Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 27 marion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 Ný sending ,ráLi/ira Á SPJALLI í hádeginu. Norskir og íslenskir þátttakendur, f.v.: Reidun Engnestangen, Cathrine Senje, Kristín og Iðunn Steinsdætur. ljósi. Margir sem aka gegnum Delhi eru með bundið fyrir vitin vegna mengunar. Það þarf því ekki að hafa mörg orð um lífaldur þeirra sem vinna lengi fyrir sér á umferð- arljósunum. Ungbarnadauði er hár og heimamenn sögðu okkur að margar þessara kvenna væru með lánsbörn í fanginu, gerðar út af körlum sem stæðu álengdar og fylgdust með þeim. í miðri Krossá Samkvæmt almanakinu átti regntíminn að vera liðinn en þetta árið stóð hann lengur en venjulega og kenndu menn E1 Ni~njo um. Skyndilega varð skýfall sem stóð klukkutímum saman og fór umferð öll úr böndunum. Vatnsflaumurinn var slíkur að allar götur urðu að stórfljótum og stóðu farartæki af ýmsu tagi á víð og dreif yfirgefm í elgnum. Rikksjá þríhjólin gáfust fyrst upp en síðan hver fákurinn af öðrum. Okkar maður, leigubílstjór- inn, brá á það ráð að keyra eftir gangstíg sem lá hærra en vegurinn eftir að hafa bjargað sér upp úr einni Krossánni með ótrúlegu harð- fylgi. Þarf ekki að taka fram að í því ferðalagi öllu þandi hann flautuna eins og hann ætti lífið að leysa enda voru þverbrotnar þær litlu umferð- arreglur sem þó virtust í heiðri hafðar dags daglega. Kýrnar virtust njóta sín best og dömluðu í stór- fljótunum fegnar svalanum. Það ótrúlega gerðist svo að fljót- lega eftir að hætti að rigna hvarf vatnið af götunum og lífið gekk sinn vanagang á ný! IBBY-þing Tilgangur ferðarinnar var í og með að fara á heimsþing hjá IBBY- samtökunum. IBBY stendur íyrir International Board on Books for Young People. Samtökin eru með deildir í 54 löndum og íslenska deildin gengur undir nafninu Böm og bækur. Markmið samtakanna er að miðla skilningi og umburðarlyndi milli ólíkra þjóða og menningarsam- félaga með barnabókum og yfir- skrift þingsins var að þessu sinni „Peace through Childrens Books“, „Friður fyrir tilstilli barnabóka". Svona þing er haldið annað hvert ár og hefur viðkomandi landsdeild allan veg og vanda af því og ber á því fjárhagslega ábyrgð. Það er spaug- laust fyrir deildir í fátækum löndum eins og Indlandi að taka slíkt verk- efni að sér enda hafa þingin oftast verið haldin í ríkari löndum. Hér var það hópur þrjátíu kvenna sem hafði allan veg og vanda af framkvæmd þingsins. í þrjú ár höfðu þær unnið ómælda sjálf- boðaliðsvinnu og árangurinn var vel skipulagt þing sem bauð upp á ótrú- lega marga áhugaverða hluti. Að vísu eru konurnar ekki búnar að sjá fyrir endann á fjármögnun fram- kvæmdanna en ein þeh'ra sagði að- spurð: „Ég hef engar áhyggjur af því. Ég trúi því að þegar málstaður- inn er góður muni allt fara vel.“ Á þinginu voru um 400 manns og drjúgur helmingur var frá Suður- Asíu. Konur voru í meirihluta. Mestmegnis voru þetta kennarar, fóstrur, bókaverðir, rithöfundar, myndlistarmenn og blaðamenn. Fá- ir útgefendur voru mættir þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir heimamanna til að vekja áhuga þeirra á þinginu. H.C. Andersen verðlaunin Setningarathöfnin var mjög virðuleg en afar löng, enda virðast Indverjar aldrei vera neitt að flýta sér. Hápunkturinn var afhending H.C. Andersen verðlaunanna en þau munu vera