Morgunblaðið - 18.10.1998, Side 50

Morgunblaðið - 18.10.1998, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 Hvernig má skýra sveifl- urnar í þorskstofnum Norður-Atlantshafs? Ufflutningsráð Samtaka verslunarinnar - FÍS - boðar til fundar þriðjudaginn 20. október kl. 12.00 í Skálanuni. Hólel Sögu. Framsögumenn verða Jón Kristjánsson, fiskifrœð- ingur, og Kristinn Pétursson, framkvœmdastjóri Gunnóifs ehf, á Bakkafirði. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,- FUNDURINN ER ÖLLUIVI OPINN. Vinsainlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í síma 588 8910. SAMTÖK VERSLUNARINNAR - félag íslenskra stórkaupmanna - Nám í hótel- og matvælagreinum vorönn 1999 Grunndeild matvælagreina Matartæknabraut Matsveinanám Nám í löggiltum iðngreinum: Bakaraiðn, framreiðslu, matreiðslu og kjötiðn Kennsla hefst í janúar. Innritun fer fram í skólanum til 15. nóvember. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 8.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Umsóknum fylgi einkunnir, mynd og afrit af námssamningi fyrir löggiltu greinarnar. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKOLINN I KOPAVOGI v/Digranesveg - 200 Kópavogur, sími 544 5530, fax 544 3961. Netfang mk@ismennt.is Barnarúm U|g pOi Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks í fasteignaleit Vyí' .mbl.is/fasteignir í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver þekkir konurnar? Á ÞESSARI mynd eru ungar konur sem lærðu klæðskurð og karlmanna- fatasaum hjá Guðmundi Sigurðssyni klæðskera í Reykjavík sem var til húsa í Bankastræti á þriðja ára- tugnum. Þær eru hátíðleg- ar á þjóðbúningunum sín- um og í þjóðlegri hefð er nálgast þúsund ára afmæli Alþingis 1930 en á þessum árum var mikil gróska í ís- lensku menningarlífi og listum. Myndin er tekin af Sigurði Guðmundssyni, Ijósmyndara, syni Guð- mundar, þegar hann var við ljósmyndanám og er hún eldri en myndir sem komnar eru til þjóðminja- safns frá ljósmyndastofu hans. Vitað er að þriðja frá vinstri er Vilborg Einars- dóttir, kona Guðmundar Benjamínssonar klæð- skera, en gaman væri ef einhver vissi deili á hinum ungu konunum svo og ártalið sem myndin er tek- in (líklega eftir 1923). Væri vel þegið ef látið væri vita í síma 554 1199, Jóhanna. Miðbæjarskólinn 100 ára MIKIL viðbrigði voru að koma inn í gamla Miðbæj- arbarnaskólann. Þar hefur skólastofum verið breytt í skrifstofur og öllu um- turnað. I 97 ár var skólinn óbreyttur, virtur með skólahaldi þó nemendur væru flestir á síðari árum nokkru eldri en tíðkaðist í barnaskólatíð hans. Reyndar var húsinu af- skaplega illa haldið við og þarfnaðist endurbóta, en breytinga var ekki þörf. Hvar var húsfriðunar- nefnd þegar sú ákvörðun var tekin að breyta húsinu í skrifstofur. Lög eru til um að hús eldri en 100 ára skuli alfriðuð en yngri hús skuli friðuð að utan (B friðun) en þetta hús hlýtur að tilheyra sérstökum flokki húsa og hlýtur að vera alfriðað, eða hvað? Mér leikur forvitni á að vita hvort húsfriðunar- nefnd hafi samþykkt þess- ar breytingar og á hvaða forsendum. Einhvers stað- ar kemur fram að húsið sé vegleg umgjörð um fræðslumiðstöð Reykjavík- ur. Þarf að lyfta þeirri stofnun á svo háan hest að hún tróni í veglegri um- gjörð? Þetta er þjónustu- miðstöð grunnskóla borg- arinnar og þætti mér hún betur staðsett miðsvæðis og tengdist því grunnskól- unum jafn vel hér talar gamall kennari). Mér þykir vænt um Miðbæjarskólann, hann á sér langa sögu samofna sögu Reykjavíkur og þótt skólahald hafi á stundum verið lagt niður var það alltaf tekið upp aftur síðar. Mér finnst mikils virði að halda áfram skólasögu hússins og sé ég ekki betur en Námsflokkar Reykja- víkur hafi gert það með sóma í áratugi. Það var léttir að ganga inn í þann hluta hússins, sem kennsla á vegum Námsflokka Reykjavíkur fer fram. Þar var andinn, þar fann ég skólastofurnar gömlu og kannaðist við mig. Einkum þótti mér vænt um að sjá smíðastofuna og eldhúsið í lgallara hússins, en saknaði um leið leikfimisal- arins og teiknistofunnar. Afmælishátíðin var vel ár garði gerð og ákaflega gaman að fá tækifæri til að skoða skólann og sýning- amar sem voru settar upp af þessu tilefni. Sigurbjörg Hafiiðad., Lönguhlíð í Reylgavík. Tapað/fundið Taska með íþróttadóti í óskilum TASKA fannst með íþróttadóti í Laugarnesi fyrir nokkru síðan. Upp- lýsingar í síma 553 6396. JÆJA; Magnús minn. Hvað vildirðu ræða við mig? ViKverji skrifar... VETUR HEFST laugardaginn 24. október. Fyrsti vetrardagur er jafnframt fyrsti dagur gor- mánaðar. Næstu tveir dagar á und- an, 22. og 23. október, heita vet- umætur. Vetur konungur er m.