Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ævar Petersen fuglafræðingur er höfundur bókarinnar Islenskir fuglar sem Vaka-Helgafell gefur út. Skapti Hallgrímsson ræddi við Ævar og Jón Baldur Hlíðberg, sem málaði myndirnar í bók- ina. Þeir hafa unnið að verkinu í áratug en bókin kom út í vikunni. Vepjuungi fell. Ég held einmitt að við fuglaá- hugamenn eigum flestir sameigin- legt að vera fyrst og fremst útivi- starfólk og náttúruáhugamenn, þó svo fuglinn skipi kannski stærri sess hjá sumum en öðrum.“ En hvemig skyldi Jón Baldur bera sig að við gerð myndanna? „Þegar maður gerir svona mynd- lýsingar þarf yfírleitt margt að koma til. Og ég nota allt sem tönn á festir. Ef ég er að mála einhvern fugl sem mikið er til af heimildum um, er ég með við hendina tvo eða þrjá hami, jafnvel uppsettan fugl, blaðaúrklippur, tímaritaúrklippur sem ég hef safnað, ljósmyndir, nokkrar opnar bækur og skissur sem ég hef unnið sjálfur eftir lif- andi fuglum, annaðhvort úti í nátt- úrunni eða slösuðum einstakling- um.“ Hirðir dauða fugia Jón Baldur segist lengi hafa haft fyrir sið að aki hann fram á dauðan fugl á vegi kippi hann honum með sér heim og teikni með litblýönt- um. „Og þær skissur eru oft mjög notadrjúgar." Til að gera myndir fyrir fræðirit, eins og hér um ræð- ir, segir hann viðkomandi nauðsyn- lega þurfa að þekkja fugla mjög vel. „Það er bráðnauðsynlegt að hafa skoðað fugla mikið, það gerir þetta enginn nema hafa haft áhuga á viðfangsefninu nokkuð lengi, það liggur bara í hlutarins eðli held ég-r A vatnslitamyndum Jóns Bald- urs í bókinni sjást 450 fuglar og þær hefur hann allar unnið á síð- ustu tíu árum. „Ég hef teiknað og málað þúsundir mynda í tengslum við bókina því margar fóru í úr- kast. í bókinni eru margar myndir frá fyrstu árunum en ég hef reynt, síðasta sprettinn, að skipta út eins mörgum og hægt er vegna þess að á svona löngum tíma hafa orðið Toppskarfur ÆVAR Petersen er kunnur fuglafræð- ingur og forstöðu- maður seturs Nátt- úrufræðistofnunar Islands í Reykjavík. Dr. Ævar segir langt síðan hann fór að velta fyrir sér að skrifa bók einsog þá sem nú er komin út, en rúmur áratugur er síðan hann hófst handa við verkið. „Ég reyni að draga saman þekk- ingu í sem flestum þáttum lifnaðar- hátta fugla. í því sem hefur áður birst á íslensku er mikið þýtt úr er- lendum ritum eða notaðar gamlar, úreltar upplýsingar, en sérkenni þessarar bókar eru þau að hún er algjörlega byggð á íslensku efni,“ sagði Ævar í samtali við Morgun- blaðið. Nýjustu upplýsingar „Ég reyni af fremsta megni að nota nýjustu upplýsingar um út- breiðslu fugla, hvort sem er að sumri eða vetri, og stofnstærð, einnig að sumar- og vetrarlagi. Þetta er í fyrsta skipti sem hvort tveggja er sýnt að vetri til og í fyrsta skipti sem tekið er saman heildaryfirleit um farhætti ís- lenskra fugla, hvert farfuglamir fara og upplýsingar um breytingar á stofnunum sem við þekkjum." Ævar segir einnig í bókinni í fyrsta skipti birt heildarmyndasafn af eggjum allra íslenskra fúgla. „Þá er ítarlegar upplýsingar um komu- tíma þeirra og fartíma. Utbreiðsla þeirra er sýnd á kortum og einnig hvar íslenskir fuglar hafa fundist erlendis.“ Ævar segir myndir Jóns Baldurs í bókinni heildstæðasta myndasafn af íslenskum fuglum sem hafí birst. „Hingað til hafa myndir í íslensk- um bókum mikið til verið gerðar eftir myndum í bókum af erlendum fuglum en íslensku einstaklingam- ir em, að minnsta kosti sumar teg- undir, öðravísi en annars staðar í Evrópu," sagði dr. Ævar. Sjónauki í afmælisgjöf „Ég hef verið fuglaáhugamaður frá upphafi; held ég hafi orðið læs á fuglabók AB um fimm ára aldurinn og man vel eftir átta ára afmælis- deginum mínum vegna þess að þá gáfu foreldrar mínir mér sjónauka. Og þá var ég búinn að sakna þess lengi að eiga ekki sjónauka," sagði Jón Baldur, sem segist hafa byrjað að skoða fugla sex eða sjö ára að aldri. Jón Baldur er fæddur í Reykja- vík, en fluttist með foreldram sín- um sex ára 'gamall, 1964, „á Flat- imar í Garðabæ, með hraunið og lækinn og Álftanesið og Vífils- staðavatnið í grendinni. Það var mjög nærtækt fyrir mann að skoða fugla á þessu svæði. Lítið hafði verið byggt þama á þessum tíma; þar sem nú er massíf byggð vora fuglar og mýrar, þannig að það vora hæg heimtökin að sinna svona áhugamálum. Helsta dægrastytt- ing mín og æskufélaga míns var ekki fótbolti heldur göngutúrar og það gátu orðið átta eða tíu klukku- stunda marséringar upp á Helga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.