virtustu bamabóka- verðlaun í heimi og eru veitt mynd- listarmanni og rithöfundi fyrir feril. Að þessu sinni hlaut ameríski rit- höfundurinn Katherine Paterson verðlaunin og var hún mætt til að veita þeim viðtöku. Frakkinn Tomi Ungerer, sem hlaut verðlaun fyrir myndlist, komst hins vegar ekki vegna veikinda en hann flutti ávarp af myndbandi þar sem hann rakti feril sinn og sagði meðal annars að oft fyndust sér myndskreytingar í bamabókum nú til dags ekki vera sérlega spennandi. Þær væru allt of fullkomnar. Fyrir hvert þing mega landsdeildirnar tilnefna þrjár bæk- ur á heiðurslista. íslenska deildin tilnefndi Peð á plánetunni jörð eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur rit- höfund, Risinn og skyrfjallið sem Guðrún Hannesdóttir myndlistar- maður myndskreytti, og Ég sakna þín eftir Peter Pohl vegna íslenskr- ar þýðingar Sigrúnar Árnadóttur þýðanda. Allar heiðurslistabækurnar vom á sýningu sem sett var upp í tilefni af þinginu. Þar vom líka bækur þeirra sem tilnefndir vom til H.C. Andersen verðlaunanna, en af ís- lands hálfu var Sigrún Eldjám til- nefnd bæði sem rithöfúndur og myndlistarmaður. Sýninguna prýddu líka myndskreytingar úr indverskum bamabókum. Þessi sýning á eftir að fara til Japans, Montreal og trúlega viðar. Hún verður einnig á bamabóka- messunni í Bologna á næsta ári. _ Naktir búskmenn og íslendingar f snjóhúsum Margir athyglisverðir fyrirlestrar vom haldnir en ekki runnu þeir allir fyrirhafnarlaust inn um íslenskar hlustir því að þó allt færi þarna frarn á ensku var framburðurinn á köflum mjög framandi. Sérlega minnisvert var erindi Jay Heale frá Suður-Afríku en hann ræddi um hve bamabækur og kynningar- bæklingar gæfu oft ranga mynd af íbúum Afríku. Þar eru ýmist sýndir naktir búskmenn eða fólk í þjóðbún- ingum við störf sem enginn vinnur lengur og alls ekki í þjóðbúningum. Hann sagði að það vantaði bækur sem gæfu útlendingum rétta mynd af nútíma Afríkönum og ekki síður bækur þar sem afrísku börnin þekktu sig sjálf. Þetta er trúlega ekkert einsdæmi enda voram við nokkrum sinnum spurðar að því hvort Islendingar byggju enn í snjóhúsum! Vafalítið hefur þetta fólk séð myndir frá norðurhjaranum þar sem menn sátu brosandi á hundasleðunum framan við snjóhús- in sín. Bóklestur á grænni grein Einn eftirmiðdaginn var rætt um bóklestur barna og fyrirlesarar frá þróunarlöndunum sögðu að ólæsi væri þar víða mikið og stafaði það ekki síst af bókaskorti. í erindi Paro Anand, sem er ind- verskur rithöfundur, kom fram að börn í lægri stéttum ættu yfirleitt engar bækur. Hún sagði frá bama- bókasýningu þar sem amast var við börnum innan fimm ára aldurs af því að það var álitið að þau mundu eyðileggja bækumar. Ungur faðir hafði komið á sýninguna með þrjú böm sín og það yngsta, fjögurra ára drengur, átti að bíða utan dyi-a. Sá litli sætti sig ekki við þetta, skaust eins og elding inn í salinn, hrifsaði bók og hentist með hana út. Utan við dyrnar lá kameldýr og sá litli snaraði sér á bak rétt í þann mund sem kameldýrið reis á fætur. Það hafði legið undir tré og kúturinn vippaði sér yfir í það og hreiðraði um sig á skjólsælli grein með bók- ina. Fullorðna fólkið náði ekki til hans svo að hann gat skoðað feng sinn í friði. Hann fletti síðunum var- lega og sneri bókinni á hvolf, en þegar hann kom að íyrstu myndinni Evrópulöndum og jafnan haft gagn og gaman af. Þetta þing í Delhi var þó svo áhrifaríkt að hin verða hvers- dagsleg borið saman við það. Ind- verjamir lögðu sig fram um að kynnast útlendingunum og við skynjuðum hve stór atburður það var í lífi þessa fólks sem flest hafði aldrei farið utan, hvað þá til fjar- lægrar heimsálfu eins og Evrópu, að fá alla þessa framandi gesti til að skeggræða við. Sígild spuming var að sjálfsögðu „How do you like India?