Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR BJÖRNSSON kórsins Fóstbræðra til Vesturheims haustið 1982 í sambandi við „Scand- inavia Today“. Setti hann sterkan og eftirminnilegan svip á þá metn- aðarfullu og margbreytilegu menn- ingarkjmningu. Ragnar stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveit Islands á ófáum tónleikum og var stjómandi fjölmargra óperu-, óperettu- og ballettsýninga í Pjóð- leikhúsinu, en kannski var varan- legasta framlag hans til íslenskra tónmennta fólgið í leiðsögn og upp- fræðslu upprennandi kynslóða um undirstöðuatriði þeirrar listar sem átti hug hans og hjarta óskipt. Hann var skólastjóri Tónlistarskól- ans í Keflavík 1956-76 og skóla- stjóri Nýja tónlistarskólans í Reykjavík frá stofnun hans 1978 til dauðadags. Kapp hans, hugvit og bjartsýni við uppbyggingu síðar- nefnda skólans skilaði árangri sem margur frumkvöðullinn hefði verið fullsæmdur af, þó ekki hefði önnur járn í eldinum. Ragnar fékkst líka við tónsmíðar, samdi nokkur verk fyrir orgel og karlakór, sömuleiðis tríó fyrir strokhljóðfæri, kvartett fyrir tré- blásturshljóðfæri yfir nóturnar BACH, svítu fyrir tólf selló, laga- flokk og hljómsveitarverk, svo fátt eitt sé talið. Loks var hann um ára- bil einn af tónlistargagnrýnendum Morgunblaðsins. Hér hefur stuttlega verið drepið á ytri atvik í æviferli Ragnars Bjömssonar, sem að sönnu segja mikla sögu um áhuga, elju og at- hafnasemi eldlegrar sálar, en það vom persónulegu kynnin sem dýpst ristu, samvistir og samkvæmi heima hjá þeim Sigrúnu (ekki síst á gamlárskvöld sem um langt skeið var árviss viðburður), ferðalög útá landsbyggðina, uppeldi í skynjun tónhstar sem hann varð fýrstur manna til að veita mér, samræður undir fjögur augu um lífið og listina, guðdóminn og mannanna margvís- legu tiltektir. Fyrir allt þetta og ótalmargt fleira vil ég þakka góðvini mínum að leiðarlokum um leið og við hjónin sendum Sigrúnu, dætr- unum fímm og öðrum afkomendum og aðstandendum einlægar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning trygglynds vinar. Sigurður A. Magnússon. Haustið 1945 var ég ráðinn sem píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík eftir nokkurra ára nám í Bandaríkjunum. Ég fékk strax góð- an hóp til að annast. Meðal nemend- anna var ungur maður að norðan, Ragnar Bjömsson. Hann var mjög fljótur að ná heildarsýn yfir þau verk sem ég setti honum fyrir. Hann var óstýri- látur og vantaði oft þolinmæði til að liggja yfir smáatriðum. Hann var forvitinn og áhugasamur og vildi helst alltaf fá ný og ný verk til að spreyta sig á. Ég fékk því nú samt framgengt að hann færi rólegar í sakimar svo hægt væri að sökkva sér dýpra í viðfangsefnin. Þá kom í ljós, að hér var komið mikið efni í góðan tónlistarmann. I þá daga datt mér ekki annað í hug en að Ragnar myndi leggja fyrir sig píanóleik til frambúðar en annað kom á daginn. Það var orgelið sem dró hann til sín og var Páll ísólfsson meistari hans og lærifaðir. Píanóið var samt aldrei langt undan og æfði hann sig á það alla ævi þegar hann gat því við kom- ið. Hann kenndi alltaf á píanó og þótti afbragðs kennari. Orgelið var samt hans aðalhljóðfæri. Aðrir mér hæfari munu gera lit- ríkum og raunar merkilegum tón- listarferli Ragnars skil en hann var fyrst og fremst listamaður. Hinu má ekki gleyma að Ragnar var líka mikill framkvæmdamaður. Hann stofnaði Nýja Tónlistarskólann bók- staflega uppúr engu en nú tuttugu árum síðar er skólinn blómstrandi stofnun með hundruð nemenda og fyrsta flokks kennaralið. Hann stjómaði skóla sínum af skörungs- skap og