Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 22

Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 22
22 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þýska menningarsetrið Goethe-Zentrum opnað við Lindargötu í Reykjavík Engin bráða- ÞÝSKA menningarsetrið Goethe-Zentrum var opn- að að Lindargötu 46 í Reykjavík á föstudag við há- tíðlega athöfn. Jafnframt var undirritaður sam- starfssamningur Goethe-stofnunarinnar í Munchen og Hollvinafélags þýska menningarsetursins Goethe-Zentrum um áframhaldandi stuðning við þýska menningarstarfsemi á fslandi. Reykjavíkur- borg útvegaði húsnæðið sem er rúmlega 130 fer- metrar að stærð og þar verða tveir starfsmenn, for- stöðumaður og bókavörður. Prófessor Hilmar Hoffmann, forseti Goethe-stofn- unar, kom hingað til lands sérstaklega til þess að undirrita samninginn og vera viðstaddur opnunina. Hann sagði afar mikils virði að það skyldi reyiiast unnt að stofna nýtt þýskt menningarsetur með nýju rekstrarformi svo skömmu eftir að Goethe-stofnun- inni í Reykjavík var lokað 31. mars sl. „Þar höfum við notið góðs af frumherjaanda Islendinga, sem er ein af helstu auðlindum þjóðarinnar," sagði hann. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagðist í ávarpi sínu við opnunina vera sannfærður um að hið nýja menningarsetur ætti eftir að verða blómlegur vettvangur fyrir margvísleg samskipti milli þjóð- anna tveggja, sem leggja svo mikla áherslu á hinn sameiginlega menningararf. Ráðherrann hrósaði þýskukennurum sérstaklega fyrir áhuga þeirra og frumkvæði að stofnun Goethe-Zentrum. Aðili í samstarfi Goethe-stofnana um heim allan Engar fjárhæðir eru tilteknar í samningnum en að sögn Oddnýjar Sverrisdóttur, dósents í þýsku við Háskóla íslands og formanns Hollvinafélagsins, felst í samningnum að Goethe-Zentrum í Reykjavik er aðili að þeim sjóðum sem Goethe-stofnun í Munchen hefur yfir að ráða. „Við erum fullgildir aðilar hvað varðar þýskukennslu og menningarsamskipti og getum sótt þar um eins og hver önnur fullgild Goethe-stofnun. í samningnum felst að Goethe- stofnun lánar Hollvinafélaginu allan búnað, sem stofnunin átti, um óákveðinn tíma og í honum felst einnig að við getum tekið þátt í öllum námskeiðum fyrir kennara og almenning. Með því að undirrita samninginn er Goethe-Zentrum í Reykjavík aðili í samstarfi Goethe-stofnana um heim allan og við hann er síðan hægt að auka með tímanum," segir hún. Auk stuðnings þýskra stjómvalda við rekstur Goethe-Zentmm verður svo leitað styrktar fleiri að- ila úr ýmsum áttum. Hyggst minna Schröder á ummæli hans um lokunina Hoffmann leggur áherslu á að hér sé hvorki um bráðabirgðaaðgerð né millibiislausn að ræða, held- Blóð og brjóst ÚR MYNDINNI Species H. Morgunblaðið/ Golli ODDNÝ Sverrisdóttir, dósent í þýsku við HÍ og for- maður Hollvinafélags þýska menningarsetursins Goethe-Zentrum, og prófessor Hilmar Hoffmann, forseti Goethe-stofnunar, undirrita samstarfssamn- ing um Goethe-Zentrum í Reykjavík. ur muni Goethe-Zentrum fyllilega koma í staðinn fyrir þá Goethe-stofnun sem fyrir var. „Hér er allt til staðar sem áður tilheyrði Goethe-stofnuninni, bókasafnið og allt sem því tilheyrir, auk þess sem til stendur að bjóða upp á þýskunámskeið, sem ekki var áður,“ segir hann og bætir við að síðar megi víkka út og auka starfsemina. Hvað gerist og hversu hratt fari að sjálfsögðu eftir því hvernig til tekst með starfið