Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 23 Hvað er CALMUS...? TÖJVLIST Hljómdiskar MÚSÍK MEÐ CALMUS/TÓNLIST EFTIR KJARTAN ÓLAFSSON Sigrún Eðvaldsdóttir, Snorri Sig- fús Birgisson, Chalumeaux-tríóið, Camerartica, Martial Nardeau, Sinfóníuhljómsveit íslands. Sljórn upptöku: Bjarni Rúnar Bjarnason og Kjartan Ólafsson. Hijóðvinnsla: Calculus, Útstrok, Þríþraut, No- netta: Bjarni Rúnar Bjarnason. Hljóðupptaka: Calculus, Útstrok, Þríþraut, Nonetta: Þórir Stein- grímsson, Sverrir Gíslason og Hreinn Valdimarsson. Mónetta: Halldór Víkingsson. Stafræn eftir- vinnsla: FERMATA hljóðritun, Halldór Víkingsson. Efnið tjölfald- að eftir upptökum í eigu Ríkisút- varpsins. Diskurinn framleiddur með styrk frá STEF. Framleitt af ArchMusic inc. Dreifing JAPIS. ITM. ErkiTónlist sf. CALMUS (Calculated Music 1988-1998) er tónsmíðaforrit íyrir nútíma tónlist, með sér- hönnuð tól og aðgerðir til að takast á við tónsmíðaleg atriði þessarar tegundar af tónlist. Tónsmíð samin með aðstoð CALMUS er byggð upp af tóneiningum. Tónsmíðaleg fram- vinda í CALMUS er bæði línu- leg og samhliða (lagræn og hljómræn) þar sem forritið sem- ur hverja tóneiningu á fætur annarri samtímis því að stýra samhliða laglínugerð og hljóma- framvindu fyrir sérhverja tóneiningu o.s.frv. Kjartan Ólafsson tónskáld hefur unnið að hönnun og þróun tónsmíðafor- ritsins síðan 1988, en hann starfar á íslandi sem tónskáld, kennari, þróunarstjóri fyrir CALMUS og sem framkvæmda- stjóri fyrir tónlistarhátíðina ErkiTíð (úr bækl.). Og hananú! Eitthvað finnst mér ég kann- ast við þessar upplýsingar, enda skrifaði ég í fyrra um plötu eða „disk“ með aldeilis magnaðri og oft hrífandi tónlist eftir Kjartan, og í stuttu máli veldur þessi nýi hljómdiskur, „Music from Calm- us“, ekki vonbrigðum. Hann er að vísu nokkuð „intímari" og hljóðlátari en sá íýrri, vekur e.t.v. ekki upp 'jafn skáldlegar kenndir og dramatíska tilfinn- ingu, en hér höfum við engu að síður tónlistarlegt „argument“ á fínu plani, sbr. Þríþrautina íýrir klarinettutríó (1993, hljóðritun frá ‘94, RÚV), sem Chalumeaux- tríóið leikur af sannkallaðri „þrætulist". Annars er ég varla reiðubúinn að gera upp á milli verkanna og flutnings þeh-ra - sem undantekningarlaust er framúrskarandi. Fyrsta verkið, sem jafnframt er nýjast (Mó- netta 1997), þótti mér ákaflega fiott og vel leikið af Sigrúnu Eð- valdsdóttur og Snoira Sigfúsi Birgissyni. Verkið var valið til flutnings á Norrænum músik- dögum í Stokkhólmi á þessu ári. En auðvitað leika hér allir vel. Nonetta (1995) fyrir kammer- sveit fór einkar vel í mitt tauga- kerfi í mjög góðum flutningi Cammerartica kammerhópsins (samnefndan kvartett þekkir maður aðallega í ágætum flutn- ingi á Mozart). Sömuleiðis síð- asta og elsta verkið, Calculus (1990) iýrir einleiksflautu og pantað handa Manuelu Wiesler, sem var það fyrsta sem samið var með aðstoð CALMUS. Frá- bærlega leikið af Martial Nar- deau. Og ekki má heldur gleyma fínni frammistöðu Sinfóníu- hljómsveitarinnar undir stjórn rúmenska hljómsveitarstjórans Horia Andreescu, í flóknu (þó ekki svo mjög fyrir hlustandann) og mögnuðu verki sem nefnist Utstrok. Frumgerðin er frá ‘92, en þetta var annað verkið sem samið var með aðstoð CALMUS. Verkið var endurgert 1996 og hljóðritað sama ár. Hljóðritun annars mjög góð og báðir diskarnir alveg bráð- nauðsynlegir í hljómdiskasafnið, þó ekki til að rykfalla þar. Það er nefnilega upplifun að hlusta á þessa tónlist. Oddur Björnsson Fjölbreytt úrval tækifærisgjafa frá MuLberry, fyrir dömur og herra, fáanlegar nú í Veiðimanninum, Hafnarstræti. Töskur • Veski • Lyklakippur • Treflar Belti • Bolir • o.fl. ■i»aig C' RAiv!blO Das Erste Á Breiðvarpinu eru nú fimm evrópskar stöðvar, tvær þýskar, ein ERÖNSK, EIN ÍTÖLSK OG NÚ HEFUR BÆST VIÐ MJÖG SPENNANDI SPÆNSK EVROPA I MALIOG STOÐ MEÐ BLONDUÐU EFNI. Breiðvarpið ER ÞVÍ FRÁBÆR KOSTUR FVRIR ÞA SEM VIUA HALDA VIÐ TUNGUMALAKUNNATTU OG FYLGJAST VEL MEÐ FRETTUM OG OÐRU EFNIFRÁ MEGINLANDIEVRÓPU. un mm TV5 Stöð sem býður upp á það besta úr frönsku sjónvarpi. Mjög vandað og áhugavert sjónvarpsefni. =■' R TVE INTERNACIONAL Alþjóðleg útgáfa af spænska ríkissjónvarpinu - mjög fjölbreytileg og fræðandi sjónvarpsstöð. Hrxngdu strax OG KYNNTU ÞER 2MEÁLXD! Opið til kl. 22 á kvöldin og 17 um helgar wSmasawirámsm stKíms RAIUNO Italska rikissjónvarpið sýnir margskonar áhugavert efni og býður upp á góða íþróttaumfjöllun. Pro Sieben Þýsk stöð með menningar-, skemmti- og íþróttaefni. ARD Þýska rikissjónvarpið sem sýnir fjölbreytilegt efni, fréttir, íþróttir, fræðslu- og skemmtiefni. 800 7474 tv<e y 20.000 HEI2VULI EIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.