Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 44
> 44 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gott einbýlishús með góðum bílskúr til sölu. Laust fljótlega. Verð: Tilboð. Upplýsingar í síma 483 3430. 1533 6050 OPIÐ HÚS I dag frá kl. 10—14 er opið hús á Flyðrugranda 14. íbúðin er 132 fm með sér- inngangi (gengið beint inn). Stórar stofur, 3 svefnherbergi, þvottaherbergi o.fl. Sjón er sögu ríkari. Ingvar sýnir ykkur og verið þið innilega velkomin. ■*- FELAGll FASTEIGNASALA Örugg fastelgnavlðskipti, S 533 4800 Suðurlandsbraut 4a * 108 Rvk. * Fax 533 4811 * midborg@midborg.is Fjötdi eigna á veraldarvefnum: www.midborg.is Opið virka daga frá kl. 9-18, sunnudaga frá kl. 12-15 ^ Smárarimi - einstök greiðslukjör Fallegt 150 fm einb. á einni hæö ásamt 45,5 fm bílskúr. Góöar stofur og 3 rúmg. herb. Ar- instæði í stofu. Húsið er til afhendingar nú þegar fokhelt og með fulleinangruöum út- veggjum. ELCO múrkerfi og marmarasalli. Dæmi: Alit að 85% lánuö til 25 ára. 7,4 m. húsbréf, 1,5 m. lán seljanda til 25 ára, útb. 1,6 m.l V. 10,5 m. 1617 Hagamelur - 2ja herb. Vorum að fá í sölu rúmgóða 70 fm íb. I fallegu húsi í vestur- bæ. Parket á fl. gðlfum. Tengi f. uppþvottav. Áhv. 3,3. V. 6,3 m. 2001 Tómasarhagi - bflsk. Falleg 93 fm 3ja herb. Ib. á jarðhæð i 4-býli, ásamt 28 fm bílskúr. Sérinngangur og sérhiti. Dren- og frárennslislagnir nýl. endurn. íb. getur losnað fljótlega. V. 8,5 m. 2007 Þangbakki 8 - Opið hús Falleg 63 fm íbúð á 4. hæð i góðu og eftirsóttu lyftuhúsi. Björt stofa og rúmgott svefnherbergi. Slórar svalir. Öll þjónusta í næsta nágrenni. Tilvalið t.d. fyrir eldri borgara. Elínborg og Ingibjörg taka á móti gestum í dag á milli kl 14 og 16. (Bjalla 4 F) V. 6,1 m. 1938 Fýishólar - einbýli Vandað og fallegt einbýli á 2 hæðum. Glæsilegt útsýni. Parket á stofum, borðst. og svefnherbergjum. Arinn í dagstofu. Stórt eldh. m. fallegri innr. Flísar á bööum. Bílskúr og opið bílskýli. Hagst. lán getafylgt. V. 19,8 m. 1056 Tómasarhagi - ein fbúð eftir Ný 132 fm sérhæð á jarðhæð í 3-býli á besta stað I vesturbæ Reykjavíkur. Hæðin skilast fullbúin án gólfefna. Frábært sklpulag og vandaðar innr. Skilalýsing og teikn. á skrifst. V. 13,9 m.1641 Miðbraut - Seltj. Mjög björt og sólrík 136 fm efri sérhæð f góðu 2-býli ásamt 28 fm bílskúr. íbúðin sk. í stórar stofur og fjögur svefnherbergi. Góðar suðursvalir. Glæsilegt útsýni. V. 12,7 m. 2005 Eyrarholt - Hf. Vorum að fá í sölu tvær 142 fm íb. í litlu fjölb. Harðviðarinnr. í eldh. Flísar á baöi. Rúmgóður bílskúr. Fallegt útsýni. Laus fljótlega. V. 11,5 m. 1957 www.mbl.is FRÉTTIR Hugmyndir um breyting- ar á fjórum prestaköllum NOKKRAR breytingar á skipan prestakalla hafa verið lagðar til á kirkjuþingi. Kom annars vegar fram tillaga biskups af biskupa- fundi um breytingar á fjórum prestaköllum og hins vegar tillaga séra Magnúsar Erlingssonar, sóknarprests á Isafirði, um eina breytingu. Löggjafarnefnd kirkju- þings hefur fjallað um tillögurnar og leggur álit sitt fyrir kirkjuþing eftir helgi. I tillögum biskupafundarins, sem herra Karl Sigurbjörnsson biskup mælti fyrir, er lagt til að Desjarmýrarprestakall í Múlapró- fastsdæmi, þar sem sóknarbörn