Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 26

Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 26
26 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ TRÖLLSKESSUR í DELHI s , , Reuters IBUAR í fátækrahverfi tóku því fagnandi þegar drykkjarvatnsleiðsla sprakk og notuðu tækifærið til að baða sig, þvo þvottinn og farartækin. I hringiðu bíla og bókmennta „Óneitanlega er hlægilegt að vera meðal- konur á hæð á Islandi en verða að ótíndum skessum á Indlandi samanborið við fíngerðar konurnar með sitt þokkafulla fas/‘ skrifa Iðunn og Kristín Steins- dætur. Þær fóru á heimsþing hjá IBBY- barnabókasamtökunum, sem nýlega var haldið í Delhi á Indlandi. AÐ VAR eins og að ganga á vegg að koma út í myrkrið utan við flug- stöðina í Delhi. Hitinn og rakinn voru kæfandi, lömuðu og lögðust yfir allt. Ærandi kliður skall á okkur, sambland af hrópum, köll- um og umferðarþunga þar sem bflflautur voru í aðalhlutverki. Hvert sem litið var stóð fólk, smá- vaxið, dökkt yfirlitum og framand- lega klætt. Fararskjótinn inn í borgina var leigubfll sem var svo illa á sig kom- inn að alls staðar rifaði út um götin. Það kom þó ekki í veg fyrir að bíl- stjórinn þendi garminn eins og hann ætti lífíð að leysa. Engin voru bflbeltin, ævinlega farið yfir á rauðu og aldrei gefið stefnuljós en veifað út um gluggann bflstjóramegin ef beygt var til hægri. Við höfum ekki enn áttað okkur á hvemig bflstjór- inn fór að ef hann þurfti að beygja í hina áttina. En alltaf tókst það. Fyrir okkur sem vanist hafa um- fjöllun Umferðarráðs í Ríkisútvarp- inu og öllum þeirra góðu ráðlegg- ingum varð þessi ökuferð til þess að við sátum með adrenalínið á fullu í aftursætinu. Myndum við lifa öku- ferðina af? Myndum við lifa af hálfsmánaðardvöl í þessu landi? Ekki hafði skort ráðleggingar að heiman. Og marga reynslusöguna höfðum við heyrt flestar á þá lund að menn höfðu naumlega sloppið lif- andi og fæstir búnir að ná sér enn . . . Þvottur út um víðan völl Næsta dag skein sólin og var vel heitt í Delhi. Kannski var hitinn ekki svo slæmur, 32 stig á C, en þegar þar við bætist hátt í 100% raki fer Frónbúanum að hitna. Og víst er að engum var kalt. Við drif- um okkur út í hringiðuna til þess að skoða bæinn. Óneitanlega er hlægi- legt að vera meðalkonur á hæð á Is- landi en verða að ótíndum skessum á Indlandi samanborið við fíngerðar konurnar með sitt þokkafulla fas. í miðri borginni var grænt svæði með tjörn sem hafði verið stór en var nú sögð vera að þorna upp. Þar stóðu konur við þvott og lömdu óhreinindin úr flíkunum með spýt- um á stórum steinum. AJlt í kring var þvottur breiddur til þerris yfir girðingar og út um víðan völl og minnti einna helst á saltfiskreitina hér heima áður fyrr. Útblástur frá bílunum í kring var gríðarlegur. Þvotturinn hefur því varla verið mjallhvítur þegar hann kom úr þvottahúsinu en okkur var sagt að það tæki u.þ.b. viku að láta þvo. Umferðin í Delhi er ævintýraleg. Bflum af öllum tegundum ægir sam- an og eru flestir beyglaðir, rikksjá þríhjólin eru ýmist vélknúin eða fót- stigin, ótölulegur fjöldi vélhjóla fer um götumar svo og venjuleg hjól - öll ljóslaus. Engan sáum við nota hjálm utan ökumenn vélhjóla en það var algeng sjón að sjá heilu fjöl- skyldumar á sama vélhjólinu, böm klesst á milli fullorðinna, oft sofandi síðdegis, óvarin í útblæstri frá bíl- unum. Strætisvagnar vom yfirfullir og sjaldnast með allar rúður heilar. Og ekki má gleyma kúnum sem taka sitt pláss á götunum. Stundum fóm þær um í hjörðum, stundum siluðust þær um ein og ein, hímdu undir trjánum í leit að skugga eða vom orðnar strandaglópar uppi á umferðareyjunum. Aldrei var stuggað við þeim svo séð yrði en ósköp vom þær óbragglegar og varla getur verið mikil í þeim nytin. En það em fleiri en kýrnar sem halda til á götunum. Ótölulegur ara- grúi betlara hefur þar aðsetur svo sem fatlað fólk, klæðlítil börn og gamalmenni ásamt konum sem dragnast um með komabörn í fang- inu. Þetta fólk sætir oft lagi og betl- ar við umferðarjósin, hangir utan í bílunum í útblæstrinum á rauðu 4 ____________ Ljósmynd/Kristín Steinsdóttir BETLAÐ á rauðu ljósi. UMFERÐIN í Delhi er ólýsan- leg. Á þessum götuvita er vegfarendum boðið að flýta sér hægt. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.