Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 11
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 11 Ástand rjúpnastofnsins á Islandi 1963-98 Úr skýrslum um rjúpnaveiðitímann 1995: Hlutfallsleg skipting veiðimanna í hópa eftir veiði á hvern veiðimann Hlutfall veiðimanna 0 10 20 30 40 50 % Reykjavíkur 1995-96 og 1996-97 ra d> 1-10 511-20 «21-30 §31-40 p 41-50 S51-60Í '5 61-70 0 ~ 71-80 ] 581-90 91-100 101-110 111-120 121-130 131-140 141-150 151-160 161-170 171-180 181-190 191-200 ..I......J.- Hlutfallsleg skipting heildarveiðinnar eftir heildarafla veiðimanna Hlutur af heildarveiði Um 70% veiðimanna ná 20 eða færri fuglum Einungis um 10% veiðimanna veiða fleiri en 50 rjúpur á veiðitímabilinu Hlutfallsleg dreifing veiði á merktum rjúpum yfir veiðitímann 50- % 40- 30- 20- 10- 0 M Úlfarsfellsrjúpur j — Tæplega helmingur rjúpnanna skotinn í fyrstu viku veiðitíma 50- % 40- Hríseyjarrjúpur Tæplega 80% 1. 23/8 1/12 11/3 19/6 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Vika veiðitímans Vika veiðitímans Október I Nóvember I Desember Október I Nóvember I Desember Karratalningar á Suð- vestur- og Vesturlandi sýna lítinn þéttleika, kyrrstöðu og síðan fækkun árin 1994-98, s.s. breytingar sem ekki eru lengur í takt við aðra landshluta. að menn viti ekki hvers vegna það svæði detti úr fasa u.þ.b. tveimur árum á undan áætlun. Önnur athugunarsvæði eru á Norðausturlandi, í Hrísey og á ein- um stað á Austfjörðum. Þar siglir kúrfan upp á við og í takt við það sem vænta mátti miðað við tíu ára sveifluna. Ólafur segir að veiðiálag- ið á Hríseyjarrjúpum, en þar hefur um þriðjungur fuglanna fallið fyrir veiðimönnum, virst vera innan þeirra marka sem stofninn þolir . Þær fljúga upp á fastalandið á haustin, lenda þar í þessu veiðiá- lagi en við sjáum vel náttúrulega tíu ára sveiflu í þeim stofni,“ segir Ólafur. Hver getur verið skýringin á þessum mismun á álagi, e.t.v. fjöldi veiðimanna? „Það er auðvitað mikill fjöldi veiðimanna á suðvesturhorninu. Samkvæmt innsendum veiðikort- um eru skotveiðimenn á rjúpu um 5.000 talsins. En það er fleira. Eyjafjarðarsvæðið er fjöllótt og þar festir snjó að öllu jöfnu mun fyrr en fyrir sunnan. A sama tíma er rjúpnalandið syðra að mörgu leyti aðgengilegra, auk þess sem snjó festir að öllu jöfnu seinna þar heldur en nyrðra.“ Nú segja margir að friðlönd séu svo mörg að ofveiði á einum stað skaði ekki stofninn í heild? „Rjúpan hefur reynst vera mjög heimakær og staðbundinn fugl sem sjaldan fer langt frá heimahögum sínum. Það er því hægt að ofveiða fuglinn á afmörkuðum svæðum. Skotveiðar á fslandi eru fyrst og fremst tómstundagaman og mikill meiri hluti skotmanna er að skjóta innan við helming þeirra rjúpna sem skotnar eru. Veiðarnar eiga ekki að vera svo miklar að þær raski náttúrulegum stofnsveiflum tegundarinnar og ekki má gleyma ÓLAFUR K. Nielsen miðar út rjúpur búnar senditækjum. VEIÐISTJÓRI VILL EKKI FLANA AÐ NEINU Loka svæðinu og rannsaka áhrifin Áki Ármann Jónsson veiðistjóri sagði í samtali við Morgunblað- ið að þær einu hefðir sem emb- ættið þekkti við að stýra skot- veiðum væru fólgnar í að friða fugla. Það væri hins vegar ekk- ert sjálfgefið að friðun skilaði sér og embættið hefði í raun lengst af verið í „svartnætti“ gagnvart rjiipnarannsóknum og það hefði ekki verið fyrr en með tilkomu veiðikortakerfisins að embættið fór að fá nauðsyn- lega yfirsýn um t.d. skotveiðiá- lagið á stofninum. Veiðistjóri á sæti í ráðgjafar- nefnd um villt dýr. Engar stjómunarákvarðanir í þessum efnum eru teknar hjá embætt- inu heldur er það ráðgefandi, en ákvarðanir eru teknar í um- hverfisráðuneytinu. Ef ráðu- neytið lýsti yfir að rjúpa yrði friðuð á einhverjn tilteknum svæði, kæmi það hins vegar í hiut veiðistjóraembættisins eða Náttúrufræðistofnunar að framfylgja lagasetningu ráðu- neytisins. „Þessar tölur frá Úlfarsfeils- svæðinu hafa vakið athygli og í sjálfu sér má deila um það hvort 70% veiði sé ofveiði, en ég tel að nauðsynlegt sé að skoða þetta