eru 152, verði sameinað Eiða- prestakalli en þar eru fyrir 374 sóknarböm og að sóknarprestur sameinaðra prestakalla hafi jafn- framt með höndum starfsskyldu héraðsprests. Þá er lagt til að tvö prestaköll í Rangárvallaprófasts- dæmi verði lögð niður, þ.e. annars vegar Bergþórshvolsprestakall með 326 sóknarbömum, sem sam- einað verði Holtsprestakalli sem hefði þá alls hátt í 800 manns, og hins vegar Kirkjuhvolsprestakall, sem reyndar hafði verið ákveðið áður. Þar era sóknarbörn 476. Ný staða sérþjónustuprests Tillaga biskupafundarins gerir ráð fyrir að embætti sóknarprests í Kirkjuhvolsprófastsdæmi verði breytt í sérþjónustuembætti, t.d. rannsóknarstöðu, sem biskup veiti og að hlutaðeigandi sóknarpresti verði boðin staðan. Breytingin á Bergþórshvols- prestakalli var ákveðin með lögum frá Alþingi og eru laun sóknar- prests í Skálholti nú greidd með þeim fjármunum. Þá gerir tillaga biskupafundar ráð fyrir að Vatnsfjarðarprestakall í Isafjarðarprófastsdæmi, en þar eru 83 sóknarbörn, verði sameinað Staðarprestakalli (Suðureyri) þeg- ar sóknarpresturinn í Vatnsfirði lætur af embætti. Sameinaður fjöldi sóknarbama yrði þá 362. Verði prestssetrið á Suðureyri við Súgandafjörð og gert er einnig ráð fyrir að Súðavíkursókn í Isafjarð- arprestakalli verði hluti af Staðar- prestakalli. Gert er ráð fyrir að greiða laun prests í Isafjarðar- prestakalli með fjármunum sem áður rannu til Vatnsfjarðarpresta- kalls. Tillaga sr. Magnúsar Erl- ingssonar gerir hins vegar ráð fyr- ir að Súðavíkursókn verði felld undir Vatnsfjarðarprestakall. Verði af sameiningu Desjarmýr- arprestakalls og Eiðaprestakalls er gert ráð fyrir að biskupafundur ákveði með hvaða hætti ráðstafað verði fjármunum sem þá losna, þ.e. hvar nýs embættis sé helst þörf. Fundir kirkjuþings halda áfram eftir helgina en í dag verða nefndir kirkjuþings að störfum. Tillaga séra Péturs Þórarinssonar um Akureyrarkirkju Verði ein af höf- uðkirkjum þjóð- kirkjunnar FRAM kom tillaga á kirkjuþingi í fyrradag um að Akureyrarkirkja verði ein af höfuðkirkjum íslensku þjóðkirkjunnar og var séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Lauf- ási, flutningsmaður tillögunnar. Segir hann í greinargerð með til- lögunni að Akureyrarkirkja hafi á margan hátt þjónað sem höfuð- kirkja um árabil enda þótt hún njóti ekki viðurkenningar kirkjuyf- irvalda sem slík. Höfuðkirkjur þjóðkirkjunnar era kirkjurnar á vígslubiskups- stólunum að Hólum og Skálholti, minningarkapella Jóns Stein- grímssonar á Kirkjubæjar- klaustri, Hallgrímskirkja í Reykjavík og Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Höf- uðkirkjur hafa notið sérstakrar fjárveitingar m.a. vegna almenns hlutverks þeirra umfram það að vera venjulegar sóknarkirkjur en höfuðkirkjur eru þær kirkjur sem byggðar voru fyrir atbeina ríkis- valdsins. I greinargerðinni bendir séra Pétur á sérstöðu Akureyrarkirkju og segir hana meðal annars fólgna í því að hún sé einn af helstu við- komustöðum ferðamanna á Norð- urlandi eystra, kirkjan gegni mikil- vægu menningarhlutverki fyrir Akureyri og Norðuriand allt, þar séu t.d. haldnar kirkjuvikur og sumartónleikar enda séu kirkjan og safnaðarheimili eftirsótt til