Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIR á rjúpna- stofninum á íslandi um langt árabil hafa sýnt að hann fylgir um það bil tíu ára sveiflu. Þetta eru náttúrulegar sveiflur og munur á fjölda rjúpna í hámarks- og lágmarksár- um getur verið fjór- til tífaldur. Það eru vetrarafföll sem ráða mestu um stofnbreytingar. Efst trónar afrán stofnsins, en afránið má flokka í tvennt, skotveiðar og ásókn rándýra. Að vetrarlagi er vart um önnur rándýr að ræða en fálka og tófu. A vorin og sumrin má bæta við mink og krumma. Mikill fjöldi fugla fellur fyrir skotveiði- mönnum og ævarandi spurning sem erfitt er að fá svar við er hvort þar falli fuglar sem fallið hefðu hvort eð er, t.d. fyrir rándýrum, sjúkdómum, fæðuskorti o.fl. Kenn- ing í þessa veru, og sem byggist að einhverju leyti á rannsóknum fuglafræðinga bæði austan hafs og vestan gefur vísbendingar um að veiðar hafi ekki áhrif á heildarafföll og því ekki stofnbreytingar, að sögn Ólafs K. Nielsens. „Þetta er nokkuð sem skotveiði- menn hampa mjög, skiljanlega,“ segir Ólafur. Hann bætir við að haldbærustu niðurstöðumar sem menn hafi um þetta efni séu varð- andi skosku lyngrjúpuna, en að ýmsu leyti séu það niðurstöður sem falli lítt saman við íslensku rjúpuna, því í Skotlandi sé haldið fram ræktunarstefnu gagnvart lyngrjúpunni, m.a. með því að við- halda kjörlendissvæðum og halda afræningjum algerlega í skefjum. Hér á landi, hafa menn fylgst með rjúpufjölda á afmörkuðum svæðum og þannig m.a. fundið um- rædda tíu ára sveiflu. Síðustu árin hefur rjúpnastofninn víða verið á uppleið og samkvæmt fyrri reynslu ætti hann að halda því striki a.m.k. næstu tvö árin. En á vissum svæð- um er „stofninn farinn úr fasa“, eins og Ólafur kemst að orði. Allt eru það mikil veiðisvæði að einu undanskildu. Staka svæðið er kennt við Kvísker í Öræfum, en hin svæðin eru á Suðvestur- og Vestur- landi. Karratalningar á Suðvestur- og Vesturlandi sýna lítinn þétt- leika, kyrrstöðu og síðan fækkun árin 1994-98, s.s. breytingar sem „Rjúpan er augljóslega ofveidd í næsta nágrenni höfuðborgar- svæðisins og líklega ekki við öðru að búast.“ Þannig hljómar ✓ úrskurður Olafs K. Nielsens fuglafræðings á ástandi rjúpnastofnsins á suðvestur- horninu eftir mælingar á vetr- arafföllum rjúpna þrjá síðustu vetur. Guðmundur Guðjónsson / ræddi þessi mál við Olaf en þau hafa vakið að nýju tíðar umræður um rjúpur og rjúpna- veiðar hér á landi, enda skipt- ast menn í fylkingar, þá sem vill alfriða fuglinn, þá sem vill leyfa veiðar og nú nýja fylk- ingu sem vill athuga hvort rétt sé að takmarka að einhverju leyti rjúpnaveiði, að minnsta kosti á þeim svæðum þar sem ofveiði virðist vera. „PATENTLAUSN“ FYRRVERANDI ATVINNUSKYTTU Gæs fyrir rjúpu Ásgeir Heiðar er landsþekkt ijúpnaskytta og alhliða veiði- inaður og hundatemjari. Fyrir fáum árum var hann beinlinis atvinnumaður þar eð hann lifði á ijúpnaveiðum á meðan vertíð- in varði. Nú hefur hann viður- væri sitt af öðru, en eim veiðir hann mikið og þá einvörðungu til að bregðast ekki fjölmörgum viðskiptavinum sínum. Hann segist vera með „patentlausn" á vandanum sem um ræðir, að rjúpan sé ofveidd á afmörkuð- um svæðum. „Mér líst vel á að gripið sé til einhverra aðgerða til að vernda rjúpuna þar sem menn telja sýnt að hún sæti of miklu veiði- álagi. Ég tel að skotveiðimenn upp til húpa ættu að taka tillit til slíks og reikna með því að þannig sé því líka farið. Ég hef velt þessu fyrir mér eftir að umræðan fúr af stað í fjölmiðl- um og tel að ég hafi fundið patentlausn,“ segir Ásgeir. Og hún er hver? „Einfaldlega að klípa framan af veiðitimanum, láta hann byija 1. núvember á þeim svæð- um sem talað er um að séu of- veidd. Þau