Morgunblaðið - 18.10.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 18.10.1998, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjórnmálaferill og veldi Slobodans Milosevic Júgóslavfuforseta Reuters KOSOVO-deilan kann að reynast Slobodan Milosevic súrt epli að bíta í, áður en yfir lýkur. Þetta epli þáði forsetinn í vikunni úr hendi þorpsbúa í Lajkovae þar sem jarðskjálfti olli nýlega skemmdum. Verður Kosovo- deilan Serbaleið- toganum að falli? r- , r . .--u BAKSVIÐ Slobodan Milosevic komst til valda í Serbíu fyrir rúmum áratug með því að spila á þjóðernistilfínningu Serba í Kosovo-héraði. Vera kann að bau öfl sem hann leysti þar með úr læðingi verði honum sjálfum að falli. ARIÐ 1988, þegar hann var kominn vel á veg með að komast til æðstu metorða í Ser- bíu, tjáði Slobodan Milosevic hundruðuin þúsunda æstra stuðningsmanna á útifundi, að Serbía mundi bera sigur úr býtum í baráttunni um Kosovo. „Við munum sigra þrátt fyrir að óvinir Serbíu utan landamær- anna séu að leggja á ráðin gegn okkur. Við segjum þeim að við göngum til hverrar orrustu með sigur að takmarki," sagði Milos- evic, sem á þessum tíma var leið- togi serbneska kommúnista- flokksins. Slobodan Milosevic fæddist árið 1941 í bænum Pozarevac, skammt frá Belgrad. Æska hans var ekki hamingjusöm. Faðú hans yfirgaf fjölskylduna eftii- stríðið og fyrir- fór sér árið 1962. Móðir Slobod- ans, strangtrúaður kommúnisti og kennari, ól hann upp, en þegar sonurinn var 31 árs stytti hún sér aldur líka, árið 1972. I skólanum í Pozarevac kynnt- ist Slobodan lífsfórunaut sínum, Miru Markovic. Hún kom úr áhrifamikilli kommúnistafjöl- skyldu. Hún stærði sig af því einu sinni, að hann Slobodan hennar myndi einn góðan veðurdag verða eins glæstur leiðtogi eins og sjálf- ur félagi Tító, þáverandi forseti og þjóðhetja Júgóslavíu. A háskólaárum sínum og eftir að námi lauk var leið Milosevic greið upp metorðastigann innan kommúnistaflokksins. I fyrstu vann hann í orkufyrirtæki en síð: an sem bankastjóri stórs banka. I upphafi níunda áratugarins fór hann að helga stjómmálunum all- an sinn tíma. Hann varð formaður serbneska kommúnistaflokksins árið 1986. Það reyndist verða Kosovo- málið sem umbreytti ímynd Milosevic úr valdamiklum en dauflegum kerfiskarli í þann sterka stjómmálamann sem heimurinn hefur fengið að kynn- ast síðan. Með því að spila á sérstök gremjuefni Serba, sem þá voru orðnir lítill minnihluti í sjálf- stjórnarhéraðinu Kosovo, þar sem albanski meirihlutinn réð lögum og lofum, gerði stjómmála- maðurinn Milosevic sér mat úr þessu æsingamáli til að komast áleiðis á toppinn. Hann var kjör- inn forseti Serbíu árið 1989. Ófreskja vakin af dvala En það vai’ enduruppvakning þjóðerniskenndai- Serba, sem Milosevic bar meiri ábyrgð á en nokkur annar, sem varð til þess að þjóðemishyggja annarra hópa innan Júgóslavíu vaknaði af dvala. Þetta leiddi til stríðsins sem rú- staði gamla sambandslýðveldinu Júgóslavíu á árunum 1991-1995. A þessu tímabili stjómaði Milosevic harðri hendi heima í Belgrad og sá serbneskum að- skilnaðarsinnum í Króatíu og Bosníu fyrir vopnum og ýmiss konar stuðningi. Þetta var stefna sem átti eftir að enda illa, þegar - í ágúst 1995 - Króatar ráku á brott þá Serba sem eftir voru í Krajína-héraði austast í Króatíu, sem Serbamir þar höfðu lýst yfir að væri Lýðveldið serbneska Ki’a- jína. En þessi