Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 11/10 -17/10 Ææ ►HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarílokksins, segir að ekki komi til greina að fóma Þjórsárvemm eða flytja Jökulsá á Fjöilum eða eyðileggja Dettifoss vegna virkjanaframkvæmda. Einnig segir hann að Fijóts- dalsvirkjun verði ekki hægt að reisa nema með því að setja Eyjabakka undir uppi- stöðulón. ►INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segist gera ráð fyrir að áður en rekstrarleyfi verði gefið út vegna gerðar og starfs- rækslu miðlægs gagna- gmnns á hcilbrigðissviði verði samið við rekstrarleyf- ishafa um að þjóðin njóti við- bótararðs í formi hlutdeildar í hugsanlegum hagnaði rekstrarleyfishafans. ►HITAVEITA Suðurnesja, Hafnarfjarðarbíer, Garða- bær og Bessastaðahreppur undirrituðu á flmmtudags- kvöld samkomulag um að kanna möguleika á samstarfi og samvinnu varðandi nýt- ingu jarðhita og aðra alhliða samvinnu í orkumálum. Helsta markmið sveitarfé- laganna er að nýta jarðhita- auðlindir innan sveitarfé- lagsins og eftir atvikum víð- ar á landinu. ►RÍKISSTJÓRNIN sam- þykkti á miðvikudag að smíði nýs varðskips skyldi fara fram hér á landi. Ríkis- kaup og Björn Friðfinnsson, ráðgjafi ríkisstjómar fslands í EES-málum, telja að bjóða verði út smíði varðskips fyr- ir Landhelgisgæsluna á Evr- ópska efnahagssvæðinu og vara við þvf að útboð innan- lands kynni að leiða til kæm sem gæti tafið málið um 1-2 ár. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir látin GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir for- setafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld, 64 ára að aldri. Hún hafði barist við illvígan sjúkdóm í rúm- lega eitt ár. Biðtími eftir meðferð lengist BIÐTÍMI eftir meðferð fyrir unga vímu- efnaneytendur hefur lengst úr 53 dögum á árinu 1997 í 240 daga, eða 8 mánuði, á árinu sem er að líða. Bragi Guðbrands- son, forstjóri bamavemdarstofu, segir að hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár um síðustu áramót hafi kollvarpað tilvist nú- verandi meðferðarkerfis ríkisins fyrir ungmenni þar sem tveir árgangar hafi bæst við skjólstæðingahópinn. Skattaafsláttur fyrir sparnað RÍKISSTJÓRNIN hyggst gera fólki kleift að leggja 2% tekna sinna til hliðar skattfijálst. Jafnframt ætlar stjómin að hækka á ný skattaafslátt vegna hluta- bréfakaupa. Hann verður 60% af um 130.000 krónum, eða tæplega 78.000 krónur. Þetta kynnti Geir H. Haai'de fjármálaráðherra á ríkisstjómarfundi. Túnfiskveiðiskip strandaði JAPANSKT túnfiskveiðiskip strandaði á Jömndarboða í Skerjafirði á þriðjudags- kvöld. í áhöfninni vom 22 menn og vom þeir fluttir um borð í varðskipið Ægi. Rúmum tveimur tímum eftir strandið losnaði skipið og var það þá dregið til Reykjavíkur. Náttúruvernd aðstoðar ekki NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur hafn- að beiðni Landsvirkjunar um mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar þar til fyrir liggur hvaða meðhöndlun mats- skýrslan muni fá. Árásum NATO vegna Kosovo afstýrt ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) ákvað á fostudag að veita Slobodan Milosevic, forseta Júgó- slavíu, tíu daga frest til viðbótar til að binda enda á valdbeitingu Serba í Kosovo-héraði. NATO áréttaði að bandalagið myndi gera loftárásir á hemaðarleg skot- mörk í Júgóslavíu ef Milosevic sendi ekki öryggissveitir sínar úr héraðinu áður en fresturinn rennur út. Á mánudags- kvöld hafði NATO samþykkt að skipa herjum bandalagsins í viðbragðsstöðu vegna deilunnar í Kosovo. Stjórninni í Belgrad vora gefnir fjórir sólarhring- ar til að fara að fullu að kröfum ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá féllst Milosevic loks á, eftir margra sólarhringa viðræður við Richard Holbrooke, erindreka Bandaríkja- stjórnar, að kalla herlið Serba á brott frá Kosovo, heimila eftirlitsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evr- ópu að fylgjast með brottflutningnum og leyfa flóttamönnum Kosovo- Albana að snúa aftur til síns heima. Tímamótafundur? BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, ræddi á fimmtudag í Washington við þá Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, og Yasser Arafat, for- seta heimastjórnar Palestínumanna, en á vinnufundi á búgarði í Maryland- ríki sem Madeleine Albright, utanrík- isráðhema Bandaríkjanna, stýrír og stendur fram á þessa helgi, er vonast til að takast muni að koma viðræðun- um um frið við botn Miðjarðarhafs aftur af stað eftir langt hlé. ► ROMANO Prodi, starfandi forsætisráðherra ítalfu, gafst á fimmtudag upp á að reyna að koma saman nýjum stjórnarmeirihluta. Oscar Luigi Scalfaro, forseti Italíu, fól á föstudag Massimo D’Alema, leiðtoga stærsta vinstriflokksins á þingi, um- boðið til að reyna að finna lausn á stjórnarkreppunni. ► FINNSKIR íhaldsmenn, sem aðild eiga að ríkisstjórn með jafnaðarmönnum undir forsæti Paavos Lipponens, lögðu