Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ r 9^œ±urgaíinn Smiðjuvegi 14, ‘Xtfpavogi, sími 587 6080 I kvöld leikur hin frábæra hljómsveit Hjördísar Geirs gömlu og nýju dansana frá kl. 22-1 Sjáumst hress Næturgalinn þar sem dansstuðið er KEVIN LINDA MICHAEL CORRIGAN FIORENTINO RAPAPORT JAMES WOODS LILI TAYLOR sco||l|L 554 1817 SNÆLAND 552 8333 Kopavoyur Lauyavegur 565 4460 566 8043 Hafnarfjörður Þar sem nýjustu myndirnar fást Mosfellsbær www.mbl.is MYNDBÖND Ognarvald fjölmiðl- anna Sturluð borg (Mad City)________ Á (I e i 1 a / d r a m a ★‘/2 Framleiðsla: Arnold Kopelson og Anne Kopelson. Leikstjórn: Costa Ga- vras. Handrit: Tom Matthews. Kvik- myndataka: Patrick Blosser. Tónlist: Thomas Newman. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman og John Travolta. 115 mín. Bandarísk. Warner myndir, október 1998. Bönnuð börnum innan sextán ára. HLUTVERK fjölmiðla hefur um nokkurt skeið verið ofarlega á baugi í alþjóðlegri umræðu um eðli vestrænna sam- félaga. Hingað til hefur fjölmið- lagagnrýni að mestu einskorð- ast við fræðilega umræðu, en er nú að færast inn í dægurmenn- inguna. Frétta- menn hafa reyndar lengi gegnt hlutverki ill- og/eða lítilmenna, eins og í „Die Hard“ syrpunni, en hér er æsifréttalostinn í brennidepli. Reynt er að sýna fram á beint samband fréttaflutnings og at- burðarásar og þar með hvernig fjölmiðlamir, einkum sjónvarpið, spila með samfélagið eftir eigin geðþótta. Sam (Travolta) er ein- feldningur sem misst hefur vinnu sína sem öryggisvörður og kemur sér fyrir slysni í þá stöðu að sitja innlokaður með hóp af bömum í gíslingu. Það gerir illt verra að samstundis er hann kominn í beina sjónvarpsútsendingu um land allt, þar sem fyrrverandi sjónvarps- stjarnan Max (Hoffman) hafði ver- ið á klósettinu meðan atburðirnir áttu sér stað. Adeilan er bitlaus og óáhugaverð, ekki síst í samanburði við nýlegt snilldarverk Barry Levinson „Wag the Dog“, þar sem Hoffman fór líka með lykilhlut- verk. Hér er það melódramað frek- ar en háðið sem flytur boðskapinn, sem sannar enn á ný að háð er sterkara vopnið. Guðmundur Asgeirsson Blóðbankinn verður með blóðsöfnun í Rauða Kross húsinu, Hafnargötu 13, Grindavík, þriðjudaginn 20. október kl. 10-18. QO BLÓÐBANKINN ' - geföu meö hjartanu! l&l? fil (^rino/aWfci/ri FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kristinn RAGNAR Sólberg á æfingu fyrir hátíðartónleikana sem verða í kvöld kl. 21 í Hafnarborg í tilefni 90 ára afniælis HafnarQarðarbæjar. Ragnar Sólberg gefur út sína fyrstu plötu Fékk fyrsta gítar- inn tveggja ára RAGNAR Sólberg Rafnsson er ungur að árum en hefur þó lagt stund á tónlist eins lengi og hann man eftir sér. Ragnar verður tólf ára í desember og áður en sú stund rennur upp verður komin út fyrsta sólóplatan, en áætlað er að hún komi út 22. október. Plat- an ber nafnið Upplifun og á henni eru sjö lög eftir Ragnar sem semur að auki alla texta sjálfur. Tónlistarmaður alla tíð - Hvenær byrjaðir þú í tónlist? „Eg hef verið tónlistarmaður alla mína tíð og hef verið að semja lög alveg frá því ég var sex ára,“ segir Ragnar og bætir því við að pabbi hans hafí viljað koma því á framfæri. Ragnar er sonur hins víðkunna tónlistarmanns Rafns Jónssonar, en það er útgáfa hans, Error músík í Hafnarfírði, semgefur plötuna út. „Ég fékk fyrsta gítarinn þegar ég var tveggja ára, og átti fyrst alltaf svona pínulitla kassagítara, en ég eyðilagði þá alltaf. En svo fékk ég rafmagnsgítar þegar ég byrjaði að læra á gítar þegar ég var sex ára.“ Ragnar hóf nám í gítarleik í Gítarskóla Islands og segist aðallega hafa lært undir handleiðslu Tryggva Hiibners. - Hverjir eru með þér á plöt- unni? „Egill bróðir minn spilar á trommur, en hann er í hljóm- sveitinni Woofer, og bassaleikar- inn í sömu hljómsveit, Ómar Kristjánsson, spilar á bassa á plötunni. Síðan spila ég á gítar og syng. Svo er ég með tvo gesta- söngvara, Hildi, söngkonuna í Woofer, og Heiðar, söngvarann í Botnleðju.“ - Hvernig tónlist er á plötunni? „Þetta er rokktónlist, bæði þungt og rólegt rokk,“ segir Ragnar sem segist taka nokkur góð sóló í bland við góða keyrslu. Lög komið áður út á plötu Fyrr á árinu gaf Error músík út plötuna Flugan #1, safnplötu þar sem margar hljómsveitir spila, flestar í yngri kantinum. Á þeirri plötu á Ragnar eitt lag, Upplifun, auk þess sem hljóm- sveit sem hann hefur leikið með undanfarið, Rennireið, á þar Iag- ið Endalaust líf. Rennireið kom fyrst fram op- inberlega á Músíktilraunum Tónabæjar í fyrravetur og þá fengu þeir tilnefninguna efnileg- asta hljómsveitin. Þá vann hafn- firska hljómsveitin Stæner, en árið 1995 vann hin þekkta rokk- hljómsveit Botnleðja, en hún kemur einnig frá Hafnarfírði, og átti einnig lag á Flugunni #1. - Er rokkað stítt í Hafnarfirði? „Já, það er fínt að búa hérna. Fullt af skemmtilegum hljóm- sveitum og ég þekki marga í þeim bransa út af útgáfunni hjá pabba,“ segir Ragnar. Bara byrjunin - Verður þú með tónleika tii að kynna nyju plötuna? „Ég veit ekki hvort það verða útgáfutónleikar eða ekki, en ég ætla að vona það. En ég er að fara að spila á sunnudagskvöldið í Hafnarfirði vegna 90 ára af- mælis bæjarins, og er að byrja að æfa með Magnúsi Kjartanssyni og fleirum. Tónleikarnir verða í Hafnarborg og heita Fyrr var oft í koti kátt og margir tónlistar- menn koma þar fram, allir úr Hafnarfirði." - Ætlarðu að leggja tónlistina fyrirþig? „Já. Það er framtíð mín,“ segir Ragnar sem segist ekki liafa hugsað mikið um aðra mögu- leika, enda sé að semja og spila tónlist það skemmtilegasta sem hann veit. . Ómótstæðileg N°7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.