Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Helga Magnúsdóttir skylmingamaður hefur herjað á vígi karla fýrstu sýn Þegar rætt er um skylmingar detta mörgum í hug mikilúðlegir víkingar með sítt skegg. Skylmingakappar nútímans eru hins vegar allt öðruvísi, þeir flokkast undir íþróttamenn, keppa í íþróttasölum og í þeirra hópi fínnast jafnt konur sem karlar. Helga Magnúsdóttir hefur náð góð- um árangri 1 skylmingum með höggsverði á síðustu árum og varð m.a. í 6. sæti á HM á dögunum, Ivar Benediktsson ræddi við Helgu um árangur hennar og íþróttina. Eg var nýlega flutt frá Noregi og v ■var að leita mér að einhverri íþrótt í frístundum þegar ég sá litla auglýsingu í Morgunblaðinu þess efnis að æfíngar væru að hefjast hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. Mér datt í hug að þama væri komin íþróttagrein fyrir mig og ákvað af forvitni að reyna,“ segir Helga Eygló Magnúsdóttir, sem á dögun- um hafnaði í 6. sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu í skylmingum með höggsverði, um aðdraganda þess að hún hóf að leggja stund á þessa íþrótt fyrir þremur árum. „Vel var tekið á móti mér svo ég ákvað að halda áfram. Þegar ég varð vitni að alvöru keppni á æfingu sá ég að þetta var mín íþrótt, skylmingarnar voru eins og ást við fyrstu sýn.“ Á heimsmeistaramótinu, sem fór fram í Sviss, var konum í fyrsta sinn heimiluð keppni í skylmingum með höggsverði á HM, en greinin hefur verið sannkallaði karlavígi og m.a. verið keppnisgrein þeirra frá fyrstu nútíma Ólympíuleikunum 1896. Nú hefur hins vegar blaðið verið brotið og konur reyna með sér í greininni í fyrsta sinn á Ólympíuleikum árið 2004. Til keppninnar í kvennaflokki að þessu sinni var boðið sextán kepp- endum, en á næsta mót gilda sömu reglur um þátttöku og í karlaflokki - 128 efstu menn á heimslista al- þjóða sambandsins, FIE, mæta til leiks. Keppnin að þessu sinni gaf því aðeins forsmekkinn að því sem koma skal. „Ég kom til mótsins með það markmið að gera mitt besta og reiknaði frekar með að eiga undir högg að sækja. Þess vegna kom það þægilega á óvart er í ljós kom að ég átti í fullu tré við andstæðingana,“ segir Helga. N-Ameríkubúar fremstir Keppnin fór þannig fram að keppendum var skipt niður í þrjá riðla og var Helga í öðrum þeim riðli sem í voru fímm keppendur. Af þeim vann Helga þrjá en tapaði íyr- ir Japana. Þrátt fyrir tapið komst Helga áfram og vann Hollending örugglega í næstu umferð. Því næst mætti hún Kelly Williams frá Bandaríkjunum en tapaði, Williams varð síðan önnur í mótinu en Helga hafnaði í sjötta sæti eins og áður greinir. „Bandaríkja- og Kanada- menn eru sterkastir í þessari íþrótt í kvennaflokki, enda komin hefði á skylmingar þar því þær hafa verið stundaðar meðal kvenna í Norður- Ameríku í tvo áratugi. Þessi grein er hins vegar mun yngri á meðal kvenna í annars staðar í heiminum. Amerísku stúlkurnar þekkja því hvað þarf til að sigra en reynslan skiptir miklu máli á svona móti. En þetta var góð reynsla í viðbót við þá sem ég hafði eftir að hafa verið að keppa á minni mótum í Evrópu síð- ustu tvö ár. Ég er sátt við árangur- inn því hann er betri en ég hafði gert mér vonir um fvrirfram." Nú þarf að fylgja þessum árangri EINBEITINGIN skín úr augum Helgu rétt áður en hún heldur til orrustu við einn andstæðing sinn á HM á dögunum. Morgunblaðið/Þorkell HELGA er röntgentæknir og segir áhugamálið, skylmingar, vera skemmtilega tilbreytingu frá dagsins önnum. eftir og næsta heimsmeistaramót fer fram í Seoul í S-Kóreu næsta haust. Til þess að vinna sér þátt- tökurétt á HM þarf að vinna sér sæti á heimslistanum og það gæti reynst þrautin þyngri. Keppnisrétt- ur á HM næst með góðum árangri á sex heimsbikarmótum sem fram fara á íyrri hluta næsta árs, víðs- vegar um heiminn. „Ég hef ekki leitt hugann að því enn hvort ég læt slag standa en það er vissulega spennandi að reyna að fylgja þess- um árangri eftir. Þjálfari okkar skylmingamanna hér á landi, Nikolay Mateev, hefur mikinn áhuga á að ég spreyti mig og víst er að ef ég læt til leiðast þarf ég að æfa meira og á annan hátt en ég hef gert hingað til.