Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjórnmálaferill og veldi Slobodans Milosevic Júgóslavfuforseta Reuters KOSOVO-deilan kann að reynast Slobodan Milosevic súrt epli að bíta í, áður en yfir lýkur. Þetta epli þáði forsetinn í vikunni úr hendi þorpsbúa í Lajkovae þar sem jarðskjálfti olli nýlega skemmdum. Verður Kosovo- deilan Serbaleið- toganum að falli? r- , r . .--u BAKSVIÐ Slobodan Milosevic komst til valda í Serbíu fyrir rúmum áratug með því að spila á þjóðernistilfínningu Serba í Kosovo-héraði. Vera kann að bau öfl sem hann leysti þar með úr læðingi verði honum sjálfum að falli. ARIÐ 1988, þegar hann var kominn vel á veg með að komast til æðstu metorða í Ser- bíu, tjáði Slobodan Milosevic hundruðuin þúsunda æstra stuðningsmanna á útifundi, að Serbía mundi bera sigur úr býtum í baráttunni um Kosovo. „Við munum sigra þrátt fyrir að óvinir Serbíu utan landamær- anna séu að leggja á ráðin gegn okkur. Við segjum þeim að við göngum til hverrar orrustu með sigur að takmarki," sagði Milos- evic, sem á þessum tíma var leið- togi serbneska kommúnista- flokksins. Slobodan Milosevic fæddist árið 1941 í bænum Pozarevac, skammt frá Belgrad. Æska hans var ekki hamingjusöm. Faðú hans yfirgaf fjölskylduna eftii- stríðið og fyrir- fór sér árið 1962. Móðir Slobod- ans, strangtrúaður kommúnisti og kennari, ól hann upp, en þegar sonurinn var 31 árs stytti hún sér aldur líka, árið 1972. I skólanum í Pozarevac kynnt- ist Slobodan lífsfórunaut sínum, Miru Markovic. Hún kom úr áhrifamikilli kommúnistafjöl- skyldu. Hún stærði sig af því einu sinni, að hann Slobodan hennar myndi einn góðan veðurdag verða eins glæstur leiðtogi eins og sjálf- ur félagi Tító, þáverandi forseti og þjóðhetja Júgóslavíu. A háskólaárum sínum og eftir að námi lauk var leið Milosevic greið upp metorðastigann innan kommúnistaflokksins. I fyrstu vann hann í orkufyrirtæki en síð: an sem bankastjóri stórs banka. I upphafi níunda áratugarins fór hann að helga stjómmálunum all- an sinn tíma. Hann varð formaður serbneska kommúnistaflokksins árið 1986. Það reyndist verða Kosovo- málið sem umbreytti ímynd Milosevic úr valdamiklum en dauflegum kerfiskarli í þann sterka stjómmálamann sem heimurinn hefur fengið að kynn- ast síðan. Með því að spila á sérstök gremjuefni Serba, sem þá voru orðnir lítill minnihluti í sjálf- stjórnarhéraðinu Kosovo, þar sem albanski meirihlutinn réð lögum og lofum, gerði stjómmála- maðurinn Milosevic sér mat úr þessu æsingamáli til að komast áleiðis á toppinn. Hann var kjör- inn forseti Serbíu árið 1989. Ófreskja vakin af dvala En það vai’ enduruppvakning þjóðerniskenndai- Serba, sem Milosevic bar meiri ábyrgð á en nokkur annar, sem varð til þess að þjóðemishyggja annarra hópa innan Júgóslavíu vaknaði af dvala. Þetta leiddi til stríðsins sem rú- staði gamla sambandslýðveldinu Júgóslavíu á árunum 1991-1995. A þessu tímabili stjómaði Milosevic harðri hendi heima í Belgrad og sá serbneskum að- skilnaðarsinnum í Króatíu og Bosníu fyrir vopnum og ýmiss konar stuðningi. Þetta var stefna sem átti eftir að enda illa, þegar - í ágúst 1995 - Króatar ráku á brott þá Serba sem eftir voru í Krajína-héraði austast í Króatíu, sem Serbamir þar höfðu lýst yfir að væri Lýðveldið serbneska Ki’a- jína. En þessi gangur mála virtist lítið hagga Milosevic. Hann hafði þegar