Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 SKOÐUN FRELSUM KVOTANN! NÚ FER fljótlega að draga til tíðinda í málefnum sameignarkvóta allra landsmanna með hækkandi sól að vori. Ekkert bólai- enn á nýj- ungum sem leiðrétta þau mann- réttindabrot sem núverandi ríkis- stjóm Islands er fulltrúi fyrir í málefnum laga um stjóm fiskveiða. í erindisbréfi mínu til sjávarút- vegsráðherra á síðasta ári sótti ég um forræði yfir mínum ætlaða hlut í sameign allra landsmanna, fiski- ’stofnum íslands. Ég vildi draga minn hlut út úr sameigninni í mót- mælaskyni við víðtæka misnotkun fárra á sameigninni. Svarbréf ráð- herra sjávarútvegsmála var væg- ast sagt lævíst. „Sökum skorts á lagaheimildum er ekki hægt að verða við erindi yðar.“ Svar sem þetta er óásættanlegt frá ráðheira almannahagsmuna í ríkisstjóm Is- lands. Ég hef enn ekki orðið var við neina viðleitni frá þingmanni Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi, nú- verandi hæstvirtum sjávarútvegs- ráðherra, og félögum hans í ríkis- stjóm Islands um að koma með úr- bætur á einni ömurlegustu mann- réttindakúgun á Islandi síðari tíma sem lögfest er í „Lögum um stjóm fiskveiða", annar kafli um atvinnu- réttindi sjómanna sem hljóðar svo að efni til: „Þeir einir fá úthlutað kvóta sem áttu bát eða skip 1984, sem hafði veiðileyfi og veiðireynslu þijú ár þar á undan.“ Það þarf að fara 150 ár aftur í tímann til að finna sambærilega mannréttindakúgun í íslandssög- unni en það hljóðar svo að efni til. „Þeir einir hafa kosningarétt og kjörgengi á Islandi sem era karlar sem eiga jarðir og húseignir.“ Það skítur skökku við að boðber- ar frelsis og framfara á íslandi í dag, ráðherrar Framsóknai- og Sjálfstæðisflokks, skulu vera ábyrgir fyrir þessari grófu mann- réttindakúgun í úthlutun atvinnu- leyfa á íslandi nútímans. Eins og allir vita þá fer sjávarút- vegsráðherra með yfirstjóm laga um stjórn fiskveiða. Fyrsti kafli laganna er stór góðurað efni til og maður tárfellir yfir hugulsemi landsfeðranna í garð íbúa Islands og fiskistofna íslandsmiða. Það er í öðram kafla laganna sem finna má ákvæðið um mannréttindabrot og atvinnukúgun sem útrýma þarf úr íslenskum lögum í eitt skipti fyrir öll. Það er undravert að atvinnu- réttindi skuli yfir höfuð heyra und- ir sjávarútvegsráðuneytið og ámælisvert fyrir Alþingi Islend- inga að svo skuli vera, því að sam- gönguráðuneytið fer með mála- flokkana: siglingar almennt, flug- rekstur og málefni atvinnubíl- stjóra, flugliða og sjómanna þegar kemur að umsókn um leyfi til at- vinnurekstrar í viðkomandi fag- greinum. I þessu sambandi vil ég Þakrennur vekja athygli á því að til era sérstakar vinnureglur/lög hjá samgönguráðuneytinu þegar aðili eða aðilar sækja um leyfi til rekstrar loftfara í at- vinnuskyni, á þar til gerðu eyðublaði, sem vel gæti átt við um út- gerð á íslandi. Ég spyr? Af hverju era ekki til sérstök at- vinnuleyfi tO útgerða fiskiskipa á Islandi sem era sambærileg við flugrekstrarleyfi og heyra undir sam- gönguráðuneytið? Ég vil kalla þetta atvinnuréttindaleyfi, útgerðarleyfi sambærilegt við flug- rekstrarleyfi. Ég sé útgerðarleyfi sem sér- staka lausn á því aumkunarverða mannréttindabroti sem nú hvílir á íslenskum sjómönnum og nú er eignað sjávarútvegsráðherra og fé- lögum hans í Sjálfstæðisflokknum. Af hverju eru ekki til sérstök atvinnuleyfí til útgerða fískiskipa, spyr Guðbrandur Jónsson, sambærileg við flug- rekstrarleyfí sem heyra undir samgönguráðu- neytið. Lausnina á kvótavandræðum og atvinnuréttindakúgun tel ég liggja í þeirri annars einföldu aðgerð að einangra kvótann frá veiðileyfi báta og togara sem hér eftir sækja um leyfi til útgerðar á íslandsmið- um eftir kerfi sem ég vil reifa hér nokkuð nánar. Kerfið þjónar almannahagsmun- um, hagsmunum þjóðarbúsins í heild sinni og sérstaklega hags- munum islenskra útgerða og sjó- manna og heyrir undir samgöngu- ráðuneytið. Lögin um stjóm fisk- veiða verða nánast óbreytt en út fara ákvæði um veiðileyfi og at- vinnuréttindi sem flytjast yfir á samgönguráðuneytið. Á þennan hátt tel ég að útgerðarleyfið verði á margan hátt líkt flugrekstrarleyfi og því öryggiskerfi sem þar er að finna fyrir stjórnvöld. Hugmynd að útgerðarleyfí Við göngum út frá því að draum- ur minn hafi ræst og sjávarútvegs- ráðherra stjómi sameign þjóðar- innar samkvæmt 1. kafla laga um stjóm fiskveiða en samgönguráð- herra stjómi skráningu skipa og báta, veiðileyfi til handa skipum og bátum á íslandsmiðum í lögum og reglugerð um útgerðarleyfi. Aðdragandinn að útgerðarleyfi gæti orðið eitthvað á þessa leið: Samgönguráðhema auglýsir eft- ir umsóknum um útgerðar- og veiðileyfi á Islandsmiðum og geta allir sótt um sem eiga skip og bát sem viðurkenndur er af Siglinga- málastofnun. Útgerðar- og veiðileyfi verða gefin út til 5,10,15, 20 ára allt eftir aldri skips eða báts. Útgerðarleyfið er fyrir yfirstjórn útgerðar en veiðileyfið fyrii- hvem bát eða skip innan sömu útgerðar. Skilyrði fyrir útgáfu útgerðar og veiðileyfis, hvort sem um er að ræða einstaklingsfyrirtæki eða hlutafélag, er að viðkomandi sendi inn viðurkennda rekstraráætlun yfir gildistíma útgerðar og veiði- leyfis. Rekstraráætlun skal byggð á rekstrar- og efnahagsreikningi viðkomandi umsækjanda 3 ár aftur í tímann, meðaltekjur og meðal- gjöld, og skal rekstraráætlun fyrir gildistímann byggð á þeim granni. í rekstr- aráætlun undir liðnum gjöld skal vera kostn- aðarliðurinn „veiði- leyfagjald“ að mati umsækjanda sem hlut- fall af tekjum í krón- um talið. Undir liðnum eignir/skuldir í rekstr- aráætlun skulu koma fram eignir og skuldir umsækjanda á síðasta framtalsári. Með umsókn skulu fylgja löndunarskýrsl- Guðbrandur ur fyrir viðkomandi Jónsson skip/bát sem sótt er um veiðileyfi fyrir 3 ár aftur í tímann þar sem fram kemur sundurliðun á magni fisktegunda, sem er grannur að tekjuskráningu í rekstraráætlun. Þeir ganga fyrir við veitingu út- gerðar- og veiðileyfis sem hag- kvæmast hafa hlutfallið tekjur mínus gjöld og hæst hafa skráð veiðileyfagjald í krónum talið í rekstraráætlun, að teknu tilliti til eigna og skulda, og áherslu á fyllsta öryggi skips og áhafnar. Þetta er draumsýn mín um framkvæmd á nýrri stjóm fisk- veiða á næsta kjörtímabih. Urvinnsla umsókna Þegar samgönguráðherra hefur móttekið allar umsóknir innan til- skilins frests, hefst vinnsluferli í sérstakri deild ráðuneytisins sem fjallar um hveija umsókn fyrir sig á faglegum nótum. Þeir velja síðan úr umsóknir á grundvelli hag- kvæmni og rekstraröryggis þar til er búinn heildarkvóti sjávarútvegs- ráðherra samkvæmt 1. kafla lag- anna um stjórn fiskveiða. Það verða síðan sjávarútvegsráðuneyt- ið og undirstofnanir þess sem hafa eftirlit með hverjum og einum um- sækjanda frá ári til árs. Þeir sem misnota