Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 43 < + Jóhanna Vil- mundardóttir fæddist 18. október 1909. Hún lést 30. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Baldvina Jónsdóttir og Vilmundur Pét- ursson, sjómaður á Hofsósi. Systkini Jóhönnu voru Guð- rún og Jón, sem bæði eru látin. Jó- hanna eignaðist dótturina Ragnheiði Magnúsdóttur sjúkraliða árið 1932. Hún var Mig langar með nokkrum orðum að minnast móðursystur minnar, Jóhönnu Vilmundardóttur, sem lést 30. september síðastliðinn. Andlát hennar kom á óvart. Dag- inn áður var hún hress og sat við handavinnu eins og svo oft áður. Jóhanna vann ýmis störf á árum áður, aðallega við fiskvinnslu og sfldarsöltun. Hún varð einstæð móðir ung og var það enginn dans á rósum hér áður fyrr þegar engar tryggingar voru. Hún var alltaf harðdugleg til allrar vinnu og sér- lega myndarlega í sér og verklag- in. Jóhanna og Kristinn reistu stórt hús í Sandgerði. Þar ræktaði hún fallegan garð sem margir dáð- ust að. Það var vel tekið á móti manni þegar maður kom í heim- sókn með fjölskylduna. Þau voru bæði gestrisin og vildu allt fyrir mann gera. Fyrir nokkrum árum fluttu þau á Hrafnistu í Hafnar- fírði. Þar leið þeim vel og töluðu oft um hvað allir væru þeim góðir. Það sem einkenndi Jóhönnu var létt lund og einstakt minni. Hún var hafsjór af fróðleik og gat sagt skemmtilega frá mönnum og mál- efnum. Hún var alltaf fundvís á það spaugilega í tilverunni. Hún var aufúsugestur í öllum fjöl- skylduboðum og unga fólkið sagði gjarnan: Kemur ekki Jóhanna? Þeim fannst hún svo skemmtileg. Jóhanna gekk alltaf vel til fara. Hún saumaði á sig flest sín föt og var vandvirk og smekkleg. I sumar þegar ég hringdi í hana einu sinni var hún að sauma á sig blússu, þessi tæplega 89 ára gamla kona. Nú er hún horfin af sjónarsviðinu. Hún var á margan hátt lánsöm í lífinu. Hún eignaðist góðan mann og vel gerða dóttur. Það var alla tíð náið og innilegt samband á milli þeirra þriggja. Hún var mjög stolt af barnabörnunum og barnabama- bömunum. Hún fékk að halda fullri reisn og andlegu atgervi til hinstu stundar. Blessuð sé minning Jóhönnu. Gerða. í örfáum orðum ætla ég að minnast Jóhönnu Vilmundardótt- ur, ömmusystur minnar, sem er nýlátin, 89 ára að aldri. Síðast hitti ég hana í fjölskylduferð norður í Skagafjörð og Siglufjörð í ágúst á liðnu sumri. Ferðin er mér ógleymanleg fyrir margra hluta sakir en þó sérstaklega íyrir þær lifandi og skemmtilegu sögur sem Jóhanna sagði okkur um fólkið okkar og liðna tíma. Allnokkur aðdi-agandi hafði ver- ið að þessari ferð en tilefnið var aldarafmæli Guðrúnar Vilmundar- dóttur, ömmu minnar og systur Jóhönnu. Undirbúningsnefnd hafði starfað um veturinn og afkomend- um og fjölskyldum þeirra og skyldfólki verið stefnt til Siglu- fjarðar, en þar átti að hafa fastan samastað þessa helgi. Skoða átti staði í Skagafirði og Siglufirði er tengdust sögu ættarinnar, fræðast um liðinn tíma og hafa það skemmtilegt saman. Ætlunin var að stoppa á Hofsósi á norðurleið og sigla þaðan út í gift Hauki Morthens söngvara, sem lést 1992. Þeirra synir eru Ómar, Heimir og Haukur. Eftirlif- andi eiginmaður Jó- hönnu er Kristinn Guðjónsson, skip- sljóri frá Sand- gerði. Þau bjuggu alla tíð í Sandgerði, þangað til fyrir nokkrum árum að þau fluttu að Hrafn- istu í Hafnarfírði. Útför Jóhönnu hefur farið fram í kyrrþey. Málmey, en þar höfðu forfeður okkar búið fyrr á tímum. Ekki varð af Málmeyjarferð vegna veð- urs og hörmuðu það margir og þá sérstaklega Jóhanna, sem hlakkað hafði til sjóferðarinnar þrátt fyrir háan aldur. Daginn eftir var haldið í rútuferð