Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR / Rfkisstjórnín samþykkir breytt gagnagruimsfnmivarp „Sáttahönd til gagnrýnenda“^~pg lAG jSU*N°5 JÆJA hvað segirðu þá, það verður ekki hlaupið að því fyrir Kára að misnota hana svona dúðaða, Guðmundur minn ... Yfirmaður upplýsingatæknideildar íslenskrar erfða- greiningar um gagnagrunn á heilbrigðissviði Fræðilega opersónu- greinanleg gögn takmarka notagildi grunnsins HÁKON Guðbjartsson, vfirmaður upplýsingatæknideildar Islenskrar erfðagreiningar, segir að það að gögn í miðlægum gagnagrunni séu fræðilega persónugreinanleg þýði að það sé til einhver leið til að per- sónugreina einstaklinga út frá gögnunum í grunninum. Hann noti hins vegar hugtakið persónugrein- anleika eins og Evrópusambandið noti það, en það þýði að taka þurfi tillit til þess hversu raunhæfar leið- irnar séu til að persónugreina ein- staklinga í grunninum. Hægt sé að gera grunninn þannig úr garði að gögnin séu fræðilega ópersónu- greinanleg, en það takmarki nota- gildi hans verulega og sé í raun og veru lítið framfaraskref frá því ástandi sem nú ríki í þessum efn- um. í Morgunblaðinu á fimmtudag sagði Hákon að gagnrýni Ross Andersons, ráðgjafa breska lækna- félagsins í málefnum er varða upp- lýsingakerfi á heilbrigðissviði, og annarra hér innanlands byggðist á misskilningi þeirra á skilgreiningu Evrópusambandsins á ópersónu- greinanlegum gögnum. Anderson sé að velta því fyrir sér hvort gögn- in séu fræðilega persónutengjanleg í stað þess að líta á hvort til væru raunhæfar leiðir til þess að per- sónugreina einstaklinga. Ekki raunhæft Hákon sagði að mikið af umræð- unni um miðlægan gagnagrunn gengi út á skilning manna í þessum efnum og hvemig orðin væru not- uð. Sjálf skilgreining Evrópusam- bandsins á persónugreinanleika væri meira í átt við fræðilegan per- sónugreinanleika, en í grein nr. 26 væri útskýring á skilgreiningunni og þar segði alveg skýrt að taka þyrfti tillit til þeirra leiða sem væru mögulegar til þess að per- sónugreina einstaklinga og meta til dæmis hvað þurfi að kosta til þess miklu fé, hve langan tíma það muni taka og einnig hvort aðferðirnar til þess séu fyrir hendi. Vinna Is- lenskrar erfðagreiningar í sam- bandi við það nafnleyndarkerfi sem eigi að nota gangi út á að búa þannig um hnútana að það sé ekki raunhæft fyrir neinn að persónu- greina einstaklinga í grunninum út frá þeim upplýsingum sem þar komi fram. „Þó til sé leið þá er hún óraun- hæf og það er bara sama skilyrðið og er sett í öllum mannlegum kerf- um. Það er alveg sama hvaða dæmi er valið, þetta er alltaf svona. Þeir menn sem sömdu tilskipunina gerðu sér grein fyrir þessu og þess vegna settu þeir þennan vamagla. Við teljum að það sé mjög rangt að vera með umræðuna á þessu fræði- lega plani og skoða gagnagrunninn í einhverju allt öðru ljósi heldur en allir aðrir hlutir eru skoðaðir í,“ sagði Hákon. Hann sagði að gagnrýni Lækna- félagsins á ÍE þess efnis að fyrir- ækið hefði viðurkennt að í gagna- grunninum væru persónugreinan- leg gögn byggðist á því að Lækna- félagið legði rangan skilning í hug- takið persónugreinanleg gögn. Það yrði að taka mið af þeim aðferðum sem væru mögulegar. IE hefði aldrei sagt annað en gögnin væru fræðilega persónugreinanleg og í þessu væri allur misskilningurinn fólginn. „Eg veit að sumir munu ef- laust ekki sætta sig við að gögnin séu fræðilega persónugreinanleg en það er auðvitað allt annar hand- leggur," sagði Hákon. Viljum geta boðið upp á sem fjölbreyttasta sýn Hann sagði að hægt væri að búa til kerfi þar sem fræðilega væri úti- lokað að persónugreina einstak- linga, en með því væri í rauninni verið að segja að áhugi væri ekki fyrir hendi á því að skilja upplýs- ingamar í grunninum til hlítar. Ef gögnin í grunninum væru gerð þannig úr garði væri verið að tak- marka mjög möguleika grunnsins til vísindarannsókna og það nota- gildi sem af honum væri hægt að hafa. „Við viljum geta boðið upp á sem fjölbreyttasta sýn á gögnin í grunninum og ákveða hana ekki fyrirfram, því maður veit aldrei fyrirfram hvaða spurninga maður vill spyrja. Þá væri maður að tak- marka þá fræðilegu möguleika á rannsóknum sem hægt væri að nota granninn til,“ sagði Hákon. Hann sagði að ópersónugreinan- legur grunnur væri ekki fjarri því ástandi sem ríkti í dag í þessum efnum þegar menn gengju til verks og vissu nákvæmlega hvað þeir vildu gera. „Við eram að tala um að setja á laggirnar gagnagrann til að svara spurningum fyrir framtíðina og það væri mjög óskynsamlegt að ákveða fyrirfram hvaða spuminga á að spyrja," sagði Hákon enn- fremur. Borgaraleg ferming kynnt Dýrmætt fyrir unglinga að eiga val