á fimmtudag fast að forsætisráðherranum að hann svaraði fyrir fullt og allt ásökunum þess efnis að hann hefði logið að þinginu í tengslum við ársgamalt póli- tískt hneykslismál sem snýst um niðurfellingu sektar sem fyrrverandi formaður jafn- aðarmannaflokksins hafði verið dæmdur til að greiða. ► ALLT að ein og hálf millj- ón Norðmanna tók þátt í tveggja klukkustunda vinnu- stöðvun á fimmtudag til að mótmæla hugmyndum ríkis- stjórnarinnar um að fækka frídögum um einn í því skyni að skera niður ríkisútgjöld. ► ÞÝZKIR hægrimenn hafa gagnrýnt harkalega áform jafnaðarmanna og græningja um að breyta lögum um þýzkan ríkisborgararétt þannig, að milljónum útlend- inga, sem búa í Þýzkalandi, verði gert auðveldara að eignast þýzkt ríkisfang. ► NORÐUR-írsku stjórn- málamennirnir John Hume og David Trimble deila frið- arverðlaunum Nóbels í ár fyrir þátt sinn í tilraunum til að binda enda á 30 ára vargöld á Norður-írlandi. FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli KARL Sigurbjörnsson biskup flytur bæn við kistu Guðrúnar Katrínar. Forsetinn og dætur hans standa hjá. „Hlýtt er þel alþjóðar sem umvefur ykkur“ ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, og dæturnar Svanhildur Dalla og Guðrún Tinna ganga frá borði flugvélarinnar, sem flutti kistu forsetafrúarinnar frá Seattle. KISTA Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur forsetafrúar kom til landsins frá Seattle í Bandaríkjun- um í gær. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og dætur hans, Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla, fylgdu kistunni heim. Frá Keflavík- urflugvelli, þar sem móttökuathöfn fór fram, var kistan flutt í Bessa- staðakirkju og fór þar fram stutt at- höfn þar sem nánasta fjölskylda Guðrúnar Katrínar kvaddi hana. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir lést 12. október sl. á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum eftir erfið veikindi. Hún fór til Bandaríkjanna 23. júní sl. þar sem hún gekkst undir læknis- meðferð, en hún náði ekki þeim bata sem vonast var eftir. Flugfélagið Cargolux flutti kistu forsetafrúarinnar heim frá Seattle. Flogið var frá Seattle með viðkomu í San Fransisco. Flugferðin tók sam- tals á tólfta klukkutíma. Flugvél flugfélagsins lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 13.12. Stuttu eftir að hún lenti byrjaði að snjóa. Á flugvellinum biðu handhafar forseta- valds, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, og Pétur Hafstein, forseti Hæstaréttar, og makar þeirra. Þar var einnig ríkisstjórn landsins, mak- ar ráðherranna, Karl Sigurbjörns- son, biskup Islands, embættismenn, starfslið forsetans og nánustu ætt- ingjar Guðrúnar Katrínar, þeirra á meðal eldri dætur Guðrúnar Katrín- ar, Erla og Þóra Þórarinsdætur, systkini hennar og barnabörn. Sorgarlög eftir fslensk tónskáld Átta lögreglumenn stóðu heið- ursvörð þegar Ólafur Ragnar Grímsson gekk frá borði ásamt dætrum sínum. Þau heilsuðu hand- höfum forsetavalds og öðrum sem viðstaddir voru athöfnina. Að því búnu gekk forsetinn til biskups ís- lands og viðstaddir minntust hinnar látnu með hálfrar mínútu þögn. Átta lögreglumenn báru kistu Guðrúnar Þorbergsdóttur frá borði. Á meðan lék Lúðrasveit verkalýðs- ins sorgarlög eftir íslensk tónskáld. Þeirra á meðal var „Sorgarmars“ eftir Helga Helgason, en hann var einnig leikinn er kista Jóns Sigurðs- sonar kom til landsins. Marsinn var fluttur í útsetningu Ellerts Karls- sonar. Lúðrasveitin flutti „Heyr himna smiður" eftir Þorkel Sigur- björnsson og „Víst ertu Jesú kóngur klár“, íslenskt þjóðlag/Páll ísólfs- son, en bæði lögin voru útsett af þessu tilefni af stjórnanda sveitar- innar, Tryggva Baldvinssyni. „Sál hennar fagnar nú“ Þegar kistan hafði verið borin frá borði gekk Karl Sigurbjömsson biskup að höfðagafli kistunnar og mælti nokkur blessunarorð. „Haustsvalinn umlykur ykkur, kæra fjölskylda, en hlýtt er þel alþjóðar sem umvefur ykkur, almenn samúð, dýpsta virðing, kærleikur, fyrirbæn. Velkomin heim,“ sagði biskup meðal annars og flutti síðan bæn. „Guðrún Katrín er nú komin heim. Líkami hennar hvílir hér. Lát okkur með sálarsjónum sjá að sál hennar fagn- ar nú á blíðri strönd föðurlands vors sem er á himni,“ sagði biskup meðal annars í bænarorðum sínum. Að orðum biskups loknum var þjóðsöngurinn fluttur. Lögreglu- menn báru síðan kistu Guðrúnar Katrínar í líkbílinn. Frá flugvellin- um var ekið að Bessastöðum þar sem kista hinnar látnu var borin í Bessastaðakirkju. í kirkjunni var stutt athöfn þar sem nánasta fjöl- skylda Guðrúnar Katrínar kvaddi hana. Útför Guðrúnar Katrínar verður gerð frá Hallgrímskirkju næstkom- andi miðvikudag. Forsætisráðherra hefur ákveðið að fánar skuli dregnir í hálfa stöng við opinberar stofnanir á útfarardaginn. FJÖLSKYLDA Guðrúnar Katrínar féllst í faðma á flugvellinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.