gangur mála virtist lítið hagga Milosevic. Hann hafði þegar hér var komið sögu látið þjóðemisæsinginn í málflutningi sínum víkja fyrir friðsamlegri nótum. I friðarviðræðunum í Dayton í Ohioríki í Bandaríkjun- um í nóvember 1995 gaf hann kröfuna um Stór-Serbíu upp á bátinn og var launað með því að viðskiptaþvingununum sem land- ið hafði verið beitt frá 1991 var aflétt að hluta. Veturinn 1996-97 tók Milosevie til hendinni við að þagga niður í háværum röddum stjórnarand- stæðinga. Síðan þá hefur banda- lag serbneskra stjómarandstöðu- afla, sem fór fyrir fjöldamótmæl- um á þessum tíma, mátt sín lítils. í júlí í iyrra flutti Milosevic sig um set úr embætti forseta Serbíu í stól forseta Júgóslavíu, sem nú er sambandslýðveldi Serbíu og Svartfjallalands. Hlutskipti stjómar- andstöðunnar Á meðan leiðtogar voldugustu ríkja Atlantshafsbandalagsins standa í ströngu við að reyna að þvinga Milosevic til hlýðni, er at- hyglisvert að beina sjónum að hlutskipti stjómarandstöðunnar í heimabæ hans, Pozarevac. Meðlimir lýðræðisumbóta- hreyfingarinnar, sem eiga aðeins 11 af 65 sætum í borgarstjórninni í þessari 65.000 manna iðnaðar- borg, eiga erfitt uppdráttar þar sem ættmenni Milosevic og skjól- stæðingar þeirra ráða lögum og lofum í borginni. í vikunni beindist líka kastljós alþjóðlegra fjölmiðla að áhrifum Milosevic-fjölskyldunnar, þegar Milosevic forseti skipaði bróður sinn, Borislav, sendiherra í Moskvu, en Rússar hafa reynzt Serbum traustustu bandamenn- imir. Þeir Pozarevac-búar, sem hafa reynt að beita sér gegn veldi Milosevic-ættarinnar, lifa í ótta við son forsetans, Marko Milos- evic, sem er 23 ára „töffari" með Ijóslitað hár og eigandi diskóteks, útvai-psstöðvar, nokkurra pítsu- staða og brátt einnig eigin alnets- þjónustufyrirtækis. „Bókstaflega allt í borginni snýst í kring um þau [Milosevic- fólkið], og Marko getur gert hvað sem honum sýnist,“ sagði Momcilo Sipka, meðlimui- í Lýð- ræðisflokki Serbíu, í The Dallas Morning News. Sipka telur að andstaða sín við Milosevic-veldið hafi kostað sig vinnuna. „I þessari borg gildir, að ef þú ert í flokki með þeim færðu allt. Ef þú ert það ekki, ertu rekinn.“ Stjórnarandstaðan í Pozarevac hefur lent í einkennilegri sjálf- heldu. Leiðtogar hennar horfðu áður vonaraugum til Vesturveld- anna um aðstoð við að koma á fót raunverulegu fjölflokkalýðræði í Serbíu, en nú óttast hún afleið- ingar hugsanlegra loftárása NATO, sem þó er fyrst og fremst ætlað að veikja Milosevic-stjórn- ina. Sumir borgarbúa óttast að sprengjum NATO verði líka beint gegn Posarevac í því skyni að eyðileggja eitthvað af eignum Milosevic-fjölskyldunnar, en flestir telja þó að slíkar árásir muni aðeins beinast gegn augljós- um hemaðarlegum skotmörkum. í borginni em litlar herbúðir sem ekki em taldar skipta miklu máli. En andstæðingar Milosevic telja að árásir NATO myndu ekki hjálpa málstað þeirra. Þess í stað óttast þeir að í kjölfar árásanna yrði tækifærið nýtt til að uppræta allt og alla sem hefðu beitt sér gegn stjórninni. „Sprengjurnar munu ekki leysa vandann í Kosovo og mun ekki færa okkur lýðræði," sagði Sipka. „Ef skortur verður á nauðsynja- vömm í kjölfar loftárása, svo sem eldsneyti, brauði og sykri, get- urðu verið viss um að ríka fólkið mun hafa nóg af því, en venjulegt fólk ekki,“ sagði hann. Andstaða í nafni baráttu gegn kommúnisma Nú á dögum lætur forsetinn