ö.o. um það bil að setjast á valdastól. Megi hann verða hægur og mildur! Það er nútímamanninum auð- veldara en gengnum kynslóðum að lifa í sátt við vetrarveðráttu. Þegar landið var hafn- og veglaust, hita- veitu- og rafmagnslaust, útvarps-, sjónvarps- og símalaust var erfið- ara um vik að þreyja þorrann og góuna. Nú er allt til alls. Vandamálið er að velja og hafna í yfirþyrmandi afþreyingaráreiti samtímans. XXX FYRSTI vetrardagur og vet- umætur vora veizlutími hjá norrænum mönnum á miðöldum, enda gnótt matar eftir uppskem og í sláturtíð. Þá vom og gjaman brúð- kaup haldin. Enn þann dag í dag brynjar fólk norðursins sig gegn kulda og myrkri vetrar með hátíð- um af ýmsu tagi. Á haustin vaknar og margs konar félagsstarf til nýs lífs eftir sumarsvefn. Haust- og vetrarstemmningin hefst með því að sungið er „Nú er ég kátur nafni minn ..." undir rétt- arveggnum. Mýgrútur félaga, kóra og klúbba, sem slegið hafa slöku við sumarlangt, rísa upp á afturfætur og kalla fólk til starfs og leikja. Bridsmenn stokka spilin, gömlu- dansa- og línudansafólk hugar að fótabúnaði o.s.frv. Tugir flug- vélafarma fólks flykkjast í skíða- ferðir til Alpanna [það snjóar seint og illa í Bláfjöllin] og í verzlunar- ferðir til Bretlandseyja - meðan beðið er eftir því að Flórída- og Kanaríeyjaferðir hefjist um eða upp úr áramótum. XXX Ú VAR tíð, ekkert óralangt að baki, að menn urðu úti í skamm- degi vetrar, farandi á tveimur jafn- fljótum frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar. Ferðamátinn nú til dags er annar og auðveldari. En umferð bflaaldar tekur sinn toll í mannslíf- um og/eða örkumlum í mun ríkara mæli en ferðamáti genginnar tíðar. Einkum og sér í lagi þegar kæm- leysið ræður ferð. Og þegar mönn- um liggur svo mikið á að þeir mega ekki vera að því að lifa. Ástæða er til að hvetja bflstjóra til tillitssemi og varfæmi í um- ferðinni í skammdegi, hálku og veðráttu vetrar; miða hraða við aðstæður og reglur og fyrir alla muni að nota stefnuljósin - í tíma! XXX AÐ VIRÐIST vera þrautin þyngri að skipta landinu niður í kjördæmi. Það þarf töluvert hug- myndaflug til þess að skera Suður- nesin af Reykjanesi og færa þau, Keflavlk & Co., í sama kjördæmi og Höfn í Homafirði. Það er gert í til- lögum stjórnskipaðrar nefndar um breytingar á kjördæmaskipan. Til stendur að Suðurkjördæmi spanni A-Skaftafellssýlu og Suðurland - að viðbættum Suðumesjum! Það virðist stefnt að því að hluta Reykjaness-, Austurlands- og Norðurlandskjördæmi vestra í sundur og skipta Reykjavíkurkjör- dæmi í tvennt. Það sem eftir lifir Reykjaneskjördæmis myndar síðan hring, að vísu slitinn, umhverfis Reykjavíkurkjördæmin tvö, þar eð Mosfellsbær og Seltjamames flokkast með byggðum Reykjaness (að Suðurnesjum frátöldum) í kjör- dæmi sem kallað verður Suðvestur- kjördæmi. Vikuritið Vísbending hefur bent á þann möguleika að Norðvesturkjör- dæmi verði Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra en annað í til- lögu nefndarinnar óbreytt. En Víkvejri spyr; Væri ekki einfaldara að sameina strjálbýliskjördæmi í heflu lagi (án sundurlimunar) - eða fækka einfaldlega þingmönnum í þeim gömlu kjördæmunum þar sem allt of fáir kjósendur em að baki hvers kjörins þingmanns, borið saman við þéttbýliskjördæmin? Eða, sem bezt hefði verið að mati Víkverja, að skipta landinu upp í heppilega stór einmenningskjör- dæmi? XXX HAUKUR Amþórsson á skrif- stofu Alþingis hafði samband við Víkverja vegna víkverjapistils á föstudag um veftengingu Álþingis og alþingismanna. Hann sagði að þingmenn væm nú allir veftengdir nema einn, en láðst hefði að upp- færa vefsíður æviágripa nokkurra þingmanna, þar sem veffang þeirra er birt. Þessu hefði nú verið kippt í lag. Þá væra ráðherrar með vefföng í ráðuneytum, en til athugunar væri að birta einnig vefföng þeirra á Alþingisvefnum, svo að kjósendur gætu haft beint samband við þá í gegnum alþingisvefmn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.