Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 64

Morgunblaðið - 18.10.1998, Page 64
T|N|T| Express Worldwide 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar fullkomin '4, fyrirtækjatölva MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fornleifarannsóknir Islendinga og Bandaríkjamanna við Hrísbrú næsta sumar Bær Egils Skallagrímssonar fundinn? ANDARÍSKI fornleifafræðingurinn Jesse yock, prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, sem unnið hefur að fornleifarann- sóknum í Mosfellsdal síðustu árin, segir líkur á því að fundist hafi bær eða bæir frá lands- námstíð í dalnum. Segir hann unnt að tengja mannvistarleifarnar við ákveðnar persónur sem heimildir séu um m.a. í Landnámu. EgiII Skallagrímsson er sagður hafa dvalið á Mos- felli síðustu æviár sín. Hópur bandarískra og íslenskra fornleifa- fræðinga, mannfræðinga og annarra vísinda- manna hefur unnið að rannsóknunum undan- farin ár undir stjórn Jesse Byocks. „Við ætl- um að reyna að gera okkur mynd af öllu líf- inu í dalnum með öllum þeim brotum sem við höfum náð. Við getum staðhæft að þama virðast vera leifar af byggingu frá fyrsta ^siiluta landnámstíðar. Við þurfum að rannsaka hana frekar en ef hún er jafngömul og við teljum þá er hér um mjög merkan fund að ræða,“ sagði Jesse Byock. Jesse Byock telur að í sumar hafí fundist eitt helsta höfðingjasetrið í Mosfellsdal undir skriðum við Hrísbrú. Þar hafi verið hið ákjós- anlegasta bæjarstæði með gil og fjöll til varn- ar og síðan útsýni niður allan dalinn að Leir- vogi. Mannvistarleifarnar við Hrísbrú fund- ust á þann hátt að borað var á ákveðnum stöðum eftir fosfati í jarðveginum, sem ein- ungis er að finna þar sem búast má við úr- gangi manna og dýra, og þannig hafi verið hægt að ákvarða leitarsvæði. Þar hafi komið í ljós torfveggir með landnámsöskuiaginu sem gefi til kynna aldur þess og svo virðist sem þarna sé einnig að finna skála. „Menn verða samt alltaf að tala varlega þegar forn- leifar eru annars vegar og við getum ekkert staðhæft fyrr en eftir frekari rannsóknir. Við höfum fengið svar við ákveðnum spurningum en margar nýjar spurningar hafa einnig vaknað.“ Rannsóknirnar eru unnar af nemendum Byocks í nánu samstarfi við sérfræðinga frá Þjóðminjasafninu og segist Byock ennfremur hafa átt mikið samstarf við íbúa í Mosfellsdal. „Við Hrísbrú hefur verið fyrsta kristna kirkjan en kirkjan við Mosfell virðist vera frá 12. öld og á Tjaldanesi virðist vera haugur frá því fyrir kristnitöku. I raun hefur allur dalurinn verið samfélag út af fyrir sig og þannig má smám saman fá góða mynd af líf- inu á landnámstímanum." I vetur á að vinna úr upplýsingum sem fengist hafa og koma þrír aðrir háskólar í Bandaríkjunum við sögu. Næsta sumar er ráðgerður enn víðtækari uppgröftur á þess- um nýja stað við Hrísbrú í samvinnu við Þjóð- minjasafnið. „Bærinn við Mosfell var upprunalega á Hrísbrú þar sem allt var vel gróið en síðan hófst þar uppblástur og þá varð að flytja bæ- inn. Heimildirnar segja okkur hveijir bjuggu hvar og hver staða þeirra var í þjóðfélaginu. Þarna bjó Grímur Svertingsson lögsögumað- ur og kannski Egill á síðari árum sínum en nokkuð víst er að hann bjó á einliveijum bæj- anna 1 dalnum.“ Morgunblaðið/Arnaldur HÉR er Jesse Byock við Hrísbrú þar sem uppgröfturinn fór fram í sumar og honum verður haldið áfram næsta sumar. Framleiðsla hafin á harðkornadekkjum Vegagerð- in hluthafi í Nýiðn hf. FRAMLEIÐSLA er hafin í þremur löndum á harðkornadekkjum sem rannsóknir benda til að valdi 14 sinnum minna sliti á götum en negldir hjólbarðar, auki umferðai’- öryggi og dragi úr loft- og hávaða- mengun. Framleiðsluaðferðin er ís- lensk og hefur verið fengið einka- leyfi fyrh’ henni víða um heim. Stofnað hefur verið hlutafélagið Nýiðn um stýringu á framleiðsl- unni, framleiðslu á harðkornum og sölu á framleiðsluleyfum. Olafur Jónsson, framkvæmdastjóri Nýiðn- ar hf., segir að útlit sé fyrir að rekstur fyrirtækisins skili nokkur hundruð milljóna kr. veltu innan þriggja til fjögurra ára. Vegagerðin er meðal hluthafa í Nýiðn og er þetta í fyrsta sinn sem Vegagerðin leggur