Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ þurfir ekki annað en biðja til Guðs og þá strandi skip hjá þér? Haraldur hafi þá svarað: Ég bið drottin daglega að sjá fyrir ráði mínu. Með hvaða hætti hann kýs að bænheyra mig læt ég hann um og hef engar áhyggjur af því... Sú saga var sögð á Mýrum að franski sendiherrann hefði spurt Harald bónda hvort hann vildi ekki skipta rekanum jafnt milli Alftaness og Straumfjarðar. Þá hafi Haraldur svarað: Ætli við látum ekki Drottin skipta, hér eftir sem hingað til. Pétur bóndi í Höfn heldur áfram frásögn sinni við morgunverðarborð- ið í Nýhöfn. Þeir standa þar í fjör- unni, tveir stórættaðir bændur og horfa á siglutré franska skipsins. Pétur segir við Harald: Þú selur mér mastrið. Ég fleyti því yfír fjörðinn. Haraldur segir: Þú mátt eiga það ef þú getur grafið það úr sandinum. Og binda þeir fastmælum. Siglutréð sótt Um vorið, þegar ki-ían hefir orpið og loftið ómar af kvaki og söng, hyggst Pétur sækja siglutréð. Þegar kom að því sneri hann sér til Gísla Páls Oddssonar, Hliði á Akranesi. Hann var valinkunnur og traustur sjósóknari. Lærður vélstjóri og verkhygginn. Gísli Páll fékk sér til aðstoðar Hannes Ólafsson á Hliði, sem einnig hlaut almanna lof. Gísli Páll Oddsson var jafnan kenndur við Hlið. Ekkja Gísla Páls Ingileif Guðjónsdóttir kveðst minn- ast þess að hafa heyrt frásagnir um ferð þessa. Bátur Gísla Páls hafði áð- ur verið í eigu föður hennar, Guðjóns Þórðarsonar útvegsbónda á Ökrum. Báturinn hét Blíðfari. (Það sem hér er sagt um sjóferð þessa er sam- kvæmt frásögn heimildarmanna er leitað var til löngu eftir að atburðir gerðust.) Pétur og förunautar hans, Gísli Páll og Hannes á Hiiði, ásamt Herði Ólafssyni síðar bónda í Lyngholti er var Pétri tengdur og var til heimilis í Höfn hefjast nú handa um að grafa mastrið úr sandinum. Hnýta svo tréð aftan í fleytu Gísla Páls og flytja það heim í Höfn. Nú fer tvennum sögum af framhaldi. Pétur í Höfn tjáði okk- ur, sem sátum við morgunverðar- borðið, að hann hafi dregið siglutréð á ísum um veturinn á Skipaskaga. Þar hafi hann látið rista það í sperrur og bita í trésmiðju á Akranesi. Aðrir sem spurðir voru síðar sögðu að Gísli Páll hafi dregið tréð á Skipaskaga. Heimildarmönnum ber ekki saman. Sperrur í fj'ósi Að frásögn Péturs lokinni gekk hann með okkur til fjóssins og sýndi okkur loftið, sem klætt var fjölum, en sperrur og bita, sem héldu uppi þakinu, kvað Pétur vera úr skipsmastrinu er hann flutti úr Alftanesfjöru. Frásögn Péturs við morgunverðarborðið í Nýhöfn varð minnisstæð. Ég hafði í huga að gera ferð að Höfn og skrásetja frásögn Péturs. Það dróst úr hömlu. Svo féll hann frá í marsmánuði 1988. Með honum lést síðasti Sivertseninn sem kominn var í beinan karllegg af Bjarna riddara. Þegar ég hófst handa nokkru síð- ar að leita heimilda um siglutréð og fá staðfestingu á sögu Péturs í Höfn varð fátt um svör og flest neikvætt. „Blessaður, taktu ekki mark á sög- um Péturs í Höfn. Hann var svo ýk- inn. Hirti lítt um staðreyndir." Loks var mér bent á mann sem gæti stað- fest sögu Péturs. Það var Hörður bóndi Olafsson í Lyngholti. Ég fann hann að máli. Hörður staðfesti frá- sögn Péturs í flestum meginatrið- um. Hann kvaðst vel muna ferðina yfir fjörðinn. „Ég var svo sjóveikur. Ég man vel,“ sagði Hörður, „að konan á Álftanesi kom með skál fulla af kríueggj um. Hún bauð mer egg. Ég hafði ekki lyst á þeim. Ég var enn sjóveikur eftir ferðina yfir fjörðinn.