um Skagafjörð. Þoka lá yfir Siglufirði þegar lagt var af stað um morguninn, en þegar kom í Skagafjörðinn braust sólin fram úr skýjunum og fógur sjón blasti við. Ekið var um Almenninga og Fljótin og sagðar sögur og fróð- leikur um það sem fyrir augu bar. í Sléttuhlíðinni sagði Jóhanna okk- ur frá liðnum tímum, fólkinu okkai- og aðstæðum þess, og fortíðin varð Ijóslifandi í sjónhendingu. Ekið var inn í Hrolllaugsdal eft- ir vegarslóða eins langt og komist varð og horft inn eftir dalnum í átt að Geirmundarhóli, þar sem Guð- rún Vilmundardóttir fæddist árið 1898. í fjörunni við Lónkot stopp- aði hópurinn drjúga stund. Bald- vina Jónsdóttir, dóttir Jóns „ríka“ Þorlákssonar úr Málmey, mamma Jóhönnu og langamma mín, hafði fæðst þar árið 1876. Sagan segir að konur mættu ekki fæða börn í Málmey og að þar mætti enginn búa lengur en 19 ár í senn, að öðr- um kosti hlytist af því mikil ógæfa. Til sannindamerkis um þetta var vitnað í þjóðsöguna um Hálfdán prest á Felli og bóndann sem missti konu sína til trölla af því hann fór ekki eftir viðvörunum þjóðsögunar. Mest þótti okkur þó um vert að heyra Jóhönnu segja sögur af liðnum ættmennum. Eft- irfarandi saga var tekin upp á seg- ulband í Lónkotsfjöru: „Ég ætla að segja ykkur sögu af honum langafa ykkar. Hann pabbi var Pétursson (Vilmundur Pétursson) og hans faðir hét Pétur Sigmunds- son og bjó hérna á Fjalli. Þau voru sex systkinin. Þetta var á þeim tíma þegar náttúruhamfarir og óáran gengu yfir og þá var alls- leysi og matarfátækt á bæjunum hér í kring. En þá hafði rekið hval héma á Lónkotsmöl og yfirvöldin, sem voru ströng eins og þið vitið og refsuðu mönnum fyrir minnstu yfirsjónir, létu þó þau boð út ganga um sveitina að hver maður mætti fara niður á Lónkotsmöl til að fá sér í soðið af hvalnum. Þar á meðal var hann Pétur sterki, afi minn. Þeir fóru mennirnir héma úr sveitinni og tóku sína byrði, all- ir eins og þeir gátu af hvalnum. En þegar þeir komu hér eitthvað upp- eftir vora þeir orðnir afar lúnir, en það sem þeir létu frá sér, því bætti kallinn hann afí á sig og var orðinn klyfjahestur þegar hann kom heim til hennar ömmu. Og af því fékk hann viðurnefnið Pétur sterki eða Hvala-Pétur, því hann bætti öllu á sig sem hinir lögðu frá sér, og þótti þetta hetjudáð." Farið var inn á Hofsós þar sem Jóhanna þekkti hverja þúfu og sagði okkur frá æskuslóðunum sín- um, en hún fæddist þar árið 1909. Fleiri sögur sagði hún okkur og um kvöldið, eftir að flestir höfðu gengið til náða, sat áhugasamur hópur hlustenda umhverfis Jó- hönnu og hlýddi á frásagnir henn- ar, sem sagðar vora af lifandi snilld og kímni. Frásagnir Jóhönnu tók ég upp á lítið segulband og hafði ámálgað það við hana fá að halda spjallinu áfram í vetur vegna þess að mér fannst hún búa yfir einstakri frá- sagnargáfu og minni umfram ann- að fólk og þessar sögur yrði að skrásetja. En nú er það um seinan og dýrmætur fjársjóður að eilífu glataður. Við samferðarfólk hennar úr ferðinni góðu stöndum í eilífri þakkarskuld við hana, því hún gerði ferðina ógleymanlega með nærvera sinni. En minningin um hana mun lifa um ókomna tíð í sög- unum sem hún sagði okkur. Ævar. Hún Jóhanna hefði orðið 89 ára gömul í dag hefði hún lifað og hún ætlaði að koma í afmæliskaffi til okkar, en það verður nú ekki en við vitum að hún verður nálæg. Þótt hún væri orðin þetta full- orðin kona kom það eins og reiðar- slag þegar Rannsý hringi snemma morguns hinn 30. sept. sl. og sagði: „Hún mamma er dáin.