“ Æfir fimm sinnum í viku Helga er 34 ára, fædd og uppalin undir Eyjafjöllum í Rangárvallar- sýslu. „Þær litlu íþróttir sem ég hafði stundað voru í anda ung- mennafélaganna," segir Helga sem er röngtentæknir á röngtendeiid í Domus Medica. Helga segist hafa farið rólega af stað og æft tvisvar í viku til að byrja með en eftir því sem fram hafa liðið stundir hefur æfíngum fjölgað og nú æfir hún fimm sinnum í viku, frá tveimur og upp í fjóra tíma í hvert sinn. „Þegar ég hafði æft í rétt rúmt ár fór ég ásamt fleiri Islendingum að keppa í mótaröðinni um Norður- Evrópubikarinn og náði fljótlega góðum árangri sem ýtti enn undir áhugann," segir Helga en hún sigr- aði í stigakeppni N-Evrópubikars- ins á íyrsta tímabili og varð í öðru sæti sl. vetur. Eru vel varðir Skylmingar með höggsverði eru býsna ólíkar þeim skylmingum sem sjást í ævintýramyndum á hvíta tjaldinu. Sverðið er mjótt og gefur vel eftir. Auk þess er ekki ætlunin að stinga andstæðinginn með því heldur að veita honum högg. Kepp- endur eru vel varðir, eru í sérstök- um búningum úr höggþéttu efni sem verja þá vel auk þess sem allir eru með andlitsgrímur og hanska til varnar. Meiðslahætta er lítil og í raun er íþróttin mun sakleysislegri en nafnið gefur til kynna. Eigi að síður geta menn fengið högg á handleggi sem geta skilið eftir sig smávægilega áverka sem jafna sig á einum til tveimur dögum, að sögn Helgu. „Maður klæðist síðerma peysum í einn til tvo daga á eftir,“ segir Helga og hlær. í keppni eru þátttakendur tengdir við rafmags- snúrur sem gefa merki á ljósaborð þegar andstæðingurinn kemur höggi á andstæðing sinn. Stig eru skoruð með því að koma höggi á efri hluta líkama andstæðings síns, en ólöglegt er að slá fyrir neðan mitti. Helga segir að nokkur hópur fólks æfí skylmingar hér á landi, að- allega unglingar, og hafí starfið eflst mjög í haust. „Það hefur samt sinn ókost að þegar áhuginn er mik- ill eigum við í vandræðum með að taka við öllum því húsnæðið sem við æfum í sníður okkar þröngan stakk, salurinn í ÍR-húsinu gamla er lítill. „Þess vegna verðum við að þrí- skipta þeim kvöldum sem við höfum í húsinu." Skylmingar eru hins vegar íþrótt sem allir geta stundað að mati Helgu. „Það er mjög góð alhliða hreyfing í skylmingum og því hentar þær nær öllum. Til þess að ná árangri þarf hins vegar að ná ákveðnum grunni eins og í flestum öðrum íþróttum. „Mikil áhersla er lögð á réttar hreyf- ingar fóta og staðlaðar æfingar með höndum en góð vinna með fótum skiptir höfuðmáli. íþróttin reynir mjög á úthald, hraða og snerpu. Það tekur talsverðan tíma að ná fæmi og réttri fótavinnu, taka sér stöðu eins og kallað er. Þegar það er komið tek- ur við vinna með höndum sem þriðja stigið í þróun skylmingamanns þegar grunni hefur verið náð,“ segir Helga. „Þetta er alls ekkert karlasport, fjarri því. Skylmingar henta konum ekkert síður en körlum og í raun tel ég að konur hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu góð íþrótt þetta er fyrir þær.“ Ástvið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.