og það sé vitanlega mikið undir Hollvinafélaginu komið. „Þegar litið er til yfírlýs- inga Gerhards Schröders og Antje Vollmers þarf sú staða, sem nú hefur náðst hér í Reykjavík, ekki að vera varanlegt ástand sem ekki muni verða snú- ið til fyrra horfs,“ sagði Hoffmann m.a. í ræðu sinni við opnunina. Hann gat þess einnig að hann myndi innan tíðar fara á fund verðandi kanslara Þýskalands, Gerhards Schröders, og þá myndi hann ræða við hann um Goethe-Zentrum í Reykja- vík og minnast á þann möguleika að starfsemina hér mætti enn efla og auka frá því sem nú er. Hann kvaðst einnig myndu minna hinn nýja kansl- ara á ummæli þau sem hann lét falla í Islandsheim- sókn sinni hér á Iandi á sl. ári, en þá lét hann þess getið að lokun Goethe-stofnunarinnar hefði verið mikið óþurftarverk. „Þau ummæli og sá mikli stuðningur sem Schröder lét þá í ljós við eflingu þýskrar menningarstarfsemi hér á Iandi hljóta að teljast gott veganesti fyrir þessa stofnun hér,“ sagði Hoffmann. í ávarpi sínu sagði hann ennfrem- ur að með hjálp þess velvilja sem m.a. hefur verið vakinn hjá verðandi kanslara gæti jafnvel tekist „að auka fjárstuðning Þjóðverja við Goethe-Zentr- um frá því sem nú er og þróa upp starfsemi sem vonandi myndi jafnvel fara fram úr því sem áður var.“ Kennsla í tölvu- tónlist TÖLVAN verður sífellt snarari þátt- ur í listsköpun tónskálda og líklega nota velflest tónskáld af yngri kyn- slóðinni að minnsta kosti tölvur til að létta sér verkin. Þá bjátar á að kom- ast í fróðleik, og fiestir hafa stundað sjálfsnám sem getur orðið all tíma- frekt. Kennd er tölvutónlist í Tölvu- tónlistarveri Tónlistarskóla Kópa- vogs og nú verður líka kennt í Raf- iðnaðarskólanum, þvi þar verður tölvutónlistarskóli Tölvutónlistar- miðstöðvar Islands. Tölvutónlistarskólinn er settur upp í samvinnu Rafiðnaðarskólans og Tölvutónlistarmiðstöðvar Islands, sem meðal annars rekur tilraunatón- ver og útgáfuaðstöðu og tónlistarlén- ið listir.is. Kennsla hefst á þriðjudag og verður kennt í fullkominni tölvu- kennsluaðstöðu Rafiðnaðarskólans. Kennarar eru Kjartan Ólafsson tón- skáld og tónlistarkennari, Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld og tónlist- arkennari og Jón Hrólfur Sigurjóns- son, tónfræðingur og tónlistarkenn- ari. Kennd verða almenn notendavið- mót fyrir tónlistarforrit og forrit til nótnaskriftar kynnt, kynnt á forritin Cubase, ProTools og Calmus, kennt á forritið Finale og svo má telja. Eitt námskeiðanna er ætlað fyrir tónlist- arkennara, kynnt eru algengustu forrit, kennd eru undirstöðuatriði Netsins og hvemig hagnýta megi það til að afla upplýsinga um tónlist og tónlistarmenn, nýta tölvupóst og eiga við forrit. Kjartan Ólafsson segir að hann, Tryggvi og Jón Hrólfur hafi verið að kenna álíka efni víða um bæ við mjög misjafna aðstöðu, „en nú erum við að taka vaxtarbroddinn í þessum fræðslumálum og setja í almennilegt umhverfi. Með samstarfi við Rafiðn- aðarskólann getum við boðið upp á fullkomnustu aðstöðu á landinu, erum vel tölvuvæddir og höfum yfir nægum hugbúnaði að ráða. Áður var þetta bundið við tónlistarskóla að mestu en nú viljum við opna þessa kennslu fyrir almenningi og gefa hverjum sem er kost á að sækja námskeið um tölvutónlist. Við viljum gjaman fá inn unga tónlistarmenn sem eru að stíga fyrstu skrefin í tölvutónlist, og líka gefa þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í tölvum