“ Einhvem veginn fannst manni að það væri ekki nærri komið að endalokum hjá Jóhönnu. Hún sem hafði alltaf eitthvað fyrir stafni og það var alltaf svo margt framundan hjá henni sem hún ætlaði að gera eða fara. Hún var t.d. nýbúin að kaupa sér efni sem hún ætlaði að sauma sokka- poka úr og margt fleira var á döf- inni hjá henni eins og venjulega. Mikið skelfing verður nú margt öðravísi hér eftir, þegar jafn litrík- ur persónuleiki og hún Jóhanna var, verður ekki lengur með okkur. Engin Jóhanna í afmælis- og jóla- boðum, þar sem hún var hrókur alls fagnaðar, engin Jóhanna að sauma vambir í sláturgerðinni, engin Jóhanna að bera fyrir okkur kaffi, ís og kræsingar þegar við komum í heimsókn, engin Jóhanna að dást að drengjunum sínum, sem hún var alltaf að hugsa um og vildi svo vel. Hún Jóhanna var dugnaðarork- ur og mikil hannyrðakona, sem féll aldrei verk úr hendi. Allt var svo vel gert og fallegt sem hún gerði, hvort sem það vora fötin sem hún saumaði á sjálfa sig, útsaumurinn, flosið eða hin margrómuðu hekluðu bamaföt. Það er svo margs að minnast og við eigum svo margt að þakka henni og þeim hjónum báðum, þar á meðal árin fimm sem við bjugg- um hjá þeim á Brekkustígnum í Sandgerði. Elsku Kiddi. Guð veri með þér í nýja herberginu þínu á Hrafnistu og einnig þér, Rannsý, sem ert bú- in að missa svo mikið á undanförn- um árum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Blessuð sé minning þín, amma og langamma. Heimir, Þóra Stína og strákarnir. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. JÓHANNA VILMUNDARDÓTTIR + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR fyrrverandi húsvarðar, Hallveigarstöðum, Hátúni 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E og 32-A á Landspítalanum. Guð blessi ykkur öll. Þóra Björgvinsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Haraldur Jónsson, Kristin Jónsdóttir, María Júlia Jónsdóttir, Guðmundur Ö. Óskarsson, Magnús Þ. Óskarsson, Þórunn Óskarsdóttir Jón J. Haraldsson, Óskar Þ. Sigurðsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigfús Helgi Guðjónsson, Þórður Sigurðsson, Björk S. Hauksdóttir, og barnabarnabörn. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar yndislega sonar, bróður, barnabarns og frænda, ATLA SNÆS JÓNSSONAR, Borgarvík 15, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til vina okkar og ættingja fyrir einstaka aðstoð. Vinátta ykkar og hlýja hefur veitt okkur ómetanlegan styrk á sorgarstund. Guð blessi ykkur öll. Sædís Björk Þórðardóttir, Jón Heiðarsson, Ólafur Þór Jónsson, Þórður Á. Þórðarson, Ólafía Gestsdóttir, Heiðar Jóhannsson, Fanney Hannesdóttir og frændfólk. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR PÁLSDÓTTUR kennara, Fýlshólum 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2-N á hjúkrunarheimilinu Eir. Páll Jóhannsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Magnús E. Jóhannsson, Judith Taylor Jóhannsson, Gunnar Jóhannsson, Hrönn Jóhannsdóttir, Skúli Jóhannsson, Erlendur Jóhannsson, Ásta Friðjónsdóttir, Gunnhildur Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabamaböm. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGGEIRS VILHJÁLMSSONAR stórkaupmanns, Seljahlíð. Sigríður Hansdóttir, Hanna María Siggeirsdóttir, Eríendur Jónsson, Vilhjálmur Geir Siggeirsson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir, Þórólfur Þórlindsson, Siggeir Siggeirsson, Auður Þórhallsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega veitta samúð og hlýhug við andlát og útför ADOLFS THORARENSEN, Gjögri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14-G á Landspítalanum. Jóhanna Sigrún Thorarensen, Pétur M. Lúðvíksson. t r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.