef hans og var hann fluttur á slysadeild af lögreglumönnum. Hinn maðurinn var fluttur í fangageymslu lögregl- unnar. Meiðsl hins slasaða eru ekki talin alvarleg. A ► l-64 Rjúpan ofveidd á af- mörkuðum svæðum ► Ýmislegt bendir til að afrán og ofveiði hamli vexti ijúpnastofnsins sumsstaðar. /10 Markaðshagfræðin endanieg kenning? ►Tískusveiflur stjóma ekki aðeins kjólalengdinni heldur gætir þeirra í hagheiminum. /12 í hringiðu bíla og bókmennta ►Meðalkonur á hæð á íslandi verða að ótíndum skessum í Ind- iandi. /26 Mannauðurinn er okk- ar helsta eign ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Frosta Bergsson í Opnum kerfum. /30 B ► l-24 Alþjóðlegur olíurisi ►Sagt frá norska olíuævintýrinu og stórfyrirtækið Statoil sótt heim. /1 Fyrir ólæstum dyrum ►Rætt við Halldór Antonsson bónda á Tumabrekku. /6 Afmæiisboð í Armeníu ►Einar Falur fann vini í framandi landi. /8 C______________________ ► 1-4 Landið og orkan D FERÐALÖG ► 1-4 Óbyggðirnar handan við hornið ►í hinni þéttbýlu Evrópu er enn að finna staði þar sem lífríkið er villt, landslagið stórbrotið og iífs- hættir fólks eins og frá öðru tíma- skeiði. /2 Kjötið kvatt á IVIotting Hill ►Lundúnabúar segja árlega kjöt- kveðjuhátíð sína á Notting Hill þá næstfjölmennustu í heimi. /4 E BÍLAR_______________ ► 1-4 Harðkornadekk á markað ►Nokkur hundruð milljón velta áætluð hérlendis. /2 Reynsluakstur ►Land Rover Freelander - borgar- bíll meðjeppalagi. /4 Fatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-20 Háskóli íslands velur Navision Financials ► Samþættirbókhald og kennsluáætlanir. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fiéttir 1/2/4/8/bak Brids 50 Leiðari 32 Stjömuspá 50 Hdgispjall 32 Skák 50 Reylqavíkurbréf 32 Fðlk í fréttum 54 Skoðun 36 Útv./sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Dægurtónl. 18b Bréftilblaðsins 48 Mannl.str. 22b ídag 50 INNLENDAR FF lÉTTIR: 2-4-8-BAK * ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.