margs kyns mannamóta. Þá segir að aðstæður séu einfaldlega orðnar þannig að Akureyrarkirkja hafí nú stöðu sem sé langt umfram það að vera sóknarkirkja og að sóknar- nefnd, prestar og annað starfsólk sé reiðubúið að axla þá ábyrgð sem því fylgi að gera kirkjuna eina af höfuðkirkjum íslensku þjóðkirkj- unnar. Akureyrarkirkja. Við umræður um tillöguna sagði Karl Sigurbjörnsson biskup að Akureyrarkirkja væri vissulega ein af höfuðkirkjum Norðurlands og landsins alls og ekki þyrfti sér- staka samþykkt fyrir því. Hann sagði höfuðkirkjur ekki sjálfkrafa njóta sérstakra fjárveitinga úr jöfnunarsjóði kirkna, allar kirkjur sem hefðu viðamikil verkefni með höndum gætu sótt þangað. Tillögur að jafnréttisáætlun kirkjunnar Réttur verði hlutur kvenna Brottför Krist- ins hörmuð Á STJÓRNARFUNDI Alþýðu- bandalags ísafjarðarbæjar þann 14. október sl. var samþykkt eft> irfarandi ályktun: „Stjóm Al- þýðubandalags ísafjarðarbæjar harmar brottför Kristins H. Gunnarssonar úr A.B. og þakkar honum vel unnin störf í kjör- dæminu í þágu flokksins. Jafn- framt hvetur stjómin allt A.B. fólk til að sýna samstöðu og vinna að sameiginlegu framboði Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista." Ný stjórn Ingólfs Á AÐALFUNDI Sjálfstæðisfé- lagsins Ingólfs í Hveragerði, sem haldinn var í húsnæði fé- lagsins að Austurmörk 2 hinn 15. október sl., var skipt um stjórn félagsins. Eftirtaldir skipa stjórnina: Einar Hákon- arson, formaður, Hjalti Helga- son, Berglind Bjarandóttir, Margrét Bjarnadóttir og Anna Sigríður Jóhannsdóttir, með- stjórnendur. MARKMIÐ jafnréttisáætlunar kirkjunnar, sem tekin verður til lokaumræðu á kirkjuþingi eftir helgina, er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í íslensku þjóðkirkjunni. Er henni jafnframt ætlað að auðvelda öllum sem starfa innan kirkjunnar og sóknar- börnum að móta og skapa þær for- sendur í kirkjunni sem raunveru- legt jafnrétti kynjanna hvílir á. Þá er gert ráð fyrir að kirkjuþing kjósi þriggja manna jafnréttis- nefnd. Kirkjuráð lagði fram tillögur um jafnréttisnefnd og mælti Karl Sig- urbjörnsson biskup fyrir henni. Áætlunin gerir ráð fyrir að réttur verði hlutur kvenna innan kirkj- unnar, að jöfnuð verði aðild kynja að nefndum, ráðum og yfirstjórn kirkjunnar, að stuðlað verði að jöfnun launa og aðstöðu kvenna og karla innan kirkjunnar, að unnið verði að fræðslu um jafnrétti og endurskoðun málfars í kirkjulegri boðun og starfi. Þá gerir jafnréttisáætlunin ráð fyrir að gæta skuli jafnréttis þegar ráðið er í störf innan kirkjunnar. Það kynið sem sé í minnihluta í við- komandi starfsgrein skuli að öðra jöfnu ganga fyrir við ráðningar þegar umsækjendur eru taldir jafn- hæfir. Þess skuli gætt við ákvarð- anir um hvers konar starfsaðstæð- ur, námsleyfi, þátttöku í námsleyf- um, við úthlutun verkefna og til- færslur í störfum að kynjum sé ekki mismunað. Einnig er gert ráð fyrir að starfsfólki kirkjunnar sé auðveldað að samræma fjölskylduá- byrgð og starf. Þá er því varpað fram að þegar aðalsafnaðarfundir kjósa til sóknar- nefnda skuli þess gætt ef kostur er að stungið sé upp á jafnmörgum konum og körlum til kjörs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.