mál hægt og rólega. Taka engar ákvarðanir nema að vei ígrund- uðu máli. Það er ósköp auðvelt að segja bara „friðum fuglinn", en þegar friðun er annars vegar vakna alltaf spumignar á borð við hvað er verið að friða? Hvert er markmiðið? Hvenær á að leyfa skotveiðar á nýjan leik? Sú vimia, sem framundan er lyá embættinu nú i haust og byijun næsta árs, er að ákveða hvaða aðferðafræði er heppilegust. En sjálfur legði ég til, að minnsta kosti í fljótu bragði, að Úlfars- fellssvæðinu yrði lokað fyrir skotveiðum og á meðan yrði rannsakað hvaða áhrif það hefði á ijúpuastofninn á svæðinu." Skotveiðar á íslandi eru fyrst og fremst tóm- stundagaman og mikill meiri hluti skotmanna er að skjóta innan við helming þeirra rjúpna sem skotnar eru. því að taka verður tillit til annan-a rándýra við nytjar af rjúpunni. Þar á ég ekki síst við fálkann, sem byggir allt sitt á rjúpunni og stofn fálkans sveiflast í takt við ástand rjúpnastofnsins hverju sinni. Við megum heldur ekki gleyma því þegar skoðað er hvernig nýta skuli rjúpnastofninn, að hann þolir líklega skotveiðina mun verr þegar hann er í lágmarki og vel má hugsa sér að hægt sé að halda stofni niðri með of þungum skotveiðum og tefja fyrir því að hann rétti sig við.“ Hvað ber að gera? Þó ijúpnaveiði sé undir smá- sjánni þessa daganna, þá er veiðin nú til dags lítil miðað við það sem var í eina tíð, enda stofninn þá oft miklu stæm. Ólafur talar um „gullöld" rjúpnaskyttna á tímabil- inu frá aldamótum fram að upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Dæmi um veiðina á þessum árum má nefna frá árinu 1927 er 252.000 rjúpur voru fluttar út. Á þessum árurn var ijúpan útflutningsvara. Til samanburðar má nefna að veið- in árið 1997 var ríflega 150.000 fuglar og 158.000 fuglar 1996. Ólaf- ur segir toppana í sveiflunni hafa verið breytilega og langt sé síðan slíkir toppar hafi náðst. Ólafur segir að hann hefði viljað halda áfram með rannsóknir á af- föllum í haust og vetur, en hætt við það þegar ákveðið var að hafa veið- arnai- óbreyttar. Þó verða nokkrir fuglar með senda á Úlfarsfells- svæðinu. Óíafur segist á næsta ári vilja fjölga athugunarsvæðum og einnig taka inn svæði þar sem skot- veiði er lítil eða engin eins og Kvískerjasvæðið. Hann segir að kostimir í stöðunni í haust hafi verið nokkrir, m.a. að aðhafast ekkert, bíða með aðgerðir en end- urtaka mælingar á vetrarafföllum eða takmarka veiðar. Hveinig sérð þú takmörkun veiða fyrir þér sé þess þörf? „Hugmyndir sem uppi hafa verið eru lokun svæða, stytting veiði- tíma, kvótasetning eða bann við sölu á rjúpum. Það vakna strax spumingar í sambandi við þessa kosti og ég er ekki með patent- lausn á því hvemig ber að útfæra svona lagað. Slæ þessu meira fram til að bjóða upp á umræðu. Þegar talað er um að stytta veiðitíma þá koma atriði upp eins og að eðlilegt sé og æskilegt, að veiðitíminn sé einmitt er stofninn er stærstur, s.s. á haustin og framan af vetri. Taka verður einnig mið af mælingum sem sýna að mikill meiri hluti fugl- anna er skotinn fyrstu eina til tvær vikumar.“ Þú talar um að banna sölu á rjúpu. Hvað með alla þá sem borða rjúpu á jólum en skjóta ekki sjálf- ir? „Eins og ég gat um áðan, þá em og eiga rjúpnaveiðar að vera tóm- stundagaman og innan þeirra marka að þær raski ekki náttúm- legum stofnsveiflum. Sölubann væri til að koma í veg fyrir at- vinnuveiðar, en stórveiðimenn sem eru innan við 10% veiðimanna, fella um helming fuglanna. Þessi minni hluti skotveiðimanna þjónar þó mjög stóram hópi neyt- enda. Með sölubanni væri lokað fyrir öll viðskipti með rjúpu í versl- unum, til veitingahúsa og til út- flutnings. Við sjáum að eftirspum eftir rjúpum er að aukast og þá á ég við þann markað sem orðið hef- ur til á veitingahúsum síðasta ára- tug. Með sölubanni væri aldrei hægt að koma í veg fyrir sölu milli einstaklinga en ég tel tvímælalaust að hægt væri að draga mikið úr eftirspurninni með þessu móti, sem þýðir minni veiði. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.