SIÐMENNT, félag áhugafólks um borg- aralegar athafnir, gengst fyrir kynningar- fundi fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 1999 og aðstand- endur þeirra í Kvennaskól- anum, Fríkirkjuvegi 9, laugardaginn 24. október frá kl. 11-12:30. Hope Knútsson, formað- ur Siðmenntar, segir að fé- lagið haldi uppi merkjum siðrænnar mannúðar- stefnu. „Félagið leggur áherslu á lýðræðislegt hug- arfar félagsmanna og krefst aðskilnaðar íákis og kirkju en tekur að öðru leyti ekki beina afstöðu til stjórnmála. Félagið er andvígt hvers kyns forræð- Hope Knútsson ishyggju, hvort sem hún byggist á „æðri máttarvöldum" eða „yfii'- burðamönnum" og afneitar öllum trúarlegum bábiljum og gervivís- indum. Félagið leiðbeinir fólki við að skipuleggja borgaralegar athafnir." -1 hverju felst undirbúningur undir borgaralega fermingu? „A fenningarnámskeiði Sið- menntar læra ungmenni ýmis- legt gagnlegt um hvað felst í því að vera fullorðinn og taka ábyrgð á eigin skoðunum og hegðun. Einnig læra þau sitthvað um sið- fræði, mannleg samskipti, ákvarðanir, mannréttindi, lífsvið- horf, tilfinningar, forvarnir gegn vímuefnum, samskipti kynjanna, umhverfisvemd og fleira. Nám- skeiðið er um 12 tvöfaldar kennslustundir. Tilgangur borgaralegrar ferm- ingar er að efia heilbrigð og far- sæl viðhorf ungmenna til lífsins." -Er eðlilegt að nota orðið ferming? „Okkur finnst sjálfsagt að nota orðið ferming vegna þess að alls staðar þar sem þetta fyrirbæri er til heitir það borgaraleg ferming. Islenska orðið ferming kemur úr latneska orðinu „confirmare" sem þýðir að styðja eða styrkj- ast. Ungmenni sem fermast borgai'alega eru einmitt að styrkjast í þeirri ákvörðun að vera ábyrgir borgarar. I alþjóðlegum orðabókum er orðið confirmare skilgreint á 7 mismunandi vegu og er trúarlega skilgreiningin ein af þeim, og ekki sú sem fyrst er talin upp í orðabókum." - Hversu stór hópur hefur fermst borgaralega undanfarín ár? „Það vora 16 ung- lingar sem tóku þátt í hinni fyrstu íslensku borgaralegu fermingu árið 1989. Síðan hefur þetta vaxið frá ári til árs og orðið æ vin- ► Hope Knútsson er fædd í New York borg árið 1943. Hún lauk BA-námi í sálfræði og heimspeki 1964 frá City Uni- versity í New York og masters- námi í iðjuþjálfun 1967 frá Col- umbia University í New York. Hún fluttist til fslands 1974 og tók þátt í að stofna Iðju- þjálfafélag íslands 1976 og hef- ur verið formaður þess síðan, það er að segja í 22 ár. Hún starfaði við geðlækningar í 20 ár. Hún var formaður Geðhjálp- ar í 5 ár, formaður Félags nýrra íslendinga í 6 ár og er nú for- maður Siðmenntar, félags áhugafólks um borgararlegar athafnir. Hún er gift Einari Knútssyni flugvirkja og eiga þau son og dóttur. Hápunktur fermingarinnar er virðuleg og hátíðleg athöfn safni Hafnarborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur og nú síðast í stærsta sal Háskólabíós þar sem 900 manns vora viðstödd." -Er hefð fyrír borgaralegrí fermingu ínágrannalöndunum? „Borgaraleg ferming hefur tíðkast í Danmörku frá 1914 og í Noregi frá 1953. Þess má geta að Gro Harlem Brandtland var í fyrstu borgaralegu fermingunni í Noregi." -Þú hlýtur að hafa kynnst stórum hópi fólks í gegnum starf- ið á jiðnum árum. „í gegnum þetta starf, í 11 ár, hef ég kynnst um þrjú hundruð fjölskyldum og mjög mörgum í hópi rúmlega 3.500 manna sem sótt hafa athafnir okkar. Það er alltaf jafn gaman að finna hve þakklátt fólk er fyrir að borgara- leg fenning skuli vera til. Ég finn það æ betur með hverju ári hve dýrmætt það er fyrir unglinga að eiga val og sú staðreynd hvetur mig til að bjóða þenn- an kost áfram. Okkur finnst sjálfsögð mann- sælla. í nokkur ár voru milli 25 og 30 ungmenni sem fermdust borgaralega. Síðustu tvö ár hafa verið um 50 unglingar í hópunum og hefur þeim verið skipt niður í 3 hópa í undirbúningnum. Há- punktur fermingarinnar er virðu- leg og hátíðleg athöfn og taka fermingarböm og foreldrar virk- an þátt í henni með tónlistar- flutningi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig hefur þekkt fólk úr ís- lensku samfélagi komið fram sem ræðumenn. Athafnir okkar hafa verið haldnar í Norræna húsinu, Lista- réttindi að ungmenni geti valið að ferma sig án íhlutunar kirkj- unnar. Við megum ekki glata þessum kosti heldur halda hon- um opnum og hlúa vel að honum. -Er hægt að nálgast upplýs- ingar annars staðar en á kynn- ingarfundinum? „Já, þess má svo að lokum geta að hægt er að nálgast frekari upplýsingar um borgaralega fermingu á heimasíðu Siðmennt- ar, www.islandia.is/sidmennt. Skráningu fyrir borgaralega fermingu í vor lýkur 1. nóvember nk.“ t'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.