fram hlutafé í fyrirtæki sem ekki tengist verkefn- um hennar. ■ Framleiðsla/2E --------------- 1.000 kr. á ári til bjargar Eyjabökkum? ÞJÓÐHAGSLEG arðsemi Fljóts- dalsvirkjunar yrði neikvæð ef hver Islendingur væri tilbúinn að greiða 1.000 krónur á ári í fórnarkostnað vegna Eyjabakka og annars um- hverfis sem skaðast myndi vegna virkjunarinnar, miðað við að hagn- aður af raforkusölu yrði 3 mill á kílóvattstund. Þetta kemur meðal annars fram í dæmi þar sem reiknað er út arð- semismat fyrir Fljótsdalsvirkjun, með aðstoð Ragnars Ámasonar, prófessors í auðlindahagfræði við Háskóla Islands. Arðsemismatið er reiknað út frá ólíkum forsendum, þar sem hagnaður af raforkusölu virkjunarinnar er skoðaður í sam- hengi við umhverfiskostnað vegna umhverfisspjalla og minni tekna vegna fækkunar ferðamanna. ■ Náttúran er/C 1-4 Þorsteinn Pálsson á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi Gefur ekki kost á sér áfram •• Olvaður ökumaður skemmir bifreið LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt aðfaranótt laugar- dags um að bifreið væri ekið á öfugum vegarhelmingi, miðað við akstursstefnu, norður Kringlumýrarbraut. Bifreiðin var löskuð eftir ákeyrslu á vegrið —«i við Ásbraut í Kópavogi. Ökumað- urinn, sem var ölvaður, ók að Laugarásbíói, á vegg og síðan á Ijósastaur. Þegar lögreglan kom þangað lagði ökumaðurinn enn af stað og náðist við Sæbraut tutt- ugu mínútum eftir að til hans spurðist fyrst. Hann var færður í fangageymslu lögreglu þar sem _ r hann svaf úr sér vímuna. ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegs-, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér við kosningar til Al- þingis næsta vor. Hann greindi frá þessu á fundi í kjördæmisráði Sjálfstæðis- flokksins á Suð- urlandi í gær. Hann kvaðst myndu ijúka kjörtímabili sínu sem þingmaður og ráðherra næsta vor og ekki vera farinn að huga að því hvað tæki við hjá sér eftir það. „Það er margt sem kemur til,“ sagði Þorsteinn Pálsson aðspurður um þessa ákvörðun. „Þegar kjör- tímabilinu lýkur hef ég verið sam- fleytt í forystu fyrir flokknum eða í ríkisstjórn í 16 ár og það er að verða sjaldgæft að menn séu svo lengi í slíkum störfum óslitið. Mörgum hugðarefnum komið fram Þorsteinn segir að sér finnist hann vera búinn að koma fram mjög mörgu af því sem hugur hans stóð til þegar hann fór út í pólitík. Finnist honum ágætt að breyta til þegar hann horfi yfir þennan feril. „Eitt af fyrstu verkum á þeim vettvangi var að knýja fram breytingu sem fólst í því að færa vaxtaákvörðun frá ríkis- stjórn út á markaðinn sem var ein stærsta breyting í frjálsræðisátt í efnahagsmálum frá því innflutnings- höft voru afnumin. Ég átti þess kost í tíð minni sem fjármálaráðherra að umbylta skattakerfinu og lögleiða staðgreiðslukerfi skatta og undirbúa virðisaukaskattslöggjöfina. Undan- farin átta ár hef ég staðið fyrir því í dómsmálaráðuneytinu að gjörbylta dómstólakerfinu og réttarfarsregl- um, endurskipuleggja lögregluna og koma á nýjum kirkjurétti. I sjávar- útvegsráðuneytinu hef ég á sama tíma mótað langtímanýtingarstefnu um auðlindir sjávar, fært sjávarút- veginn á örfáum árum frá mið- stýrðri atvinnugrein í markaðsbú- skap og þannig lagt grundvöll að stöðugleika og auknum kaupmætti." Þorsteinn sagði óráðið hvað tæki við hjá sér. „Það er margt sem ég get hugsað mér að taka mér fyrir hendur en það er ekkert afráðið í þeim efnum. Ég hef nægan tíma til að taka slíkar ákvarðanir. Þetta hef- ur verið um flest ánægjulegur tími og síðan hoifi ég fram á við með eft- irvæntingu.“ Þorsteinn Pálsson lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Islands árið 1974. Hann var kjörinn á þing árið 1983, var formaður Sjálfstæðis- flokksins árin 1983 til 1991, hann varð fjármálaráðherra árið 1985 og hefur síðan gegnt embætti iðnað- arráðherra, forsætisráðherra og frá árinu 1991 hefur hann verið sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu 1970-1975, ritstjóri Vísis 1975 til 1979 og framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands Islands árin 1979 til 1983.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.