útsjónarsemi. Þegar ég fór á eftirlaun frá Tónlistarskólanum í Reykjavík réð Ragnar mig, sinn gamla kennara, að skóla sínum til að kenna nokkrum nemendum, svona hæfilega mörgum. Hefur það veitt mér bæði ánægju og lífsfyll- ingu. Líf Ragnars var ekki alltaf dans á rósum. Þótt hann væri mikill skap- maður og gæti verið hrjúfur í sam- skiptum ef sá gállinn var á honum þá átti hann svo sannarlega sinn sjarma og elskulegheit. Hann var bráðskemmtilegur í vinahópi og höfum við Helga vissulega notið vin- áttu hans. Við höfum átt margar gleðistundir á heimili Ragnars og Sigrúnar og í sumarbústaðnum í Hvalfirði. Ég minnist yndislegra stunda er við hjónin og Ragnar og Sigrún fórum tvisvar til útlanda saman. I fyrra skipti er við Ragnar sátum fund einleikarasambands Norðurlanda í Kaupmannahöfn. Að þeim fundi loknum fórum við öll til Rómar ásamt Guðríði dóttur þeirra hjóna. Sú ferð var mikil uppliftin því þangað hafði ekkert okkar komið áður. Síðari ferðina fórum við með hópi nemenda til Ortisei í Suður- Tíról í sambandi við áttræðisafmæli heiðursmannsins Sigurðar Demetz. Þaðan fórum við til Austurríkis og dvöldum í nokkra daga á fjallahóteli með ólýsanlegt útsýni í allar áttir. I amstri lífsins stóð Ragnar held- ur betur ekki einn. Sigrún kona hans stóð eins og klettur við hlið bónda síns og hvatti hann til dáða þegar syrti í álinn. Það hefði margt orðið öðruvísi í lífi Ragnars ef Sig- rúnar hefði ekki notið við. Við Helga og synir þökkum Ragnari skemmtilegar samveru- stundir á lífsgöngunni og kveðjum hann með söknuði. Sigrúnu, dætr- um og öðru venslafólki sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Rögnvaldur Sigurjónsson. Með Ragnari Bjömssyni er geng- inn mikilhæfur og stór persónuleiki, sem markað hefur djúp spor í ís- lenskt tónlistarlíf bæði í málefnum tónlistarskóla og líka í tónlistar- flutningi bæði hérlendis og erlendis. Kynni okkar Ragnars hófust fyrir um það bil 40 árum, þegar ég, ný- kominn heim frá námi, hóf fiðlu- kennslu við tónlistarskólann í Kefla- vík, en Ragnar var þá skólastjóri þar. Við störfuðum þar saman í um 20 ár við kennslustörf og uppbygg- ingu skólans ásamt Pétri heitnum Þorvaldssyni sellóleikara, sem var tryggur samstarfsmaður. Þær voru ekki fáar ferðirnar, sem við keyrðum suður í Keflavík, stundum saman, eða hvor í sínu lagi. Reyndist Saabinn hans Ragn- ars vel, enda vorum við oft fljótir í ferðum, þrátt fyrir holóttan og bugðóttan veg, eins og hann var í þá daga, en Ragnar kunni vel að stýra og stjórnaði Saabinum af miklu ör- yggi- Þannig var lífsstíll Ragnars. Hann var stjórnandi, hvort sem það var hljómsveit, kór eða skóli. Hann var gæddur eðli stjórnanda. Hann vildi frekar stjórna, heldur en að láta stjórna sér. Þessi hæfileiki hans nýttist honum í skólastarfinu, þar sem eldlegur áhugi hans og hagsýni nutu sín í starfi. Þegar Ragnar lét af störfum sem skólastjóri í Keflavík, stofnaði hann Nýja tónlistarskólann í Reykjavík. Ragnar sat aldrei auðum höndum. Óskaði hann eftir okkur samstarfs- mönnunum, sem höfðu unnið með honum í Keflavík, sér til aðstoðar við hinn nýja skóla. Fyrstu árin bjó skólinn við þröngan húsakost í Breiðagerðisskóla. En brátt stækk- aði hann og kallaði á stærra hús- næði. Var þá leigt húsnæði í Ármúla 44, þar sem skólinn var til húsa um nokkum tíma. En þar kom að hinn framsækni og drífandi skólastjóri hóf máls á því að kaupa eigið húsnæði áð Grensásvegi 3, þar sem skólinn er nú til húsa. Og enn var húsnæðið stækkað nú nýverið með kaupum á nýrri hæð í samliggjandi húsnæði. Það hefur því ekki ríkt kyrrstaða eða deyfð í