“ Konan sem kom með kríueggin mun hafa verið Sigríður dóttir Jóns bónda, Oddssonar, er var fyrri mað- ur Mörtu Níelsdóttur húsfreyju á Alftanesi. Sigríður var systir Ódds í Mjólkurfélagi Reykjavíkur, en hann var faðir Jóns Oddssonar lögfræð- ings. Sigríður Guðný Jónsdóttir var nefnd Guðnýjamafni eftir formóður sinni Guðnýju skáldkonu í Klömbrum, þeirri er Fjölnismenn höfðu mikið dálæti á. Hún var fyrri kona séra Sveins Níelssonar sem var kunnur klerkur og hagleiksmaður. Morgunblaðið/RAX HÖRÐUR bóndi Ólafsson í Lyngholti (t.v.) tók okkur vel er við ókum í hlað á fögrum haustdegi árið 1996. Haraldur Sveinsson, stjómarformaður Ár- vakurs og eigandi Álftaness á Mýmm (t.v.), Ragnar Guðni Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins og greinarhöfundur, Pétur Pétursson (í miðið). Myndin er tekin við útihús þar sem spermr siglutrésins em burðarstoðir. Þegar við heimsóttum Hörð vom liðin 60 ár frá skipsstrandinu. Sögufrægt siglutré Fjölmargar eru þær frásagnir, sem ritaðar hafa verið um þann hörmulega atburð er varð þegar franska hafrannsóknarskipið „Pourquoi pas?“ steytti á skerinu Hnokka í Borgarfírði og fórst. Pétur Pétursson rekur hér sögu, tengda þessum atburði, sem til þessa hefur verið óskráð. EIN er sú saga, sem tengist skipsstrandinu, en er þó hvergi skráð. Hún fjallar um siglutré þessa glæsilega far- kosts. Skipsmastrið, sem rak á Alftanesfjöru. Velktist þar fyrst í fjöruborði á annarlegri strönd. Grófst svo í sandinn, en var síðan flutt yfir fjörðinn og gegndi þar gjörólíku hlut- verki. Hafði hvorki veður af blævindi né hamförum hvirfilbylja. Spurði eng- in tíðindi af rótlausu þangi úthafsins né vissi neitt um lognöldu er gældi við fjörustein innfjarða í Látravík. Eng- inn fugl kom að setjast á siglutoppinn og spyrja frétta af ferðum máva. Eggjahljóð frá varphænum, gal han- ans í Höfn og baul kúnna í nýreistu fjósi voru hljóðin sem heyrðust flytja stef virkra daga sem helgra í nýju umhverfi. Örlögin sem réðu fór siglu- trésins höfðu búið því samastað hér. I stað þess að vera meginstoð og stytta fannhvítra segla, sem buðu eirðar- lausum vindum úthafsins faðm sinn var tréð limað sundur, rist og sagað af bandsög á Skipaskaga þar sem kallamir á kútter Haraldi áttu heima og komu allir aftur, en síðan reist í fjósi við strönd fjarðarins, sem geymdi söguna um skapadægur. Hér var lokið sögu siglinga. Nú beið nýtt hlutverk. Víðförult siglutréð mátti nú una því hlutskipti að Ijá fjósþaki mátt sinn og meginstoð, sem sperrur og bitar í peningshúsi og fjósi hjá Hafn- á arbónda í Melasveit. Morgunverður í Nýhöfn Það munu nú vera um það bil átján ár síðan við hjónin, kona mín, Bima Jónsdóttir og ég, sem hér stýri penna, dvöldumst um viku skeið, ásamt dótturdóttur okkar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, í gistiheimilinu Ný- »-höfn í Melasveit Hjónin Guðmundur H. Ólafsson og Margrét Jónsdóttir ráku þar bændagistihús. Nýhöfn er í landi Hafnar, sem er fomfrægt höfð- ingjasetur. Þar bjó þá Pétur Sivert- sen, kunnur maður og ættstór. Pétur var kominn í beinan karllegg af Bjama riddara Sivertsen. Páll Égg- ert, annálaritarinn afkastamikh, sjálf- ur einstakur afreksmaður, telur tvö orð lýsa best æviferli Bjama riddara. Hann gælir við orðin: „Varð auðmað- ur.