Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HVER tími hefur sína hug- myndafræði. Um tíma voru það kenningar Key- nes um ríkið sem hinn leiðandi stóra bróður markaðarins. Nú er það hins vegar markaðurinn, sem á að skapa atvinnu og ríkið á að láta sér nægja að skapa einkageir- anum réttar leikreglur. Þessi þróun er skemmtilega rakin í „The Comm- anding Heights“ eftir Daniel Yergin og Joseph Stanislaw, sem í takt við tíðarandann eru ekki háskólafræði- menn, heldur starfa við ráðgjafafyr- irtæki og hafa sem sérsvið sitt áhættugreiningu í orkugeiranum. Samkvæmt undirtitlinum er efni bókarinnar „Bardaginn milli ríkis- stjórna og markaðarins, sem er að breyta heiminum“. Einhverjum þykir kannski höfundamir spanna vítt svið, en bókin er spennandi eins og besti reyfari, enda eru hinir víð- feðmu hagsmunir sem tekist er á um reyfarakenndir. Þó sú skoðun þyki gamaldags nú er merkilega skammt um liðið síðan að það ríkti nokkum veginn eining um að auðvitað ætti ríkið að hafa undirtökin í hagkerfinu. Það er þetta hugmyndaskrið, sem höfund- arnir fást við, hvar og hvemig hug- myndimar urðu til og áhrif þeirra. A skarpan hátt er undirstrikað að jafvel bestu kenningar slitni með tímanum. Og eins og við hæfi er á tímum miðlunar þá em höfundamir uppteknir af hvemig hugmyndir verða til, orðin sem þær em klædd- ar og miðlun þeirra. Hin efalausu undirtök ríkisins Hugmyndin að bókinni kviknaði á Izmailovo markaðnum í útjaðri Moskvu, tákni hins margbrotna rússneska vemleika, er þáverandi breski sendiherrann í Rússlandi, Sir Brian Fall, velti fyrir sér að líklega hefði aðlögun Rússa verið auðveld- ari ef Sovétríkin hefðu hmnið á sjö- unda eða áttunda áratungum. A þeim tíma var ríkisrekið hagkerfí viðurkenndur raunvemleiki og munur austrænna og vestrænna hagkenninga mun minni en 1991. Bókartitillinn, Hinar stýrandi hæðir, ganga í gegnum alla bókina, því hver er það sem stjómar? Hug- takið er fengið frá Lenín, sem 1922 setti fram tillögu að efnahagsendur- bótum, er bám í sér einkaverslun og landbúnað. Þegar tillögumar sættu harðri gagnrýni flokksfélaganna full- vissaði hann þá um að ríkið myndi áfram ríkja á hinum stýrandi hæð- um, hafa undirtökin í hagkerfinu. Fyrstu þrír kaflamir fjalla um þróunina í Evrópu, Bandaríkjunum og þriðja heiminum eftir stríð. Evr- ópu hlotnuðust þrjátíu feit ár með blönduðu hagkerfi, þar sem ríkið stýrði einnig atvinnulífinu föstum tökum í skjóli öflugra íyrirtækja og banka í ríkiseign, oft í krafti einok- unar. Líkt og risavaxið tryggingar- félag átti ríkið að tryggja að krepp- an á fjórða áratugnum gæti ekki endurtekið sig og heldur ekki fátæk og stríð, sem fylgdi. í Bandaríkjunum var ríkið reynd- ar ekki með finguma í spilinu í gegnum ríkisrekin fyrirtældð eins og í Evrópu, en var þáttakandi í krafti umfangsríkrar og æ víðtæk; ari reglugerða- og lagasetningar. í þriðja heiminum leituðu löndin eigin leiða, oft sem fyrrverandi nýlendu- veldi, ýmist með Bandaríkin eða Sovétríkin að fyrirmynd. Þessi þrjátíu góðæri leiddu til að blandað hagkerfi virtist alveg jafn óumdeilanlegt og markaðshagfræðin nú. A áttunda áratugnum komu kreppueinkenni í Ijós í Evrópu og ástæðan var ekki olíukreppan. Henni fylgdi sam- dráttartímabil með áður óþekkti samtvinnun stöðnunar og verð- bólgu. I Bretlandi fylgdu stjórnir bæði Verkamannaflokks og Ihaldsflokks nokkurn veginn sömu stefnu. Þegar Margret Thatcher varð forsætisráð- herra var verðbólgan 24 prósent, verkalýðsfélögin vom til skiptis í verkfalli og jaðarskattar vom 98 prósent. Ýmsir óttuðust að landið stefndi í að verða vestræn hliðstæða Austur-Þýskalands. Innblástur sinn fékk Thatcher frá Keith Joseph flokksbróður sínum. Hann talaði Reuters ÞEIR Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafa gerst helstu talsmenn „þriðju leiðarinnar“ svonefndu í stjórnmálum sem hafnar öfgum bæði