starfsemi skólans. Vilja- styrkur Ragnars var engu líkur, og áræði við að takast á við verkefnin, hvort sem það var skólinn eða org- elið, eða önnur viðfangsefni, t.d. þegar Ragnar settist við orgelið og flutti t.d. alla Orgelbuchlein Bachs á einum tónleikum, eða orgelverkin eftir Franz Liszt, og stóru orgel- verkin eftir Max Reger. Hann tókst líka á við nýrri verkefni, bæði inn- lend og erlend, og er mér minnis- stætt, þegar hann flutti orgelverk hins franska meistara Olivier Messiaen „Fæðingu Frelsarans", sem var nýtt fyrir okkur að heyra hér á landi á þeim tíma. Hið húnvetnska eðli, en Ragnar var Húnvetningur, sem hann rækt- aði ávallt vel, og hinn harði baráttu- vilji, sem vildi aldrei láta undan eða gefast upp, kom honum vel á lífs- göngunni. Hann háði harða baráttu við erf- iðan sjúkdóm síðustu árin. En þótt viljinn sé sterkur og baráttueðlið mikið, þá verðum við öll að láta und- an að lokum. Því það er einn sem ræður, sá Guð, sem allt hefur gefið og hefur líf okkar í hendi sér. Ég kveð Ragnar og þakka fyrir langt og gott samstarf, og votta Sig- rúnu og dætrunum mína dýpstu samúð. Árni Arinbjarnarson. Mér er mikill harmur í huga þeg- ar ég sest niður til að skrifa fáein kveðju- og þakkarorð um Ragnar Bjömsson mág minn, góðan vin minn og fjölskyldu minnar. Það er harmur að hann sem hafði svo mikla lífslöngun og var svo full- ur af lífsorku og áhugamálum þar sem tónlistin skipaði æðsta sess, skyldi ekki fá að lifa lengur, eins og hann þráði svo innilega, sem og við vinir hans og vandamenn. Það var ekki að skapi Ragnars að gefast upp gegn ofureflinu, heldur skyldi bretta upp ermar og berjast af öllu afli fyrir lífi sínu. Hann fór að öllum ráðum lækna sinna, sem hann bæði dáði og virti, svo gleymdi hann ekki heilsufæðunni og heilsubótargöng- unni meðan stætt var. Allt skyldi gert til að kveða vágestinn niður. Ragnar var geysilegur kjarkmað- ur og sönn hetja þegar á reyndi. Það sýndi sig best í baráttu hans við sjúkdóminn. Hann átti líka konu sem stóð við hlið hans gegnum þunnt og þykkt, kærleiksríka og sterka, ásamt hans ástríku og vel- gerðu dætrum. Ragnar Björnsson var mikill ákafa og skapmaður, en undimiðri bjó hann yfir mikilli ljúfmennsku og auðmýkt, sem hreif mann svo sann- arlega. Barngóður var hann svo af bar, og hafði mikið yndi af þeim. Einnig var hann alla tíð nærgætinn og hlýr við þá sem aldurhnignir voru og við- brugðið var hvað hann var aldraðri móður sinni hlýr og ræktararsam- ur. Ragnar var trúmaður af einlægni og trúði á mátt bænarinnar, megi þær blessast honum. Nú er þessi stórbrotni persónuleiki horfinn af sjónarsviðinu. Við heyrum ekki framar volduga tóna orgelsins, sem líka gátu verið þýðir og blíðir, er hann túlkaði af sinni snilld. En eftir stendur minning um heilsteyptan, sannan mann, einlægan og traustan vin. Eftir því sem árin liðu, sem eru hátt í fjörutíu, var vinátta okkar hjóna og Ragnars meiri og einlæg- ari. Kom hann oft í kvöldheimsóknir til okkar Bjama og var þá tekin skák, því þeir höfðu báðir yndi af að tefla. Svo var alltaf gaman að koma saman við kaffiborðið á eftir og spjalla létt um alla heima og geima. Þetta voru stundir sem við Bjami hefðum ekki viljað vera án. Nú er hetjulegri og drengilegri baráttu mágs míns lokið, en hann varð þeirra gæfu aðnjótandi að eiga góða, þrekmikla og kærleiksríka eiginkonu og dætur sem sátu allar stundir hjá honum síðustu vikur og daga, en Sigrún, kona hans; var einnig hjá honum um nætur. Ég vil að lokum senda þeim ásamt bama- börnum og tengdasyni hjartanlegar samúðarkveðjur frá okkur Bjama, Hönnu