“ Hús Bjama riddara er varðveitt af Hafnfirðingum. Pétur bóndi í Höfn kom í heim- sókn í gistiheimilið Nýhöfn meðan við dvöldumst þar. Við áttum þar ánægjulega stund við morgunverð- arborð hjá stjúpdóttur Péturs, Mar- gréti. Þegar ljóst varð að við, gest- imir, kunnum skil á ýmsum í héraði lifnaði yfir samræðum. Þai' kom samtali okkar að við ræddum um býli og bæi handan fjarðarins. Það kom til af því að við leiddum talið að ættingjum og mágum á Mýmm, Jóni bónda á Miðhúsum og eiginkonu hans, Nellý systur minni. Þá fór Pétur bóndi að segja okkur sögu af gagnkvæmum, en þöglum samskiptum íbúa beggja vegna Borg- arfjarðar. Hann sagði frá bálköstum þeirra og brennum á gamlárskvöld. Hvemig þeir höfðu gætur á þjóðleg- um siðum andbýlinga sinna handan fjarðarins. Af frásögn heimasætu frá Lambastöðum, Elínar Sigurðardótt- ur, síðar eiginkonu Þorsteins Gísla- sonar málarameistara, vissum við síðar, að rétt var hermt um siði fjarð- arbúa. Úr glugga á Lambastöðum gaf að líta bjarma af bálkesti í fjöru Hafnar í Melasveit er Elín minntist æskudaga sinna á Mýrum. Síðan barst tal okkar Péturs að strandinu mikla er varð þegar dr. Charcot og áhöfn hans var búin vot Ljósmynd/Helgi Daníelsson GÍSLI Páll Oddsson, Hliði, Akranesi, sótti siglutréð að Álftanesi á bát sínum Blíðfara. Myndin er tekin um 1970. gröf á brigðulli haustnótt í sjónhend- ingu frá Höfn. Öll lík skipbrots- manna rak í Straumfirði. Pétur kvaðst hafa róið yfir fjörðinn árið eft- ir að strandið varð. Þar hitti hann að máli Harald bónda Bjarnason á Álftanesi. Haraldur Bjamason tengdi með búsetu sinni og ætt jarð- eignir Skallagríms landnámsmanns Borg á Mýrum og Álftanes. Bjami faðir Haralds var húsmaður á Borg á Mýrum hjá tengdaföður sínum, en hann var Þorkell Eyjólfsson prestur á Borg. Skallagrímur, sem var skipa- smiður mikill, „lét gera bæ á Álpta- nesi og átti þar bú annað“ segir í Egilssögu. „Én rekavið skorti eigi vestur fyrir Mýrar“ segir ennfremur. Ættir Álftnesinga og tilsvör Matthildur, móðir Haralds bónda, var systir Jóns þjóðskjala- varðar (Forna). Dr. Jón var doktor- inn, sem Þórbergur lýsti í frásögn sinni er hann sat kvöldverðarboð hans. Guðbrandur Jónsson prófess- or og Haraldur voru systkinasynir, en Björg Einarsdóttir rithöfundur og Haraldur systkinabörn. Harald- ur var tengdafaðir Jónasar Böðvarssonar skipstjóra. Hulda dóttir Haralds og Mörtu Níelsdótt- ur var eiginkona Jónasar skip- stjóra. Langafi Haralds var séra Jón Þorláksson á Bægisá. Haraldur mátti oft heyra frýjunarorð af hendi stórbænda í héraði vegna hlunninda er hann hafði af reka, engu síður en Skallagrímur. Davíð Þorsteinsson bóndi á Arnbjargar- læk er sagður hafa spurt Harald bónda: Er það satt Haraldur, að þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.