kost á fræðslu." Kjartan segir að mikil áhersla sé lögð á að gera menn sjálfbjarga á tölvur og að þeir geti nýtt sér tölvuna til að afla sér fróð- leiks á Netinu ekki síður en að nota hana til tónsköpunar. Irar og Skot- ar í okkar menningu HLUTUR íra og Skota í upp- runa og menningu Islendinga heitir námskeið sem stendur yfir næstu átta þriðjudags- kvöld hjá Endurmenntunar- stofnun, og hefst það fyrsta nú á þriðjudag. Fjallað verður um upphaf víkingaferða til Bretlandseyja og viðskipti norrænna manna þar við gelískar þjóðir, land- nám íslands og áhrif gelískrar menningar á íslandi í öndverðu eins og þau koma fram í mannanöfnun, ömefnun, töku- orðum, trúarbrögðum, bók- menntum miðalda og þjóðfræð- um síðari alda. Fjallað um hugsanlegan vitnisburð fom- leifafræðinnar og líffræðilegar rannsóknir á uppruna íslend- inga. Fyrirlesarar verða: Helgi Þorláksson, sagnfræðingur, Hermann Pálsson, fyrrverandi prófessor, Adolf Friðriksson, fornleifafræðingur, Orri Vé- steinsson, fomleifafræðingur, Alfreð Ámason, erfðafræðing- ur, og Gísli Sigurðsson, ís- lenskufræðingur. KVIKMYNPIR Laugarásbfó SPECIES II ★★ Leikstjdri: Peter Medak. Handritshöf- undur: Chris Baiderto. Aðalhlutverk: Natasha Henstridge, Michael Madsen, Marg Helgenberger, Mykelti William- son og Justin Lazard. MGM. 1998. BANDARÍKJAMENN komust til tunglsins og nú eru þeir komnir til Mars, þrátt fyrir viðvaranir vísinda- manna. Geimfaramir taka óafvitandi með sér geimveruna sem eyddi öllu lífi á Mars á sínum tíma. Geimveran bregður sér í mannslíki og vill, eins og fleiri ágætar verur, dreifa sæði sínu sem víðast og þá verða Banda- ríkjamenn að finna upp mótefni gegn skrímslinu. Alien-myndin var vissulega frumleg á sínum tíma og lagði þar með formúl- una að þeim geimskrímslamyndum sem eftir hafa komið. Species II er ein af þeim myndum sem nota þessa grunnformúlu og bæta svo við nýjum þáttum. Hér er verið að höfða til frummanna helst; geimverurnar eru orðnar kynóðar, og þvi blóðugri sem atriðin eru því betra. Leikaramir eru nokkrir ágætir eru í minni hlutverkum. Natasha Henstridge er falleg kona með góðan líkama sem sést mikið. Um hana er lítið annað að segja. Michael Madsen var vel leikstýrt af Quentin Tar- antino í „Reservoir Dogs“ en síðan þá hefur hann vart gert nokkuð af viti, enda er hann enginn leikari held- ur bara viss týpa. Eiginlega léleg og óhefluð útgáfa af Bruce Willis. I þessari mynd leikur hann Press Lennox (með áberandi svart litað hár) sem á að vera sá eini sem getur barist við geimverumar og þarf að þrábiðja hann að taka verkefnið að sér. Það fyndnasta er að hann bjarg- ar engu og gerir í rauninni ekki neitt í þessari mynd nema að vera mis- heppnaður töffari. Spennu, blóði, brjóstum (mörgum hverjum fallega löguðum) og fleim áhugaverðu bregður fyrir í þessari afþreyingarmynd sem erfitt er að mæla með. Hildur Loftsdóttir Rit • GRIPLA er komin út hjá Stofnun Árna Magnússonar, hin tíunda í röð- inni. Era þar birtar greinar á sviði íslenskra fræða. Greinarnar era á ís- lensku, norsku og ensku enda er rit- inu ætlað að vera alþjóðlegur vett- vangur fyrir rannsóknir á þessu sviði. Greinunum fylgir stutt ágrip á öðra tungumáli. Ritstjórar era Guð- varður Már Gunnlaugsson, Margrét Eggertsdóttir og Sverrir Tómasson. í fréttatilkynningu segir að efni Griplu tengist fræðasviði Árnastofn- unar á ýmsan hátt. Fjórar greinar era á sviði íslenskra