Morgunblaðið - 18.10.1998, Side 31

Morgunblaðið - 18.10.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 31 „Sé vöxtur í fyrir- tækinu merkir þetta að viðkom- andi starfsmaður getur hagnast talsvert á hluta- bréfakaupunum og þetta hefur um leið þann kost að virka sem hvatn- ing, hagur fyrir- tækisins og hans fara saman.“ Peir spyrja hvernig i ósköpunum við höfum farið að því að byggja upp svona sterka stöðu á sviði upp- lýsingatækni. Smæðin getur stundum verið styrkur. Sami maður getur hér þurft að þekkja til margra hluta í senn en víða erlendis annast hver deUd sitt afmarkaða svið og svo tekur önnur deild við og þannig koU af koUi. Það reynir því á hugkvæmnina og við er- um einnig fljótari að taka ákvörðun en gerist víða erlendis. Auk þess beinum við aUtaf sjónum að því besta, hvort sem er í Bandaríkjunum eða Evrópu. Við erum ekki bundnir við heimamarkað eða gamlar hefðir þegar við leitum að búnaði og lausn- um eins og stórþjóðh-nir eru oft. Islendingar hafa getið sér mjög gott orð á þessu sviði erlendis. Að hluta til held ég að skýringin á þess- um árangri sé mikill áhugi hér á tækni, við erum forvitnir og viljum setja okkur inn í nýja hluti. Þetta er ekld endilega markvissri stefnu rík- isvaldsins að þakka, samt nefni ég að það var gott skref þegar toUar voru felldir niður á tölvum. Ef við hugum að grannlöndum, Þýskalandi eða Bretlandi, kemur i ljós að við erum á mörgum sviðum ágætlega samkeppnisfærir og sóst eftir okkur í verkefni. OPIN kerfi eru að koma sér upp eftirlitskerfi þar sem hægt er að fylgjast með því hvort búnaðurinn sem viðskiptavinirnir nota er í lagi. Við fjárfestum í Skýrr, sem hafa verið að vinna verkefni fyrir danska aðila. Þegar verkinu var lokið og ágreiningur kom upp um einhverja lokagreiðslu fór svo að Danirnir ákváðu að borga en með einu skil- yrði: Að Skýrr héti því að taka að sér fleiri verkefni fyrir þá! Islenskir tæknimenn sem vinna fyrir erlenda aðila hafa stundum selt vinnu sína á 20 þúsund krónur á tímann. Hér væri kaupið fjórðungm’ af þessari fjárhæð. Þetta sýnir vel hvaða tækifæri þessi grein getur gefíð mönnum, sýnir hvað þekking- in er orðin þýðingarmikil. Við erum á þessu sviði búin að koma okkur upp kunnáttu sem er hægt að selja hvar sem er í heiminum." Hvernig standa opinber fyrirtækd að vígi þegar þau kaupa tölvubúnað og þjónustu, ráða þau yfír nægilegri þekkingu sjálf til að geta metið til- boð og gert tilboðslýsingar nægi- lega vel úr garði? „Stofnanir eins og Ríkiskaup og Innkaupastofnun Reykjavíkur hafa yfír að ráða ágætri þekkingu og kalla svo til óháða ráðgjafa þegar þörf krefur. Þessi mál eru því í til- tölulega góðu standi." Hann er spurður hvort kaup Op- inna kerfa á hlut í fyrirtækjum keppinauta í upplýsingaiðnaði hafí vakið tortryggni. Óttast einhverjir að Frosti sé að reyna að hnýsast í áætlanir og leyndarmál annarra til að geta alltaf verið á varðbergi gagnvart samkeppni? „Eg held að það sé frekar að keppinautar utan samstæðunnar séu að gera þetta að einhverju máli en að þarna sé um eitthvað áþreif- anlegt að ræða. Menn verða þá að koma með dæmi máli sínu til sönn- unar og ég veit ekki um nein slík dæmi. Þetta er kannski einhver pirringur í keppinautum." - Gerðuð þið góð kaup þegar þið keyptuð ykkur inn í Tæknival í sumar? „Það á eftir að koma í Ijós en við höfum trú á því. Tæknival er með mjög mikla veltu og þar vinna margir góðir einstaklingar og verið að gera góða hluti í