sjaldan sjá sig í fósturbæ sínum, en fráin gerir það alloft og sonur þeirra, Marko, hefur komið sér vel fyrir í bænum. Hann er jafnan umkringdur vöðvastæltum líf- vörðum og býr í stóra einbýlis- húsi sem umgirt er háum vegg. Homsteinn vaxandi veldis hans er leysigeislaupplýst Madonna- diskótekið, sem sagt er að sé hið stærsta á öllum Balkanskaga. Andstæðingar Markos Milos- evic halda því fram að hann hyggi á útþenslu með því að komast yfír eignir borgarinnar fyrir sama og ekkert og breyta þeim í ábatasöm fyrirtæki. Slavoljub Matic, sem á sæti í borgarstjóminni, sagði að það hefði verið næstum því frágengið að Marko fengi til umráða svo- kallaða æskuhöll borgarinnar - sem er stór múrsteinsbygging í miðbænum - sem hann ætlaði að breyta í kvikmyndahús. Ráða- gerðin fór út um þúfur þegar Matic gagnrýndi hann opinber- lega. Matic, sem segist skelfast mjög öiyggisverði Markos Milosevic, segir að hann muni halda áfram að beita sér í stjórnarandstöðu, jafnvel þótt það sýnist á köflum vera býsna vonlaust hlutskipti, vegna þess að hann sé staðráðinn í því að gera allt sem hann geti til að binda enda á kommúnisma í Júgóslavíu. Endar ferillinn með „rúmenskri lausn“? Sumir stjórnmálaskýrendur telja að Kosovo-deilan kunni að verða Milosevic forseta að falli. Allt frá árinu 1989 hafði hann í raun komið sér undan því að taka á þeim vanda sem þar var óleyst- ur, með 1,7 milljónir Kosovo-Al- bana heimtandi sjálfstæði. Þar til fyrir skömmu var talið að enn byggju um 200.000 Serbar í héraðinu, en fullvíst má telja að þessi tala hafi skroppið allhressi- lega saman eftir að átök þjóðar- brotanna hófust fyrir um sjö mánuðum. Stjórnmálaskýi-endur telja að Milosevic sé bezt lýst sem póli- tískum tækifærissinna sem hafi eingöngu áhuga á völdum og muni laga afstöðu sína að hverju því sem aðstæður krefjast. Svartfellingar, sem enn era í sambandsríkisbandalagi við Ser- bíu, kusu nýlega með yfirgnæf- andi meirihluta þingmenn sem hafna valdi Milosevic. Hugsanlegt þykir að hann muni fi-ekar reyna að ná málamiðlun við hina nýju stjóm Svartfjallalands en reyna að kúga hana til fylgis við sig. Enn er óljóst hvers konar lausn Milosevic hyggst, þegar allt kem- ur til alls, reyna að finna í Kosovo. Þrátt fyrir hörkuna að undanfómu og hin hemaðarlegu átök heyrast þær raddir í Serbíu sem telja líklegt að hann muni gefa héraðið upp á bátinn eins og hann gerði með Krajínu árið 1995. Efnahagur Serbíu er afar bág- ur vegna hinna áralöngu við- skiptaþvingana, og hagfræðingar spá jafnvel hörmungarástandi í vetur. Til era þeir í Belgrad sem era byrjaðir að hugleiða þann mögu- leika að ferill Milosevic sé senn á enda. En hann hefur marga hild- ina háð og sumir segja að hann sé aldrei sterkari en þegar mest í móti blæs. Hvað sem því líður þá eru vaxandi sögusagnir á kreiki um að einhvers staðar á háum stöðum í öryggis- og leyniþjón- ustukerfinu séu menn sem trúi því að Serbía standi innan skamms frammi fyrir „rámenskri lausn“. Þeir muna að í kjölfai’ fjölda- mótmæla gegn Nicolae Ceaus- escu, fyrrverandi leiðtoga Rúm- eníu, vora hann og eiginkona hans tekin af lífi af fyrrverandi samherjum, á jóladag árið 1989. Það á eftir að koma í ljós hvort Slobodans Milosevic og eiginkonu hans bíði svipuð örlög. Byggt á: BBC-netfréttum, Reuters, The Dallas Moming Herald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.