kerfið tapa veiðileyfinu. Verði slys og óhöpp tíðari hjá einni útgerð umfram aðra þá verður út- gerðarleyfíð endurskoðað. Um veiðileyfagjald Eins og fram kemur í þessari hugmynd verður það á valdi um- sækjanda að ákveða hversu hátt veiðileyfagjald viðkomandi er reiðubúinn að borga fyrir útgerð- ar- og veiðileyfið sem hlutfall tekna af útgerð á ársgrandvelli. Ég get séð fyrir mér það ákvæði í reglugerð að allur undirmálsfisk- ur skuli á land borinn og fari á upp- boð. Andvirðið skiptist á milli út- gerðar í formi frádráttar á veiði- leyfagjaldi til áhafnar sem aflahlut- ur og til rekstrar á nýju haírann- sóknaskipi. Til umhugsunar Nú er það ekki almennur ásetn- ingur skipstjóra að kasta fisk í sjó- inn en það er kerfið sem neyðir yf- irmenn til slíkra hluta. Ég þekki það sjálfur sem fyrrverandi háseti á togara. Því ætti undirmálsfiskur að vera utan löndunarkvóta í þessu kerfi, en eftirlitskerfið sjái til þess að hlutfallið verði ekki hærra en 20% af lönduðum afla á ársgrund- velli eða frá veiðiferð til veiðiferð- ar. Ég hef ástæðu til að ætla að frá- kast í útgerð sé ca 10% af úthlut- uðu aflamarki á ársgrundvelli og allt era þetta verðmæti sem nýtast ættu þjóðarbúinu sem fiskur til manneldis. Ég get mér til að frá- kast sé ca 10% af 204 þús. tonnum bolfisks eða ca 20 þús. tonn, sem vel mætti selja á fiskmarkaði fyrir kr. 20 kílóið. Verðmæti þess era kr. 400 milljónir. Það era því þjóðar- hagsmunir að nýta allan fisk sem upp kemur frá bátum og toguram á Islandsmiðum. HSfundur er þyrluflugstjóri. Heildarstaðan á Olympíu- skákmótinu SKAK Blista 26. sept -13. okt. 1998 ÓLYMPÍU- SKÁKMÓTIÐ Rússar sigruðu naumlega á mótinu eftir harða keppni við Bandaríkja- menn. ísland varð í 50.-52. sæti, eftir tvö töp í lokin. Það er engin ástæða til að ör- vænta yfir því að íslenska sveitin varð miklu neðar en á undan- fórnum mótum. I Armeníu 1996 varð liðið í 8.-12. sæti. Síðan hafa orðið miklar mannabreyt- ingar í landsliðinu. Fyrir fram var Island í 38. sæti í styrkleika- röðinni, þannig að ekki var nein sérstök ástæða til bjartsýni. Venjulega hefur liðið náð miklu betri árangri en stigin hafa gefið til kynna og má það líklega þakka mikilli reynslu þeirra liðs- manna sem nú era hættir. Það þýðir þó ekki að keyra endalaust á sömu gömlu jálkunum, fyrr eða síðar verða nýir menn að taka við. Það spillti líka fyrir ár- angrinum að sveitin var ekki heppin með andstæðinga í lokin og komst ekki í tæri við neitt lið sem hægt var að vinna stórt. Réttur samanburður við þenn- an árangur er það þegar síðast urðu kynslóðaskipti í Ólymp- íuliðinu en það var 1976 og 1978. Árangtuinn nú er betri en 1976, þegar Island varð í 20.-22. sæti af 48 þjóðum á slöku móti, sem austurblokkin hundsaði og álíka góður og 1978 þegar ísland varð í 28. til 31. sæti af 65 þátttöku- þjóðum. Heildarúrslitin í Elista liggja nú loksins fyrir: 1. Rússland 1 3514 v. af 52 mögulegum 2. Bandaríkin 34'/2 v. 3. Úkraína 32V4 v. 4. ísrael 32/2 v. 5. -7. Kína, Þýskaland og Georgía 31‘/2 v. 8.-9. Rússland II og Ungverjaland 31 v. 10.-15. Rúmenla, England, Holland, Hvíta-Rússland, Lettland og Pólland 30‘/2 v. 16.-19. Armenía, Búlgaría, Júgóslavía og Kasakstan 30 v. 20.-23. Tékkland, Svíþjóð, Litháen og Slóvenía 29 14 v. 24.-25. Kúba og Króatía 29 v. 26.-34. Frakkland, Úsbekistan, Ar- gentína, Spánn, Bosnía, Sviss, Rúss- land III, Indland og Mexíkó 28'/2 v. 35.