óheftrar félagshyggju og kapítalisma. Er markaðshag- fræði hin endan- lega kenning? Tískusveiflur stjórna ekki aðeins kjóla- lengdinni heldur gætir þeirra í hagheimin- um, eins og rakið er í bók, sem Sigrún Davíðsdóttir segir frá. Að lestri loknum má spyrja af hverju markaðshagfræðin ætti að vera hin endanlega hagkenning? Reuters POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, notar nú hvert tækifæri til að leggja áherslu á að endurskilgreina þurfi velferðarhugtakið. Markaðshag- fræði ekki haf- in yfir gagn- rýni allt öðm vísi en allir aðrir, líka flokksfélagarnir. Kenning Joseph var ekki að ríkið gerði hlutina illa, heldur gini yfir of miklu. Hin brennandi spum- ing Joseph var af hverju ástandið í Bretlandi væri svona miklu verra en í nágrannalöndun- um. Innblástur hans kom ekki frá Keynes, heldur Friedrich von Ha- yek og Milton Friedman, sem ein- blíndu á fyrirtækin sem skapendur þjóðarauðsins. Það var alltof rót- tækt að tala um markaðshagfræði, svo það var áfram talað um kapítal- isma. Thatcher talaði af eldheitri sannfæringu. Það er engin tilviljun að Tony Blair forsætisráðherra Bretlands er einlægur aðdáandi Thatchers, sem talaði af sterkri sannfæringu, en án tilfinninga- þmngins látæðis Blairs. Einkavæðingaráform Thatchers varð miklu víðtækara en nokkur gat ímyndað sér í byrjun. Þessi áætlun og breyttar aðstæður í verkalýðs- hreyfingunni breyttu breskum stjómmála- og efnahagsaðstæðum varanlega. Hugmyndirnar urðu á þessum áratug að markaðshagfræð- inni, sem allir vilja kenna sig við. Eins og margir aðrir undirstrika höfundamir að Blair hafi ekki kom- ið til valda með því að varpa Thatcherstefnunni fýrir róða, held- ur við að leggja hana undir sig og bæta við hugtakinu samkennd. Þessi hugmyndafræði á að sameina allan vinstrivænginn. í Bandaríkjunum spmttu fram svipaðar hugmyndir, ekki síst í tíð Ronald Reagans, þegar hugmyndir þeirra Hayek og Friedmans hlutu hljómgrunn. Eins og Friedman benti á 1960 þá áttu ríkisstjómir að finna sitt hlutverk í að treysta stofnanir þjóðfélagsins, lög og regl- ur er tryggðu frjálsa samkeppni. Hagkerfið átti ekki að miðast við framleiðslu heldur neytendur. Frá þróunariöndum til rísandi markaða Alþjóðlegar fjárfestingar er orð, sem hvert barn skilur núorðið, en í byrjun síðasta áratugs var það bæði óþekkt og óskiljanlegt. Ríkisstýrð hagkerfi ráku þróunarhjálp og vel- viljuð verkefni í þróunarlöndunum. Líkt og fjárlagahallinn fékk að sí- aukast heima fyrir fengu þróunar- löndin líka leyfi til að safna gríðar- Iegum skuldum. Mexíkó var að slig- ast af hrikalegri skuldakreppu og í mörgum löndum þriðja heimsins var níundi áratugurinnn þeim glat- aður. En á sama tíma fóra fjármála- stofnanir að koma auga á góða fjár- festingarmöguleika í þriðja heimin- um, ekki síst í nokkrum Asíulönd- um. En þar sem ekki þótti vænlegt að lokka fjárfesta til þriðja heimsins var tekið upp á að tala um „rísandi markaði". Eins og kunnugt er hafði þetta góð áhrif. Eftir hran Sovétríkjanna var áætlanabúskapur klárlega úr leik og markaðshagfræðin varð einráð. I Asíu og á Indlandi hélt markaðs- hagfræðin innreið sína, þó hvert land gerði sér sína útgáfu hennar og jafnvel Kína þokaðist hægum skref- um í átt að markaðshagfræði. í Suð- ur-Ameríku var stefnan sú sama þó önnur Mexíkókreppa ______________ 1994 torveldaði ferlið. í hluta Afríku er kyrr- staða, en æ fleiri ríki þriðja heimsins hafa styrkt hagstöðu sína. Alþjóðavæðing og Evrópusamruni Alþjóðleg viðhorf hleyptu fjöri í sammna Evrópu og hugmyndir, sem lengi höfðu legið í dái, vora framkvæmdar. Hugmyndir um sam- einaðan markað hæfðu hugmyndum Thatcher um Evrópusamstarfið sem ofur-Efta, en sama gilti ekki um sameiginlega mynt. Tími Thatchers leið undir lok, en evran er á næsta leiti og hún hefur njörvað niður stefnummið markaðshagfræðinnar, sem eiga að binda endi