eru hér sunnan heiða og ef að líkum lætur þá eru meiri líkindi til að komin sé einhver snjúföl í byrjun núvem- ber og þar af leiðandi erfiðara að finna ijúpuna. En menn vilja vera að skjúta á þessuin tíma og þessi liugmynd min blandast því að breyta gæsaveiðitímanum til samræmis. Eins og staðan er í dag, þá byrja menn að skjóta gæs 20. ágúst. Það er því miður stað- reynd að mikið af gæsinni er enn úfleygt eftir fjaðrafellinn og það er ömurlegt að vita af skyttum skjútandi úfleyga fugla út um alla múa. Að mínum dúmi ætti að færa gæsatímann aftur til 1. september, leyfa fuglinum að verða fleygur á ný. Það vita það kannski ekki allir, en því fer íjarri að gæsatíminn sé úti þegar íjúpnatíminn byijar 15. oktúber. Énn er mikil gæs á landinu síðustu vikurnar í oktú- ber og sjálfur hef ég farið marga frábæra gæsatúra á þeim tíma. Menn gætu einfald- lega bætt sér upp að rjúpnatím- inn væri færður aftur með því að veiða gæsina til 1. núvember og fara svo til ijúpna.“ Hvað með kvúta og sölubann? „Ég er hræddur um að kvút- ar verði aldrei haldnir og varð- andi sölubann, hvernig eiga all- ir þeir Islendingar sem borða rjúpu á júlum en veiða ekki að nálgast fuglinn ef þeir geta ekki keypt hann úti í búð? Þessi hugmynd er víst. sett fram til að einangra atvinnumennina svokölluðu, en ég held að þeir séu á leiðinni að detta út hvort eð er vegna sflækkandi verðs. Ég hef heyrt talað um í haust að verðið gæti farið ofan í 150 krúnur á rjúpuna. Þá værum við að tala um algert verðhrun. Ég held reyndar ekki að verðið verði svo lágt, en staðreyndin er að það hefur Iækkað síðustu árin og það kemur illa við skytturnar.“ Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson EIN ER UPP til fjalla .... rjúpu- hæna í Mosfellssveit. Loftnet- ið af senditæki má sjá skaga undan fiðrinu á baki fuglsins. ekki eru lengur í takt við aðra landshluta. Varpafkoma er góð og fuglamir lifa og deyja innan hérðas. Rjúpan er mjög staðbundin og ferðast lítið. Kúrfan á niðurleið Síðustu árin hafa farið fram karra- og ungatalningar á nokkr- um svæðum á Suðvestur- og Vest- urlandi. Svæðin eru kennd við Úlfarsfell, Lyngdalsheiði, Þverár- hlíð og Dagverðarnes á Fells- strönd, en allt eru þetta mikil rjúpnaveiðisvæði. Að auki hafa far- ið fram þær athuganir, að sendi- tæki hafa verið sett á einar hund- rað rjúpur þrjá síðustu vetur og síðan fylgst með afdrifum þeirra fugla. Niðurstaðan er sú að um 70% fugla á lífi í upphafi veiðitíma féll fyrir hendi veiðimanna. Ólafur hefur reiknað út meðal- ungafjölda þann sem hver kvenfugl þarf að koma á legg til að stofninn standi í stað. Eru það tæplega 12 ungar miðað við að helmingur fugla falli vegna skotveiði og stofn- inn hafi enga aðra uppbót. Ef dragi úr náttúrulegum affóllum um fjórð- ung væri um 8 unga að ræða. Mið- að við að allt að 70% prósent fugla falli á einstökum svæðum má glöggt sjá hversu mjög kreppir að stofninum á umræddum svæðum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að fullyrða að kúrfusveiflan niður á við í Þverárhlíð, á Lyngdalsheiði og á Fellsströnd stafi af skotveiði þó það geti vel verið. Hins vegar ber svæðið sem kennt er við Úlfarsfell öll merki ofveiði. Það er rétt að geta þess að umrætt svæði er mjög víðfeðmt, afmarkast af Reynisvatni og Langavatni, Borg- arhólum, Grímansfelli, Skálafelli og Esju,“ segir Ólafur. Svæðið kennt við Kvísker í Öræfum var nefnt til fyrr í textan- um. Þar er kúrfan farin úr fasa, eins og Ólafur kallar það, rétt eins og á stórveiðisvæðum vestar á landinu sem áður er getið. Á um- ræddu svæði er lítil eða engin skot- veiði og Ólafur viðurkennir fúslega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.