-39. Kirgistan, Filippseyjar, Moldavía, Egyptaland og Grikkland 28 v. 40.-49. Eistland, Ítalía, Aserbadsjan, Kanada, Finnland, Albanía, Makedón- ía, Tadsjikistan, Brasilía og Mongólia 27-/2 v. _ 50.-52. ísland, Austurríki og IBCA (lið sjónskertra) 27 v. 53.-56. Bangladesh, Belgia, Víetnam og Nýja-Sjáland 25'Æ v. 57.-61. Kólumbía, írland, íran, Chile og Angóla26 v. 62.-69. Ástralía, Perú, Venesúela, Skotland, Portúgal, Lúxemborg, Wa- les og Nígería 25-/2 v. 70. Tyrkland 25 v. 71. -73. Færeyjar, Túrkmenistan og frak 24-/2 v. 74.-78. Malasía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Puerto Rico, Andorra og Jamaíka 24 v. 79.-83. Ekvador, Suður-Afríka, Zimbabwe, Rússland IV (lið heima- manna í Kalmykíu) og Kenya 23-/2 v. 84.-88. Jemen, Bólivía, Lýbýa, Kýpur og Singapore 23 v. 89.-93. Kvatar, Trinidag og Tobago, Japan, E1 Salvador og Uganda 2214 v. 94.-97. Líbanon, Palestína, Hondúras og San Maríno 22 v. 98.-100. Nicaragua, Barbados og Macao 21-4 v. 101. Botswana 21 v. 102. -104. Malta, Namibía og Malí 2014 v. 105.-106. Jersey og Afganistan 20 v. 107. Hollensku Antillaeyjar 19 v. 108. Guemsey 1814 v. 109. Seychelles eyjar 18 v. 110; Bandarísku jómfrúareyjar 3 v. I íslenska liðinu vora þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Helgi Áss Grétarsson, Jón Viktor Gunn- arsson, Jón Garðar Viðarsson og Björgvin Jónsson. Liðsstjóri var Áskell Örn Kárason og farar- stjóri Hrannar B. Amarson. Kvennaflokkur Kínverska sveitin sigraði með miklum yfirburðum, hlaut 29 vinninga af 39 mögulegum, en sveitir Rússlands og Georgíu komu næstar með 27 v. ísland átti ekki kvennasveit á mótinu. Bergsteinn efstur á Haustmóti TR Bergsteinn Einarsson er efst- ur í A-flokki á Haustmóti TR með sex vinninga þegai- átta um- ferðir af ellefu hafa verið tefldar. Sævar Bjarnason er í öðra sæti hálfum vinningi á eftir Berg- steini. Sævar á hins vegar eina frestaða skák til góða og gæti því náð efsta sætinu. Staðan í A- flokknum er þessi: Morgunblaðið/Kristínn 1 Bergsteinn Einarsson 6 v. 2 Sævar Bjamason 514 v.+fr. 3 Stefán Kristjánsson 514 v. 4 Sigurbjöm Björnsson 5 v. 5 Bragi Þorfinnsson 414 v. 6 Bjöm Þorfinnsson 4 v. 7 Amar E. Gunnarsson 314 v. 8-9 Þorvarður F. Ólafsson 3 v. 8-9 Kristján Eðvarðsson 3 v. 10 Einar Hjalti Jensson 214 v.+fr. 11 Heimir Asgeirsson 214 v. 12 Jón Á. Halldórsson 2 v. í B-flokki er staða efstu manna þessi: 1 Árni H. Kristjánsson 614 v. 2 Guðjón H. Valgarðsson 6 v. 3-4 Sigurður P. Steindórsson 5 v. 3- 4_ Amgrímur Gunnhallsson 5 v. I C-flokki hefur keppnin jafn- ast mikið í síðustu umferðum og þar era 4 skákmenn jafnir og efstir: 1-4 Hjörtur Þór Daðason 5 v. 1-4 Dagur Arngrímsson 5 v. 1-4 Birkir Örn Hreinsson 5 v. 1-4 Andri H. Kristinsson 5 v. D-flokkur er opinn flokkur með 34 þátttakendum. Eins og í efri flokkunum era tefldar 11 umferðir. Eftir átta umferðir era þessir efstir: 1 Rafn Jónsson 7 v. 2 Guðmundur Kjartansson 614 v. 3 Baldvin Þ. Jóhannesson 6 v. 4- 5 Eiríkur G. Einarsson 514 v. 4-5 Gústaf Smári Björnsson 514 v. Níunda umferð var tefld föstu- daginn 16. október. Tíunda um- ferð verður tefld á sunnudaginn kl. 14 og lokaumferðin miðviku- daginn 21. október kl. 19:30. Mótið er haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxa- feni 12. Áhorfendur eru vel- komnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.