Morgunblaðið - 18.10.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 18.10.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 53 FOLK I FRETTUM Röppuðu dróttkvæði BERGSVEINN. Birgisson og Kári Sverrison tóku sig til og röpp- uðu dróttkvæði á uppákomu i Færeyjum íyrir skömmu. Berg- sveinn skrifaði samanburðargrein um rapparann Ice T og skáldið Egil Skallagrímsson í fyrra og þar með varð hugmyndin að uppákomunni til en útvarpsþáttur um efnið verður frumfluttur hjá RÚV nú í haust. _________ I samanburðargrein sinni komst Bergsveinn að þeirri niðurstöðu að Egill Skallagrímsson væri genginn aftur í bandaríska rapparanum Ice T. „Eg gerði þetta svona hálft í gamni en kveðskapur þeirra er mjög líkur svo og þær samfélagsaðstæður sem þeir ólust upp við. Það er mikill hraði i samfé- laginu og vá í loftinu. Þú veist ekki hvort þú lifir á morgun. Menn eru í gengjum og berjast fyrir heiðri síns hóps. Þau hafa svo rappskáld á sín- um snærum sem er mjög svipað og var í höfðingjaveldinu. Þar voni menn með hirðskáld til að tákngera völdin sem þeir höfðu. Svo eigast gengi nútímans við eins og smá- kóngarnir í Noregi og fjölskyldurn- ar á íslandi á sínum tíma. Yrkisefnin eru þau sömu, harka og bardagar.“ Bergsveinn segir margt áhuga- vert að finna í rappinu og bendir á að rapparar séu þegar farnir að beita innrími og alls konar áhuga- verðum hlutum. Dróttkvæðin séu dýrasta rímform í veröldinni og seg- ist Ice T vera mjög stoltur af því að geta rímað. I báðum tilfellum sé um að ræða mjög rímaðan kveðskap og innantóman auk þess sem harður rytmi sé einkennandi og mikið ytra form. Útvarpsþátturinn kom þannig til að Bergsveinn hitti Jón Hall Stef- ánsson hjá útvarpinu sem bað hann um tóndæmi til að sýna hvað hann væri að gera. „I fi’amhaldi af því kom rímnakveðskapurinn og teknótónlistin inn í það. Það sem við gerðum í Færeyjum voru tóndæmi en ekki fullmótuð tónlist. Við vild- um sýna fram á að þetta væri hægt en höfum ekki efni á að framleiða einhverja gæðatónlist. Tóndæmin voru tekin upp í Færeyjum og Jón Hallur mun nota þau í útvarpsþætt- inum sem verður á dagskrá í haust,“ sagði Bergsveinn en þáttur- inn er nokkurs konar samstarfs- verkefni íslenska og færeyska út- varpsins. Bergsveinn verður við nám í nor- rænum fræðum í Ósló í vetur. Hann segir vel koma til greina að kanna þessi meintu tengsl rapps og drótt- kvæða nánar. „Rappið er ekki nema 20 ára gamalt og mér finnst eins og það séu farnar að myndast vissar bragreglur í gangsterrappinu og það er mjög áhugavert að fylgjast með því hvort það verður sama þró- unin og í dróttkvæðum. Að það verði til einhverjar reglur sem allir gangist undir. Og að þær hugmynd- Egill Skall- grímsson geng- inn aftur í rapp- aranum lce T. Sérmerktar HÚFUR OG HANDKLÆÐI Afslátturtil 15. nóvember. Fáið sendan myndalista. Myndsaumur Hellisgata 17 220 Hafnarfjörður Sími 565 0122 www.if.is/myndsaumur ir sem við höfum í dag geti varpað einhverju ljósi á það hvemig þetta gerðist í gamla daga og hvort við höfum nokkuð mikið breyst. Þetta var fyrst og fremst mjög skemmtilegt og við lukum tóndæm- unum með því að setja kvæðið um Ólaf Liljurós í teknóbúning og röppuðum það. Kári spilaði á miðaldarhljóð- __________ færi sem heitir krumm- horn og er bogin flauta. Svo spilaði hann á búlgarska mið- aldafiðlu sem heitir gadulka og það setti skemmtilegan svip á uppá- komuna." Að sögn Bergsveins er hug- myndin sú að sýna fram á að hægt sé að nota kveðskap sem við eigum á nýjan hátt. „Það eru dæmi fyrir því að hljómsveitir noti gömul kvæði og setji þau í teknóbúning. Til dæmis danska sveitin Sorten Muld og færeyska sveitin En- ekk, sem Kári er meðlimur í, sem hefur sett gömul kvæði í rokkbún- ing. Rímnakveðskapur á Islandi í dag er dauður. Ef hann ekki kemst inn í eitthvert annað form þá lifnar hann ekki við. Þetta er hálfgert hliðar- spor hjá okkur og tilraun til að sýna fram á að þetta sé hægt.“ Morgunblaðið/Sverrir Lamhauge BERGSVEINN Birgisson og Kári Sverrisson fyrir utan heimastúdió þess síðarnefnda í Rúnavík í Færeyjum. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1998: Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Rangœinga Lífeyrissjóður Suðurnesja Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Sameinaði lífeyrissjóðurinn FAIR ÞU EKKI YFIRLIT en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en I. nóvember nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns [ lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.