“ Okkur vafðist stundum tunga um tönn en gátum hins vegar með góðri sam- visku sagt að okkur þætti það ævin- týri líkast af því að það væri svo ólíkt okkar eigin landi. Þá báðu þeii' okkur að segja fólkinu heima frá Indlandi svo að það kæmi líka í heimsókn. Annars var gallinn við þessa ráðstefnu eins og oft vill verða sá að dagskráin var svo þétt að of lítill tími gafst til að blanda geði við fólk. Hádegisverðartíminn var helst nýttur til þess en þá var alltaf indverskt hlaðborð með lostætum réttum. Nálega engin borð eða stólar voru þarna svo að menn settust með diskana sína í jógastellingar á gólfið og þá var margt rabbað. Þá hló ekki Marbendill Kveðjustundin var tregablandin enda vissum við flestar að um end- urfundi yrði vart að ræða þar sem ólíklegt er að konumar í þessum löndum hafi efni á að sækja þing til fjarlægra landa. En við skiptumst á nafnspjöldum og ætlum að reyna að halda sambandi. Unga konan sem átti bókina með sögunni af Mai'bendli grét þegar hún kvaddi okkur og víst er um það að þá hló ekki Marbendill. Höfundar eru rithöfundar. af buxna- og pilsdrögtum í mörgum litum Einnig ný sending af samkvæmis- klæðnaði frá Feminella, buxur, pils og blússur UNGAR stúlkur syngja við setningu þingsins. CARMEN Diara, forseti samtakanna, (t.v.) afhendir Katherine Pater- son H.C. Andersen verðlaunin. var hann fljótur að átta sig á hvern- ig hún átti að snúa. Loks þegar til hans náðist var bókin óskemmd og hann sæll og glaður, búinn að „lesa“ sína fyi-stu bók. Marbendill gerir víðreist Tvo eftirmiðdaga sögðu menn þjóðsögur frá ýmsum löndum og var framlag íslands sagan um Mar- bendil. Á eftir kom ung kona til okkar og sagði að hún ætti þessa sögu í bók á hindí. Móðir hennar hefði lesið hana á ensku, þýtt og gefið hana út ásamt fleiri erlendum þjóðsögum. Ekki hafði okkur grunað að Marbendill væri svo víðfórull. Þegar þingstörfum lauk á daginn var haldið á sýningar sem höfðu verið settar upp sérstaklega í tilefni af þinginu. Á einni þeirra sáum við bamabækur á fjórtán tungumálum sem töluð em víðs vegar um Ind- land. Það kom okkur nokkuð á óvart að meirihluti bókanna var á ensku. Það helgast þó trúlega af því að menn reikna með að þannig eigi þær greiðari leið út í heim. Mest vora þetta kiljur og útlitið hefði kannski ekki þótt mikið fyrir augað hér heima en innihaldið hefur vafa- laust staðið fyrir sínu. Okkur langaði að kaupa bækur og báðum indverska kunningjakonu okkar að vísa okkur á bókabúðir en hún hristi höfuðið og virtist ekki bjartsýn á að við fyndum búðir með barnabókum. Við fundum þær held- ur ekki en við trúum þó að þær séu til og okkur hefði tekist að hafa upp á þeim ef við hefðum haft meiri tíma. Einkum ef við hefðum hitt á leigubílstjóra sem gat fengið pró- sentur hjá versluninni fyrir að aka okkur þangað. How do you like India? Við höfum áður sótt IBBY-þing í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.