Gurru og Ragnheiði ásamt eiginmönnum þeirra, Hildu og Bjarna Páli. Elsku Sigrún, systir mín, hugur minn hefur verið mikið hjá þér í veikindum eiginmans þíns. Ég vona að Guð gefi þér og fjölskyldu þinni mörg góð og gæfurík ókomin ár. Við Bjarni kveðjum kæran og einlægan vin og þökkum af hjrata samfylgdina. Við biðjum honum guðsblessunar í eilífðinni. Ingibjörg R. Björnsdóttir. Ég vil með nokkmm orðum kveðja fyrrverandi píanókennara minn, Ragnar Bjömsson. Það var haustið 1979 er ég hóf pí- anónám við Nýja tónlistarskólann, þá átta ára gamall, og var Ragnar kennari minn strax frá upphafi. Ragnar var stórhuga á öllum svið- um og einnig sem kennari, en snemma á mínum námsámm fór ég að taka eftir sannfæringu hans á því að allt væri hægt. Það vom því ófá skiptin þegar heim var komið með nótur að nýjum verkum til að æfa, að ég hélt að nú væri komið að verk- inu sem ég gæti ekki ráðið við. En Ragnar hafði þann hæfileika og það næmi að leiða mann skref fyrir skref að takmaririnu, þó að í fyrstu virtist það í órafjarlægð. Eftir níu ára nám lauk ég burt- fararprófi frá skólanum og voru þá viss tímamót í samskiptum mínum við Ragnar, því ég hélt á önnur mið varðandi tónlistamám hér innan- lands og síðan tók við framhalds- nám erlendis. Það sem einkenndi okkar samband á þessum árum var mér alveg ómetanlegt. í stað kenn- arans, Ragnars, fór ég að finna enn meir fyrir fóðurlegri hlið hans og hlýju og héldum við alltaf sambandi árin sem ég dvaldist erlendis. Síðan var það í lok maí 1997 að mér barst bréf frá Ragnari, þar sem ég var erlendis við nám, þess efnis að hann væri orðinn veikur. í sama bréfi bauð Ragnar mér starf sem pí- anókennari og að aðstoða hann í veikindum hans. Frá hausti 1997 hef ég því fengið að starfa innan veggja Nýja tónhstarskólans og að fylgjast með hugrekki Ragnars og æðraleysi, og ekki eingöngu baráttu hans, heldur einnig stórkostlegum sigram. Ragnar var mér alltaf sem faðir og á ég honum margt að þakka. Kveð ég hann með sámm söknuði, en fagna í þeirri fullvissu að nú eigi Ragnar eilífan frið. Ég votta Sigrúnu og dætrunum mína dýpstu samúð. „A hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. (2. Kor. 6:2) Arinbjöm Árnason. Snemma hljómaði hún, áfram ómaði hún, hátinda tónheimanna tif- aði hún - tónharpan hans ... Margur telur, að nú sé hún þögnuð. Svo er þó ekki, því hún mun aldrei hljóðna í hugarheim þeirra sem þekktu og fengu að hlýða, auk þess sem harp- an okkar hér er einn strengur í al- heimshörpunni, sem ómar um eilífð. Glögglega em mér hugstæðir fyrstu fundir okkar. Þar sem nokkr- ir bekkjarfélagar sátu saman við lestur fyrir próf bar að þennan ljósa hrokkinkoll með skærblá augun, kvikan limaburð, eldsnögg, fastmót- uð tilsvör og athugasemdir. Mér varð strax ljóst að hér var á ferð einstakur eldhugi. Stuttu seinna heyrði ég hann við orgelið og þá fullkomnaðist myndin. Frá þeim tíma hefur samband okkar ávallt einkennst af næmleik tónlistarinn- ar. Um söngstjóm hans og organleik þarf ekki að fjölyrða, hvort tveggja er alþjóð kunnugt - já, og langt út fyrir landsteina ... f fyrrasumar kom hann á orlofsviku krabba- meinssjúkra sem Líknar- og vinafé- lagið Bergmál efndi til að Hlíðar- dalsskóla, Ölfusi. Erfitt var mér að meðtaka, að þessi sjúkdómur hefði getað fundið leið í þennan lífsfulla mann. Þegar að kvöldvökunni kom bað ég hann að leika undir almenna sönginn okkar, sem hann gerði fús- lega og af sinni sérstöku snilld. Næsta kvöld sá ég forkunnar slag- hörpustól við slaghörpuna. Skýring- in var sú, að hann, ásamt frá sinni, hafði brugðið sér til Reykjavíkur og keypt þennan forláta stól, sem þau gáfu Bergmáli svo. Þetta eru dæmi- gerð viðbrögð hans um glögg- skyggni, rausn og örlæti. Söknuður minn er djúpur og sár. Kæra Sigrún og allir ástvinir. Við hjónin sendum ykkur allra innileg- ustu samúðarkveðjur ásamt þakk- læti fyrir ómetanleg kynni og biðj- um Guð að styrkja ykkur. Hér fylg- ir einnig kveðja og samúð frá Berg- máli. Guð blessi minningu góðs vin- ar. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Vorið 1965 bættist fámennri stúd- entanýlendu í Köln í Þýskalandi góður liðsauki. Þar vora komin til ársdvalar Ragnar og Sigrún og tæplega þriggja ára dóttir þeirra, Gurrý, sem heillaði alla með sínum löngu lokkum og tápi og fjöri. Á þessum ámm var það ekkert sjálf- gefið að félitlir námsmenn gengju að húsnæði sem þeim hentaði þegar þeir komu til framandi borga. Þannig fór einnig um þessa htlu fjölskyldu. Þar sem við vomm eina bamafjölskyldan í íslensku nýlend- unni var það sjálfgefið að við skyt- um yfir þau skjólshúsi meðan að þau biðu eftir íbúð. Þessi sambúð varð upphaf að vináttu sem þróast hefur æ síðan. Samt voram og eram við að mörgu leyti ólík. Við Unnur höfðum hvorki þá né nú mikið vit á tónlist eða öðram listum en við þekktum þó þann orðstír sem Ragn- ar Bjömsson hafði getið sér sem stjómandi karlakórsins Fóst- bræðra. Vinátta okkar við þau hjón þróaðist síðan áfram eftir að við fluttum heim til Islands og þegar við stóðum í sömu sporum og þau forðum í Köln þá var það ekki nema sjálfsagt mál að við Unnur flyttum með okkar þrjú börn inn til Ragn- ars og Sigránar í nýbyggt hús þeirra í Grandarlandi. Þá var Bima, yngri dóttir þeirra hjóna, sá mikli fjörkálfur, komin til sögunnar og við kynntumst dætrum Ragnars af fyrra hjónabandi sem vöndu komur sínar mikið í Grundarlandið og áttu gott samband einnig við Sigrúnu stjúpmóður sína. Við kynntumst einnig Sigránu móður Ragnars þar og í heimsóknum í litla húsið á Hvammstanga og sáum hversu inni- legt samband var milli móður og sonar og þá ræktarsemi sem Ragn- ar sýndi henni. I mörg ár vora bömin okkar sannfærð um að jólin byrjuðu þegar Ragnar hóf að leika á orgelið í Dómkirkjunni á aðfanga- dagskvöld að þeim viðstöddum. Þó að við byggjum í sömu borg þá var starfsvettvangur okkar mjög ólíkur þannig að leiðir okkar lágu ekki saman á hverjum degi en það var líka allt í lagi. Við vissum að hér vora komin á vináttubönd fyrir lífið. Það var svo árið 1978 að Ragnar kom að máli við mig og bauð mér að taka þátt í því sem ég vil nefna eitt stærsta ævintýri lífs míns. Hann hafði þá í hyggju að setja á stofn tónlistarskóla og bað mig að taka við formennsku skólanefndar í Nýja tónlistarskólanum. Hann var búinn að fá þrjá aðra valinkunna menn til starfa í skólanefndinni, þá Gylfa Þ. Gíslason prófessor, Árna Bergmann ritstjóra og séra Ólaf Skúlason bisk- up. Við fjórmenningarnir mynduð- um skólanefnd fyrir skóla sem byrj- aði í tveimur kennslustofum i Brekkugerðisskóla með tvo kenn- ara, þá Pétur heitinn Þorvaldsson og Ama Arinbjarnar, auk Ragnars, og öll hljóðfærin nánast á leigu. Vöxtur og viðgangur skólans undir stjórn Ragnars og þeirra frábæru kennara og listamanna sem hann hafði einstakt lag á að laða til sín til samstarfs hefur verið ævintýri lík- ast. Skólanefndin kom aldrei nálægt stjórn og kennslu eða listrænni starfsemi skólans. Þar var það al- farið Ragnar og hans samstarfs- menn sem réðu ferðinni. Okkar hlutverk var að sjá um ytri um- gjörðina og ég man fundina þegar við vorum að velta fyrir okkur hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.