hér var komið sögu látið þjóðemisæsinginn í málflutningi sínum víkja fyrir friðsamlegri nótum. I friðarviðræðunum í Dayton í Ohioríki í Bandaríkjun- um í nóvember 1995 gaf hann kröfuna um Stór-Serbíu upp á bátinn og var launað með því að viðskiptaþvingununum sem land- ið hafði verið beitt frá 1991 var aflétt að hluta. Veturinn 1996-97 tók Milosevie til hendinni við að þagga niður í háværum röddum stjórnarand- stæðinga. Síðan þá hefur banda- lag serbneskra stjómarandstöðu- afla, sem fór fyrir fjöldamótmæl- um á þessum tíma, mátt sín lítils. í júlí í iyrra flutti Milosevic sig um set úr embætti forseta Serbíu í stól forseta Júgóslavíu, sem nú er sambandslýðveldi Serbíu og Svartfjallalands. Hlutskipti stjómar- andstöðunnar Á meðan leiðtogar voldugustu ríkja Atlantshafsbandalagsins standa í ströngu við að reyna að þvinga Milosevic til hlýðni, er at- hyglisvert að beina sjónum að hlutskipti stjómarandstöðunnar í heimabæ hans, Pozarevac. Meðlimir lýðræðisumbóta- hreyfingarinnar, sem eiga aðeins 11 af 65 sætum í borgarstjórninni í þessari 65.000 manna iðnaðar- borg, eiga erfitt uppdráttar þar sem ættmenni Milosevic og skjól- stæðingar þeirra ráða lögum og lofum í borginni. í vikunni beindist líka kastljós alþjóðlegra fjölmiðla að áhrifum Milosevic-fjölskyldunnar, þegar Milosevic forseti skipaði bróður sinn, Borislav, sendiherra í Moskvu, en Rússar hafa reynzt Serbum traustustu bandamenn- imir. Þeir Pozarevac-búar, sem hafa reynt að beita sér gegn veldi Milosevic-ættarinnar, lifa í ótta við son forsetans, Marko Milos- evic, sem er 23 ára „töffari" með Ijóslitað hár og eigandi diskóteks, útvai-psstöðvar, nokkurra pítsu- staða og brátt einnig eigin alnets- þjónustufyrirtækis. „Bókstaflega allt í borginni snýst í kring um þau [Milosevic- fólkið], og Marko getur gert hvað sem honum sýnist,“ sagði Momcilo Sipka, meðlimui- í Lýð- ræðisflokki Serbíu, í The Dallas Morning News. Sipka telur að andstaða sín við Milosevic-veldið hafi kostað sig vinnuna. „I þessari borg gildir, að ef þú ert í flokki með þeim færðu allt. Ef þú ert það ekki, ertu rekinn.“ Stjórnarandstaðan í Pozarevac hefur lent í einkennilegri sjálf- heldu. Leiðtogar hennar horfðu áður vonaraugum til Vesturveld- anna um aðstoð við að koma á fót raunverulegu fjölflokkalýðræði í Serbíu, en nú óttast hún afleið- ingar hugsanlegra loftárása NATO, sem þó er fyrst og fremst ætlað að veikja Milosevic-stjórn- ina. Sumir borgarbúa óttast að sprengjum NATO verði líka beint gegn Posarevac í því skyni að eyðileggja eitthvað af eignum Milosevic-fjölskyldunnar, en flestir telja þó að slíkar árásir muni aðeins beinast gegn augljós- um hemaðarlegum skotmörkum. í borginni em litlar herbúðir sem ekki em taldar skipta miklu máli. En andstæðingar Milosevic telja að árásir NATO myndu ekki hjálpa málstað þeirra. Þess í stað óttast þeir að í kjölfar árásanna yrði tækifærið nýtt til að uppræta allt og alla sem hefðu beitt sér gegn stjórninni. „Sprengjurnar munu ekki leysa vandann í Kosovo og mun ekki færa okkur lýðræði," sagði Sipka. „Ef skortur verður á nauðsynja- vömm í kjölfar loftárása, svo sem eldsneyti, brauði og sykri, get- urðu verið viss um að ríka fólkið mun hafa nóg af því, en venjulegt fólk ekki,“ sagði hann. Andstaða í nafni baráttu gegn kommúnisma Nú á dögum lætur forsetinn sjaldan sjá sig í fósturbæ sínum, en fráin gerir það alloft og sonur þeirra, Marko, hefur komið sér vel fyrir í bænum. Hann er jafnan umkringdur vöðvastæltum líf- vörðum og býr í stóra einbýlis- húsi sem umgirt er háum vegg. Homsteinn vaxandi veldis hans er leysigeislaupplýst Madonna- diskótekið, sem sagt er að sé hið stærsta á öllum Balkanskaga. Andstæðingar Markos Milos- evic halda því fram að hann hyggi á útþenslu með því að komast yfír eignir borgarinnar fyrir sama og ekkert og breyta þeim í ábatasöm fyrirtæki. Slavoljub Matic, sem á sæti í borgarstjóminni, sagði að það hefði verið næstum því frágengið að Marko fengi til umráða svo- kallaða æskuhöll borgarinnar - sem er stór múrsteinsbygging í miðbænum - sem hann ætlaði að breyta í kvikmyndahús. Ráða- gerðin fór út um þúfur þegar Matic gagnrýndi hann opinber- lega. Matic, sem segist skelfast mjög öiyggisverði Markos Milosevic, segir að hann muni halda áfram að beita sér í stjórnarandstöðu, jafnvel þótt það sýnist á köflum vera býsna vonlaust hlutskipti, vegna þess að hann sé staðráðinn í því að gera allt sem hann geti til að binda enda á kommúnisma í Júgóslavíu. Endar ferillinn með „rúmenskri lausn“? Sumir stjórnmálaskýrendur telja að Kosovo-deilan kunni að verða Milosevic forseta að falli. Allt frá árinu 1989 hafði hann í raun komið sér undan því að taka á þeim vanda sem þar var óleyst- ur, með 1,7 milljónir Kosovo-Al- bana heimtandi sjálfstæði. Þar til fyrir skömmu var talið að enn byggju um 200.000 Serbar í héraðinu, en fullvíst má telja að þessi tala hafi skroppið allhressi- lega saman eftir að átök þjóðar- brotanna hófust fyrir um sjö mánuðum. Stjórnmálaskýi-endur telja að Milosevic sé bezt lýst sem póli- tískum tækifærissinna sem hafi eingöngu áhuga á völdum og muni laga afstöðu sína að hverju því sem aðstæður krefjast. Svartfellingar, sem enn era í sambandsríkisbandalagi við Ser- bíu, kusu nýlega með yfirgnæf- andi meirihluta þingmenn sem hafna valdi Milosevic. Hugsanlegt þykir að hann muni fi-ekar reyna að ná málamiðlun við hina nýju stjóm Svartfjallalands en reyna að kúga hana til fylgis við sig. Enn er óljóst hvers konar lausn Milosevic hyggst, þegar allt kem- ur til alls, reyna að finna í Kosovo. Þrátt fyrir hörkuna að undanfómu og hin hemaðarlegu átök heyrast þær raddir í Serbíu sem telja líklegt að hann muni gefa héraðið upp á bátinn eins og hann gerði með Krajínu árið 1995. Efnahagur Serbíu er afar bág- ur vegna hinna áralöngu við- skiptaþvingana, og hagfræðingar spá jafnvel hörmungarástandi í vetur. Til era þeir í Belgrad sem era byrjaðir að hugleiða þann mögu- leika að ferill Milosevic sé senn á enda. En hann hefur marga hild- ina háð og sumir segja að hann sé aldrei sterkari en þegar mest í móti blæs. Hvað sem því líður þá eru vaxandi sögusagnir á kreiki um að einhvers staðar á háum stöðum í öryggis- og leyniþjón- ustukerfinu séu menn sem trúi því að Serbía standi innan skamms frammi fyrir „rámenskri lausn“. Þeir muna að í kjölfai’ fjölda- mótmæla gegn Nicolae Ceaus- escu, fyrrverandi leiðtoga Rúm- eníu, vora hann og eiginkona hans tekin af lífi af fyrrverandi samherjum, á jóladag árið 1989. Það á eftir að koma í ljós hvort Slobodans Milosevic og eiginkonu hans bíði svipuð örlög. Byggt á: BBC-netfréttum, Reuters, The Dallas Moming Herald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.