fornbókmennta. Sverrir Tómasson ritar um Gunn- laugs sögu ormstungu og setur fram nýja hugmynd um heildartúlkun á sögunni. Hann telur að þar megi gi’eina áhrif frá erlendum riddara- sögum og hafi framkoma söguhetj- unnar átt að vera ungum höfðingja- sonum víti til vamaðar, sagan sé fyrsta evrópska bamasagan. Ung bandarísk fræðikona, Elizabeth As- hman Rowe, ritar um fornaldarsög- ur, einkum Gautreks sögu, og telur eðlilegt að túlka söguna sem eina heild en ekki sem þrjá aðskilda þætti. Davíð Erlingsson, dósent við Háskóla Islands, ritar um það fyrir- bæri í fomum kveðskap sem kallað er „nykrað" og Snorri Sturluson set- ur í Eddu fram sem andstæðu við „nýgervingu". Höfundur ræðir merk- ingu og gildi þessara hugtaka og færir rök fyrir því að fyrirbærið „nykrað" hafi djúpa tilvistarlega merkingu og sé sönnum skáldskap þvf mikilvægara en flest annað. Her- mann Pálsson, sem lengi var prófess- or í norrænum fræðum við Edin- borgarháskóla, ritar einnig um fom- an kveðskap. Hann setur fram nýja túlkun á þekktu erindi úr Hávamál- um og færir rök fyrir því að þar séu notuð stílbrögð sem eigi sér erlendar fyrirmyndir. Þá er grein eftir norska fræðimanninn Hallvard Mageroy, sem nú er látinn, þar sem fjallað er um áhrif latneska skáldsins Virgils á norrænar fornbókmenntir. Höfundur færir rök fyrir því að greina megi bein og óbein áhrif Eneasarkviðu í eddukvæðum, Islendingasögum og konungasögum. í samræmi við það hlutverk Áma- stofnunar að gefa út og gera að- gengilega texta sem varðveittir eru í handritum birtir Guðrún Ása Grímsdóttir fræðimaður á Árna- stofnun „Brot úr fornum annál“ ásamt inngangi þar sem hún gerir grein fyrir varðveislu brotsins og tengslum þess við forna annála og setur fram hugmyndir um uppruna og hlutverk annálsins við sagnarit- un. Einnig er birt ritgerð eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705-1779) um ástand íslenskrar tungu á átj- ándu öld þar sem fram kemur gagn- rýni hans á ýmsa þætti í máli sam- timans. Ritgerðinni fylgir inngangs- grein eftir málfræðingana Gunnlaug Ingólfsson og Svavar Sigmundsson sem einnig sáu um útgáfuna á rit- gerð Jóns. Þjóðfræðadeild er einn þáttur í starfsemi Stofnunar Árna Magnús- sonar og eru þrjár greinar í Griplu tengdar því fræðasviði. Jón Samson- arson fræðimaður á Árnastofnun rit- ar um Ókindarkvæði sem fjallar eins og nafnið bendir til um barnafælu. Kvæðið hefur varðveist höfundar- laust en í grein Jóns er dregin fram heimild í handriti um að Björg Pét- ursdóttir frá Kirkjubæ í Hróars- tungu hafi ort kvæðið til Sigríðar dóttur sinnar. Þá ritar Jón einnig um Gísla Brynjólfsson, skáld og háskóla- kennara, og nefnist hún: Byltinga- sinnað skáld í þjóðfræðaham. Þar er birt dönsk þýðing Gísla á þjóðsög- unni um Hellismenn og fjallað um inngang Gísla að þýðingunni þar sem fram koma athyglisverðar hugmynd- ir hans um munnlega geymd og upp- runa íslendingasagna. Þá ritar Hall- freður Öm Eiríksson þjóðfræðingur á Ái-nastofnun mikla grein um skáld- in Bjama Thorarensen, Jónas Hall- grímsson og Grím Thomsen. Þar er m.a. fjallað um söguhyggju og hug- myndir rómantísku stefnunnar um þjóðkvæði og þjóðskáld og hvemig þessar hugmyndir geta varpað nýju ljósi á skáldskap frá rómantíska tímabilinu. Útgefandi er Stofnun Árna Magn- ússonar á íslandi. Ritið er 307 bls. að stærð og kostar 3.990 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.