á ósiði fr+a tímum blandaða hagkerfisins. Tilraunir til að uppfylla Ma- astrieht-forsendurnar hleyptu fjöri í einkavæðinguna. Síðan 1985 hafa að sögn höfundanna verið seld ríkisíyr- Jafnvel bestu kenningar slitna með tímanum irtæki í Evrópu fyrir 100 milljarða Bandaríkjadala. Með sama takti og nú er í einkavæðingu munu bætast við aðrir 300 milljarðar fram til 2000. Áður vom ríkisíyrirtæki álitin driffjöður þróunar og tæknifram- fara en era nú álitin dragbítur. Nú er það einkageirinn, sem er hvati tækniþróunar. Á vinstrivængnum ríkti einnig framfaratrú, en framfarirnar áttu að ryðja sósíalismanum braut. En eins og Jens Stoltenberg íyrrum fjármálaráðherra Noregs bendir á í bókinni, þá hefur tæknin valdið breytingum, sem hafa styrkt kapít- alismann, ekki leitt til sósíalisma. En sagan er ekki á enda. Velferð: Frá réttindum til ábyrgðar Angi hins blandaða hagkerfis var tilkoma velferðarríkisins, en hver verða örlög þess á tímum markaðs- hyggju? Ríkið hopar af hinum stýr- andi hæðum, bæði sökum þrýstings frá samruna Evrópu og krafa um einkavæðingu, afnám hafta og minni ríkisumsvifa. En hvemig á að halda uppi félagslegu öryggi vel- ferðarríkisins, sem borgamir virðst vilja halda í af öllu hjarta? Þetta era að sögn höfundanna grandvallar vandi Evrópu. Lausnin er í augsýn og felst í að endumýja hinn félagslega sáttmála velferðar- ríkisins. Lausnin er að endurskil- gi-eina það bræðralag, sem velferð- arríkið hvílir á. Hið gamla bræðra- lag hvíldi á réttindum borgaranna, en hin nýja skilgreining leggur áherslu á persónulega ábyrgð. I reynd þýðir þetta að borgararnir eiga að bera stærri hluta kostnaðar- ins af félagslegri þjónustu og bera meiri ábyrgð á eftirlaunum sínum. Hvorki Blair né Poul Nyi'up Rasmussen forsætisráðherra Dana láta nokkurt tækifæri ónotað til að hamra á þessari nýju skilgreiningu. Fjölmiðlar ýta stöðugt undir ótta fólks um öryggi sitt. I viðbót við að óttast breytt hlutverk hins opinbera og efast um velferðarioforð stjóm- málamannanna bætist við óttinn um að þjóðríkið, grundvöllur velferðar- ríkisins sé í upplausn eða verði gleypt af evrópsku ofurríki með óvissum velferðarskuldbindingum. Það þarf mikið til áður en íbúar vel- ferðarríkjanna finna sig aftur ör- ugga og það er Evrópu mikil áskor- un. Stjórnunarstefna í stað stjórnmála Bókin um hinar stýrandi hæðir gefur tækifæri til að hugleiða breytt samband efnahagslífs og hagkerfis. í öllum iðnaðarlöndunum hafa fyrir- tækin stundað gífurlega niðurskurð og lagt margvíslega starfsemi í hendur þjónustufyrirtækja. Meðvit- uð fyrirtæki leita kjarnasviða sinna. Sama tilhneiging sést í stjórmálum, þar sem leitast er við að finna kjamasvið rikisins. Opinberi geir- inn á að minnka svo hann verði ódýrari og hægt sé að lækka skatt- inn, svo borgaramir noti peningana í einkageiranum og skapi þannig vinnu. En erum við þá komin á leiðar- enda í hagkenningum og er mark- aðshagfræði hin endanlega kenn- ing? Lesandi bókarinnar trúir því tæplega. Á innan við tveimur ára- tugum hefur náðst samstaða um gagnsemi markaðarins. Kapítalismi og fjölþjóða- fyrirtæki fyrri áratuga era annað en markaðs- hagkerfið og alþjóðavædd fyrirtæki. Nú talar Blair um þriðju leiðina rétt eins og Ota Sik þáverandi varaforsætisráðherra Tékkóslóvakíu gerði 1968. Orðaforð- inn er annar, hugmyndirnar líka. Með breiðu sjónarhorni gefur bók Yergins og Stanislaws ástæðu til gagnrýninna eftirþanka. Sá tími er liðinn að ógn kommúnismans geri alla gagnrýni á kapítalismann hættuspil. Markaðshagfræði er ekki hafin yfir alla gagnrýni. En stjórnmálamenn, sem láta sér nægja tuggur um að markaðurinn sé óvættur er ekki verði komið í bönd, grafa undan ríkisvaldinu með því að láta líta út eins og það sé afl- vana og grafa undan trausti kjós- enda á því, án þess að gefa þeim neitt í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.