fyrirtækinu. En þar er líka ýmislegt sem mætti fara betur. Þetta er ekki einhver valda- barátta af okkar hálfu, við sáum einfaldlega gott viðskiptatækifæri. Okkur fannst gengið á bréfunum vera lágt og af hverju ekki að slá tíl? Ákveðin fjarlægð Við erum með þessa stefnu, að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum á okkar sviði, það gera hins vegar Nýherji og Einar J. Skúlason ekki. Við erum nú að vinna að því að stofna eignarhaldsfélag sem mun annast eignarhald í þeim fyrirtækj- um sem við eigum hlut í. Þannig viljum við skapa ákveðna fjarlægð á milli Opinna kerfa og hinna fyrir- tækjanna sem við komum að með einhverjum hætti. Þetta nýja eign- arhaldsfyrirtæki, ef af verður, mun eiga 100% hlut í Opnum kerfum og síðan 51% í Skýrr, tæp 40% í Tæknivali og svo framvegis. Minn tími hefur farið sífellt meira í að fylgjast með dótturfé- lögum og fyrirtækjum sem við höf- um verið að fjárfesta í. Hér er starfandi fimm manna teymi sem sér um daglegan rekstur Opinna kerfa. Þeir eru Pétur Bauer, sem er yfír heildsölunni, Halldór Pét- ursson annast söludeildina, Ragnar Marteinsson er með þjónustudeild- ina, Birgir Sigurðsson er með fjár- málin og Gylfi Árnason er aðstoð- arframkvæmdastjóri. Sjálfur er ég meira í stefnumótun.“ En er einhver hætta á einokunar- tilburðum í þessari atvinnugi-ein og þarf löggjafinn að setja skorður við þeim? „Hér er mjög virk samkeppni. Stóru fyrirtækin útlendu, HP, Compaq, IBM, Dell, Sun og Microsoft, eru með fulltrúa sína hérlendis og þau bjóða íslenskum aðilum það besta sem til er í heimin- um á sviði upplýsingatækni. Verðið á tölvum og tölvuþjónustu er mjög lágt hér á landi borið saman við næstu lönd. En verkin verða að tala í þessu. Netið veldur því að fyrirtæki al- mennt búa alltaf við aðhald markað- arins, hægt er að panta vörur um al- netið. Margir Islendingar kaupa sér nú þegar bækur með aðstoð Nets- ins. Þessi markaður er orðinn alþjóð- legur og ef verðlagið yrði óeðlilega hátt hér myndu viðskiptaaðilar á Netinu grípa tækifærið. Besta vöm sem Opin kerfí og önnur íslensk fyr- irtæki hafa gegn einokun er að vera með samkeppnishæfa þjónustu og vöru, tryggja að markaðurinn sé lif-' andi. Hugleiðingar um hættuna á einokun hafa kannski átt við fyrir einhverjum áratugum en ekki leng- ur.“ B arnamyndir fyrir ömmu og afa B A R N A ^FJÖLSKYLDU LJOSMYNDIR Ármúla 3 8 • sími 588-7644 Gunnar l.eifur Jónasson BLIKKÁS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavoqi Barnarúm BtaamQ Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. ■I 0.1 OlO OOOOIIOOIOIOOI OiOpÖ iroooWooiuj ío 0300031000 ji]oiooi3þoooooiooooi ■Q Q J. .010101 1 rmm/s # OfíóCCClilOOO lOOOIOOOOIl 00(50* tn Sértilboð Gildirtil 28. október Dell OptiPlex™ GX1 Intel® Pentium® II350/100 MHz örgjörvi 32 MB minni • 4,3 GB diskur 15“ Ultrascan skjár (Trinitron) • hljóðkort 3Com 10/100 netkortWakeUpOnLAN Verð kr. 138.205,- stgr m VSk* viðskiptatölvur Dell OptiPlex™ G1 Intel® Pentium® II350/100 MHz örgjörvi 32 MB minni • 4,3 GB diskur 15” Ultrascan skjár (Trinitron) 3Com 10/100 netkortWakeUpOnLAN Verð kr. 128.674,- stgr m VSk* *Verð fyrir aðila að rammasamningi Ríkiskaupa RK-302 OptiPlex™ með Intel® Pentium®ll örgjörvt Dell, Dell merkið og OptiPlex™ eru skrá: vörumerki Dell Computer Corporation. Intel® inside merkið og Intel® Pentium® eru skrá vönjmerki og MMX er vörumerki Intel® Corporat

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.